Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2003, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2003, Qupperneq 14
14 FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2003 I>V Fréttir Ólafur Jóhann Ólafsson segir öryggisráðstafanir hafa verið hertar í New York: Söguleg firð milli Evr- ópu og Bandaríkjanna - segir enn eina viðvörunarölduna vera aö ganga yfir borgina Slæmt efnahagsástand, uppsagnir og hætta á hryðjuverkum íbúar New York-borgar hafa mátt muna sinn fífil fegri. Ólafur Jóhann segir þá engu aö síöur vera búna aö mynda eins konar skráp og sennilega sé hvergi meiri andstaöa viö stríö í írak en í stórborginni sem Bin Laden lét ráöast á fyrir hálfu ööru ári. Ólafur Jóhann Ólafsson rithöf- undur segist telja að ekki hafi ver- ið jafnlangt á milli Bandaríkjanna og Evrópu frá því elstu menn muna sé mið tekið af afstöðu til þess hvort ráðast skuli á írak eða ekki. Hann segir borgarbraginn í New York, þar sem hann býr, líða fyrir stöðu heimsmálanna - nú tröllríði íraksmálið öllu og örygg- isráðstafanir hafi verið hertar þannig að íbúar verði áþreifan- lega varir við slíkt í hinu daglega lífi. Hins vegar sé stórborgarfólkið „orðið bólusett" eftir tímann sem liðinn er frá 11. september 2001 - íbúarnir séu komnir með eins konar skráp. Hann segir að ætla hefði mátt að New York-búar yrðu meðal herskárri Bandaríkja- manna eftir árásimar á tvíbura- turnana, en það hafi komið á dag- inn að hlutfall þeirra sem eru á móti styrjöld sé sennilega með þvi hæsta í New York sé litið til þjóð- arinnar allrar. Þar séu sennilega frjálslyndustu íbúar Norður-Ameríku. Viðvaranaalda „Bandaríkjamenn hafa ekki farið gegn ákvörðunum Samein- uðu þjóðanna hingað til - þeir hafa ekki gert neitt algjörlega á eigin spýtur," segir Ólafur Jó- hann. - Átt þú von á að þeir geri slíkt nú? „Ég ætla að vona ekki,“ segir hann, en það er að heyra á íslend- ingnum að honum fmnist að hlut- ir geti farið á hvorn veginn sem er. Bandaríkjamenn séu greini- lega að undirbúa árás á írak. En hvernig er þá lífið í New York í dag? „Þessa dagana er að ganga yfir enn ein viðvaranaaldan - hætta sögð vera á hryðjuverkum. Þetta byrjaði kannski um helgina, þegar við hjónin vorum á gangi heim fram hjá Grand Central og sáum viðbúnað við óvarin hótel og lest- arstöðvar. Borgarbragurinn líður talsvert fyrir þetta en fólk er þó orðið svolítið bólusett. Það er ekki talað um hættuna á sama hátt og áður var.“ Ólafur Jóhann segir að ákveðnu litakerfi hafi verið komið á, til dæmis appelsínugulum lit sem táknar ákveðið hættuástand. Fólk fylgist svo með litunum í blöðum og á sjónvarpsskjám. „Nú hefur viðbúnaðarstigið verið hækkað í rauðgulan lit.“ Slæmt efnahagsástand Ólafur Jóhann segir ýmsa nei- kvæða þætti vera ríkjandi í New Ýork og reyndar víðar í Banda- ríkjunum - heldur bágborið efna- hagsástand, atvinnuleysi og yfír- vofandi hættu, auk þess sem hlutabréfamarkaðurinn sé í kreppu. „Þegar stríðstal, slæmt efna- hagsástand og aukin hætta á hryðjuverkum er uppi á borðinu samtímis er ástandið ekki sérstak- lega uppörvandi. Það er verið að segja upp fólki, mikið tengt störf- um, tengdum Wall Street. Þar er uppsögnum haldið áfram og ég sé ekki að breytingar séu fram und- an. Ég held þetta muni frekar versna en hitt.