Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2003, Side 15
15
FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2003
DV
Tilnefningar til Menningarverðlauna DV í byggingarlist 2003:
Þjónustuskáll Alþingis
Samræmist vel sínu nánasta umhverfi og endurspeglar þaö bæöi hvaö
varöar form og efnisnotkun.
Hus isienskrar ertoagreiningar
Ásýndin gefur í skyn aö húsiö þjóni hlutverki trausts virkis sem verndar
afar mikilvæg og viökvæm gögn.
Hús er ekki bara hús
„Þaö var gaman aö skoöa nýjar bygging-
ar meö nefndarmönnum og rœöa saman
um byggingarlist á íslandi út frá þeim
verkum sem viö tókum til umfjöllunar,"
segir nýr gagnrýnandi DV og formaður
dómnefndar í byggingarlist, Sigríöur Björk
Jónsdóttir.
Nefndin skoðaði alls um tuttugu verk og
því vekur athygli að hún notar ekki kvótann,
tilnefhir aðeins þrjú hús en má tilnefna
fimm. Voru húsin svona óspennandi?
„Aðallega var vandinn sá að mörg þessara
húsa voru ekki frágengin að fullu þó að þau
hefðu verið tekin í notkun að hluta. Þetta átti
til dæmis við um skólahús sem við skoðuð-
um. Okkur fannst ósanngjamt að taka með
hús áður en þau væru fullfrágengin að innan
og utan, en þau koma bara með næst,“ segir
Sigríður. „Þar sem við skoðuðum ekki nema
um 20 hús hefði að mínu mati varla verið
eðlilegt að tilnefna ftmm. Öðru máli gegnir þeg-
ar fjöldinn er kominn yfir 30 eins og oft hefur
verið.“
Afturhvarf til módernisma
Nefndin lagöi mikla áherslu á að skoða heild-
armyndina og þá var eðlilegt að sleppa bygging-
um sem ekki voru enn fullmótuð heild.
„Við höfðum að leiðarljósi hugmyndina um
borgarumhverfi og samhengi byggðar, eins og
sjá má á tilnefningunum," segir Sigríður Björk. •
„Arkitektúr er alltaf hluti af stærri heild, hvort
sem það er náttúrulegt eða manngert umhverfi.
Það er áskorun að hanna hús inn í gamalgróið
umhverfi eins og viðbygginguna við Alþingis-
húsið eða nýbygginguna við Ráðhústorgið á Ak-
ureyri. Það er líka erfitt að teikna hús inn í lítt
mótað umhverfi eins og hús íslenskrar erfða-
greiningar. Allt krefst samræmis en þó nýsköp-
unar um leið.“
- Hvaða tískusveiflur sáuð þið helstar í nýj-
um húsum?
„Viö sjáum ákveðið afturhvarf til módem-
isma fimmta og sjötta áratugarins, ekki síst í
Strandgata 3, Akureyrl
Er bæöi í útliti og aö notagildi dæmigert borgarhús.
efnisnotkun. Módernisminn fólst meðal annars
í notkun náttúrulegra efna eins og timburs og
steinflísa svo eitthvað sé nefnt. Einnig er gler
nú áberandi, bæði í milliveggjum og klæðningu
utan á hús, ásamt viði. Þessi notkun er yfirleitt
dempuð nema hvað glerið er sums staðar notað
ótæpilega."
Hús er ekki bara hús, það er formræn heild
sem bæði er umgjörð um starfsemi og þjónn
hennar, bendir Sigríður Björk á. Auk þess er
hús sjálfstæður hluti af enn stærri heild sem er
umhverfi þess. Þennan tvöfalda heildarstrúktúr
þarf að vega og meta í hverju tilviki.
Með Sigríði Björk sitja í nefndinni Guðmund-
ur Jónsson arkitekt og Ágústa Kristófersdóttir
listfræðingur. Eftirfarandi byggingar eru til-
nefndar til Menningarverðlauna DV 2003:
Hús íslenskrar erfðagreiningar
við Sturiugötu
Byggingin er samspil þriggja aðskildra ein-
inga sem tengjast með yfirbyggðri göngugötu og
brúm. Ásýnd byggingarinnar gefur í skyn að
hún þjóni hlutverki trausts virkis sem vemdar
afar mikilvæg og viðkvæm gögn. Innandyra er
húsið létt og bjart og myndast ákveðið mót-
vægi sem einkennist af sveigjanleika. Rýmið
er brotið upp með ósamhverfum skálínum sem
skapa hreyfingu og spennu sem er táknræn
fyrir það flæði starfsmanna milli deilda fyrir-
tækisins sem á sér stað í miðrýminu. Húsið er
einfalt og lárétt og sker sig ekki of mikið úr
umhverfinu, spennandi verður að sjá hvernig
það fellur inn í framtíðarbyggð í Vatnsmýr-
inni.
