Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2003, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2003, Side 2
2 FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 2003 DV Fréttir Bílaleiga Flugleiða - Hertz segist tapa allt að 30 milljónum á ári: Rfkið sniðgengur rammasamninga - skylt að fara eftir samningum, segja Ríkiskaup Bílaleiga Flugleiða-Hertz verður af allt að 30 milljónum króna á ári vegna vanefnda ríkisins á ramma- samningi sem gerður var árið 2000, segir Hjálmar Pétursson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins. Laus- leg athugun DV leiðir í ljós að ráðu- neyti skipta mörg hver við Bílaleigu Akureyrar; forsvarsmenn sumra hafa ekki hugmynd um að samið hafi verið við Hertz en aðrir telja sér ekki skylt að beina viðskiptum sínum þangað þrátt fyrir samning- inn. Um það bil 380 rikisfyrirtæki og - stofnanir eru áskrifendur að rammasamningum sem Ríkiskaup hafa gert um kaup á hvers kyns vöru og þjónustu fyrir ríkið. Kæru- nefnd útboðsmála hefur íjallað um eldri deilumál um rammasamninga og kemur fram í niðurstöðu hennar að samkvæmt 20. grein reglugerðar um innkaup ríkisins sé rikisstofn- unum skylt að beina viðskiptum sínum til þeirra sem hafa ramma- samning. Ráðherrar sniðganga Hertz varð - ásamt Avis - hlut- skarpast í útboði Rikiskaupa á rammasamningi um bílaleigur árið 2000. Samningurinn gildir út þetta ár. „Það kom fljótlega i ljós að menn voru ansi tregir við að skipta um þjónustu en ríkið hafði í 8 ár á und- an haft samning við Bífaleigu Akur- eyrar. Við tökum núna um það bil 30 milljónir inn á ári út á samning- inn en ég giska á að allt að 30 til við- bótar skili sér ekki,“ segir Hjálmar Pétursson, framkvæmdastjóri Hertz. „Til dæmis ganga ráðherrar trekk í trekk út úr flugvélinni á Ak- ureyri og taka bíl annars staðar. Og Landsvirkjunarmenn hlæja að okk- ur þegar við bendum þeim á að þeir eigi að skipta við okkur. Þetta er gjörsamlega óþolandi ástand,“ segir Hjálmar. Hann segir að Landssím- inn hafi sagt sig frá rammasamn- ingnum til að losna við að skipta við Hertz og boðið bílaleiguþjónustu út - en Hertz orðið hlutskarpast í útboði fyrirtækisins! Ráöuneytin grunlaus Kristmundur Halldórsson, fjár- málastjóri viðskiptaráðuneytisins, segir að ráðuneytið leiti langmest til Bílaleigu Akureyrar. „Við fáum jafngóð eða betri kjör þar,“ segir Kristmundur og telur að þess vegna sé ráðuneytið ekki bundið af rammasamningnum. „Við höfum samning við Höld Ráðherrarnir hundsa samninginn við okkur og skipta við aðra.“ Hjálmar Pétursson, framkvæmda- stjóri Bílaleigu Flugleiöa-Hertz telur að fyrirtækiö veröi af allt aö 30 millj- ónum króna á ári. [Bílaleigu Akureyrar] og okkur ber að virða hann og versla við þá,“ seg- ir Sturlaugur Tómasson, rekstrar- stjóri í félagsmálaráðuneytinu. Þeg- ar bent er á að þessi samningur hafi fallið úr gildi árið 2000 þakkar Stur- laugur ábendinguna og segir að skoða þurfi málið: „Þetta hefur bara farið framhjá okkur.“ í menntamálaráðuneytinu var svarið ýmist Hertz eða Bílaleiga Ak- ureyrar, eftir því við hvem var tal- að, en rekstrarstjóri ráðuneytisins vildi ekkert láta hafa eftir sér um málið. Lítið hægt aö gera Óskar Borg, markaðsstjóri Ríkis- kaupa, segir að ríkisaðilar geti val- ið hvort þeir eigi viðskipti við Hertz eða Avis - „en þeir eiga að hafa við- skipti við annan hvom.