Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2003, Blaðsíða 6
6
FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2003
DV
Fréttir
Tómarúm í borginni við fráhvarf Ingibjargar Sólrúnar:
Hver
styrir borginni?
DV-MYND SIG.JOKULL
Samstilltur hópur eða höfuðlaus her?
Borgarfulltrúar Reykjavíkurlistans eiga ekki lengur óskoraöan pólitískan leiðtoga í sínum hópi, en gera má ráö fyrir aö
oddvitar flokkanna sem standa að listanum reyni aö fylla þaö tómarúm sem Ingibjörg Sólrún skilur eftir. Sumir telja
einnig aö meiri „ráöherrabragur“ veröi á einstökum borgarfulltrúum.
DV-MYND GVA
Verk að vinna
Þórólfur Árnason tekur viö borgarstjórastólnum á kosningaári, þegar erfiðast
er aö gera mörgum flokkum til geös samtímis. Á næstu vikum og mánuöum
ræðst hvort hann veröur pólitískur leiötogi eöa verkfæri í höndum kjörinna
borgarfulltrúa Reykjavíkurlistans.
Eins og fjallað var um í DV í gær fól
niðurstaðan um afdrif Ingibjargar Sól-
rúnar Gísladóttur og Reykjavíkurlist-
ans ekki síður í sér spumingar en svör.
í gær var fjallað um framtíð Ingibjarg-
ar Sólrúnar og því röðin komin að
borginni sem hún sleppir tökunum á.
Hvemig mun honum reiða af eftir að
Þórólfur Ámason - „ópólitískur" borg-
arstjóri - hefur verið ráðinn til Ráð-
hússins? Hver mun stjóma borginni?
Ekkert einsdæmi
Það blasir við að verkaskipting við
stjórn borgarinnar verður óljósari þeg-
ar leitað er út fyrir raðir kjörinna borg-
arfulltrúa við ráðningu borgarstjóra.
Það er alls ekki sjálfgefið að slíkur
borgarstjóri geti að öllu leyti staðið
undir nafiii. Hefúr hann umboð til að
móta stefnuna og vera leiðandi afl?
Hann situr í umboði hinna kjömu full-
trúa - í þessu tilviki fulltrúa þriggja
stjómmálaflokka og eins óháðs - og
ekki er víst að skoðanir hans fari ávallt
saman við vilja þeirra. Hvor gefur þá
eftir?
Þessi skipan mála er vel þekkt í
sveitarfélögum, þótt eftir síðustu kosn-
ingar sé hún hvergi viðhöfð á höfuð-
borgarsvæðinu nema í Bessastaða-
hreppi - og þar er raunar Sjáifstæðisfé-
lagið með hreinan meirihluta, sem
óneitanlega einfaldar málin um allan
helming.
Árborg og Akranes eru hins vegar
dæmi um stór sveitarfélög þar sem
tveir flokkar hafa komið sér saman um
að ráða bæjarstjóra utan flokka. Gísli
Gíslason hefur verið „ópólitískur" bæj-
arstjóri á Akranesi í um hálfan annan
áratug og starfað í umboði allra flokka
á þeim tfma. Hann leggur áherslu á að
trúnaður milli manna sé lykilatriði til
að slík stjóm gangi upp. Um leið og sá
trúnaður rofni sé hins vegar voðinn
vís.
„Ég hef svo sem ekki lent 1 neinu
sem heitið getur að vera ósammála
meirihlutanum, hver sem hann hefur
verið á sínum tíma,“ segir Gísli. „Oft er
áherslumunur, en hann hefur ávallt
mátt brúa. En ef bæjarsfjóri verður ein-
hvem timann ósammála meirihlutan-
um í algjörum grundvallaratriðum á
hann þann kost einan að yfirgefa skip-
ið.“
Gísli segir að flokkapólitík hafi ekki
truflað störf sín mikið, en auðvitað sé
það svo að á kosningaári séu menn dá-
lítið meira vakandi fyrir pólitíkinni en
á öðrum árum. „Eins og staðan er
héma á Akranesi núna era nokkuð
skarpar linur,“ segir Gísli sposkur.
Borgin
En er stjómun bæjarfélags sambæri-
leg við stjómun höfuðborgarinnar?
Gisli segir alveg ljóst að í höfuðborg-
inni sé fengist við mál á miklu pólitísk-
ari gmnni en víða annars staðar. „En
ef menn hafa trúnað hver annars mun
þetta ganga prýðilega út kjörtímabilið.
Okkur bæjarstjórunum þykir leitt að
sjá á bak Ingibjörgu Sólrúnu, en um
leið bjóðum við Þórólf Ámason vel-
kominn. Hann mun leysa þetta farsæl-
lega - það tel ég að sé ekki spuming,“
segir Gísli.