Höfundur: Teiknistofa Ingimundar Sveins-
sonar. Ingólfsstræti 3, Reykjavík.
Strandgata 3, Akureyri
Hér er um að ræða nýbyggingu við Ráðhús-
torgið á Akureyri. í húsinu em verslanir,
skrifstofur og íbúðir. Það er bæði í útliti og að
notagildi dæmigert borgarhús og vísar form
þess til bygginga frá þriðja og fjórða áratugn-
um. Fúnksjónalisminn, sem á nokkra góöa
fulltrúa á Ákureyri, er endurvakinn. Húsið
þéttir og styrkir götumyndina og nýtir bygging-
arreitinn vel en það er mikilvægt til að halda
þéttri miðbæjarbyggð.
Höfundar: Úti og inni sf. arkitektastofa. Bald-
ur Ó. Svavarsson og Jón Þór Þorvaldsson. Þing-
holtsstræti 27, Reykjavík.
Þjónustuskáli Alþingis
Þetta er lágreist hús sem fellur vel inn í
byggðina í kring. Byggingin samræmist vel
sínu nánasta umhverfi og endurspeglar það
bæði hvað varðar form og efnisnotkun.
Húsið stendur á viðkvæmum stað í hjarta
borgarinnar við Austurvöll og því þurftu arki-
tektarnir að sýna umhverfinu verulega nær-
gætni. Húsið sker sig ekki úr heldur fyllir upp
í skarð á milli húsa og fellur vel inn í með því
að endurspegla efnivið húsanna. Þetta er gott
dæmi um það hvemig markviss þétting byggð-
ar getur haldist í hendur við sögu og menning-
ararf en samt falið í sér breytingar.
Höfundar: Batteríið Arkitektar. Trönuhrauni
1, Hafnarfirði.
Tónminjasetur
Islands
Áhugamönnum um varðveislu tónminja er
mörgum kunnugt um fram komnar hug-
myndir um stofnun Tónminjaseturs íslands á
Stokkseyri. Lengi hefur vantað heildstæða
skráningu íslenskra tónminja og að ekki
skuli markvisst unnið í þessum málum verð-
ur alvarlegra með hverju misseri sem líður.
Þeim einstaklingum fækkar sem þekkja af
eigin reynslu þá byltingu sem varð á öllum
sviðum íslensks tónlistarlífs á 20. öld og má
fullyrða að ómetanleg verðmæti hafi þegar
glatast vegna þess að meðvitund skorti um
gildi þeirra eða ekki var kannað hvort eða
hvar mætti varðveita þau. Enn í dag eru að
glatast mikilvægar upplýsingar um þessa
sögu á haugana og eru til alvarleg dæmi um
slíkt frá allra síðustu árum.
Fyrir Alþingi liggur nú þingsályktunartil-
laga um stofnun Tónminjaseturs sem ísólfur
Gylfi Pálmason þingmaður Sunnlendinga
hefur lagt fram; tillagan fylgir eftir áður
fram kominni tillögu Ólafs Arnar Haralds-
sonar um sama málefni. Báðar þessar tillög-
ur hafa fengið mjög jákvæða umræðu á Al-
þingi og vonast þeir sem haldið hafa á lofti
Bjarki Sveinbjömsson.
mikilvægi þess að íslenskri tónmenningu
verði sinnt sem skyldi að tillaga ísólfs Gylfa
fái jákvæða umfjöllun og afgreiðslu á yfir-
standandi þingi.
í rúmt ár hefur hópur manna frá Atvinnu-
þróunarsjóði Suðurlands, fyrirtækjunum
Músík og sögu ehf. og Hólmaröst ehf. haldið
fjölda funda um stofnun Tónminjaseturs ís-
lands og kynnt hugmyndina einstaklingum,
hagsmunafélögum tónlistarinnar og opinber-
um aðilum. Hefur sú vinna m.a. borið þann
árangur að fjárveitinganefnd Alþingis hefur
veitt stofnun setursins rausnarlegt fjárfram-
lag að upphæð kr. 7 milljónir á fjárlögum yf-
irstandandi árs og auk þess hafa ýms fyrir-
tæki og einstaklingar gefið loforð um veru-
legt fjárframlag í formi styrkja og stofnfjár.
Er nú svo komið að þessi hópur hefur blás-
ið til stofnfundar Tónminjaseturs í húsnæði
Hólmarastar ehf. á Stokkseyri, laugardaginn
15. febrúar næstkomandi kl. 14. Allir áhuga-
menn erum boðnir velkomnir á fundinn.
Fyrir hönd undirbúningshóps um stofnun
Tónminjaseturs íslands,
Bjarki Sveinbjömsson
______________________Menning
Umsjón: Silja Aðaisteinsdóttir silja@dv.is
Ný sýningarrými
Tvö ný sýningarrými hafa verið tekin í
notkun í kjallara Listasafns íslands þar
sem safniö býður listamönnum af yngri
kynslóðinni að sýna verk sín. Hefur þessi
vettvangur hlotið nafnið Sjónarhom.
