Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2003, Síða 8
8
FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2003
DV
Fréttir
gu hótelrýmis í Reykjavík
■U, : > ‘ i: i | 1, :? j 1 1 H í
,<1 , i
' ■ ■ * 1 1 ®
341 HOTELHERBEROI
BÆTAST VIÐ í SUMAR
Mikill kraftur er hlaupinn i bygg-
ingu hótela í Reykjavík. í sumar er
gert ráð fyrir að hótelherbergi verði
um 340 fleiri en stóðu til boða á síð-
asta ári. Virðist ekki hafa verið van-
þörf á því en hótelnýtingin i Reykja-
vík í ágústmánuði á síðasta ári var
90,08% en var 88,83% í sama mán-
uði 2001.
Það hótelpláss sem vitað er með
nokkurri vissu um að bætist við í
Reykjavík í sumar er 341 herbergi.
Þar er um að ræða 138 herbergja við-
bót á Nordica Hotel við Suðurlands-
braut sem opnar var í byrjun apríl.
Þá eru 42 herbergi á 101-Hótel í gamla
Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu sem
opnað verður alveg á næstunni. Frá
því á síöastliðnu sumri hafa bæst við
um 80 herbergi á Hótel Barón á homi
Barónsstígs og Skúlagötu. Hótel Plaza
við Aðalstræti 4 er í byggingu en á að
komast í gagnið í maí. Þar verður 81
herbergi.
í fyrrasumar voru 1.516 herbergi
á 19 hótelum á höfuðborgarsvæðinu
og er þessi 242 herbergja viðbót í
sumar því umtalsverð. Þegar öll
hótel og gistiheimili eru talin með á
höfuðborgarsvæöinu voru þar sam-
kvæmt tölum Hagstofu íslands sam-
tals 2.003 herbergi í 58 rekstrarein-
ingum árið 2001. Samkvæmt upplýs-
ingum DV eru tölur varðandi ijölda
gistiheimila nokkuð á reiki fyrir
síðasta ár og er jafnvel talið að eitt-
hvað skorti á rétta skráningu þeirra
á höfuðborgarsvæðinu. Um þrenns
konar gistirými er í raun að ræða í
borginni, hótel, gistiheimili og
heimagistingu. Erfitt getur verið að
henda reiður á heildarfjölgun her-
bergja því dæmi munu um að til
starfa hafi tekið 10-15 herbergja
gistiheimili án þess að fyrir fram
væri vitað um þær fyrirætlanir.
Hótel á gömlum rústum
Þar fyrir utan var nýlega undir-
ritaður samningur milli Reykjavík-
urborgar og Innréttinganna ehf. um
uppbyggingu á hornreit Aðalstrætis
og Túngötu í Reykjavík þar sem
gert er ráð fyrir hóteli. í ársbyrjun
2001 fundust á þeirri lóð við fom-
leifarannsóknir merkar og heillegar
minjar um mannvist sem jafnvel
eru taldar geyma minjar um bústaö
Ingólfs Arnarsonar. Gert er ráð fyr-
ir að þessar minjar verði varðveitt-
ar og almenningi til sýnis undir
húsunum í 1200 fermetra sýningar-
skála.
Þá er einnig gert ráð fyrir um 200
herbergja viðbyggingu í tveim 13
hæða hóteltumum við Grand Hótel.
Búist er við að framkvæmdir þar
heflist i sumar og ljúki á næsta ári.
í Kjörgarði við Laugaveg er búið
að teikna hótel sem fyrirhugað er að
ráðast í. Hóteltum við Kringluna
hefur einnig verið á hugmyndastigi,
hótel í Landssimahúsinu við Aust-
urvöll, sem og Hafnarhótel svokall-
að með 250 herbergjum og ráð-
stefnuaðstöðu við Reykjavikurhöfn.
Mikil umræða
Þorleifur Þór Jónsson, hagfræð-
ingur Samtaka ferðaþjónustunnar,
segir að varla sé svo rætt um hús
í miðbæ Reykjavíkur um þessar
mundir öðru vísi en spurt sé hvort
ekki megi búa þar til hótel. Hann
segir að bjartsýnin byggist m.a. á
því að um nokkurra ára skeið hafi
ríkt stöðnun í byggingu hótelrým-
is í höfuðborginni en ferðamönn-
um hafl fjölgað verulega. Menn
verði þó að átta sig á því að ferða-
þjónusta er stærsta atvinnugrein-
in í heiminum og fer stöðugt vax-
andi.
Aðeins lítið brot af kökunni
Þorleifur segir að meðaltal sið-
ustu 20 ára sýni að fjölgunin hér
sé um 8% á ári á meðan aukning-
in í þessari þjónustu í Norður-Evr-
ópu sé um 4% á ári. Árið 2000 var
ísland aðeins með 0,67% markaðs-
hlutdeild í ferðamannaþjónustu á
þessu svæði sem tekur yfir Norð-
urlöndin auk Bretlands og írlands.
Þá komu hingað nærri 300 þúsund
ferðamenn en áætlanir gera ráð
fyrir um 1,5 milljónum ferða-
manna árið 2020. Þótt sú tala næð-
ist tæki þessi þjónusta á íslandi
samt ekki nema rúmlega 1% af
kökunni.
Þorleifur segir að í þessu sam-
bandi skipti líka verulegu máli að
opinbert fjármagn til mark-
aðskynningar hafi stóraukist. Því
þurfi að halda áfram jafnframt því
að tryggð verði áframhaldandi
uppbygging í greininni og nægt
framboð á flugi til íslands.
-HKr.