Almennt er þó viðurkennt að reynsl-
an af því þegar vinstriflokkamir réðu
ópólitískan borgarstjóra 1978-1982 hafi
ekki verið góð og verkaskipting afar
óljós. Á móti er bent á að sjálfstæðis-
menn hafi sjálfir leitað út fyrir borgar-
stjómarflokkinn þegar Markús Örn
Antonsson var ráðinn borgarstjóri við
brotthvarf Davíðs Oddssonar. Sem fyrr
segir er þó mun einfaldara að leysa úr
málum þegar einn flokkur hefur hrein-
an meirihluta eins og í því tilviki. Vil-
hjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi
hefur einnig bent á að sennilega hafi
enginn þáverandi borgarfulltrúa Sjálf-
stæðisflokksins haft viðlíka reynslu af
borgarstjóm og Markús Öm.
Tómarúm
Það er ljóst að tómarúm hefur mynd-
ast í borginni og aðeins spuming hver
mun fylla það. Þótt formennska í borg-
arráði ætti að geta verið valdamesta
embættið við þessar aðstæður - og þvf
er óráðstafað enn sem komið er - má
telja að það fari fremur eftir einstak-
lingum en embættum hver hefur mest
áhrif.
Ámi Þór Sigurðsson, forseti borgar-
stjómar, gaf vísbendingu um þessi efni
þegar hann sagði i viðtali við Frétta-
blaðið á dögunum að pólitísk stefhu-
mótun yrði í höndum kjörinna fulltrúa
en ekki borgarstjóra! Sannarlega at-
hyglisverð ummæli, sem sjálfstæðis-
menn kröfðust raunar skýringa á í um-
ræðum í borgarstjórn í gær. Ámi Þór
svaraði því til að borgarstjóri hefði um-
boð hins pólitískt kjöma meirihluta, en
að formenn nefnda og ráða borgarinn-
ar yrðu eftir sem áður talsmenn sinna
málaflokka.
Glundroði?
Sjálfstæðismenn sögðu í
borgarstjórn í gær, að ráðning
Þórólfs Ámasonar sýndi að mikill
glundroði ríkti í Reykjavíkur-
listanum, ekkert gagnkvæmt traust
væri á milli borgarfulltrúa hans og
í raun væri hann úr sögunni. Björn
Bjamason krafðist skýringa á þeim
ummælum forseta borgarstjórnar,
að pólitísk stefnumótun yrði ekki i
höndum borgarstjóra. Árni Þór
Sigurðsson svaraði þvi til að
málefnasamningur og stefna R-
Hér ýjar Ámi Þór að fyrirkomulagi
sem margir viðmælenda DV telja lík-
legt að verði niðurstaðan: að sjálfstæði
borgarfulltrúa til að stýra einstökum
málaflokkum verði aukið og þar með
vitanlega völd þeirra.
Ríkisstjórnarbragur
Þetta er það sem sumir kalla „ríkis-
stjórnarbrag". Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir hefur raunar sagt við Morgun-
blaðið að sér fyndist eðlilegt að þeir
sem fari með ábyrgð í hverjum mála-
flokki séu málsvarar þess málaflokks,
„alveg eins og i ríkisstjóm", eins og
Ingibjörg Sólrún orðar það.
Ónafngreindur heimildarmaður DV
í Samfylkingunni tekur undir þetta og
segist telja að það verði meiri „ráð-
herrabragur" á borgarfúlltrúunum.
Þeir ætli sér örugglega að „nota tæki-
færið til þess að láta ljós sitt skína“, um
leið og skipulagsbreytingar í borginni
feli i sér að einstökum sviðum hafi ver-
ið fækkað og þau stækkuð.
Annar heimildarmaður segir ljóst að
oddvitar hvers flokks reyni að fylla
eins mikið inn i tómarúmið og þeir geti
og Þórólfur hljóti að reyna það líka.
Meginspumingin verður hvort hann sé
„nógu harður í hom að taka til að eiga
við reynslubolta eins og Alfreð og Áma
Þór“.
Það virðist mega til sanns vegar
færa að ríkisstjómarbragur verði á
borgarstjóminni, en spuming er hver
verði í hlutverki forsætisráðherra - ef
það verður þá nokkur. Um það er ekk-
ert hægt að segja með vissu; aðeins
það, að tekist verður á.
