Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2003, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2003, Side 21
 20 .. ■.■■■i.wam:'s,is?s- . -yíiwiwjfctat FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 2003 FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 2003 < * Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvsmdastjóri: Örn Valdimarsson Aóalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aóstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: Skaftahlíö 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5749 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sfmi: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerö og prentun: Arvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgialds. DV greiöir ekki viömælendum fýrir viðtöl viö þá eða fýrir myndbirtingar af þeim. Aðgerðir gegn atvinnuleysi Atvinnuleysi er aö aukast og veldur aö vonum áhyggjum. Nýj- ustu atvinnuleysistölur Vinnumála- stofnunar frá því í gær sýna að alls eru 5804 skráöir atvinnulausir á landinu, 3074 karlar og 2730 konur. Þetta er talsverð aukning frá því í desember en í lok síðasta mánaöar voru 5071 á atvinnuleys- isskrá á landinu, 2626 karlar og 2445 konur. Atvinnulausum hafði þá fjölgaö um 489 miðað við mánuðinn á undan. Á bak við þessar tölur eru einstaklingar og fjölskyldur í vanda, fólk sem vill vinna fyrir sér og sínum en fær ekki störf. Þróunin undanfarið hefur því haft áhrif á marga. Eðlilegt var því að ræða það ástand, sem er að skapast, á Alþingi, en Guðmundur Árni Stefánsson alþingismaður vakti athygli á því í fýrradag að nær 6 þúsund manns væru atvinnulaus. Þingmaðurinn gat þess að staðan væri verst hjá ungu fólki en um tíundi hluti 16-24 ára karla væri at- vinnulaus. Hann taldi líklegt að atvinnuleysi væri meira en opinberar tölur gæfu til kynna því að mati sérfræðinga dragi ákveðinn hópur fólks að skrá sig án vinnu, t.d. fólk með mikla menntun. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir al- þingismaður hefur einnig vakið athygli á því að atvinnu- leysið nú sé ööruvísi en oft áður því það bitni á öllum hóp- um, líka menntafólki. Verkalýðssamtök hafa undanfarið lýst áhyggjum sínum af auknu atvinnuleysi og vísbendingum um að það muni aukast á næstu mánuðum. Hagdeild ASÍ telur, svo dæmi sé tekið, að allt bendi til þess að atvinnuleysi minnki ekki fyrr en líða tekur á næsta ár. Áhrifa stóriðjuframkvæmda, sem vissulega munu hafa víðtæk áhrif á efnahagslíf þjóðarinn- ar, taki ekki að gæta á vinnumarkaði fyir en á síðari hluta næsta árs. Hjá hagdeildinni kemur fram að atvinnuleysi eykst um allt land, hraðar á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni. Samtök atvinnulífsins eru ekki síður áhyggjufull en verkalýðssamtökin og hafa ekki síst áhyggjur af þróun pen- ingamála í landinu, þróun gengis og raunstýrivaxta. Sam- tökin benda á að gengi krónunnar hafi hækkað það mikið að verulega þrengi að samkeppnisstöðu atvinnulífsins. Því sé nauðsynlegt að stuðla að lækkun á gengi krónunnar með því að lækka stýrivexti Seðlabankans. Þeir séu of háir, verðbólga lítil og slaki á vinnumarkaði. Verði ekkert að gert, segja talsmenn samtakanna, geti atvinnuástandið orð- ið mjög slæmt síðar á árinu og á næsta