“ Hann seg- ir að tölulegar upplýsingar um virkni rammasamninga séu ekki nákvæmar en verið sé að bæta úr því. Hann kannast þó við að þess séu dæmi að rammasamningum sé ekki fylgt til hlítar, en kerfi ramma- samninga sé tiltölulega nýtt og í stöðugri þróun. „Ríkiskaup gerir þessa samninga og mönnum ber að fara eftir þeim,“ segir Óskar. „En Ríkiskaup hafa ekki boðvald til þess að knýja menn til þess - þeim ber að bera það en það eru engin viðurlög við brotum á því.“ Óskar segir að hér sé við „upp- lýsingavanda" að eiga; mjög margir aðilar séu að kaupa þjónustu frem- ur sjaldan hver, þannig að það taki tíma fyrir samninginn að þroskast. Hjálmar Pétursson segir að Ríkis- bókhald eigi einfaldlega að neita að greiða reikninga frá þeim sem kaupa vöru eða þjónustu fram hjá rammasamningi. -ÓTG DV-MYND E.ÓL. Svona skrifuöu Norömenn um okkur Mjög fagur hópur Eyjamanna, sem nú eru flestir búsettir uppi á landi, sneisafyllti Vfkingasat Hótels Loftleiða undir kvöld í gær þar sem Rauöi krossinn og Flugleiöir efndu til kaffiboös. Þar fór fram kvikmyndasýning og ýmsir voru heiöraöir en tilefniö var aö rifja upp gosiö í Vestmannaeyjum. Þetta var gert fyrir gosbörnin - þau sem voru á aldrin- um 8 til 15 ára þegargaus fyrir 30 árum. Börnunum var boöiö til Noregs á vegum framangreindra aöila og konurnar á myndinni eru aö skoöa norsk blöö frá þeim tíma. Mörg skemmtileg setningin hraut af vörum þeirra sem stigu í ræöuþúltiö í gær. Dómsmál og fjárkrafa í máli sem Birgir Örn Birgis sækir gegn Atla Helgasyni Atli ekki lengur í mál- inu en krafan stendur RIKIP, ÞAQ ER EG\ Fallið var frá frávísunarkröfu Atla Helgasonar héraðsdómslög- manns, nú fanga á Litla-Hrauni, og eiginkonu hans, vegna máls Birgis Amar Birgis, fööur Ein- ars Amar Birgis- sonar, vegna rift- unarkröfu á kaupmála sem Atli og eiginkona hans gerðu með sér áður en bú Atla var tekið til gjaldþrota- skipta. Málið verður nú tekiö til efn- islegrar meðferðar en kröfuna legg- ur Birgir Örn fram til að eignar- hluti Atla í fasteign hans og kon- unnar verði tekinn til ráðstöfunar í þrotabúi Atla. Krafa Birgis Amar hljóðar upp á samtals 12 milljónir króna í dag en mun væntanlega breytast þegar dómkvaddur mats- maðm- mun leggja fram mat sitt á verðmæti fasteignar sem málið snýst um. Meint undanskot Birgir öm telur að með kaupmál- anum hafi Atli skotið undan búi sínu eignum með því að gera þær að sér- eign eiginkonu sinnar. Hann hyggst með málsókninni freista þess að rifta kaupmálanum þannig að fasteignin komi til skipta og verði ráðstafað upp í þær kröfur sem aðstandendur Ein- ars Arnar og fleiri hafa lýst í þrotabú Atla Helgasonar. Atli var í maí 2001 dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir að hafa banað Ein- ari Emi í Öskjuhlíð í nóvember 2000. Honum var einnig gert að greiða foreldrum hans samtals rúm- ar 5 milljónir króna í bætur. Þar með talið var kostnaður vegna fjöl- mennrar jarðarfarar Einars Amar. Atli hefur ekki greitt af þessari upphæð en ríkið hefur greitt þann hlut sem það ábyrgist samkvæmt lögum um bætur í sakamálum sem þessum, á aðra milljón króna. I dómsmálinu, sem nú er höfðað, er vísað til þess að aðstandendur Einars Amar eigi fjárkröfur á hendur Atla. Inni í núverandi bótakröfu felst einnig mismunurinn frá hinum dæmdu bótum i sakamálinu, byggður á skuldum sem til komu vegna