Styrkur Þórólfs
Ekki er hægt að skilja við án þess að
nefna meginstyrk Þórólfs Ámasonar -
fyrir utan þá persónulegu eiginleika
sem hann mun þurfa að beita: Hann
nýtur sérstaks trúnaðar bæði Össurar
Skarphéðinssonar og Halldórs Ás-
grímssonar, auk Ingibjargar Sólrúnar
sjálfrar. Það mun reynast honum dýr-
mætt í átökum við „óbreytta" borgar-
fulltrúa á komandi árum.
Fyrstu mánuðimir verða erfiðastir,
svo mikið er víst. í fyrsta lagi berst þá
hver fyrir sinni stöðu, eðli málsins
samkvæmt. í öðra lagi er upphaf kosn-
ingabaráttu á landsvísu sannarlega
versti tíminn til að vinna trúnað
margra flokka í einu.
Saman á ný
Ingibjörg Sólrún og Árni Þór stinga
saman nefjum í gær.
listans stæði óhögguð og nýr
borgarstjóri hefði umboð hins
pólitískt kjöma meirihluta. -ÓTG
Sjálfstæöismenn spuröu hver yröi pólitískur málsvarl borgarinnar.
j£lJj ijjíi JjAí jIjW
REYKJAVIK AKUREYRI
Sólarlag i kvöld 15.48 15.10
Sólarupprás á morgun 11.16 11.26
Síödegisflóð 18.58 23.31
Árdegisfló& á morgun 07.21 11.54
Frost í innsveitum
Suðvestlæg eða breytileg átt, 3-8
m/s og skýjað með köflum en dálítil
slydda eða rigning úti við
norðurströndina og smáskúrir
vestan til. Hiti víða 0 til 5 stig við
sjávarsíðuna en dálítið frost í
innsveitum.
Bjart fyrir norðan
Vaxandi suðaustan átt suðvestan-
lands, 8-15 m/s síðdegis en annars
hæg suðlæg átt. Skýjað og stöku
skúrir en víða bjartviðri norðan- og
austantil. Hiti víöa 0 til 5 stig.
Sunnudagur Mánudagur Þriðjudagur
Hití 6° HH:i°60 o o Hiti 6°
«1-4° tii -4° til -4°
Vindur: Vindun Vindur:
8-15 »«/* 8-15««/* 8-15
* *
SA 8-15 m/s SA 8-15 m/s, SA 8-15 m/s,
suövestanlands hvassast hvassast
en annars suövestan tll. suövestan til.
hægari. Stöku Víöa rlgnlng Víöa rignlng
skúrir eöa él. eöa slydda, en eöa slydda, en
Hltl 0 tll 6 stlg þurrt þurrt
en víöa frost tll noröanlands. noröanlands.
landslns. Hlti 0 til 6 Hltl 0 tll 6
stlg. stlg.
Logn m/s 0-0,2
Andvari 0,3-1,5
Kul 1,6-3,3
Gola 3,4-5,4
Stinnlngsgola 5,5-7,9
Kaldi 8,0-10,7
Stinningskaldl 10,8-13,8
Allhvasst 13,5-17,1
Hvassviöri 17,2-20,7
Stormur 20,8-24,4
Rok 24,5-28,4
Ofsaveöur 28,5-32,6
Fárviöri >= 32,7
AKUREYRI skýjaö 3
BERGSSTAÐIR hálfskýjað 1
BOLUNGARVÍK léttskýjað 4
EGILSSTAÐIR skýjað -2
KEFLAVÍK rigning 2
KIRKJUBÆJARKL. léttskýjað 1
RAUFARHÖFN léttskýjað 1
REYKJAVÍK skúr 2
STÓRHÖFÐI alskýjað 5
BERGEN iéttskýjað -6
HELSINKI léttskýjaö -23
KAUPMANNAHÖFN alskýjað -3
ÓSLÓ snjókoma -11
STOKKHÓLMUR -19
ÞÓRSHÖFN léttskýjað -0
ÞRÁNDHEIMUR léttskýjað -21
ALGARVE skýjað 15
AMSTERDAM alskýjað 5
BARCELONA hálfskýjaö 14
BERLÍN snjókoma 0
CHICAGO alskýjað -2
DUBUN rigning 3
HALIFAX skýjað -6
HAMBORG snjókoma 0
FRANKFURT skýjaö 8
JAN MAYEN skafrenningur -5
L0ND0N skýjaö 8
LÚXEMBORG skúr á síð. klls 6
MALLORCA léttskýjað 15
MONTREAL heiöskírt -7
NARSSARSSUAQ alskýjað 8
NEW YORK snjókoma -1
ORLANDO alskýjaö 17
PARÍS léttskýjaö 8
VÍN skýjað 10
WASHINGTON súld 3
WINNIPEG alskýjað -8