ári. Viðvörunarbjöllur hringja, einstaklingar og samtök þeirra jafnt sem fulltrúar atvinnulífsins kalla á aðgerðir. Vissulega skipta væntanlegar stóriðjuframkvæmdir miklu en talsverður tími mun líða þar til þær fara að hafa veru- leg áhrif. Því þarf að brúa bilið. ASÍ óskar eftir tímabundn- um aðgerðum, svo sem frekari vaxtalækkun og aögerðum til að örva hagkerfið fram að stóriðjuframkvæmdunum. Ríkisstjórnin er sér meðvitandi um ástandið. Páll Péturs- son félagsmálaráðherra svaraði fyrir hennar hönd í þing- umræðunum í fyrradag. Hann sagði stjórnina vilja flýta út- boðum og koma verklegum framkvæmdum í gang sem fyrst. Páll benti meðal annars á að samgönguráðherra hefði sent undirstofnunum sínum sérstök ummæli um þetta. Þá sagði ráðherrann að Atvinnuleysistryggingasjóður væri til- búinn að styrkja átaksverkefni sem sveitarfélög eða fyrir- tæki vildu leggja í. Jafnframt væri reynt að stýra atvinnu- leyfum til útlendinga. Beita þarf öllum tiltækum ráðum til þess að sporna við því böli sem atvinnuleysi er. Vegna slaka í atvinnulífi og nánast engrar verðbólgu er hægt að auka opinberar fram- kvæmdir og brúa þannig bil þar til áhrifa stóriðjufram- kvæmda fer að gæta en síðast en ekki síst er horft til frek- ari lækkunar vaxta til að bæta skilyrði fyrirtækjanna. Jónas Haraldsson 21 DV Skoðun Drottinn, gef þeim góðar stundir Gísli S. Einarsson frambjóöandi Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi Kjallari O, Drottinn gef þeim ölium góðar stundir, skipi og mönnum, í Jesú nafni, amen. - Þetta er brot úr gamalli sjóferðabæn og einnig endir greinar í Brimfaxa eftir Einar Georg Einarsson sem hann flutti sem ræðu á sjómannadegi 2002 í Útskálakirkju. Ég flnn sama þemað og hugsunina sem vaknar í eigin huga við lestur þessarar frábæru ræðu með sama þunga og þegar ég horfði á kvikmynd Baltasars Kormáks „Hafið“. Lýsingin á því hvemig atburðimir gerast þegar kvótinn er seldur brott úr fiskiþorpinu, samruni einhvers stærri aðila hefur gleypt kvótann og náunginn sem seldi flytur brott úr byggðinni eftir að hafa kippt lífs- grundvellinum undan gömlum félög- um getur ekki verið skýrari. Leiguliðar og einkavæðing í hvert skipti sem fiskveiðistjóm- armálum er velt upp til skoðunar kemur áður en varir upp hugsun um kúgun og lénsskipulag fyrri alda í því formi að sjómaðurinn frjálsi, triilukarlinn og skipstjórinn sem sótti sjó með gleði eru nú sambæri- legir ánauðugum leiguiiðum aðals- manna. Kvótakerfið er þannig í fram- kvæmd. Sægreifar selja kvóta „sam- eign þjóðarinnar“ vegna þess að mönnum er aðeins skylt að veiða hluta úthlutaðra heimilda. Samið er um skertan hlut til sjómanna og ef röndótt sjónvarp og brakandi útvarp allt á sömu bókina lært en stjómvöld strjúka kjúk- ur og þykjast vera að hugsa upp „byggða- stefnu“. Eina lausnin Það verður að skila til baka aflaheimildum til þjóðarinnar. í dag getur engin endurnýjun átt sér stað í atvinnu- greininni. Þegar svo er komið er það reynslan að þá er skammt í mikla hnignun. Þess vegna verður að snúa við; það þarf ekki að skipta um hest, bara að láta hann ekki drep- ast í ánni. Frændur okkar Færeyingar átt- uðu sig á hvað var að gerast; þeir þurftu að- eins þrjá mánuði til að leggja af kvótakerfið sem var að