Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2003, Side 16
16
FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 2003
Skoðun IDH/”
Borðardu þorramat?
Andri Ómarsson nemi:
Ekki allan, ég boröa allt nema
súra matinn.
Sverrir Hermannsson nemi:
Ekki allan, aöallega bara hangikjötiö
og rúgbrauö.
Gunnar Þór Gunnarsson nemi:
Nei, engan súrmat.
Gunnar Freyr Þórirson nemi:
Nei, ekki súrmetiö, var píndur þegar
ég var lítill og vissi ekki hvaö
þetta var.
Elín Björg Björnsdóttir nemi:
Já, flestallur súrmatur er góöur.
Aöalbjörg Eiríksdóttir nemi:
Ég boröa slátur og haröfisk.
Frá borgarstjórnarfundi
„í stjórnmálum skiptir mestu aö fylgja sannfæringu sinni, vera samkvæmur sjálfum sér og leita ekki skjóls bak
viö afstööu annarra...“, segir bréfritari m.a.
Afstaðan til Kárahnjúka
„Ástœðcm fyrir því að ég
lagðist ekki gegn málinu í
atkvœðagreiðslunni var sú
að ég hef aldrei legið á
þeirri skoðun minni að mér
þætti óeðlilegt að úrslit
Kárahnjúkavirkjunar réð-
ust í borgarstjóm. Sú
ábyrgð er og á að vera
Alþingis. “
Ingibjörg Sigurð-
ardóttir gerir af-
stööu mína til
ábyrgða á lánum
vegna Kárahnjúka-
virkjunar að um-
talsefni í lesenda-
bréfi í DV í vikunni.
Vil ég þakka henni
fyrir að fá tilefni til
að skýra hana.
Ég gat ekki stutt
ábyrgðina vegna
Kárahnjúka í borgarstjórn. Til þess
er hún of há miðað við efnahag
borgarsjóðs, auk þess sem arðsemi
verkefnisins er umdeilanleg. Ástæð-
an fyrir því að ég lagðist ekki gegn
málinu í atkvæðagreiðslunni var sú
að ég hef aldrei legið á þeirri skoð-
un minni að mér þætti óeðlilegt að
úrslit Kárahnjúkavirkjunar réðust í
borgarstjóm. Sú ábyrgð er og á að
vera Alþingis. Ég sat því hjá í at-
kvæðagreiðslunni um leið og ég
lýsti þeirri eindregnu skoðun að
langeðlilegast hefði verið að ríkis-
sjóður yrði við kröfum Reykjavíkur-
borgar um að losa hlut borgarinnar
í Landsvirkjun. Ríkissjóður á einn
að ganga í ábyrgðir vegna Kára-
hnjúka.
Ég leyni því ekki að ýmsir af þeim
fjölmörgu sem ég ræddi við í aðdrag-
anda atkvæðagreiðslunnar lýstu sig
ósammála þeirri afstöðu að sitja hjá
og vildu vinna atkvæði mitt á band
síns málstaðar. Sjálfsagt hefði að ein-
hverju leyti verið þægilegra fyrir
mig að ganga til liðs við annan
hvorn hópinn sem greiddi atkvæði
með eða á móti málinu í borgar-
stjórn. Eftir að hafa staðið frammi
fyrir kjósendum í Reykjavík í kosn-
ingum í vor og lýst ofangreindum
skoðunum á hlutverki borgarstjórn-
ar i þessu máli datt mér hins vegar
ekki í hug að breyta þeirri afstöðu
við atkvæðagreiðsluna.
í stjómmálum skiptir mestu að
fylgja sannfæringu sinni, vera sam-
kvæmur sjálfum sér og leita ekki
skjóls bak við afstöðu annarra, jafn-
vel þótt hvasst blási. Það vona ég að
Ingibjörg meti þótt hún kunni að
vera ósammála mér í þessu efni.
