Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2003, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2003, Side 7
FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2003 DV 7 Fréttir Náttúruverndarsamtökin telja aurskolun geta komið í stað setlóns: Nauðsynlegt að gera setlón vegna virkjunar - segir Viðar Olafsson verkfræðingur DV-MYND E.ÓL. Urskuröur kynntur Jón Kristjánsson, settur umhverfisráðherra, og Viðar Ólafsson verkfræðingur þegar úrskurður vegna Norðlingaölduveitu var kynntur \ Þjóðmenningarhúsinu 30. janúar sl. Náttúruvemdarsamtök íslands hafa haldið því fram eftir fram- lagningu úrskurðar Jóns Krist- jánssonar, setts umhverfisráð- herra, vegna Norðlingaölduveitu að setlón ofarlega við Þjórsá sé mótvægisaðgerð vegna óvissu um árangur af aurskolun úr Norðlingaöldulóni. Ef aurskolun virki sé ekki þörf fyrir setlónið og í því tilfelli eigi náttúran að njóta vafans. Sem kunnugt er fer fyrirhugað lón algjörlega út úr friðlandinu og náttúrufar og vatnsbúskapur í friðlandinu raskast ekki. Verkfræðistofa Sig- urðar Thoroddsens kannaði hvort unnt væri að haga fram- kvæmdum þannig að umhverfis- áhrifa gætti í minna mæli en Landsvirkjun gerði ráð fyrir í sinni matsskýrslu. Viðar Ólafsson, verkfræðingur og framkvæmdastjóri VST, telur að um misskilning sé að ræða hjá Náttúruvemdarsamtökum íslands. Til að tryggja hag- kvæmni lóns í 566 metra hæð í stað 575 metra hæðar sé nauð- synlegt að gera setlón og veita hluta vatnsins yfir til Kvíslar- veitu. Það spari dælingu og minnki kostnað við gerö jarð- ganga og dæla vegna Norðlinga- ölduveitu. Lóniö sé einnig nauð- synlegt til að halda eftir hluta af aumum vegna þess að óvissa ríki um aurskolunina og því sé það rangt að hægt sé að komast hjá því að byggja setlón. En kannski séu fullyrðingar Nátt- úruvemdarsamtakanna að ein- hverju leyti byggðar á ósk- hyggju. „Hagkvæmnin liggur í því að veita hluta af vatninu beint til Kvíslarveitu og með því sparast fjármunir sem annars þyifti að nota í dælingu. Þá er hægt að hafa dælur og vatnsvegi minni og spara einnig í framkvæmdakostn- aði. Þetta er að okkar mati dýrari framkvæmd en virkjunaraðili var með en ekki svo miklu dýrari að við teljum það ekki færa leið. Við höfum lítillega rætt við Lands- virkjun og gerðum það fyrir birt- ingu úrskurðarins 30. janúar sl. Við teljum ekki að ís geti orðið vandamál þarna. Áin ofan við Norðlingaöldu er að mestu undir ís frá hausti til vors og þetta litla lón er þaö djúpt í endann þar sem inntakið er að það á að vera hægt að ná vatninu þar undir. Krapa- hlaup ættu heldur ekki að vera vandamál. Það er rétt hjá Lands- virkjun að þetta er viðkvæmara en mjög stórt lón,“ segir Viðar Ólafsson. -GG Samtök atvinnulífsins: Fagna útspili ríkisstjórnarinnar Samtök atvinnulífsins fagna þeirri ákvörðun ríkisstjómarinn- ar að verja 6,3 milljörðum króna til ýmissa framkvæmda umfram þau flýtiverkefni sem þegar hafði verið ákveðið að ráðast í. SA telja gott svigrúm fýrir þessar fram- kvæmdir nú og tímasetningu góða, enda slaki í efnahagslífinu, verðbólga lág, lítil eftirspurn á vinnumarkaði og atvinnuleysi vaxandi. Með flýtingu sumra þess- ara framkvæmda skarast þær síð- ur við væntanlegar virkjunar- og álversframkvæmdir og eru þannig liður í því að skapa þeim fram- kvæmdum rými. Loks er boðaður viðbótaráfangi í