Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2003, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2003, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 2003 DV 11 Fréttir Kveldúlfs, útgerðarfyrirtækis Thors Jensens. Kallaði Thor Jensen bygg- ingamar Kveldúifshöfða, en bæjar- búar nefndu þær gjarnan Kveldúlfs- stöðina. Gömlu Kveldúifsbygging- amar voru brotnar niður á síðari hluta nýliðinnar aldar. Ekki óumdeilt Framkvæmdir á svæðinu eru eng- an vegin óumdeildar og hafa íbúar í Skuggahverfmu m.a. gagnrýnt að lokað verði fyrir útsýnið með bygg- ingu svo hárra blokka við Skúlagöt- una. Slík húsaþyrping sé ekki í sam- ræmi viö lágreistu byggðina þar fyr- ir ofan og skyggi auk þess á útsýnið. Skipulagsyfírvöld hafa þó fallist á þessar fyrirætlanir og segist Einar Ingi Haildórsson telja að nokkuð góð sátt sé um málið þó alltaf séu skipt- ar skoðanir um slík verkefiii. Hugmyndir varðandi skipulag í efri hluta Skuggahverfisins, í reit miili Lindargötu og Hverfisgötu,. hafa einnig verið i gangi. Fréttir inn að fækka þyrfti um 40 hús á svæðinu til að rýma fyrir nýrri byggð ollu m.a. uppnámi meðal ibúa í maí 2001. í dag er þó reiknað með að frekar verði reynt að endurbyggja eins mörg hús á svæðinu og skynsamlegt er talið en meirihluti íbúða sem rætt hefur verið um að rífa eða fjarlægja er í eigu einstaklinga. -HKr. f ;.i ifTf.i rtj? piiut ojf-öyþ pu&nh í útrýmingarhættu? - bensínafgreiðsla aðeins gegn kortum í dreifbýli - og í þéttbýlinu óska stöðugt fleiri eftir að dæla sjálfir Bensínafgreiðslumenn virðast vera stétt í útrýmingarhættu á ís- landi. Með nútíma rafeindatækni og viðskiptakortum færist það í vöxt að fólk afgreiði sig sjálft. Ómannað- ar bensínstöðvar eru sífellt að verða meira áberandi, hér á landi og er- lendis. Og jafnvel þar sem full þjón- usta er í boði kjósa menn í æ ríkari mæli að dæla sjálfir á tankinn. Ekki eru allir viðskiptavinir ánægðir með þetta, vilja gömlu þjónustuna, enda þótt sjálfsafgreiðslan spari mönnum allnokkurt fé. „Á fámennustu stöðum landsins er þjónusta víða komin í sjáifsala. Það er okkar leið til að bjóða upp á sólarhringsþjónustu í smáum byggðarlögum," sagði Bergþóra Þor- kelsdóttir, rekstrarstjóri Olíufélags- ins hf., í gær. Hún segir að víða á Vestfjörðum, Austfjörðum og víðar séu ekki forsendur að reka stöðvar með mannskap. Hún bendir á að á stærri stöðunum sé stór hluti og stækkandi að velja sjálfsafgreiðslu enda þótt full þjónusta sé I boði. „I nágrannalöndum okkar sérðu hvergi nokkurs staðar hensínaf- greiðslumann, þetta starf hefur löngu verið aflagt - það má segja að þetta sé deyjandi stétt,“ ságði Bergþóra. Engin þjónusta Svo viröist sem fólk hallist meir og meir aö ómönnuöum bens- ínstöövum eöa velji aö dæla sjálft á bifreiöar sínar. Ekki hentar það öllum að nota sér sjálfsafgreiðslu á bens- íni. Viðmælandi blaðsins á Suðurlandi sagði að hann hefði lent í því að prúðbúinn maður kom til veislu angandi af bensíni þar sem hann neyddist til að dæla sjálfur á bílinn. Hann sagði enn fremur að á Klaustri og í Vík væri ekkert bensín að hafa nema með korti. „Fatlað fólk á ekki gott með að dæla á tankinn og ég hef heyrt að fótluð kona hafi þurft að hringja úr bil sínum í farsíma