eyða fiski- stofhum með geðveikis- legri framkvæmd þess. Okkur ætti ekki að verða skotaskuld úr því að koma á breytingum á skömmum tíma þó að framkvæmdin geti tekið nokkur ár. Ég sem þessi orð skrifa er alinn upp við sjó. Á mér brenna umsagnir þeirra sem í ,Samið er um skertan hlut til sjómanna og ef þeir makka ekki rétt ég^g^iltóTerið'Teð þá er skipið bundið og sjómönnum sagt upp og það er svo kallað neinn pempíuhátt þegar . . ° gg reyni aö lýss því sgiti hagrœðing. Við þessu er aðeins hœgt að segja: Sveiattan!“ ég sé vera að gerast. Lausnin, kæru lands- þeir makka ekki rétt þá er skipið bundið og sjómönnum sagt upp og það er svo kaliað hagræðing. Við þessu er aðeins hægt að segja: Svei- attan! Það er ekki unnt annað en að taka undir orðrétta tilvitnun í umrædda grein - Allir hólmsteinar þessa lands láta sig dreyma um fáeina vellauð- uga einstaklinga og blásnauða, rétt- indalausa alþýðu. Með því fyrir- komulagi geta þeir riku fært aum- ingjunum gjaflr á jólum. Er furða þótt fólk skilji ekki fyrr en skellur í tönnum, það er fariö með framkvæmd flskveiðistjómunarkerf- isins á þann hátt, að lymskufullar aö- gerðir koma ekki í Ijós fyrr en allt er um garð gengið. Eftir situr fólkið í sjávarbyggðunum með sárt ennið; at- vinnulaust og með verðlausar eignir, léleg skilyrði fyrir gagnaflutning, menn, felst í því að setja af núverandi ríkisstjórn sem er handbendi fárra ríkra við framkvæmd fiskveiðistjórn- unarkerfisins. Stefna Samfylkingarinnar er klár, hún er ekki einfold, en skilvirk. Öll vel rekin útgerð mun halda áfram og nýliðun eiga sér stað og þjóðin á auð- lindina raunverulega. - Hvílum nú- verandi valdhafa og kjósum Samfylk- inguna í vor. Já, við hvað statfa mótmœlendur? Una Margrét Jónsdóttir dagskrár- geröarmaöur Geir R. Andersen skrifar iesandabréf í DV, mánu- daginn 20. janúar, undir heitinu „Hvaö starfa mót- mælendur?" og er hann mjög hneykslaður á þeim sem mótmæla fyrirhuguö- um virkjunum. Orðrétt segir hann: „Mótmælend- ur tárast og hrópa: Við eigum landið. Þeir eru þó varla nema svo sem 1500 eða 2000.“ Þetta er all-sérkennilegur reikn- ingur hjá Geir þvi samkvæmt skoð- anakönnun Fréttablaðsins fyrir nokkrum dögum eru um 35% íslend- inga andvíg Kárahnjúkavirkjun. Ef reikningur Geirs er réttur er öll is- lenska þjóðin því aðeins 6-7000 manns. Eru þetta mikil tíðindi og þyrfti Geir að tilkynna manntals- skrifstofum um þetta. Bókvitið og askarnir En Geir heldur áfram - „En við hvað starfa mótmælendumir? Með nokkurri vissu má segja að þama séu a.m.k. ekki mjög arðbærir starfsmenn. Eitthvað um náms- menn, eitthvað af listamönnum, myndatökumenn og svo atvinnu- mótmælendur. Em þetta íslending- amir sem ætla að færa okkur fram- tíðina með smáiðnað á silfurfati?“ Það era þessi orð sem ég vildi gjarnan taka til athugunar. Þau minntu mig á gamalt máltæki sem var í hávegum haft á þeim tíma þeg- ar niðurlægingin var sem mest á ís- landi og menn gátu ekki ímyndað sér að nokkuð væri gagnlegt, nema að Mótmœli á Austurvelli. - „Það er út í hött að reyna að telja fólki trú um að annars vegar séu þeir sem mót- mœla virkjunum og hins vegar skattgreiðendumir, “ segir greinarhöfundur m.a. moka flór og kemba uil: „Ekki verður bókvitið í askana látið.