Samfylkingarspjall á laugardegi
Magnús Helgason
skrifar:
Hann hitti naglann á höfuðið,
samfylkingarmaðurinn sem skrifaði
lesendabréf í DV sl. flmmtudag og
þakkaði Þorfinni Ómarssyni fyrir
rétt val á viðmælendum í þáttinn í
vikulokin á Rás 1 á laugardags-
morgnum. Það fer fram hjá fáum
sem hlusta á þessa þætti að upp á
síðkastið hefur verið mikil Samfylk-
ingarslagsíða í þáttunum. Bréfritari
tók dæmi af síðasta þætti nýliðins
árs, þegar R-listadeilan stóð sem
hæst, en þá voru þrír þekktir stuðn-
ingsmenn Ingibjargar Sólrúnar
Gísladóttur gestir þáttarins. Þorflnni
var greinilega mikið í mun að sjón-
armið annarra en Samfylkingarinn-
ar kæmust ekki að á þessum við-
kvæma tímapunkti fyrir flokkinn. -
Af hverju mátti ekki hleypa að full-
„Skil ég vel að bréfritarinn
vilji endilega að Þorfinnur
haldi sínu striki og sé dug-
legur að velja samfylking-
arfólk í þáttinn hjá sér
fram að kosningum. - En
þá légg ég líka til að nafni
þáttarins verði breytt í
„Samfylkingarspja.il
á laugardegi“.
trúum fleiri sjónarmiða, t.d. fram-
sóknarmanni eða vinstri-grænum?
Segja má að mannval Þorfinns í
fyrsta þætti ársins 2003 hafi verið á
sömu lund. Þá voru gestirnir sam-
fylkingarfólkið Sigmundur Ernir
Rúnarsson, Hrafn Jökulsson og Guð-
rún Hálfdánardóttir - allt fjölmiðla-
menn og þekktir stuðningsmenn
Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttir.
Reyndar mætti Þorfinnur of seint til
að stýra eigin þætti. Kom þó ekki að
sök, enda reynir litið á þáttastjórn-
andann þegar viðmælendurnir eru
sama sinnis í pólitíkinni.
Þorfinnur er ekki eini fjölmiðla-
maðurinn sem notar aðstöðu sína til
að velja fullt hús pólitískra samherja
í þætti sína en fáir þó á jafn augljós-
an hátt. Skil ég vel að bréfritarinn
vilji endilega að Þorfinnur haldi
sínu striki og sé duglegur að velja
samfylkingarfólk í þáttinn hjá sér
fram að kosningum. - En þá legg ég
líka til að nafni þáttarins verði
breytt í „Samfylkingarspjall á laug-
ardegi".
Garri
Náttúran yfirvofandi
Garri skrifaði orðið „náttúrulega" ávallt
með u-i. Seinna varð honum ljóst aö einhverj-
ir spekingar teldu réttara að sleppa u-inu og
skrifa „náttúrlega". Með semingi hefur Garri
látið þetta eftir þeim, en hefur ekki enn fengið
svar við nokkrum spumingum sem vakna i
kjölfarið: Á þá að skrifa „náttúrfræðingur"?
Og „náttúrhamfarir"? Og „náttúrfegurð“?
Vegna þess að Garri skrifar „náttúrlega"
með hnút í maganum og óbragð í munni hefur
hann tekið ástfóstri við orð á borð við „vitan-
lega“ og „að sjálfsögðu“ - og jafnvel „auðvit-
að“ ef það hæfir samhenginu.
Galiö
En þetta er nú útúrdúr sem kom upp í hug-
ann þegar Garri velti fyrir sér sambýli manns-
ins við náttúmna í tilefni þess að þrjátíu ár
eru liðin frá Vestmannaeyjagosi. Er ekki til
dæmis alveg galið að búa í Vestmannaeyjum,
þar sem allt eins gæti gosið aftur? Og hvaö
með Vík í Mýrdal, sem myndi á augabragði
skolast út í sjó fram í Kötlugosi? Hvers vegna
býr fólk á stöðum eins og San Francisco þar
sem ekki er spurning hvort heldur hvenær
jörðin tekur að hristast og skjálfa óskaplega?
Er það einhvers konar áihættufíkn, skyld
þeirri sem hrjáir þá sem príla óbeislaðir upp
skýjakljúfa eða henda sér niður úr tumum i
frímerkisfallhlíf?
Kaikúlerað
Nei, sennilega er þetta ekki galið heldur
þvert á móti vel ígrunduð og skynsamleg
ákvörðun. Maðurinn er nefnilega hvergi óhult-
ur og tilgangslaust að gera of mikið veöur út
af því. í sjónvarpsþætti á dögunum var fullyrt
að aðeins væri tímaspursmál hvenær fjallshlíð
ein mikil á eyju einhvers staðar úti á regin-
hafi félli fram í sjó og myndaði slíka og því-
líka flóöbylgju að austurströnd Bandaríkjanna
færi meira eða minna á bólakafl Annaðhvort
hefur þátturinn ekki verið sýndur á austur-
strönd Bandaríkjanna eða fólki þar kippir sér
ekki upp við slíka smámuni.
