Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2003, Qupperneq 32
FRETTASKOTIÐ
sIminn sem aldrei sefur
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
Viðbótarlífeyrissparnaður
Allianzdlí)
I „í-A l„f-A ^
Loforð er loforð
FOSTUDAGUR 3. JANUAR 2003
Sími: 533 5040 - www.allianz.is
Quarashi:
Höskuldur hættur
Höskuldur
Ólafsson.
„Já, það er rétt
að ég er hættur í
hljómsveitinni.
Þrátt fyrir að
þetta hafi verið
mjög gaman hef
ég komist að því
að þessi heimur
átti ekkert sér-
staklega vel við
mig. Ég byrjaði í
Háskólanum fyr-
ir um tveim árum og nú langar mig
bara til að klára hann,“ segir Hösk-
uldur Ólafsson sem er hættur sem
aðalsöngvari rappsveitarinnar Qu-
arashi. Sveitin hefur verið á fullu
undanfarið ár við að kynna breið-
skifuna Jinx sem gefrn var út í
Bandaríkjunum, Asíu og víðar. Við-
. tökumar voru góðar og seldust
rúmlega 200.000 eintök um allan
heim sem verður að teljast gott mið-
að við fyrstu plötu. Quarashi hefur
þvi verið skilgreind sem ein af von-
arstjörnum íslenskrar tónlistar á er-
lendum vettvangi.
Höskuldur er einn stofnenda Qu-
arashi ásamt þeim Sölva Blöndal og
Steinari Fjeldsted en Ómar Örn
Hauksson er fjórði meðlimuriim I
dag. -hdm
Frægur spaugari
til landsins
Robert
Townsend.
Einn fjölhæf-
asti og virtasti
uppistandsleikari
Bandarikjanna,
Robert Townsend,
er væntanlegur til
íslands og heldur
skemmtun í Há-
skólabíói fostu-
dagirm 21. febrú-
ar. Á skemmtun-
inni, sem verður
að teijast mesta uppistandsskemmt-
un sem haldin hefur verið hér á
landi síðan Jerry Seinfeld var hér
um árið, koma einnig fram Sigurjón
Kjartansson og Þorsteinn Guðmunds-
son.
Robert Townsend er leikari, uppi-
standari, handritshöfundur, leik-
stjóri og framleiðandi með 25 ára
reynslu að baki við gerð yfir 40 kvik-
mynda og sjónvarpsþátta. Til að
mynda leikstýrði hann og skrifaði
handritið að myndunum Raw með
Eddie Murphy og Hollywood Shufíle
með sjálfum sér í aðalhlutverki.
Townsend hefur á ferli sínum unn-
ið með mörgum af þekktustu leikur-
um samtímans, annaðhvort sem mót-
leikari eða leikstjóri og má þar nefna
fólk á borð við Beyonce Knowles úr
Destiny Childs, Halle Berry, Denzel
Washington, Bill Cosby, Whoopie
Goldberg, Wyclef Jean, Wing
Rhames, Alfre Woodard, Louis
Gossett Jr., James Earl Jones, Sin-
bad, svo einhverjir séu nefndir. -HK
E<3 ER A LAUSU
DV-MYND ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON
Fann tvo dauöa fugla
Þorsteinn Sæmundsson á Náttúrustofu Noröurlands vestra meö fuglana tvo sem hann fann á Borgarsandi í gær.
Milljónagreiðslur til stjórnarmanna Leifsstöðvar:
Almennt óheppilegt
fyrirkomulag
- segir ríkisendurskoðandi - meta þurfi hvert tilvik
„Almennt séð er svona fyrir-
komulag óheppilegt og menn eiga
að reyna að forðast það í lengstu
lög að svona beinir hagsmunaá-
rekstrar verði, þannig að sami
maður sé bæði í eftirlitshlutverki
og þiggjandi," segir Sigurður Þórð-
arson ríkisendurskoðandi um frétt-
ir af háum greiðslum til stjórnar-
manna í Flugstöð Leifs Eiríksson-
ar.
Fréttastofa Útvarps greindi frá
því í gær að tveir stjómarmenn
flugstöðvarinnar hefðu fengið millj-
ónagreiðslur í gegnum fyrirtæki
sín fyrir ráðgjöf til flugstöðvarinn-
ar. Annar hefði haft umsjón með
því að bjóða út aðstöðu í flugstöð-
inni en hinn hefði sinnt margvís-
Leifsstöö
Augu manna beinast nú aö umsýslu
stjórnarmanna á staönum.
legum verkefnum. Fréttastofan
hafði eftir Höskuldi Ásgeirssyni,
forstjóra flugstöðvarinnar, að ekk-
ert væri óeðlilegt við þessa tilhög-
un þar sem hún hefði verið sam-
þykkt í stjórninni.
Sigurður Þórðarson vildi í morg-
un ekkert tjá sig um þetta tiltekna
mál, en segir að almennt séð sé
þetta fyrirkomulag óheppilegt.