“ Háhýsaskrekkur Þegar íslendingar horfa á fréttir í sjónvarpi eða kvikmyndir og fólk við störf í háhýsum í Banda- ríkjunum þá kemur óneitanlega oft upp í hugann sú spuming hvort íbúar vestra séu ekki bangn- ir við að vera „hátt uppi“. Hvað segir íslendingurinn Ólafur Jó- hann um þetta. Hugsar hann svona eins og við hér heima sem aldrei förum upp í meira en tólf til fjórtán hæða hús á hjara veraldar? „Já, það getur verið,“ segir hann. „Ég stóð um daginn með fólki fyrir framan mikla byggingu sem verið er að reisa á suðvestur- horni Central Park við Columbus- hringtorgið. Þetta er mjög áber- andi bygging. Ekki var laust við að fólk hugsaði: „Verður þetta hús ekki tilvalið skotmark? Einhvers staðar leynist þessi hugsun hjá fólki. En allir leita í sína rútínu - fólki líður best að vera í sínu fari,“ segir Ólafur Jóhann. Hann mun, eins og aðrir New York-búar, halda áfram að lifa líf- inu - með svolítinn skráp en í óvissu um hvort fleiri hryðjuverk verða framin í kjölfar væntanlegr- ar árásar á írak, hvort sem hún verður gerð með eða án samþykk- is Sameinuðu þjóðanna. Ef það gerist munu Bandaríkjamenn jafnvel sýna vígtennur sínar og vald upp á eigin spýtur. Ef það verður mun söguleg fjarlægð ekki aðeins skapast milli þeirra og Evr- ópuþjóða heldur væntanlega einnig milli þeirra og arabaheims- ins - í sögulegri sundrungu þriggja heimshluta. -Ótt Húsbréf Innlausn húsbréfa Frá og með 15. febrúar 2003 hefst innlausn á útdregnum húsbréfum í eftirtöldum flokkum: 1. flokki 1989 - 49. útdráttur 1. flokki 1990 - 46. útdráttur 2. flokki 1990 - 45. útdráttur 2. flokki 1991 - 43. útdráttur 3. flokki 1992 - 38. útdráttur 2. flokki 1993 - 34. útdráttur 2. flokki 1994 - 31. útdráttur 3. flokki 1994 - 30. útdráttur Innlausnarverðið er að finna í Morgunblaðinu fimmtudaginn 15. febrúar. Innlausn húsbréfa fer fram hjá íbúðalánasjóði, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum og liggja þar einnig frammi uppLýsingar um útdregin húsbréf. íbúðalánasjóður I Borgartúni 21 I 105 Reykjavík I Sími 569 6900 I Fax 569 6800 Rauðgult hættuástand Ólafur Jóhann var á gangi meö konu sinni um helgina þegar þau uröu áþreifanlega vör viö þann öryggisviöbúnaö sem ríkir í New York. Á myndinni sjást imyndaöir tákngervingar tvíburaturnanna. / Tónar V eingöngu fyrir <NOKIA síma > kr./stk. kr./stk. Nýjustu fréttir beint ígemsann þinn r — _ — Ferskir tónar Til að panta hringitón sendir þú skeytið: Tone DV kódi. T.d.: Tone DV 2142, til að velja Lose Yourself með EMINEM og sendir á 1919. 99 kr. stk. Flytjandi EMINEM Jennifer Lopez Theme Lenny Kravitz Led Zeppelin Kelly Osborne Nirvana No Doubt Weezer Europe Deep Purple Coldplay Bryan Adams Buffy the Vampire ACDC BK lag Lose Yourself Jenny From The Block Mothy Python American Woman Stairway to heaven Papa Dont Preach Smells LikeTeen Spirit Hey Baby(DTI) Hashpipe FinalCountdown Smoke On The Water In my Place Summer of 69 Theme 2 TNT ■ra im ■ ■ kodi 2142 2144 3147 5026 9425 1864 9431 0587 9540 7008 5064 1762 1772 9269 9566 Þú getur fengið fleiri tóna og merki á www.smartsms.is Nú senda allir sitt SMS áeitt númer: 1919 Sendu SMS-skeytið DV FRETT á númerið 1919 og við sendum þértil baka nýjustu fréttirnar, um leið og þær gerast frá fréttamönnum DV. Að móttaka hvert SMS kostar 49 kr. Til að afskrá þiónustuna sendu SMS-skeytið 1919. Fylgstu með um leið og það gerist! — cuds

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.