einkavæðingu sérstakt fagnaðarefni en til að fjár- magna þessar aðgerðir hyggst rík- isstjórnin selja enn óseld bréf rík- isins í Búnaðarbanka, Lands- banka og íslenskum aðalverktök- um. SA telja hins vegar ljóst að þörf sé á verulegum samdrætti fjárfest- inga og annarra opinberra út- gjalda þegar framkvæmdimar fyr- ir austan ná hámarki á árunum 2005 og 2006. Mikilvægt sé að stjórnvöld láti í ljós ákveðin áform og vilja í því efni til þess að draga úr ætlaðri þörf fyrir vaxtahækk- anir. Því meiri áhersla sem lögð verði á aðhald í fjármálastjórn hins opinbera til að draga úr eftir- spurn á framkvæmdatímanum þeim mun minni verða áhrif þess- ara framkvæmda á vexti og gengi krónunnar og þar meö á annað at- vinnulíf í landinu. Sú leiö stuðli jafnframt að betra jafnvægi í efna- hagslífinu að framkvæmdatíman- um loknum og meiri ávinningi til lengri tíma. -GG DV-MYND PÉTUR S. JÓHANNSSON Baka pönnukökur Þessar myndarlegu kvenfélagskonur voru komnar á fætur fyrir allar aldir og bökuöu 1.600 pönnsur handa samborgurum sínum sem nutu þess að borða góðgætið með morgunkaffinu. Við borðið eru, taldar frá vinstri, Sigríður Þóra Eggertsdóttir, Nanna Þórðardóttir, Metta Jónsdóttir, Sigríður Eggertsdóttir og Súsanna Hilmarsdóttir, formaður pönnukökunefndar Kvenfélags Ólafsvíkur. Pönnukökudagur í Ólafsvík Það var mikið fjör hjá þeim kven- félagskonum í Ólafsvík sem hófu pönnukökubakstur eldsnemma í gær- morgun. Það er árlegur siður hjá þeim að baka og bjóða íbúum Snæ- fellsbæjar til kaups. Salan er alltaf að aukast og í þetta skiptiö höfðu fyrir- tæki og stofhanir pantað hvorki meira né minna en 1600 pönnukökur. Þær voru ýmist sykraðar eða með sultu og rjóma og voru gimilegar á að líta áður en kvenfélagskonur óku þeim til neytenda til að ná morgun- kaffinu. Fjöldi félagskvenna kemur að þess- um bakstri og er ágóðinn notaður til að fjármagna hin ýmsu góðu verkefni sem kvenfélagið vinnur að í bæjarfé- laginu. Formaöur pönnukökunefndar er Súsanna Hilmarsdóttir. -PSJ Northrop-vélin í Skerjafirði: Flakið friðlýst DV-MYND LHG Flakiö Þrívíddarmynd unnin upp úr mæligögnum úr fjölgeislamælinum af flugvélarflakinu á botni Skerjafjarðar. Flak Northrop-flugvélar- innar sem fannst í Skerja- firði í ágúst síðastliðnum, hefur verið friðlýst af Forn- leifavernd ríkisins. Friðlýs- ing felur í sér að bannað er að kafa yfir flakinu og í 20 metra radíus við það. Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslimnar hafa haft yfirumsjón með köfun við flakið og rannsókn á því. Þeir hafa aflað sér margvíslegra heimilda um það, m.a. frá Northrop Grumman-verksmiðjunum, flugsafninu í Kaliforníu og breska og norska sendiráð- inu. Vélin fannst með fjöi- geislamæli sem bandaríski sjóherinn lánaði Landhelg- isgæslunni í sumar. Einu merk- ingarnar sem hafa fundist á vél- inni eru norskir einkennislitir undir vængjum og númer á olíu- kæli. Flugvélin var í notkun á stríðs- tímum og því má reikna með sprengjum í eða við flakið. Ekki hefur verið staðfest hvort áhöfn vélarinnar fórst er hún sökk á sín- um tima og hvort líkamsleifar eru í vélinni. -aþ Farðu úr bænum á góðum bil frá Avis - Helgarbíllinn þinn Hringdu i Avis simi 5914000 —- Knarrarvogur 2 - 104 Reykjavík - www.avis.is ISLAND*S/€KJUM ÞAÐ HEIM AV/S Við gerum betur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.