Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2002, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2002, Side 13
MÁNUDAGUR 23. DESEMBER 2002 33 Sport |J®éI' m li ■ J Fjöldi hrossa eftir útflutningslöndum Tímabll: Frá 1.1. 2002 tll 31.12. 2002 Gunnar Arnarson, hrossaræktandi og hrossaútflytjandi: Kúvending - í hugsunarhætti fólks hvað varðar útflutningsgripi Austurríki 35 Kanada Sviss Þýskaland 195 Danmörk 260 Finnland Færeyjar Bretland Ungverjaland 4 Lúxemborg 3 Holland Noregur 200 Nýja-Sjáland 1 Svíþjóð 388 Bandaríkin 194 Frakkland 11 Italía Slóvenía 1 Alls 1.517 „Aðalbreytingin er sú að menn eru hættir að leggja vinnu í eitthvað sem þeir sjá fram á að skilar sér illa eða ekki. Það hefur orðið kúvending í hugsunarhætti hjá fólki hvað það varðar þegar um er að ræða útflutn- * ing á íslenskum hrossum," sagði Gunnar Arnarson, hrossaræktandi og útflytjandi, um þróun hrossaút- flutnings. Nú liggja fyrir endanlegar tölur á útflutninginn fyrir árið sem senn er liðið. Þær eru birtar ásamt fleiri tölum hér á síðunni í dag. Gunnar sagði að útflutningurinn væri mjög efnahagstengdur. Þegar velmegun ríkti í löndunum sem flutt væri til þá væri sókn í útflutn- ingi. Þegar viðkomandi lönd væru í efnahagslægð kæmi það strax niður á útflutningnum. Þetta sýndi sig einna gleggst í Þýskalandi nú. ís- lenski hesturinn væri munaðar- vara. Hestamennska væri tóm- stundagaman og hún væri dýr, Gunnar kvað ekki sérlega þröngt í búi hjá útflytjendum þrátt fyrir samdráttinn á seinni árum. „Margir hafa gripið til þess að þess að endurskoða og hagræða í sínum rekstri. Ég held að margur sem hefur stefnt til mikils í að rækta, temja og selja í stórum stíl sjái fram á að hann þurfi að endur- skipuleggja og horfa upp á nýtt í spilin. Annað er, að þessi markaður er breyttur. Fyrir 3 til 4 árum var endalaust rennerí af hestakakaup- mönnum í leit að hrossum. Nú hef- ur þetta snúist við, nú eru það miklu fremur hestaseljendur sem leita að kaupendum. Menn voru mikið að kaupa í stórum stíl hópa af hestum til endursölu. Of oft voru þessi hross ekki mikil að gæðum. Nú hafa þeir séð að það er áhættu- samt að sitja með marga hesta í einu. Þá hafa samskipti breyst mjög mikið meö tilkomu netsins og video- tækninnar og sumir selja heilmikið af hrossum með slíkri tækni.“ Ekkert svartsýniskast Gunnar sagðist ekki telja að menn væru í neinu svartsýniskasti þótt þeir vildu óneitanlega hafa út- flutinginn skarpari. Alla tíð hefðu verið sveiflur á markaðnum og reikna mætti með að hann gæti ver- ið að rokka frá 1000 til 2000 hrossum á ári. Menn mættu vel við una ef þeir seldu út 1500-2000 hesta, nema þá að upp rynni einhver gífurleg hagsæld í viðskiptalöndunum. Varðandi sumarexemið margum- rædda sagði Gunnar engan vafa leika á því að það væri stærsti nei- kvæði þátturinn í sölumöguleikum á íslenskfæddum hrossum. Þessi sjúkdómur hefði mest áhrif á sölu millihesta og ódýrari hesta. „Þegar komið er út í ræktunar- gripi og keppnishross þá skiptir þetta minna máli,“ sagði Gunnar. „Fólk er þá fyrst og fremst að sækja í gæðin og er tilbúið til að leggja meira á sig fyrir þau. Svo hefur meðvitundin aukist um það hvað er gott og hvað er ekki gott. Fólk er ekkert að leggja það lengur á sig að flytja út eitthvað sem ekki er al- mennilegt. Hrossin sem eru að fara núna eru almennt miklu eigulegri en áður var. Þau eru meira tamin og miklu gæfulegri gripir. Fækkunin hefur orðið mest í þessu arðlitla dóti, sem er vel,“ sagði Gunnar Amarson, hrossa- ræktandi og hrossaútflytjandi. -JSS