“ Nú á dögum brosum við góðlátlega að þessu mál- tæki, það er arfur frá þeim tíma þeg- ar fólk vissi ekki betur. En greinilega er þessi trú ekki með öllu útdauð, að minnsta kosti er Geir R. Andersen á sömu braut þegar hann talar af fyrir- litningu um nám og listir. „Því spyr enginn hvað þetta fólk starfar?" spyr Geir, og heldur greini- lega, að fólk mundi fara mjög hjá sér við það að viðurkenna að það væri í námi eða starfaði við listir. Mér er spum: fer Geir R. Andersen ekki til læknis þegar hann veikist? Veit hann ekki að læknar voru einu sinni námsmenn? Vill hann ekki að hús séu byggð á íslandi? Veit hann ekki að byggingaverkfræðingar og arkitektar voru einu sinni náms- menn? Vill hann kannski ekki hafa neina skóla á íslandi? Ekki er það hægt án námsmanna. Og veit Geir ekki að þeir stjómmálamenn sem hann virðir mest, þeir sem vOja láta reisa Kárahnjúkavirkjun, þeir til- heyrðu einu sinni þessum skammar- lega flokki. — Þeir vora allir náms- menn á sínum tíma. Þrautseig goðsögn Sú goðsögn ætlar að verða þrautseig, að nám sé lítilsvert dund og námsmenn hafi ekkert að gera. Samt er erfitt að sjá hvemig þjóðfé- lagið ætti að geta þrifist ef enginn lærði neitt. Önnur goðsögn er þó enn þrautseigari: sú trú að list sé ómerkilegt dútl, eitthvaö sem í hæsta lagi megi hafa sem tóm- stundagaman. Þeir sem þusa út í listamenn vildu samt fæstir vera án listar ef á ætti að herða. Listin er hluti af lífi okkar flestra, hún birtist okkur í styttum á torgum, myndum á veggj- um, tónlist sem hljómar í útvarpi, leikritum og bíómyndum sem við forum að sjá, bókum sem við lesum, lögum sem sungin eru til hátíða- brigða. Lifið yrði snautt ef listin hyrfi, um það eru flestir sammála. En að borga fyrir hana? Og kalla þetta vinnu? Hvílíkt óskapa hneyksli. Nei, þá er nú betra að hafa gamla lagið, láta listamennina lepja dauðann úr skel meðan þeir lifa svo að aðrir geti grætt á þeim eftir að þeir era dauðir. Þriðja stéttin sem Geir nefnir eru myndatökumenn. Sennilega á hann þar við ljósmyndara og kvikmynda- tökumenn, en það er óljóst af hverju hann telur þá stétt eitthvað fyrirlit- legri en aðrar. Geir hefur þó sjálfur verið blaðamaður. Vill hann ekki hafa ljósmyndir í blöðum? Er hlut- verk ljósmyndarans svona miklu ómerkilegra en hlutverk blaða- mannsins? Vill Geir ekki hafa sjón- varp? Hvernig getur það þrifist án myndatökumanna? í fjórða lagi nefnir Geir „atvinnu- mótmælendur". Ég verð að viður- kenna að þá stétt kannast ég ekki við. Hvar eru fólki borgaðir pening- ar fyrir að mótmæla? Getur Geir sagt okkur það? Sumt í grein Geirs er ekki svara vert, eins og þegar hann kallar mót- mælendur „hryðjuverkamenn" og viðurkennir þó í sömu setningu að mótmælin hafi verið friðsamleg. I lok greinar sinnar segir hann: „t uppsigl- ingu era vaxandi vandamál vegna of- dekurs og þjónkunar við ríkisáskrift styrkja til atvinnumótmælenda gegn framfærendum sínum, skattgreiðend- um.