Náttúran vofir yfir okkur nokkum veginn
hvar og hvenær sem er. Það er hvorki sérstak-
lega óþægileg né skemmtileg tilhugsun.
Þannig er það bara. It’s only natural.
Cjxjcr'u
Til varnar Völu Matt
Ragnar Haraldsson skrifar:
í Lesbók Morg-
unblaðsins 18.
þ.m. birtist
óvenjulega ræt-
inn pistill (undir
„Fjölmiðlar")
með heitinu Hús-
gagnaverslun
dauðans. Þarna
er reynt að reyta
íjaðrirnar af
þættinum Innlit-útlit á Skjá einum,
undir stjóm Valgerðar Matthías-
dóttur sem hefur haldið þessum
þætti uppi við miklar vinsældir.
Valgerður er, öfugt við marga aðra
þáttastjómendur, jákvæð og upp-
örvandi og hefur útgeislun sem nær
til áhorfenda, ef svo má að orði
komast. í nöldurpistli Lesbókar er
t.d. komist svo að orði að lýsing Val-
gerðar sé „líkt og þátturinn sé send-
ur út fyrir blinda", og allt sé „svo
sniðugt og skemmtilegt"!! Nema
hvað? segi ég þá. Svona þætti er
einmitt ætlað að vera bæði sniðug-
ur og skemmtilegur. Sumir eru
óþægilega viðkvæmir fyrir því fal-
lega og smekklega og kunna betur
við óhreinu diskana og fatahrúg-
umar á gólfinu. í þeim hópi virðist
blaðamaður, höfundur Lesbókar-
pistilsins, vera. Velgengni og vin-
sældir Valgerðar munu þó í engu
skerðast heldur vaxa - og Lesbókin
leiðinlega halda sinni lágu einkunn.
Skipt verði um stjóra
Óskar Sigurösson skrifar:
I nokkmm ráðuneytanna er sú
skipan við lýöi að þar eru ráðuneyt-
isstjórar settir en ekki skipaðir. Þó
eru í lögum ákvæði um að auglýsa
skuli stöður þessar vari forfoll í
meira en eitt ár. Nú er þar til að
taka að í flestum, ef ekki öllum, ná-
grannalöndum okkar er einfaldlega
skipt um helstu „stjóra" og yfir-
menn í opinberum stofnunum, að
ekki sé minnst á ráðuneytin, eftir
kosningar og nýir ráðherrar kom-
ast að. Þetta á auðvitað að gera hér
líka, jafnt hjá borg sem ríki. Það
gengur hreinlega ekki að pólitískir
ráðamenn í embættum sitji í stól-
um sínum og gegni veigamiklum
hlutverkum, gagnstætt ríkjandi
stjórnvöldum. Sitjandi embættis-
menn ættu sjálfir að sjá sóma sinn
I því að standa upp og víkja við
stjómarskipti.
íslandsbanki spáir
Vill ekki vaxtalækkun?
Greining íslandsbanka
Kjartan Kjartansson skrifar:
Óvarlegt er að treysta um of á til-
kynningar og „greiningar" þær sem
bankastofnanir hér senda frá sér,
sumar daglega. Ég minnist t.d.
einnar slíkrar frá íslandsbanka í
desember sl. þar sem bankinn fjall-
aði um vaxtalækkanir Seðlabank-
ans. Þar sagði að sú lækkun myndi
verða sú síðasta um nokkurt skeið.
í leiðinni spáði íslandsbanki því að
ekki væri ástæða til að lækka vexti
frekar því Seðlabankinn myndi aft-
ur hækka vexti sína á næsta ári,
þ.e. 2003, til þess að auka aðhald í
peningamálum, eins og það var orð-
að. Nú hefur það skeð að vextir em
enn á niðurleið, þrátt fyrir loka-
ákvörðun um álver í Reyðarfirði -
auk þess sem forsætisráðherra boð-
ar enn hagstæðari tíma á flestum
sviðum. Greining íslandsbanka er
því orðin marklítfl, jafnvel mark-
laus, á rúmum einum mánuði.
DVI Lesendur
Lesendur geta hringt allan sólarhring-
inn í síma: 550 5035.
Eöa sent tölvupóst á netfangiö:
gra@dv.is
Eöa sent bréf til: Lesendasíöa DV,
Skaftahlíö 24,105 ReyKJavík.
Lesendur eru hvattir til að senda mynd
af sér til birtingar meö bréfunum á
sama póstfang.
r — -j
1
Valgerður
Matthíasdótir.