Fjöldi Land í stuttu máli Hestamenn í skötu í dag eiga hestamenn þess kost að heimsækja hestamiðstöð íshesta að Sörlaskeiði í Hafnarfirði og snæða þar ekta Þorláksmessuskötu. Herleg- heitin hefiast kl 11.30 og standa fram Einar Bolla- son, forstjóri Ishesta, sagði aö þetta væri þriðja ár- ið.sem hesta- menn gætu sameinast í skötuveislu hjá Ishestum. Aðsókn hefði verið góð til þessa og mikið um að hestamenn fiölmenntu til að gleðjast í góðra vina hópi. Aðspurður um undirteknir erlendra ferðamanna sagði Einar, að fyrir þá sem kysu væri einnig jólahlaðborð á staðnum þannig að enginn þyrfti að fara svangur þaðan. Helst væru það Þjóðverjar sem þyrðu legðu í skötuna en margir kysu að borða við opinn glugga. Nýjung á þorra Auk skötusamkvæmisins, sem að of- an er getið, hyggjast íshestar færa enn frekar út kvíamar í því skyni að fóðra hestamenn vel til hátíðabrigða. Eftir áramótin veröur farið af stað með þorrapakka. Þá geta menn keypt í einum pakka útreiðartúr og þorra- veislu á eftir. Boðið verður upp á þennan kost í janúar og út þorrann, en þetta er í fyrsta skipti sem íshest- ar bjóða upp á slíkt. Meira eftir en fram komið „Ég gleðst náttúrlega yfir þessu en tel þó meira eftir en fram komið," segir Kristinn Hugason, fyrrum hrossa- ræktarráðunautur, sem valinn hefur verið ræktunarmaöur ársins hjá hrossaræktarfélagi Andvara. Krist- inn sýndi fiórar hryssur á árinu, tvær fengu 1. verðlaun og hinar tvær 2. verðlaun. Kristinn segir að rekja megi ættir núlifandi stofhhryssna Qölskyidunnar aftur alla 20. öldina. Þessi stofn hafi ver- ið ræktaður í Ytra-Dalsgerði og verið í eigu Qölskyldunnar Krist|nn Hugason. í ættliði. Þessi hross hafi upphaflega verið kennd við Strjúgsá. Elding og Brúnskjóna frá Strjúgsá hafi veriö meðal for- mæðranna. Af þessum stofni megi nefna Náttfara, ViHing frá Möðruvöll- um, vekringinn Hnoss og Sfiarna frá Svignaskarði, sem hafi verið undan Roku frá Ytra-Dalsgerði. „Gestur frændi minn Kristinsson, sem er löngu látinn, sendi hryssur þvert um landið til að halda þeim undir hestu stóðhesta þeirrar tiðar. Hann var með alfyrstu mönnum sem datt í hug að gera slíkt. Hann sendi t.d. hryssur með rekstri suöur í Ár- nessýslu til að halda þeim undir Skugga frá Bjarnamesi. Hann hafði náið samstarf við þekkta hestamenn þeirrar tíðar, Hesta-Bjama Jóhannes- son og Sigurð frá Brún sem báðir voru Qölskylduvinir í Ytra-Dals- gerði.“ Þessi góði árangur feðganna, Kristins og Huga föður hans, byggist ekki á hrossafiölda. Þeir hafa veriö með um 20 hross að jafnaði. Þeir hafa engu að síður sýnt hross á öllum lands- og fiórðungsmótum síðan 1979 auk vei heppnaðra ræktunarbússýn- inga. -JSS Netfang DV: jss@dv.is Prestur í forreið Hestamenn í Eyjum vígöu nýjan skeiövöll nú á aðventunni. Þar fór fyr- ir Magnús Kristinsson, útgeröarmaö- ur og hestamaöur, en hann haföi for- göngu um gerö vallarins meö vösku liöi annarra hestamanna. Raunar hófst vígsluhátíöin meö þvf aö Magnús efndi til listviöburöar í hesthúsi sfnu, sýningu á ríflega tutt- ugu verkum eftir Stefán frá Mööru- dal, Stórval. Margir sóttu sýninguna og létu vel af. Riöiö var fylktu liöi á vfgslustaö og reið sóknarpresturinn, séra Kristján Björnsson, í fylkingar- brjósti. Vígslan fór síöan fram meö pomp og prakt. Er áreiöanlegt aö völl- ur af þessu tagi er mikil lyftistöng fyr- ir hestamennskuna í Vestmannaeyj- um. Á myndinni má sjá séra Kristján og Magnús koma ríöandi á vígsiu- staö. DV-mynd Ómar G. Einar Bollason.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.