Verkin sem sýnd verða eru ýmist í eigu
listamannanna eða í einkaeigu en eitt af
markmiðum Sjónarhomsins er að varpa
ljósi á áhugaverð verk og kynna þau í
samvinnu við listamennina sjálfa.
Fyrsti listamaðurinn
sem sýnir i Sjónarhomi
er Anna Líndal. Sýnir
hún þrjú verk og þar af
eitt sem sérstaklega er
unnið inn í rýmið. Hin
verkin eru innsetning
frá 1999-2000 og videó-
verk frá árinu 2002. Sýn-
ingin verður opnuð á morgun kl 16 og
stendur til 16. mars.
Á sunnudaginn kemur, 16. febrúar kl.
15, verður „Samtal við listaverk" í safn-
inu. Þar ræðir Ragna Róbertsdóttir um yf-
irstandandi sýningu sína, Á mörkum hins
sýnilega.
Orð um samkynhneigð
Kl. 12 á hádegi á morgun heldur Þóra
Björk Hjartardóttir málfræðingur fyrir-
lestur í stofu 101 í Odda, Háskóla íslands
sem nefnist „Orð á hreyfingu. Orö og
orðanotkun tengd samkynhneigð". Erindið
er hluti af fyrirlestraröð sem Samtökin ‘78
standa fyrir í tilefni af aldarfjórðungs af-
mæli sínu.
Þóra Björk mun ræða um orö á við-
kvæmum eða bannhelgum sviðum, við-
brögð sem notkun þeirra vekja og ástæður
þess. Fjallað verður um hverju orð miðla
og hvað felist í merkingu orða og merk-
ingarbreytingum. Rætt verður um tilraun-
ir til afnáms gildishlaðinna orða eða
merkingar sem margir minnihlutahópar
hafa beitt sér fyrir í réttinda- og sýnileika-
baráttu sinni.
Don Kíkóti
X-kynslóðarinnar
101 Reykjavík eftir
Hallgrím Helgason er
komin út á þýsku og fær
þessa dagana lofsamlega
dóma í Þýskalandi og
Sviss. Hallgrímur er
sagður „frábær og hug-
myndaríkur stílisti" í
Súddeutsche Zeitung og í
Neue Zúricher Zeitung
er Hlynur Björn, aðalpersóna sögunnar,
kallaður „Don Kíkóti X-kynslóðarinnar“.
Útgáfurétturinn á 101 Reykjavík hefur nú
verið seldur til 12 landa, þar á meðal til
Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands,
Ítalíu, Póllands, Rúmeníu, auk Þýska-
lands.
í dómi sínum segir gagnrýnandi Súd-
deutsche Zeitung að Hlynur Björn, aðal-
persóna sögunnar, sé „kynlífsóður, líkt og
heill skipsfarmur víkinga á alsælupillum
... Frásagnarsnilld Hallgríms Helgasonar
felst í því að gera þennan þráhyggjufulla
sögumann að persónu sem maður er
reiðubúinn að fylgja í gegnum bókina,
þrátt fyrir allan munnsöfnuð og dónaskap.
Og maður fylgir honum fús, því að þessi
ofdekraði þráhyggjumaður er orðheppinn
og afar fyndinn."
Gagnrýnandi Stem, Peter Pursche, seg-
ir að 101 Reykjavík sé „bók sem maður
nýtur“, í Kulturnews er talað um „dýrlega
sjaldgæfan húmor“ og Joachym Ettel,
gagnrýnandi Ultimo, segir bókina „dásam-
lega“. Thomas Wegmann ritar í Der
Tagesspiel að HaUgrímur hafi skrifað
„hrífandi og kjarnmikla and-þroskasögu,
kynngimagnaða blöndu úr Hans Henny
Jahnn og fyrri verkum Nick Hornbys."
Gagnrýnandi Neue Zúricher Zeitung
ber Hallgrím saman við Aldo Keel og Hall-
dór Laxness og segir bæði Bjart í Sumar-
húsum og Hlyn Björn sljómast af hugsjón-
um; Bjart af „ímynd hins frjálsa bónda"
og Hlyn af „hinum póstmóderníska, al-
heimsvædda vitundariðnaöi.... í Reykja-
víkurskáldsögunni er bændamenningin
aöeins óljós minning - ekki fortíð, öllu
heldur forntíð án nútíðar og framtíðar;
menning sem Hlynur horfir hjálparvana
á, týndur í tilverunni og sjónvarpsfjarstýr-
ingin hið eina sem hann heldur eftir til að
ráða fram úr lífi sínu.“
Þá segir Philipp Búhler í Berliner Zeit-
ung: „ísland er hætt að hvísla" og líkir
Hallgrími bæði við Halldór Laxness og Ir-
vine Welsh.
Skáldsagan 101 Reykjavík kom út hjá
Máli og menningu árið 1996.