Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2003, Blaðsíða 18
18
____________FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2003
Tilvera DV
Holly opnaði
Harrods-útsöluna
Fyrrum
Neighbours-
stjaman Holly
Valance varð
þess heiðurs
aðnjótandi að
klippa á
borðann við
opnun
árlegrar
vetrarútsölu
Harrods í
Lundúnum
fyrir áramótin og var henni vel
fagnað af Mohammed A1 Fayed
sem vart gat haldið aftur af gráa
fiðringnum við athöfnina, enda
leikkonan kynþokkafulla djarf-
lega klædd í aðsniðnum kjól frá
Prada með dýrindis Cartier-djásn
um hálsinn, sem metið er á lítil
100 þúsund pund.
Eftir venjulega opnunarathöfn
leiddi A1 Fayed leikkonuna ungu,
sem er aðeins nítján ára gömul,
um Knightsbridge-verslunina sem
er í næsta nágrenni við nýkeypt
glæsihýsi hennar Kensington-
hverfinu og sagði A1 Fayed að
hann væri í raun kaupmaðurinn
hennar á horninu.
Carey og Diesel
viðra sig saman
Fréttir
frá
Hollywood
herma að
poppdísin
Mariah
Carey og
súper-
skallinn
Vin Diesel
hafi sést
viðra sig
saman að
undanfömu og segir kjaftasagan
að þar sé meira en skokk eða
útivist á ferðinni, jafnvel ást á
suðumarki.
Það þótti renna frekari stoðum
undir orðróminn að sá sköllótti
skyldi leigja sér einkaþotu til
þess að hitta Carey fyrir jólin á
skíðasvæðunum í Aspen, áður en
hann hélt til Connecticut til að
halda jólin með fjölskyldu sinni.
Umboðsmaður Diesel vildi þó
ekki kannast við að þau hefðu
ráðgert að hittast í Aspen heldur
hefði það verið hrein tilviljun.
„Þau hittust en aðeins fyrir
tilviljun og það er engin ást í
spilunum. Þau ræddu um
hugsanlegt samstaif. Annað
ekki,“ ságði umbinn.
Járnfrúin enn
viröingarverö
Sam-
kvæmt
skoðana-
könnun sem
Gallup gerði
í Bandaríkj-
unum em
þær Hillary
Clinton,
Laura Bush
og Oprah
Winfrey
þær konur sem mest virðing er
borin fyrir þar í landi.
Það sem kom mest á óvart í
könnuninni var hvað gamla jám-
frúin, Margaret Thatcher, fyrmm
forsætisráðherra Bretlands, er
enn ofarlega i hugum fólks, en
hún lenti í fjórða sæti, á undan
skínandi stjömu eins og Jennifer
Lopez og stjómmálaskömngun-
um Madeleine Albright og Eliza-
beth Dole.
Hjá körlunum er Bush Banda-
ríkjaforseti í toppsætinu virðing-
arlistans annað árið í röð og
Jimmy Carter, fyrrum forseti, í
öðru sætinu, á undan þeim Colin
Powell, Jóhannesi Páli páfa, Bill
Clinton og Billy Graham.
DVHYND HARI
Spila saman á sunnudaginn
Margrét Árnadóttir og Lin Hong hafa komið fram á tvennum tónleikum i New York og nú er röðin komin að Kópavogi.
Margrét Árnadóttir spilar í Salnum ásamt Lin Hong:
Settist fimm ára við sellóið
Hún lagði snemma drög að
framtíðarstarfinu og var ekki
nema flmm ára þegar hún settist
við sellóið og byrjaði að æfa. Nú
er hún í jólafrii frá Juilliard-tón-
listarháskólanum í New York og
ætlar að spila í Salnum á sunnu-
daginn kl. 20, ásamt píanóleikar-
anum Lin Hong. Margrét Áma-
dóttir heitir daman og er dóttir
tónlistarmannsins Árna Arin-
bjarnarsonar. „Faðir minn spilar
á orgel, og systkini mín tvö á pí-
anó og fiðlu, en það vantaði selló-
leikara í fjölskylduna svo það kom
í minn hlut,“ segir Margrét hlæj-
andi þegar hún er spurð af hverju
þessi braut hafl verið valin. „En
tónlistin er víst í blóðinu," bætir
hún við. Hún kveðst hafa verið
undir handleiðslu föður síns við
æfingarnar fyrstu tvö árin, enda
sé hann bæði fíðlu-og orgelleikari
en sjö ára hafi hún farið í Nýja
tónlistarskólann þar sem kennar-
eimir voru Pétur Þorvaldsson og
Lovísa Fjeldsted.
