Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2003, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2003, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2003 J3‘"y Fréttir Ég tel aðhún eigi gott með að vinna með fólki. Hún hefur vilja, skap og metn- að til þess að standa sig vel. Hún hef- ur gert góða hluti sem dagskrár- stjóri er- lends efnis hjá sjónvarp- Heldur vel utan um sitt Nafn: Laufey Guðjónsdóttir Aldur: 44 ára, naut Heimill: Reykjavík Fjölskylda: Gift Erni Jónssyni, prófessor viö HÍ, tvö börn Menntun: Kvikmyndafræöingur Staða: Dagskrárstjóri hjá RÚV Efni: Nýráöin forstööumaöur Kvikmyndamiöstöövar íslands Laufey Guðjónsdóttir hefur hreppt hnossið sem margir sóttust eftir. Hún hefur verið ráðin for- stöðumaður Kvikmyndamiðstöðv- ar íslands. Á móti henni voru margir sterkir umsækjendur en það verður hún sem sest í stólinn. Laufey er fædd á Selfossi 1958. Foreldrar hennar fluttu til Reykja- víkur þegar hún var ung. Sjálf dvaldi hún mikið á Selfossi hjá afa sínum og ömmu, sem þar bjuggu, þar til hún var tólf ára. Þá var hún í sveit í Hreppunum á sumr- in. Hún gekk í Vogaskóla, kláraði stúdentinn frá MH og hélt síðan til Kaupmannahafnar. Þar hóf hún nám í spænsku en kvikmynda- fræðin freistaði hennar. Hún lauk BA-gráðu frá Háskólanum í Kaup- mannahöfn 1985. Síðan hélt Laufey heim og fór að vinna hjá Ríkissjónvarpinu það sama ár við val og innkaup á er- lendu efni. Því fylgdi samninga- gerð við dreifingaraðila og kynn- ingamál af ýmsum toga. Frá 1995-1997 var hún dagskrárstjóri á Stöð 3, þar til stöðin var seld Norðurljósum. Þá lá leiðin í menntamálaráðuneytið þar sem hún starfaði frá 1997 til ársloka 1999. Þar vann hún einkum við menningarkynningar erlendis. Hún skipulagði meðal annars menningardagskrá á heimssýn- ingunum í Portúgal og Hannover og einnig á stóru víkingasýningar- verkefni í Bandaríkjunum sem hún vann fyrir ráðuneytið í nor- rænu ráðherranefndinni. Hún lagði einnig hönd á plóginn í sam- skiptaverkefhi við Suður-Afríku. Það var einnig í gegnum norrænu ráðherranefndina. Jóhanna S. Sigþórsdóttir blaðamaöur Um áramót 1999-2000 varð hún svo dagskráirstjóri erlendrar dag- skrár hjá RÚV. Á árunum 1992-1998 hefur hún jafnframt set- ið í úthlutunarnefndum hjá Kvik- myndasjóöi. Kemst vel frá sínu Hinrik Bjarnason, fyrrverandi dagskrárstjóri hjá RÚV, var yfir- maður Laufeyjar um skeiö, áöur en hann lét af störfum hjá stofnun- inni. Hann segir að hún hafi ágæt- an undirbúning undir það starf sem hún sé að hefja núna. Hún hafi lifað og hrærst í innkaupum kvikmynda, að horfa á kvikmynd- ir og meta þær, mörg undanfarin ár. Nám hennar og vinna fram til þessa sé mjög góður undirbúning- ur undir nýja starfiö. „Þar að auki hefur hún átt ákaf- lega létt með félagslega þáttinn í sambandi við sitt starf. Hún á auð- velt með að blanda geði við fólk. Það eru mikil erlend samskipti í þessu starfi við að kynna kvik- myndir erlendis, fylgja þeim eftir á hátíðum, markaði og svo fram- vegis. Ég geri ráð fyrir að sá kunnugleiki sem hún býr að vegna starfs síns hjá sjónvarpinu og í þessum geira beinlínis komi henni mjög til góða í nýju starfi.“ Hinrik segir að Laufey hafi ver- ið góður samstarfsmaður. Sem starfsmanni lýsir hann henni þannig: „Hún heldur vel utan um sitt og kemst vel frá sínu.