Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2003, Side 13
13
FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2003_________________________________________________________________________________________
I>V Útlönd
Bandaríkjamenn undir-
búa drög að nýrri ályktun
- reynt verður að koma til móts við óskir Frakka og Þjóðverja
Ari Fleischer, talsmaöur Hvíta
hússins, sagöi í gær að bandarísk
stjómvöld væru nú að vinna drög að
nýrri ályktun í íraksmálinu sem ætl-
unin væri að leggja fyrir Öryggisráð
Sameinuðu þjóðanna eftir að Hans
Blix hefur kynnt endurskoðaða
skýrslu um stöðu vopnaeftirlitsins á
grundvelli fyrri ályktunar ráösins frá
því i nóvember.
Ástæðan er án efa staðan sem kom-
in er upp innan NATO og aukin and-
staða heimafýrir og erlendis gegn
hernaðaraðgerðum án samþykkis Ör-
yggisráðsins og einnig það að Frakkar
hafa boðað að þeir muni að óbreyttu
leggja fram tillögu í ráðinu um aukið
vægi vopnaeftirlitsins sem gangi út á
það að fjölga verulega i vopnaeftirlits-
sveitunum og gefa því þann tíma sem
til þarf.
Fleischer sagði að viðræður um
orðalag draganna væru þegar komnar
í gang og að allt yrði reynt til þess að
ná sáttum í málinu en ljóst er að ell-
REUTERSMYND
Mohamed EIBaradei
Forstjóri Alþjóöa kjarnorkumálastofn-
unarinnar sendir kjarnorkudeiiuna
viö Noröur-Kóreu til Öryggisráösins.
Skorað á Norður-
Kóreu að leysa
kjarnorkudeiluna
Stjómvöld í Suður-Kóreu hvöttu
ráðamenn í Pyongyang í morgun
til að grípa nú tækifærið og leysa
deiluna um kjamorkuáætlun
þeirra sem er á leið fyrir Öryggis-
ráð Sameinuðu þjóðanna.
Alþjóða kjamorkumálastofnunin
(IAEA) ákvað í gær að senda málið
til Öryggisráðsins. í kjölfarið vör-
uðu bandariskir embættismenn við
því að Norður-Kóreumenn ættu að
öllum líkindum eina eða tvær
kjarnorkusprengjur og hefðu alla
burði til að ráðast á Bandarikin.
Stjórn IAEA komst að þeirri nið-
urstöðu að Norður-Kórea hefði
brotið reglur um kjarnorkuöryggi
með framferði sínu. Öryggisráð SÞ
hefur vald til þess að beita Norður-
Kóreumenn refsiaðgerðum vegna
þessa.
Mohamed ElBaradei, fram-
kvæmdastjóri LAEA, sagði þó í gær
að þetta þýddi ekki endilega að
refsiaðgerðum yrði beitt.
Nemandi tekinn
fyrir að svindla
Ellefu ára skólapiltur var hand-
tekinn í Flórída á dögunum og
ákærður fyrir að hafa laumast í
tölvu kennarans í matartímanum
og breytt einkunnunum fyrir fimm
heimaverkefni sem hann hafði
leyst af hendi.
Að bandarískum sið var piltur-
inn fluttur í fangelsi og bókaöur.
Föður hans var síðan gert að sækja
stráksa og fara með hann heim.
Skólayfirvöld líta málið mjög al-
varlegum augum, enda svona fikt
talið einhver mesti glæpurinn sem
nemandi getur fram þar á bæ.
Colln Powell í þinglnu
Colin Powell, utanríkisráöherra Bandaríkjanna, segir aö reynt veröi aö koma
til móts viö óskir Frakka og Þjóöveija um aukið vægi vopnaeftirlitsins í írak.
efu af fimmtán þjóðum í ráðinu eru
hlynntar því að látið verði reyna á
vopnaeftirlitið.
Þessar yfirlýsingar koma í kjölfar
aukinnar pressu á íraka eftir að sér-
fræðingar vopnaeftirlitsins flettu í
gær ofan af áætlunum þeirra um
smíði langdrægari flugskeyta en sam-
þykktir Öryggisráðsins leyfa. Um er
að ræða al-Samoud II flaugar, sem
samkvæmt samþykktum Öryggisráðs-
ins mega draga 150 km vegalengd en
geta dregið allt að 180 km samkvæmt
ólöglegum áætlunum íraka.
Colin Powell, utanrikisráöherra
Bandaríkjanna, sagði í gær að reynt
yrði koma til móts við óskir Frakka
og Þjóöverja um aukið vægi vopnaeft-
irlitsins og á fundi með bandarískri
þingnefnd í gær sagðist hann ætla að
fara fram á það við utanrikisráðherra
þjóöanna að þeir upplýstu hve langan
tíma þeir vildu gefa vopnaeftirlitinu
og hvort ætlun þeirra væri virkilega
að reyna að bjarga írökum fyrir horn.
REUTERSMYND
Dansaö fyrir páfann
Jóhannes Páil páfi fyigist hér af áhuga með pólskum dönsurum sem sýndu þjóödansa á vikulegri móttöku í
Vatíkaninu í gær. Páfinn býr sig nú undir fund meö Tareq Aziz, aöstoöarforsætisráöherra íraks, sem fyrirhugaöur er á
morgun, í viöleitni sinni til þess aö koma í veg fyrir stríö í írak.
Allt fast í NATO:
Miðlunartillaga í deilunni um
varnir Tyrklands skotin niður
Frakkar, Þjóðverjar og Belgar
höfnuðu í gærkvöld málamiðlunar-
tillögu sem ætlað var að leysa
ágreininginn innan Atlantshafs-
bandalagsins (NATO) um varnir
Tyrklands, fari svo að Bandaríkja-
menn hefji stríð við írak. Kreppan
innan NATO gerði því ekki annað
en að versna.