“ Ég vil benda honum á það, að listamenn og myndatökumenn borga sína skatta alveg eins og aðrir, og námsmenn eru í námi til þess að fá seinna sæmilega launaða vinnu og geta borgað skatta. Það er út í hött að reyna að telja fólki trú um að annars vegar séu þeir sem mótmæla virkjun- um og hins vegar skattgreiðendurnir. Úr öllum stéttum Ástæðan fyrir þvi að ég ákvað að svara grein Geirs er sú, að svipað viðhorf hefur mátt lesa út úr ýmsum öðrum greinum sem skrifaðar hafa verið til stuðnings Kárahnjúkavirkj- un: að það séu bara einhverjir lista- menn og menntamenn í Reykjavik sem séu á móti virkjunum af því að þetta fólk hafi hvort sem er ekkert að gera. Ég vil í fyrsta lagi benda Geir og skoðanasystkinum hans á það, að þeir sem mótmæla virkjunum eru úr öllum stéttum og stunda eða hafa stundað margs konar vinnu. í öðra lagi vil ég ráðleggja þeim að kynna sér störf listamanna og mennta- manna, þá gæti farið svo, að sumum þætti nóg um vinnuálagið. Það við- horf að bókvitið verði ekki í askana látið ætti að heyra sögunni til. Það er kominn tími til að viö losum okk- ur við það viðhorf, og það verðum við að gera ef við viljum kallast nú- tímaleg þjóð. Sandkom Pœling Það kom mörgum á óvart að Ellert B. Schram skyldi ekki segja sig úr Sjálfstæðisflokknum um leið og hann ákvað að fara í framboð fyrir Samfylking- una. Ellert var hins vegar hreint ekki á því og sagði að hann teldi formsatriði á borð við flokks- skírteini vera algjört aukaatriði í þessu sambandi. Leitt hefur verið líkum að því aö þetta sé ekki endi- lega niðurstaða sem Ellert hafi kom- ist að eftir mikla ígrundun heldur eigi þessi ummæli hans sér þá ein- fóldu skýringu að hann sé orðinn svo vanur því að hugsa upphátt... Tenging Og þama er auðvitað komin teng- ing Ellerts við Samfylkinguna! Ingi- björg Sólrún Gísladóttir forsætis- ráðherraefni hefur oft gagnrýnt stjómmálaumræðu á íslandi og orð- Ummæli Aðgerða krafist „Bæjaryfirvöld eiga almennt ekki að vafrast í atvinnurekstri, allra síst þegar vel árar og eftir- spurn er eftir vinnuafli. Þegar hins vegar horfir sem nú gerir eiga þau skilyrðislaust að láta til sína taka. Því er mál til komiö að bæjarstjóm ísafjarðarbæjar bretti upp ermarn- ar, stuðli að stofnun nýrra fyrir- tækja og vinni markvisst að þvi að fá fyrirtæki til bæjarins." Ritstjórnarbréf Baejarins besta á ísafiröi. sandkorn@dv.is að það þannig, að stjómmála- mönnum ætti að leyfast að hugsa upphátt. Mörg ár era síðan Ingibjörg notaði þetta orðalag á Álþingi og spum- ing hvort hún hafi séð fyrir að hún yrði áratug síðar á framboðslista með sjálfum höfundi greinaflokksins „Hugsað upphátt" ... Spœling Önnur ummæli Ellerts vöktu at- hygli, nefnilega þau, að þar sem Einari Karli Haraldssyni hefði ver- ið lofað 5. sætið í Reykjavík-suður hefði ekki verið annað að gera fyrir uppstillingarnefnd en að standa við það tilboð, þótt hann sjálfur hefði helst kosið það sæti. „Orð skulu standa," sagði Ellert og þáði 6. sæt- ið norðanmegin - en þar sat Eiríkur Bergmann Einarsson, sem taldi sig hafa sambærilegt loforð fyrir sínu sæti og Einar Karl, en það var ekki vandamál... Á móti straumnum „Rétt eins og íslensk sjávarút- vegsfyrirtæki geta notið góðs af því að vera virkir þátttakendur í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja er- lendis geta íslensk sjávarútvegsfyr- irtæki notið góðs af erlendri fjár- festingu og erlendri þekkingu á ýmsum sviðum sjávarútvegs og tengdra atvinnugreina. Bann við erlendri fjárfestingu í sjávarútvegi er því tímaskekkja sem til lengri tima litið skerðir samkeppnishæfni íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja á alþjóðlegum vettvangi, og þar með greinarinnar í heild.