Systurnar leigja saman
Árið 1994 hóf Margrét nám við
Tónlistarskólann í Reykjavík hjá
Gunnari Kvaran og þaðan lauk
hún einleikaraprófi aldamótaárið.
18 ára hélt hún ein út í hinn stóra
heim og segir það vissulega hafa
verið stórt skref. „Foreldrar mínir
studdu mig í þessari ákvörðun og
það var spennandi upplifun fyrir
mig að setjast á skólabekk í Juilli-
ard og búa þar á heimavist. Svo
kom Pálína systir mín árið eftir
til náms við sama skóla og við
leigjum okkur litla ibúð í grennd
við hann.“ Margrét segir gaman
að fylgjast með tónlistarlíflnu
vestra og sjálf hefur hún lagt þvi
skerf, meðal annars með þátttöku
í virtum tónlistarhátíðum og á
einleiks- og kammertónleikum. Þá
lék hún verk eftir Sergei Rakh-
manínov inn á geisladisk sl. haust
fyrir útgáfufyrirtækið Tavros
Records og segir það hafa verið
forréttindi að fá að taka þátt í
slíku.
Gott að koma heim
Margrét ætlar að leika nokkur
af sínum uppáhaldsverkum í Saln-
um á sunnudaginn með Kínverj-
anum Lin Hong sem var nýlentur
á Fróni eftir næturflug frá New
York þegar viðtalið fór fram. Sið-
an Lin Hong flutti 16 ára til
Bandaríkjanna hefur hann unnið
til fjölda verðlauna í keppnum,
leikið á konsertum og tekið þátt í
tónlistarhátíðum. Nú stundar
hann mastersnám við Juilliard.
Verkin sem Margrét og hann
flytja í Salnum eru eftir meistar-
ana Bach, Beethoven og Chopin.
Upphaflega æfðu þau dagskrána
fyrir tónleika í skólanum sínum
og var í framhaldinu boðið að
leika í tónleikaröð við Columbia
University í New York.
Margrét kveðst vera á þriðja og
næstsíðasta vetri í BA-náminu við
Juilliard og eftir það sé framtíðin
óráðin. Hún er ánægð i heims-
borginni en segir samt alltaf
óskaplega gott að koma heim til
fjölskyldu og vina. „Það er líka
mun hlýrra hér en í New York
núna. Þar snjóaði um daginn,"
segir hún brosandi og það verða
lokaorðin að sinni.
-Gun.
Sýnir afrakstur ferða um heims-
byggðina.
Ferðalag
Á morgun opnar Sigurður
Freyr Guðbrandsson sýningu á
ljósmyndum í Listasafni Borgar-
ness sem ber yfirskriftina Ferða-
lag. Sigurður Freyr fæddist í
Reykjavik og allt þar til hann varð
tvítugur bjó fjölskyldan í Reykja-
vík níu mánuði ársins en á sumr-
. in fluttist hún út í sveit þar sem
hún rak veiðihúsið í Þrándargili í
Dölum. Sigurður segist eiga marg-
ar sinar bestu æskuminningar frá
bökkum Laxár, innan um útlenda
veiðimenn og fólkið í dalnum, þó
einkanlega á næstu bæjum, Leið-
ólfsstöðum og Engihlíð, þar sem
hann þvældist mikið fyrir í leik
við skepnur og menn.
Á útmánuðum fyrir sex árum
lagðist Sigm-ður í víking og fór til
Noregs að fomum sið. í Noregi
lagði Sigurður stund á nám og því
samfara ferðaðist hann víða um
heimsbyggðina til að afla sér
menntunar og reynslu, m.a. til
Spánar, Kanada, Bólivíu og
Pakistans. I dag er Sigurður sest-
ur að í Reykholtsdalnum, byggir
þar hænsnakofa og les Islendinga-
sögur.
Myndimar á sýningunni eru
teknar á ferðalögum Sigurðar um
álfumar. Hann gerir sér far um að
blanda saman myndum af sem
fjölbreyttustu landslagi og fólki en
býr þó til ákveðin þemu þar sem
sams konar myndum er raðað
saman. Sýningargestum er boðið í
ferðalag og til þess að veita þeim
betri innsýn í framandlegar slóðir
fylgir myndunum litill texti. Sýn-
ingin stendur til 29. janúar.
