Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2003, Qupperneq 11
FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2003
DV
Utlönd
u
Fjoldi palestinskra fanga
slasast í mótmælum
- mótmæltu slæmri meðferð í fangabúðum á Vesturbakkanum
Til átaka kom milli ísraelskra ör-
yggisvarða og palestínskra fanga í
Ofer-fangabúðunum í nágrenni Ram-
allah á Vesturbakkanum í gær með
þeim afleiðingum að fjöldi fanga slas-
aðist.
Verðirnir notuðu táragas tO þess að
stöðva mótmæli fanganna, en þeir
mótmæltu illri meðferð og slæmri að-
stöðu í búðunum, sem að mestu eru
tjaldbúðir, en þær hýsa um 700 fanga
sem flestir hafa verið teknir höndum
í aðgerðum Israela á síðustu vikum.
Eftir að verðimir gripu til aðgerða
fór allt úr böndunum og kveiktu fang-
anir þá í dýnum og öðru lauslegu með
þeim afleiðingum að margir hlutu
slæma reykeitrun auk þess sem aðrir
voru illa haldnir af táragasinu.
Að sögn sjónarvotta kom upp mik-
ill eldur í búðunum og sást svartur
reykurinn langt að.
ísraelsku mannúðarsamtökin
B’Tselem mótmæltu einnig meðferð á
palestínskum fóngum í gær og sagði í
tilkynninu frá samtökunum að meira
en þúsund palestínskir fangar dveldu
nú í ísraelskum fangelsum án ákæru
Marwan Barghouti
Marwan Barghouti ögrar ættingjum
meintra fórnarlamba sinna þegar hann
var leiddur fyrir rétt í Tel Aviv í gær.
sem væri það mesta í heilan áratug.
Mótmælin í fangabúðunum brutust
út í kjölfar innrásar ísraelskra hers-
ins í þrennar flóttamannabúðir á
Gaza-svæðinu í gær, að þeirra sögn í
leit að grunuðum hryðjuverkamönn-
um, eftir að þrír fimmtán ára ungling-
ar, einn vopnaður hnífl og vírklipp-
um, höfðu verið skotnir til bana við
Alei Sinai-landtökubyggðina á Gaza-
svæðinu á sunnudaginn.
Fjöldi Palestínumanna særöist í
innrásinni auk þess sem að minnsta
kosti sex manns voru handteknir. Þá
lágu tveir ísraelskir hermenn særðir
eftir skotbardaga við palestínskan
byssumann sem hvatt hafði til mót-
spymu gegn innrásarliðinu í gegnum
hátalarakerfi einnar moskunnar.
í gær kom til óláta og stimpinga i
réttarhöldunum gegn palestinska
óeirðaseggnum Marwan Barghouti í
Tel Aviv þegar æstir ættingar
meintra fórnarlamba hans gerðu að-
súg að Bargohouti eftir að hann hafði
ögrað fólkinu. Ólætin enduðu með því
að Barghouti, sem ákærður er um
morð á 26 ísraelskum borgurum, var
dreginn handjámaður og liggjandi á
bakinu út úr réttarsalnum.
REUTERSMYND
Flóð í Englandi
Gífurleg flóö hafa veriö í Englandi í kjölfar mikilla rigninga á undanförnum dögum og óttast veöurfræöingar aö ekkert
lát veröi þar á næstu tvo daga. Meira en 120 flóöviövaranir hafa verið sendar út víöa um Bretland en hér á myndinni
sjáum viö íbúa í þorpinu Yalding í Kent-héraði bjarga sér undan fióöunum.
Kypurdeilan:
Erdogan hvetur
til sameiningar
Recep Tayyip Erdogan, leiðtogi
tyrkneska stjómarflokksins, hvatti í
gær Rauf Denktash, leiðtoga Kýpur-
Tyrkja, til að ganga þegar til samn-
ingaviðræna við Kýpur-Grikki á
grundvelli tillagna Sameinuðu þjóð-
anna um að sameina eyjuna aftur í
eitt ríki eftir nærri þrjátíu ára að-
skilnað.
„Ég er andvígur þeirri aðskilnaðar-
stefnu sem viðgengist hefur á Kýpur í
þrjátíu til fjörutíu ár. Þessi stefha
þjónar ekki ekki neinum tilgangi
lengur og Denktash verður að gera sér
grein fyrir því að þetta er ekki hans
einkamál. Hann verður að fara að
vilja fólksins sem er orðið þreytt á
ástandinu og heimtar tafarlausa sam-
einingu," sagði Erdogan sem nú rær
að þvi öflum áram að samkomulag ná-
ist milli þjóðarbrotanna fyrir febrúar-
lok, svo þjóðin geti gengið sameinuö í
ESB.
Recep Tayyip Erdogan
Erdogan hvetur í fyrsta skipti til
sameiningar Kýpur svo þjóöin geti
gengiö sameinuö f ESB.
Simpansi lærir að
tala mannamál
Simpansaapinn Kanzi, sem alinn er
upp meðal manna, hefur hugsanlega
getað þróað með sér þann hæfileika
að tala mannamál.
Þetta kemur fram í grein í síðasta
hefti tímaritsins New Scientist og
gæti uppgötvunin hugsanlega átt eftir
að valda nokkru fjaðarfoki meðal vís-
indamanna sem hingað til hafa haldið
því fram að apar búi ekki yfir slíkum
hæfileikum.
Kanzi, sem er fullorðinn dverg-
simpansi, dvelur nú á rannsóknar-
stofu Georgíu-háskála í Bandaríkjun-
um, en eins og margir aðrir meðbræð-
ur hans getur hann gert sig skiljanleg-
an með því að benda á táknmyndir.
Nýlega fóru gæslumenn Kanzis að
taka eftir því að hann reyndi einnig
að gera sig skiljanlegan með hljóðum
og eflir að hafa legið klukkustundum
saman yfir myndbandsupptökum upp-
götvuðu visindamenn að hann gaf frá
sér fjögur mismunandi hljóð, sem viö
ákveðnar athafnir hans vísuðu greini-
lega til orðanna banani, vínber, djús
og já, jafnvel í mismunandi samhengi.
Að sögn vísindamannanna hefur
Kanzi ekki hlotið neina talkennslu
heldur tekið þetta upp hjá sjálfum sér.
Munið
að slökkva
á kertunum
Ekki blása á
kertalogann -
notið kertaslökkvara.
Ríkislögreglustjórínn
LÖ6GILDIHGARST0FÁ
Rauði kross íslands
/TÍT' SLÖKKVILIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS
II « I III I t