Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2003, Side 36
36
FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 2003
HAHDBOlTi J .H/
fflEa 0 ,
DV
Vítamínsprauta
upp á framhaldið
„Ég er sæmilega sáttur við
minn hlut og það var fyrir öllu
að vinna sigur. Ég er ánægður
með margt í leiknum en þess á
milli vorum við ekki að gera það
sem við ætluðum okkur. Við átt-
um í basli þegar við vorum að
vinna sem einstaklingar í stað-
inn fyrir að gera þetta sem lið
sem við sannarlega erum.
Þessi sigur er vítamínsprauta
upp á framhaldið, við forum full-
ir bjartsýni i næstu leiki enda
ósigraðir í keppninni til þessa.
Við stefnum enn fremur að því
að verða ósigraðir þegar upp
verður staðið í riðlinum á
sunnudag,” sagði Einar örn
Jónsson, homamaðurinn sterki,
í samtali við DV eftir leikinn.
Ætlum að ná
takmarkinu
„Maður var orðinn svolítið
þreyttur þegar við vorum tveim-
ur mörkum undir, 26-24, en þeg-
ar Roland varði vítið gaf það okk-
ur möguleika á nýjan leik. Það er
frábært að ná að vinna eftir að
hafa lent í vandræðum. Mér
fannst við samt leysa vel vanda-
málið þegar Ólafur var tekinn úr
umferð. Við vorum að klikka á of
mörgum dauðafærum en það
kom ekki að sök þegar upp var
staðið. Þetta var lykilleikur og
við litum alltaf á hann þannig og
við ætlum að ná okkar takmarki
en þaö er eins og allar vitað að
komast á Ólympíuleikana í Aþ-
enu. Mér líður annars stórkost-
lega á þessari stundu og þessi sig-
ur segir okkur það að við getum
stefnt aö takmarki sem við höfum
sett okkur.,” sagði Aron Krist-
jánsson í samtali við DV-Sport
eftir leikinn. -JKS
Valgerður Sverrisdóttir óskar hér
Einari Erni Jónssyni, besta leik-
mann íslands í leiknum í gær, til
hamingju með sigurinn en hún var
stödd í Portúgal og lét sig ekki
vanta á leikinn. Fyrir neðan sjást
stuðningsmenn íslands með ís-
lenska fánann. DV-mynd Hilmar Þór
Eru okkur til sóma
-- sagði Valgerður Sverrisdóttir ráðherra sem fylgdist með
„Það er ekki hægt að lýsa því
hvað þetta var gaman og að liðinu
hafi tekist að virrna með 3000 Portú-
gala í húsinu. Það leit ekki vel út
tíu mínútum fyrir leikslok en strák-
amir náðu að koma sigrinum í höfn
á elleftu stundu. Ég held að þessi
leikur hafi smitað mig og ég fari
núna að elta strákana þegar þeir
eru að leika.
Þessir drengir eru okkur til sóma
út um allan heim, bæði með lands-
liðinu og eins með sínum liðum,”
sagði Valgerður Sverrisdóttir, iðn-
aðar- og viðskiptaráðherra, í sam-
tali við DV eftir leik íslands og
Portúgals á heimsmeistaramótinu í
Viseu í gærkvöld.
Valgerður kom hingað með fríðu
fóruneyti og kom hópurinn rétt áð-
ur en leikurinn hófst.
„Það var stórkostlegt að vera hér
á leiknum og upplifa þessa stund.
Ég sé ekki eftir því að hafa komið
hingað og hvatt strákana til dáða.
Það var stórkostlegt að fá tæki-
færi til að koma hingað og sjá liðið
okkar leggja Portúgala að velli. Ég
var orðin smeyk í restina en loka-
spretturinn var stórkostlegur.
Ég held að ég geti sagt að ég hafi
ekki skemmt mér eins vel í langan
tíma og ég er eiginlega á nálum enn-
þá,” sagði Valgerður Sverrisdóttir í
spjallinu við DV eftir leikinn. -JKS
Við sýndum
mikinn styrk
„Ég hafði alltaf trú á að því að
við myndum vinna þennan leik
þótt á móti hafi blásið á tímabili.