“ Úr forystugrein Viöskiptablaósins. Örlagaþrungnir spádómar Ragnar Arnalds fyrrverandi alþingismaður Ritstjóri DV, Sigmundur Ernir, kvartar yfir því í leiðara 16. jan. si. að þjóðin sé hikandi í af- stöðu sinni til ESB-aðild- ar. „Það er eins og þjóðin þori ekki að taka af skar- ið á meðan stjórnmála- menn keppast við að flækja hana í flaumi orð- anna,“ skrifar hann held- ur mæddur, enda fer hann ekki dult með áhuga sinn á aðiid. Á einu ári hefur afstaða lands- manna til ESB-aðildar gjörbreyst. í ársbyrjun liðins árs sýndi skoðana- könnun Gallup að 63% þeirra sem afstöðu tóku voru hlynntir aöild en 37 % voru á móti. Á liðnu sumri voru fylkingar álika stórar en í könnun sem Fréttablaðið birti dag- inn áður en leiðari DV fór á þrykk vora aðeins 36% hlynnt aðild en 64% á móti. Nú er það svo að aldrei fyrr hefur jafn mikiö verið ritað um hugsanlega ESB-aðild íslands, kosti hennar og galla, eins og einmitt á liðnu ári. Svo er að sjá að fólk verði þeim mun fráhverfara aðild því bet- ur sem það kynnist málavöxtum. Annars flokks þjóð? Ritstjórinn spyr stórra spuminga í leiðara sínum og gefur í skyn að þjóðir sem ekki gangi í væntanlegt stórríki ESB verði „annars flokks í Evrópu". Þetta er eitt af mörgum slagorðum sem sífellt dynja á íslend- ingum. Svo er þó að sjá að inni- haldsrýrar upphrópanir af þessu tagi hafi óveruleg áhrif á lands- menn. Þeir gera sér ljóst að hver þjóð metur það út frá eigin hags- munum hvort skynsamlegt sé að ganga í ESB. Þjóðir í austanverðri álfunni flykkjast í ESB í von um efnahagslegan ávinning. En íslend- ingar eru í allt annarri stöðu. Hag- þróun hefur verið örari hér en al- mennt gerist í ESB og atvinnuleysi miklu minna. Okkur hefur einfald- lega vegnað betur undanfarin þrjá- tíu ár utan Evrópusambandsins en ríkjunum innan ESB. Það er bæði langsótt og fjarstæðu- kennt að íslendingar verði annars flokks þjóð, þótt þeir standi áfram utan ESB. Þeir eru einmitt í fremstu röð vegna þess að þeir gengu ekki í Evrópubandalagið fyrir 30 árum um leið og Danir og Bretar og höfðu því vald til að helga sér víðáttumikla fiskveiðilögsögu þvert á vilja ESB- ríkjanna. En þeir yrðu ekki lengi í fremstu röð ef þeir afhentu stofnana- bákni ESB yfirráðin yfir fiskimiðum sínum og væru knúnir til að deila 0 -4 auðlindum sínum með sjávar- útvegsríkjum ESB sem einmitt 10 um þessar mundir neyðast til þess að skera niður þorskkvóta n sinn um nærri helming vegna lélegrar fiskveiðistjómar. Óbærilegur þrýstingur 6 í leiðara ritstjórans gætir n einkennilegrar örlagahyggju þegar hann segir: „líklega era það ekki íslendingar sem ráða 2 því hvort þeir ganga í Evrópu- sambandiö á næstu árum held- ur er sennilegt að það gerist af sjálfu sér.