Ríkin þrjú, sem hafa gagnrýnt
harðlega allt óðagot varðandi hem-
aðaraðgerðir gegn írak, neituðu að
gefa neitt eftir, að minnsta kosti
ekki fyrr en eftir að Hans Blix, yf-
irmaður vopnaeftirlits Sameinuöu
þjóðanna, hefur flutt skýrslu sína í
öryggisráðinu á morgun.
George Robertson, framkvæmda-
stjóri NATO, reyndi i gærkvöld að
lægja þessar mestu deilur í 54 ára
sögu NATO með því að skera mjög
utan af fyrri tillögum. En allt kom
REUTERSMYND
George Robertson
Framkvæmdastjóra NATO tókst ekki
aö fá samþykkta máiamiölun um
varnir Tyrkiands ef til stríös kemur.
fyrir ekki. Ríkin þrjú neituðu að
hverfa frá fyrri andstöðu sinni.
Robertson lagði málamiðlunartil-
löguna fyrir sendiherra aðildar-
landanna nítján eftir umfangsmikl-
ar þreifingar milli landanna. En
þegar sendiherrarnir hittust í gær-
kvöld, í fimmta sinn á þremur dög-
um, hafði ekkert miðaö í samkomu-
lagsátt.
Talsmaður franska utanríkis-
ráðuneytisins í París fór fremur
háðuglegiun orðum um málamiðl-
unina, jafnvel áður en sendiherr-
amir hittust aftur.
Tillögumar gera meðal annars
ráð fyrir að Patriot-flugskeytum
verði komið fyrir í Tyrklandi. Rík-
in þrjú telja að með samþykkt
þeirra sé NATO að fallast á að
stríðsaðgerðir í írak séu óumflýjan-
legar.
REUTERSMYND
George Tenet
Forstjóri CIA svarar spurningum þing-
manna um Osama bin Laden.
Leitað að duldum
boðum í upptök-
unni með Osama
Bandarískir leyniþjónustumenn
fara þessa dagana í saumana á
nýrri hljóðupptöku, sem sögð er
vera með Osama bin Laden, til að
reyna að ganga úr skugga um hvort
í henni leynist dulin skilaboð til
liðsmanna hans um að gera árásir.
George Tenet, forstjóri banda-
risku leyniþjónustunnar CLA, sagði
í gær að hryðjuverkaárásir hefðu
verið gerðar í kjölfar þess að síð-
ustu tvær upptökur bin Ladens
vom leiknar. Önnur árásin var gerð
á næturklúbb á Balí og hin var gerð
á hótel í eigu ísraela í Keniu.
„Hann er augljóslega að hvetja þá
til frekari aðgerða. Við erum að
kanna hvort þetta er til merkis um
yfirvofandi árás eður ei,“ sagði
Tenet um upptökuna sem arabíska
sjónvarpsstöðin al-Jazeera spilaði i
vikunni. Þar hvatti bin Laden með-
al annars múslíma í írak til að berj-
ast færi svo að ráðist yrði á landið.
Sérsveitir BNA
læðast inn í írak
Samkvæmt fréttum bandaríska
dagblaðsins Washington Post, hafa
bandarískar sérsveitir þegar lætt
sér inn fyrir landamæri íraks til
undirbúnings innrásar í landið.
í fréttinni, sem höfð er eftir
tveimur foringjum umræddra
sveita, segir að tvær slíkar sveitir,
sem skipaðar séu ótilgreindum
fjölda sérþjálfaðra hermanna, hafi
farið viða um landamærahéruð
íraks.
Haft er eftir foringjunum að að-
gerðimar hafi staðið í allt að mán-
uð og miði að þvi að undirbúa jarð-
veginn þannig að hægt verði að
hertaka stór svæði landsins í
skyndi.
UPPBOÐ
Framhald uppboös á eftirfarandi
eignum verður háð á þeim sjáif-
um, sem hér segir:
Engihjalli 11,1. hæð D, ehl. gþ., þingl.
eig. Nói Jóhann Benediktsson, gerðar-
beiðendur Tal hf. og Tollstjóraskrif-
stofa, mánudaginn 17. febrúar 2003 kl.
13.00.
Engihjalli 9, 0601, þingl. eig. Valgerð-
ur Ásmundsdóttir og Björgvin Gunn-
arsson, gerðarbeiðendur Engihjalli 9,
húsfélag, fbúðalánasjóður, Kópavogs-
bær og Landsbanki íslands hf., höf-
uðst., mánudaginn 17. febrúar 2003 kl.
13.30.
Hlaðbrekka 21,0001, þingl. eig. Þröst-
ur Friðþjófsson, gerðarbeiðendur
Eimskipafélag íslands hf., íbúðalána-
sjóður og Landsbanki íslands hf., aðal-
stöðv., mánudaginn 17. febrúar 2003
kl. 15.00.______________________
Lautasmári 41, 0302, þingl. eig. Ásta
Björk Vilhjálmsdóttir, gerðarbeiðandi
íbúðalánasjóður, mánudaginn 17.
febrúar 2003 kl. 15.30.
Lundarbrekka 10,0404, þingl. eig. Sig-
rún Baldursdóttir, gerðarbeiðendur
Frjálsi fjárfestingarbankinn hf.,
íbúðalánasjóður og Kópavogsbær,
mánudaginn 17. febrúar 2003 kl.
14.30. _________________________
SÝSLUMAÐURINN í KÓPAVOGI