Sóknarleikurinn gekk ekki alltaf
sem skyldi en mér fannst aðalmál-
ið vera það að vinna boltann í
vörninni til þess að getað sótt hratt
á þá. Þar lá möguleikinn fyrir okk-
ur að skora mörk fyrst sóknarleik-
urinn var erfiður. Þetta var gífur-
lega erfiður leikur og dómaramir
smituðust af því að íþróttahöllin
var full af portúgölskum áhorfend-
um. Við sýndum mikinn styrk að
láta þetta ástand ekki slá okkur út
af laginu. Það fór adrenlín um lík-
amann þegar sigurinn var í höfn,
það er bara ekki hægt að lýsa því
með orðum. Þetta var í einu orði
sagt stórkostlegt,” sagði Rúnar Sig-
tryggsson. -JKS
- sagði Guðmimdur Guðmundsson, landsliðsþjálfari
„Þetta er mikill léttir en verkefnið
var gríðarlega erfitt og ég verð að
segja að ekki gerðu brottrekstramir
okkur leikinn auðveldari. Leikurinn
var kaflaskiptur og ef við horfum á
fyrstu mínútumar þá vom þær frá-
bærar af okkar hálfu, bæði vöm og
sókn. Liðið var greinilega vel stillt á
þetta verkefni. Það sem gerðist síðar
í leiknum var raunverulega tvennt;
við fómm út í það að stytta sóknim-
ar og síðan fóm dómararnir að tína
okkur út af, oft og tíðum fyrir litlar
sakir. Að öðm leyti vil ég ekki tjá
mig frekar um þessa dómara, það
verða aðrir að gera. Mér fannst við
megnið af leiknum vera að leysa
sóknarleikinn vel og 14 mörk í fyrri
hálfleik segja sína sögu. Síðan kom
erfiður kafli í síðari hálfleik en við
leiddum samt sem áður leikinn
lengstum. Við gerðum taktískar
breytingar á sóknarleiknum um átta
mínútum fyrir leikslok þegar við
settum Ólaf Stefánsson á miðjuna,
Heiðmar fór hægra megin. Þetta her-
bragð kom á hárréttum tíma og átti
þátt í sigri okkar í leiknum,” sagði
Guðmundur Guðmundsson, lands-
liðsþjálfari i handknattleik, í spjalli
við DV eftir leikinn við Portúgala í
Viseu í gærkvöld.
„Það létti okkur róðurinn í lokin
þegar Portúgalarnir urðu einum
færri síðustu tvær mínútur leiksins.
Ég er stoltur af strákunum, hvað þeir
voru agaðir í lokin og réttar ákvarð-
anir voru teknar. Mér fannst leik-
mennirnir sýna ótrúlegt æðruleysi
undir mjög erfiðum kringumstæðum,
stemningin í höllinni var engu lík og
strákarnir sýndu mikinn karakter.
Roland stóð sig mjög vel i markinu,
átta fína innkomu og það kom sér
einnig vel hvað við vorum búnir að
kortleggja þá vel fyrir leikinn. Mér
leið vel þegar leikurinn var flautaður
af. Góður undirbúningur skilaði sér
vel og leikmennimir eiga hrós skiliö
fyrir góða vinna. Við þurfum að
koma okkur strax niður á jörðina og
hefja undirbúning fyrir næsta leik.
Ég vil ekki tala um Þýskalandsleik-
inn fyrr en við erum búnir að vinna
Katar,” sagði Guðmundur.
Hvaö varst þú ánœgðastur meö í
þessum leik?
„Ég var hvað ánægðstur með
karakter liðsins og að halda haus. Ég
var ánægöur með vamarleikinn og
innkomu Rolands og með liðsheild-
ina eins og hún lagði sig.
Við getum gert betur í sóknar-
leiknum og strákamir hefðu getað
verið yfirvegaðri í honum á köílum.
Þessi leikur er frá, mér líst vel á
framhaldið og nú er bara að einbeita
sér að næsta verkefni. Það er ljóst aö
Ólafur verður aftur tekinn úr umferð
og við verðum að búa okkar undir
það. Við erum að sjálfsögðu mikið til
búnir að gera það en það þarf að fin-
pússa það betur. Ég er mjög ánæður
á þessari stundu en þessu er hvergi
nærri ^lokið og mikil vinna fram
undan,” sagði Guðmundur Guð-
mundsson að lokum. -JKS
vc
ALLTUMHM/ ITSjt 01,/,«,
handbolta ▼ hqngpolta