Bíógagnrýni
Bíófélagid lOl/Regnboginn - En sangför Martin iric^k
Ást og dauði
Hilmar
Karlsson
skrífar gagnrýni
um kvikmyndir.
Allt frá því Bille August gerði
hina ágætu kvikmynd Pelle sigur-
vegara hefur hann verið að gera
dýrar alþjóðlegar kvikmyndir,
House of the Spirits, Smilla’s Sense
of Snow og Les Misérables, eftir
stórum og frægum skáldsögum
með frægum leikurum. Dæmið hef-
ur ekki gengið upp hjá honum.
Myndimar eru í besta falli miðl-
vmgsgóðar og hafa alls ekki náð
hylli almennings. Undantekning er
Jemsalem, sem hann gerði eftir
skáldsögu Selmu Lagerlöf árið 1996.
Þar kom í ljós að það hentar Aug-
ust betur að vera á heimaslóðum
og í þrengra umhverfi. Þetta kemur
enn frekar í ljós í En sáng för Mart-
in, sterkri upplifun um örlagaríkt
samband tveggja einstaklinga,
kvikmynd sem liflr lengi í huga
manns.
Það er ekki oft sem kvikmynd er
gerð um eldheitt ástarsamband
konu og karls sem komin eru yfir
fimmtugt. En sáng for Martin er
undantekning frá reglunni. Ástar-
samband tónlistarmannanna Mart-
ins og Barböru er vel unnið í góðu
Komið að endalokum
Sven Wollter og Viveka Seldahl í
hlutverkum tónskáldsins og eigin-
konu hans.
handriti sem Bille August útfærir
síðan í áhrifamikið myndmál. Þau
hafa bæði verið í ástlausu hjóna-
bandi þegar ástin ber á dyr við
þeirra fyrstu kynni. Martin er tón-
skáld og hljómsveitarstjóri og Bar-
bara er konsertmeistari. Það mynd-
ast strax rafmagnað samband á
milli þeirra og August er ekkert að
velta sér upp úr erfiðum skilnuð-
um, við fáum nasasjón af því að
þar hefur verið harkalega tekist á,
heldur leiðir hann okkur strax inn
í hamingjusamt líf þeirra þegar
þau eru gift og eru á brúðkaupsferð
í Marokkó. Enda er En sáng för
Martin ekki kvikmynd um líf ham-
ingjusamra tónlistarmanna heldur
hvernig örlögin taka af völdin og
gera hamingjusamt lif að mikilli
kvöl.
Eftir tiltölulega stutta sambúð
fer Martin að gleyma. Þegar hann
svo kvöld eitt hættir i miðju kafi að
stjóma sinfóníuhljómsveit er ljóst
að eitthvað er að. í ljós kemur að
hann er kominn með alzheimer og
læknirinn er ekkert að draga dul á
að ástand hans á eftir að versna.
Barbara á bágt með að trúa því að
snillingurinn og maðurinn sem
hún elskar eigi eftir að breytast og
tekst á við að halda honum við efn-
ið. Fram undan er að klára óperu
sem Martin hefur lengi verið með í
smíðum. Smátt og smátt gerir Bar-
bara sér grein fyrir því að hún
heyr vonlausa baráttu. Örvænting
hennar er mikil en hún neitar að
gefast upp.
Það eru mikil og dramatísk átök
sem leikaramir Sven Wollter og
Viveka Seldahl þurfa að takast á
við og er leikur þeirra mjög góður,
sérstaklega er leikur Wollters eðli-
legur þegar sjúkdómurinn er far-
inn að ná tökum á honum. Sjálfsagt
hefur það haft góð áhrif á samleik
þeirra að þau voru hjón til margra
ára og þekkja því vel mörkin hvort
hjá öðru. Stuttu eftir að myndin
var frumsýnd í Svíþjóð lést Seldahl
úr krabbameini.
Alzheimer er sjúkdómur sem
manneskjan hræðist hvað mest.
Það að verða smátt og smátt svipt-
ur allri þekkingu og löngunum, án
þess að gera sér grein fyrir því, er
hræðileg framtíðarsýn fyrir hvern
og einn. Bille August gefur okkur í
kvikmynd sinni, En sáng för Mart-
in, raunsæja og oft óþægilega lýs-
ingu á því ástandi sem einstakling-
urinn, sem fær þennan sjúkdóm
lendir í, og þeim áhrifum sem það
hefur á hans nánustu.
Leikstjóri: Bille August. Handrit: Bille
August eftir bók Ullu Isaksson. Kvik-
myndataka: Jörgen Persson. Tónlist:
Steffan Nilsson.