“ Hvað á hann yið með þessum orðum? Á hann við það fyrirbæri sem loðir við Evrópusambandiö að ekki sé tekið mark á þvi þótt þjóðir hafni aðild að ESB í þjóðarat- — kvæði. Ef þjóð segir nei er ein- faldlega beðið færis og síðan kosið aftur. Norðmenn hafa tvívegis fellt að- ildarsamning. Samt er rætt um að þriðja atkvæðagreiðslan verði innan tíðar. Danir felldu Maastrichtsamn- inginn. En það dugði ekki til. Þar var bara kosið aftur. Það sama gerð- ist á írlandi á liðnu ári. Reglan varð- andi ESB er því sú: ef þjóð segir nei er einfaldlega kosið aftur. En ef þjóð segir já þá verður það aldrei aftur tekið. Felst það kannski í orðum rit- stjórans aö þrýstingurinn frá ESB verði svo óbærilegur að íslendingar fái ekki við neitt ráðið? Og er hann þá ekki einmitt að visa til nýjustu krafna ESB á hendur íslendingum? í EES-samningnum var samið um greiðslur íslendinga til ESB í fimm Hagvöxtur á íslandi o Csl 07 07 r— oo 07 o •h 00 00 00 07 07 07 07 07 07 07 tH xH vH t—I x—I CpxtlOlONOOOlOH 0707070707070700 0707070707070700 t—ItHtHt—ItHt—It—icncn CM O O CNl 1! co o o CM „Hagþróun hefur verið örari hér en almennt gerist í ESB og atvinnuleysi miklu minna. Okkur hefur ein- faldlega vegnað betur undanfarin þrjátíu ár utan Evr- ópusambandsins en ríkjunum innan ESB. “ ár, eitt hundrað milljónir króna á ári. En þegar árin fimm voru liðin stóð ESB ekki við samninginn held- ur krafðist þess að greiðslumar héldu áfram. Vaxandi vandi ESB Við stækkun ESB og inngöngu tíu nýrra aðildarríkja, sem mörg hver hafa um langt skeið haft samninga við ísland um gagnkvæman mark- aðsaðgang og tollfrelsi og hverfa nú inn fyrir tollmúra ESB, hefur vakn- að sú spuming hvort ekki yrði um óbreyttan markaðsaðgang að ræða milli íslands og þessara ríkja, þ.e. óbreytt ástand í tollamálum. En þá kemur Evrópusambandið og reynir að nýta sér tækifærið sem því býðst, þegar nýju aðildarríkin neyðast til að afhenda ESB samningsumboð sitt, til að reyna að þvinga íslend- inga til greiðslu á 38 sinnum hærri framlögum en samið var um í ESB- samningnum. Við útvíkkun ESB til austurs fyll- ast forvígismenn þess hroka. Þeim finnst að þeir geti krafist hvers sem er af íslendingum og Norðmönnum í krafti veldis sins. Min spá er sú að nýbyrjað ár verði ekki jafn ánægjulegt fyr- ir ESB og þeir eiga von á. í Sví- þjóð er meirihluti þjóðarinnar andvígur upptöku evrannar undir forystu ýmissa virtustu hagfræðinga Svía. Samkvæmt nýrri könnun í Bretlandi vilja tveir af hverjum þremur Bret- um halda pundinu og aðeins fimmtungur landsmanna vill evruna. Áfram er þó unnið að því af kappi að breyta sam- bandinu stig af stigi í nýtt stór- ríki en engum dylst að ESB stendur frammi fyrir gífurleg- um fjárhagsvandræðum og vaxandi efnahagslegri stöðnun. Beygja þá íslendingar sig fyrir kröfum og hótunum Evr- ópusambandsins? Undanfarin ár hefur ESB reynt að skammta landsmönnum kolmunna- kvóta sem aðeins er brot af því sem við höfum krafist með sterkum rök- um. Sem betur fer hafa þeir ekki haft samningsumboð okkar í sínum höndum og því höfum við getað neit- að að beygja okkur fyrir afarkostum þeirra og farið okkar fram. Þannig hefur sjálfstæöi þjóðarinn- ar bjargað tugum milljarða króna fyrir þjóðarbúið. Sjálfstæði okkar til að gera viðskipta- og fiskveiðisamn- inga við önnur ríki megum við aldrei afsala okkur í hendur ESB eða nokkru öðra stórríki. I því felst velferð okkar á komandi áram. Fleiri og fleiri hafa áttað sig á þessu og því held ég að örlagaþrungnir spádómar sem ganga út á að íslend- ingar neyðist brátt til að falla í faðm ESB muni hreint ekki rætast.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.