fjár- mála sem sköpuðust af stofnun og rekstri verslunar sem þeir Einar Örn og Atli gerðu sameiginlega. Átli er nú ekki lengur aðili að málinu þar sem fallið var frá kröfu á hendur honum sjálfum. Hins veg- ar beinist málsóknin á hendur eig- inkonunni þar sem verðmætin sam- kvæmt kaupmálanum rinuiu til hennar. -Ótt Birgir Öm Blrgis. Slagur um stofnun Þrír þingmenn Reykjavíkur lýstu þvi yfir á Alþingi í gær að nýrri ríkisstofnun, Lýðheilsustöð, yrði betur fyrir komið í Reykjavík en á Akur- eyri. Heilbrigðisráð- herra mælti fyrir frumvarpi til laga um starfsemi stöðvar- innar i dag en aðstoðarmaður ráðherra vill að stöðin verði fyrir norðan. Faglegt stórslys Verðmat endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte & Touche á Fijása flárfestingar- bankanum er faglegt stórslys að mati Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis, sem keypti bankann af Kaupþingi síðast- liðið haust. - Mbl. greindi frá. Sprunga í framrúðu Fokker-flugvél Flugfélags íslands á leið til Egilsstaða sneri við þegar hún var hálfnuð austur um klukkan íjögur í gærdag, vegna sprungu sem myndast hafði í framrúðu vélarinnar. - RÚV greindi frá. Veirusýking á spítala Einangra hefur þurft lyflækninga- deild á St. Jósepsspítala í Hafnarfirði vegna veirusýkingar. Hún barst með sjúklingi sem lagður var inn fyrir viku. Auk einangrunar lyflæknadeildar hefur öllum skurðaðgerðum sem gera átti á handlækningadeild verið frestað þar til eftir helgi. Góð starfslok Axel Gíslason, fyrr- verandi forstjóri Vá- tryggingafélags Is- lands, hefur gert ríf- legan starfslokasamn- ing við fyrirtækið. Axel hætti sem for- stjóri 1. nóvember 2002 er Finnur Ingólfs- son tók við starfi hans. Samkvæmt upp- lýsingum RÚV er samningurinn metinn á meira en 200 miljónir króna. - RÚV greindi frá. Auður í krafti kvenna Þrjú ár eru hðin siðan verkefninu Auður í krafti kvenna var hleypt af stokkunum. Á þeim tima hefur verkefn- ið stuðlað að sköpun 51 fyrirtækis og 217 nýrra starfa en 1.480 konur hafa tekið þátt í námskeiðum. liú vanmetur hagsmuni Halldór Ásgrimsson utanrikisráð- herra segir stjóm Landssambands ís- lenskra útvegsmanna vanmeta við- skiptahagsmuni íslendinga vegna stækk- unar ESB og fialla af nokkurri léttúð um máhð. - Mbl. greindi frá. Bylting í búsetumálum I skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ sem kynnt var í gær er fólksflutningunum suður líkt við byltingu. Sérfrseðingar stofriunarinnar segja að bættar sam- göngur og menntun séu þau tæki sem helst dugi th að draga úr fólksstraumn- um suður. Eftir 1980 varð fólksstreymið tíl Reykjavíkur svo mikið að víða eru heUu byggðarlögin nær eingöngu byggð miðaldra og eldra fólki. -HKr helgarblað Maðurinn sem minnkaði í Helgarblaði DV á morgun er rætt við Ásmund Stef- ánsson, fyrrverandi forseta ASÍ og fram- kvæmdastjóra Þró- unarfélagsins, um magnaðan megrun- arkúr sem hann hefur gefið út á bók. Ásmundur létt- ist um nærri 40 kUó á einu ári með aðstoö þessa umdeUda kúrs. ítarlegt viðtal er við Amar Jóns- son leikara sem lítur um öxl á sex- tugsafmæli sínu og rifjar upp ferU- inn. DV fjallar um stærð og frægð í sérstöku samhengi og varpar ljósi á hæð stórstjarnanna. Ármann Jak- obsson segir frá Morkinskinnu og Kristín Rós Hákonardóttir talar um ferfl sinn í íþróttum. 0V f\

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.