inn til bensínaf- greiðslumannsins og beðið um að- stoð, en ekki fengið,“ sagði viðmæl- andi blaðsins. Bergþóra Þorkels- dóttir sagði að flestum væri það auðvelt að afgreiða sig sjálfir og vera snöggir að því. Ef einhver ræð- ur ekki við að afgreiða sig sé reynt að koma til móts við þá einstak- linga. -JBP Flugatvik Boeingþotu Flugleiða á Gardermoen í fyrra: Nokkrir samverkandi þættir taldir orsökin Boeing 757-þota Flugleiða, TF-FIO, lenti í kröppum dansi við Gar- dermoen-flugvöll við Ósló þann 22. janúar á síðasta ári. Litlu munaði að stórslys yrði er þotan tók dýfur þegar flugmenn reyndu að rífa hana upp eft- ir að hætt var við lendingu. Fram kom í máli rannsóknaraðila í fyrra og i við- tölum við sjónarvotta að hreyfingar vélarinnar hefðu verið „mjög óeðlileg- ar“ og að vélin heföi verið komin „hættulega lágt“ i aðfluginu. Rann- sóknarstofiiun flugslysa í Noregi (HSL) stýrði rannsókn málsins í ná- inni samvinnu við Rannsóknamefnd flugslysa á íslandi (RNF) og hefúr nú skilað niðurstöðum sínum. í niðurstöðum skýrslunnar er ekk- ert eitt atriði tilgreint sem skýrir hvers vegna flugatvikið varð heldur virðist vera um samspO margra þátta að ræða. Nokkur atriði eru þó til- greind sem orsök í flugatvikinu, þ.e. mikill meðvindur i aðflugi, starfsað- ferðir flugumferðarstjórnar í Ósló, samstarfi flugmanna um borð ábóta- vant og bilun i aðflugstækjum. Þá var ekki farið eftir skilgreindum starfsað- ferðum i fráhvarfsfluginu og hæðar- stilling i fráhvarfsflugi truflaði eðlileg- an feril flugvélarinnar. Settar eru fram eftirfarandi fjórar tillögur til úrbóta í öryggisátt. Flugleiðir hófu þegar á síðasta ári ýmsar aðgerðir í kjölfar flugatviksins, þar með taldar aðgerðir sem þessar til- lögur ná til. Rannsóknamefnd flugslysa í Noregi leggur til: 1. Að aðilar í flugstarfsemi endur- skoði starfsaðferðir þegar hætt er við aðflug. Fyrirtækið (þ.e. Flugleiðb:) ætti einnig að endurskoða þjálfun flugmanna varðandi fráhvarfsflug í kjölfar óstöðugs aðflugs. 2. Að fyrirtækið (þ.e. Flugleiðir) ætti að huga að áætlunum tfl stuðn- ings fyrir starfsfólk sem lendir í flug- slysum eða flugatvikum. 3. Að fyrirtækið (þ.e. Flugleiðir) ætti að huga að nýtingu upplýsinga sem flugriti skráir tO að fylgjast á reglubundinn hátt með framkvæmd flugrekstrarstaðla. 4. Að flugmálastjómin í Noregi meti áhrif af því þegar flugumferðarstjóm styttir aðflugsleiðir í blindflugi fyrir áhafnir sem hugsanlega hafa takmark- aða reynslu af Óslóarsvæðinu og áhrif þess á getu áhafnarinnar tO að stjórna orku flugvélarinnar og gera aðflugið stöðugt. Auk þessara fjögurra megintOlagna í öryggisátt koma fram í skýrslunni ábendingar tO Flugleiða. Þessi atriði ná meðal annars tO þjálfunar í áhafna- samstarfi, framsetningu í handbókum á stefiiu félagsins og upplýsingagjafar tO farþega í kjölfar flugatvika. í kjölfar atviksins við Ósló voru flugstjóri og flugmaður vélarinnar leystir undan starfsskyldum um hríð og fóm síðan í gegnum endurþjálfun. Að þeirri þjálfun lokinni hófu þeir störf sem flugmenn. -HKr. UTSALA ALDARINNAR Allt að 70% afslá tíshuhús Hveiýisgötu 52, sími 562 5110. ! 1 I.1 J 1]"!"". "j .1 li | ií«i 1)1) j' | | ...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.