“ Fríða Björg Eðvarðsdóttir er æskuvinkona Laufeyjar. Vinátta þeirra hefur haldist traust frá því þær voru barnungar og fram á þennan dag. Fríða Björg segir að Laufey hafi verið rólegt og yfirvegað barn. Hún hafi verið greind og alltaf mjög víðsýn. Henni hafi gengið vel í skóla. Traustur vinur „Vinir hennar hafa verið og eru tiltölulega vel valinn hópur. Hún er mjög traustur vinur. Hún ber tilfinningar sínar ekki utan á sér. í erfíðum verkefnum myndi hún láta skarpskyggni sína og dóm- greind ráða. Hún er mjög læs á umhverfi sitt, hvemig samfélagið virkar, svo og á menn og málefni. Þegar aðrir fara leynt með vandamálin er hún manna fyrst til að lesa rétt, meta aðstæður og koma með ráð. Það er ekki orrustuvöllur í kring- um hana. Ef einhver kann að vinna málefnalega þá veit ég full- komlega að það er hún og að hún mun gera það á þessum nýja starfsvettvangi.“ Sigurður Valgeirsson, fyrrver- andi dagskrárstjóri innlendrar dagskrár hjá RÚV, sem rekur nú Fjölmiðla- og framleiðslufyrirtæk- ið Bæjarútgerðina, hefur starfað mikið með Laufeyju í gegnum tíð- ina. „Ég kynntist Laufeyju sem góðum, skemmtilegum og traust- um félaga í úthlutunarnefnd Kvik- myndasjóðs, í Sjónvarpinu og loks í nefnd sem vann að reglugerð um aðferðir úthlutunar á vegum hinn- ar nýju Kvikmyndamiðstöðvar. Ég tel að hún eigi gott með að vinna með fólki. Hún hefur vilja, skap og metnað til þess að standa sig vel. Hún hefur gert góða hluti sem dagskrárstjóri erlends efnis hjá sjónvarpinu. Hún hefur því alla burði til þess að láta að sér kveða í þessu nýja starfi." Ríkið veitir 500 milljónir til jarðganga undir Almannaskarð: Líkast lottóvinningi - segir verkstjóri Vegagerðarinnar á Hornafirði DVlvlYND JÚLÍA IMSLAND Lottógöngln Nauösynleg framkvæmd, göng undir Almannaskarð, komu flatt upp á flesta. Reynir Gunnarsson var í gær að skoða staðinn þar sem göngin koma í gegn í Almannaskaröi. Menningarhús: Bæjarstjóri fagnar Fyrsti form- legi fundur Tómasar Inga Olrich mennta- málaráðherra og Kristjáns Þórs Júlíussonar, bæjarstjóra á Akureyri, um smíði menning- arhúss á Akur- eyri er fyrirhugaöur í hádeginu í dag. Fundurinn er haldinn í kjöl- farið af tilkynningu ríkisstjórnar- innar síðastliðinn þriðjudag um aö hefja byggingu menningarhúsa í Vestmannaeyjum og á Akureyri en áætlað er að þessar tvær fram- kvæmdir kosti um einn milljarð. Bygging menningarhúsanna er liöur í 6,3 milljarða innspýtingu ríkistjórnarinnar sem draga á úr slaka í efnahagslífinu. Kristján Þór fagnar þessum áformum ríkisstjórnarinnar og leggur höfuðáherslu á að fram- kvæmdir við menningarhús í bænum hefjist sem fyrst. Að hans sögn eru allar líkur á því að bygging hússins hefjist fyrir árs- lok. „Við erum ekki komnir langt í undirbúningsvinnu en nú verð- ur allt sett á fullt í þessum mál- um,“ segir Kristján en m.a. á eft- ir að ákveða staðsetningu húss- ins. Ljóst er að þessi framkvæmd verður mikil lyftistöng fyrir at- vinnulífið á Akureyri, en at- vinnuleysi þar hefur aukist tölu- vert undanfarið. -ÆD Sú frétt að ríkið hefði veitt 500 milljónir króna til jarðganga und- ir Almannaskarð kom flestum Hornfirðingum á óvart og voru vegagerðarmenn á staðnum þar engin undantekning. Þeir líkja milljónunum fimm hundruð við lottóvinning. „Ég var uppi í Almannaskarði að skoða lagfæringar þegar ég heyrði fréttirnar um fjárveiting- una og að vinna ætti verkið á næstu 18 mánuðum," sagði Reynir Gunnarsson, verkstjóri hjá Vega- gerðinni, í gær. „Ég hringdi strax í Vegagerðina á Reyðarfirði og sagði að hér þyrfti ekkert að gera; við værum að fá göng. Þá höfðu þeir ekki heyrt neitt um þetta. Þetta eru aö sjálfsögðu miklar gleðifréttir og má líkja þessu við lottóvinning," segir Reynir. Albert Eymundsson, bæjarstjóri á Hornafirði, segir