„Hins vegar getur komið upp sú
staða í einstökum tilvikum að
svona hlutir séu nauðsynlegir og
þá þarf að liggja mjög ljóst fyrir
hvað er verið að semja um í upp-
hafi og að þeir sem bera ábyrgð á
starfseminni komi allir að ákvörö-
un um það. Eftirlitsstofnun eins og
Ríkisendurskoðun verður hins veg-
ar að meta hvert einstakt tilvik,“
segir Sigurður. -ÓTG
Ingibjörg virðist engu breyta
Þjóðarpúls Gallup:
Ákvörðun Ingibjargar Sólrúnar
Gísladóttur um að bjóða sig fram til
þings fyrir Samfylkinguna hafði
engin marktæk áhrif á fylgi Sam-
fylkingarinnar í desember sam-
kvæmt Þjóöarpúlsi Gallups sem
birtur er í dag.
Skoðanakönnunin var gerð frá 28.
nóvember til 29. desember. Fylgi
Samfylkingarinnar á landsvísu
reyndist 32,1% eða hiö mesta sem
mælst hefur hjá Gallup frá síöustu
kosningum, en í nóvember var það
þó litlu minna eða tæp 32%.
Þorlákur Karlsson hjá Gallup vill
ekki gefa upp tölur fyrir hvert kjör-
dæmi, en segir að fyrirtækið hafi
borið saman niðurstöðumar í
Reykjavík fyrir og eftir að Ingibjörg
Ingibjörg Sólrún Margrét
Gísladóttir. Frímannsdóttir.
Sólrún tilkynnti framboð sitt 18.
desember. „Það var ekki munur fyr-
ir og eftir tilkynninguna. Töiumar
benda því ekki til þess að hún hafi
haft áhrif,“ segir Þorlákur. Hann
segir að skýrari mynd fáist af því í
næsta Þjóðarpúlsi hvort landslagið
sé að breytast.
„Mér finnst eðlilegt að það komi
ekki fram breyting nú því að málið
hafði varla verið afgreitt þegar
könnunin var tekin," segir Margrét
Frímannsdóttir varaformaður Sam-
fylkingarinnar um þessa niður-
stöðu. „Ingibjörg Sólrún hefur hins
vega boðað að hún komi inn af full-
um krafti í kosningabaráttuna og þá
held ég að við eigum enn eftir að
bæta við okkur,“ segir Margrét.
Óvenjumargir vora í úrtaki að
þessu sinni eða 3.128 og var svar-
hlutfall 70%. Gallup reiknaði út að
samkvæmt niðurstöðunni fengi
Samfylkingin 21 þingmann en flokk-
urinn hefur nú 17 þingmenn. -ÓTG
Skagafjöröur:
Fugladauðinn í
rénun
Þorsteinn Sæmundsson, starfs-
maður Náttúrustofu Norðurlands
vestra á Sauðárkróki, gekk fjörur í
nágrenni bæjarins í gærdag. Hann
fann einungis tvo dauða fugla á
Borgarsandi þannig að svo virðist
sem ástandið í vistkerfinu hafi lag-
ast frá því um jólaleytið, en annan
í jólum fann Þorsteinn 62 dauða
fugla á Borgarsandi og tiu á Garð-
sandi, austan Hegraness.
Af þessum dauða svartfugli var
tíundi hlutinn haftyrðill. Övenju
mikið virðist vera um þá tegund á
þessum tíma, en að sögn Þorsteins
er ísland sunnan við suðurmörk
þess svæðis sem hann heldur sig
mest á.
Þorsteinn Sæmundsson segir að
fugladauðinn nú sé ekki líkt því
eins mikill og var í febrúar á síð-
asta ári þegar þúsundir fugla fund-
ust dauðar frá Vestfjöröum og allt
austur á Langanes.
„Veiðimenn sem voru á svart-
fugli fyrir jól sögðu að þá hefði
fuglinn verið feitur og pattaraleg-
ur, en síðan á annan fann ég þenn-
an fugl horfallinn og dauðan á fjör-
unum,“ segir Þorsteinn og eins og
fyrr er ætlað að fuglinn hafi drep-
ist vegna vannæringar, eitthvað í
vistkerflnu hafi valdið því. Þor-
steinn segir athyglisvert að nú
undanfarið hafi verið sunnanátt og
hlýindi og því ekki um það að
ræða að fuglinn hafi hrakist undan
veðri og kulda. Því er fugladauð-
inn nú enn dularfyllri en í febrúar
síðastliðinn. -ÞÁ
F átæktarumræðan:
Ríkisstjórn taki
þessu vel
Guðni
Ágústsson.
Guðni Ágústs-
son, ráðherra og
varaformaður
Framsóknar-
flokksins, segir
mikilvægt að
menn grípi á
næstunni til aö-
gerða gegn fá-
tækt á íslandi.
Til þess hvatti
forseti íslands í
nýársávarpi sinu og skoraði á sam-
tök launþega að ganga þar fram fyr-
ir skjöldu. Guðni segir að sér þyki
sú hugmynd góð.....og jafnframt á
ég von á því að ríkisstjóm og sveit-
arfélög taki vel þessum orðum."
„Mælingar segja frá því að í
auknum mæli leiti fólks á náðir
hjálparstarfs til að geta veitt sínum
vel um hátíð eins og jólin. Mér
fannst ræða forseta íslands mannleg
og hlý í garð fólks sem á erfitt,"
sagði Guðni ennfremur. -sbs
Sjá umfjöllun á bls. 7
EINN EINN TVEIR
LÖGREGLA SLÖKKVILIÐ SJÚKRALIÐ
SECURITAS
VELDU ÖRYGGI í STAÐ ÁHÆTTU!
Sími 580 7000 I www.securitas.is
,