að það komi ekki á óvart að ákveðið sé að gera jarðgöng undir Almannaskarð en tímasetningin komi þægilega á óvart. Albert segir að um tíma hafl verið skoðaöar lausnir í Al- mannaskarði en þar er að flnna bröttustu brekku á öllum hring- veginum þegar ekið er þar upp Hornafjarðarmegin. „Sú brekka mun verða með tím- anum ólögleg samkvæmt stöðlum ESB hvað varðar fólksflutninga og hefur áhrif á akstursleiðina suð- ur. Með jarðgöngum velja örugg- lega fleiri að fara syðri leiðina austur á Hérað en þá nyrðri. Brattinn er óviðunandi hvað varð- ar flutninga um skarðið og allar lausnir sem menn hafa verið að skoða geta aldrei orðið framtíðar- lausnir. Aðeins jarðgöng gátu orð- ið framtíðarlausn þama, ekki síst í ljósi stórvirkjanaframkvæmda. Við vorum hins vegar að leggja meiri áherslu á tengingar innan sveitarfélagsins með nýrri brú á Hornafjarðarfljót og vegalagningu og settum það verkefni í forgang," segir Albert Eymundsson. Áætlaður kostnaður við jarð- göng undir Almannaskarð, reikn- aður út fyrir tveim árum, var 6-700 milljónir króna. Bæjarstjórn Hornafjarðar hefur verið að skoöa lausnir hvaö varðar jarðgöng um Almannaskarð og nefnd undir for- sæti Hermanns Hanssonar um það lauk störfum í síðustu viku og sendi gögnin á miðvikudagsmorg- un. Það stendur því ekki á heima- mönnum að framkvæmdir geti hafist sem fyrst. -GG/JI Kristján Þór Júlíusson. Ættfræðingurlnn „Þjóðin er undarleg,u segir Friðrik Skúlason. Kominn meö 100 þús- und notendur að íslendingabók. íslendingabók: 100 þúsund notendur Skráðir notendur íslendingabók- ar eru orðnir 100 þúsund. Sá múr féll í fyrrakvöld og í gær voru um- sóknir orðnar samanlagt 100.099 talsins. „íslendingabók afhjúpar meðal annars hve undarleg þjóðin er. Eða hvar gæti það annars stað- ar gerst að á fáum vikum fengir þú hundrað þúsund manns til að skrá sig inn í gagnagrunn um ætt- fræði? Þetta er fáheyrt," segir Friðrik Skúlason, tölvugúrú og ættfræðingur, einn helsti hönnuð- ur bókarinnar. Nánar er rætt við hann í DV-Magasíni sem kemur út í dag. -sbs Ungir jafnaðarmenn: Vilja ekki í Evrópunefnd Davíðs Framkvæmdastjóm Ungra jafn- aðarmanna hvetur Samfylking- una til að taka ekki þátt í fyrir- hugaðri Evrópunefnd Davíðs Oddssonar forsætisráðherra. Þeir segja að Samfylkingin hafi rætt Evrópumálin af fullri ábyrgð undanfarin misseri og sé með skýra stefnu í þessu mikilvæga hagsmunamáli þjóðarinnar. ís- lenskir kjósendur eigi heimtingu á því að umræða um aðild ís- lands að Evrópusambandinu fari fram fyrir opnum tjöldum en verði ekki kæfð þremur mánuð- um fyrir kosningar með því að setja málið í nefnd. Með þessu út- spili sé forsætisráðherra að breiða yfir vandræðagang Sjálf- stæðisflokksins í Evrópumálun- um og reyni að taka málin af dagskrá. -HKr. Mosfellsbær: Vilja Vesturlands- veg í forgang Stjórn Framsóknarfélags Mos- fellsbæjar skorar á samgönguyfir- völd að hraða tvöfóldun Vestur- landsvegar, frá Víkurvegi að Langatanga. Bent er á að á Vest- urlandsvegi sé ein mesta slysa- tíðni á landinu. Þar sem yfirvöld hafi þegar ákveðið að leggja aukið fé til að hraða vegaframkvæmdum ríkis- ins þá telur félagið nauðsynlegt að setja Vesturlandsveginn í for- gang. -HKr. Lést í vinnuslysi Valdimar Gunnarsson. Maður sem lét lífið í vinnuslysi í Bryggjuhverfí í Grafarvogi á þriðjudag hét Valdimar Gunnarsson, til heimilis að Stekkjarbergi 4 í Hafnar- firði. Valdi- mar var fædd- ur 12. mars árið 1973. Hann lætur eftir sig 12 ára son og sambýliskonu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.