Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2003, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2003, Síða 18
18 FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2003 Skoðun I>V Skólagjöldin eru ekki á dagskrá Menntun er Qárfesting sem skilar miklum aröi til samfélags- ins. Vel menntuð þjóð hefur alla burði til að auka velsæld sína með þeim mannauði sem vex upp í heilbrigðu skólastarfi. Hlutverk stjórnvalda er að tryggja öllum aðgang að fjölbreyttri framhalds- menntun, án tiilits til efnahags eða búsetu. Því miður ér það enn svo að einhverjir geta ekki aflað sér menntunar vegna bágrar fjár- hagsstöðu. Við höfum öflugt verk- færi til að aðstoða fólk í þeirri stöðu og þarf einungis viljann til. Þetta verkfæri er Lánasjóður ís- lenskra námsmanna. Er LÍN jöfnunarsjóður? Lánasjóðurinn er sterkasta vopnið til að tryggja jafnrétti til náms. Því miður er staðreyndin sú að hlutverk sjóðsins sem fé- lagslegur jöfnunarsjóður hefur ekki verið tekið alvarlega undan- farin ár. Það sést glögglega á ít- rekuðum úrskurðum umboðs- manns Alþingis þar sem sjóður- inn er gagnrýndur harkalega. Stjórnendur LÍN hafa ekki brugðist við þessari gagnrýni og viðhalda sömu vinnubrögðum. Ungir framsóknarmenn hafa ít- rekað bent á að óeðlilegt sé að meirihluti stjómar LÍN skuli ein- göngu vera skipaður fulltrúum Sjáifstæðisflokksins. Samhliða breytingum á stjórn LÍN þarf að treysta hlutverk sjóðsins. Endur- greiðslubyrðina þarf að sam- ræma og létta og einnig er morg- unljóst að endurskoða þarf fram- færslugrunn lána, en hann er frá árinu 1975. Skólagjöldum hafnað Skólagjöld eru ekki á dagskrá Framsóknarflokksins. Flokkur- inn hafnar aifarið skólagjöldum í ríkisreknum háskólum og ljóst er að bæta þarf samkeppnisstöðu „Einkareknu háskólamir hafa minna úrval náms- greina en t.d. Háskóli íslands og Háskólinn á Akur- eyri og geta þeir því nýtt rekstrarfé sitt betur á kostn- að fjölbreytninnar. “ ríkisrekinna háskóla gagnvart þeim einkareknu. Samkeppnis- staðan er flókið mái og erfitt er að finna lausn sem allir verða sáttir við. Þó tel ég að hægt sé að byrja á því að styrkja starfsemi fámennra deilda, en þær fara halloka í þeim árangurssamningi sem íjárveitingar til háskólanáms frá ríki byggjast á. Þessi leið hefur verið til um- ræðu innan Háskóla íslands og hún myndi létta undir með fá- mennu námsleiðunum og þær fjölmennu fengju þá fjármagn sitt vonandi óskert. Einkareknu há- skólarnir hafa minna úrval námsgreina en t.d. Háskóli ís- lands og Háskólinn á Akureyri og geta þeir því nýtt rekstrarfé sitt betur á kostnað fjölbreytninnar. Málþing um menntamál Ungir framsóknarmenn leggja gríðarlega áherslu á að Fram- sóknarflokkurinn fari með menntamálaráðuneytið í næstu ríkisstjórn. í kvöld ætlar Sam- band ungra framsóknarmanna að ræða menntaniálin á málþingi sem haldið verður kl. 20 á Hverf- isgötu 33. Við munum ekki líða það að LÍN standi ekki undir nafni sem félagslegur jöfnunar- sjóður, eða að ríkisreknir háskól- ar verði að fella niður kennslu í fámennum deildum né heldur að fólk komist ekki í nám sökum bú- setu. Þetta eru atriði sem við leggjum áherslu á að Framsókn- arflokkurinn berjist fyrir. Dagný Jónsdóttir formaöur Sambands ungra framsóknarmanna Herferð Samkeppnisstofnunar Kristinn Sigurðsson skrifar:__________________________ Það er mitt mat að leggja eigi Samkeppnisstofnun niður. Þessi stofnun fer langt út fyrir verksvið sitt og hún á því ekki rétt á sér. Ég tek dæmi um herferð stofnunar- innar gegn Flugleiðum. Flugleiðir hafa verið að hagræða í rekstri sín- um með ýmsum hætti. Félagið býð- ur nú lækkuð fargjöld til Kaup- mannahafnar og London til þess að annað og nýstofnað flugfélag taki ekki alla farþega frá Flugleiðum Stjórnendur Flugleiða gátu vart gert mikið annað eða áhrifarikara. „Félagið nýbúið að ná sér eftir hörmungamar í New York sem höfðu mik- il og niðurdrepandi áhrif á alla flugstarfsemi.hér á Vesturlöndum. Kemur þá ekki Samkeppnisstofnun og hótar Flugleiðum og bendir á að félagið hafi ekki lækkað fargjöld sín á öðmm leiðum!“ Félagið nýbúið að ná sér eftir hörmungarnar í New York sem höfðu mikil og niðurdrepandi áhrif á alla flugstarfsemi hér á Vestur- löndum. Kemur þá ekki Samkeppn- isstofnun og hótar Flugleiðum og bendir á að félagið hafi ekki lækk- að fargjöld sín á öðrum leiðum! Allir vita að sumar leiðir gefa meira af sér en aðrar. Nema kannski Samkeppnisstofnun. Því fordæmi ég Samkeppnisstofnun fyrir herferðina, jafnvel ofsóknir og fyrir að vera dragbítur á fram- farir og rétt viðbrögð hjá stærsta flugfélagi okkar, Flugleiðum hf. Allt yfirfullt Þeir bíöa nýrra eigenda. Hvert fara bílarnir? Þðr Jónsson skrifar: Allar bílasölur fyrir notaða bíla hér í Reykjavík virðast vera fullar af bílum. Það flóir út yfir öll bílastæðin og bílar eru komnir út á grasbala allt um kring. Hvað verður um alla þessa notuðu bíla? Maður spyr sjálfan sig hvort nokkrir kaup- endur verði að þeim ölium. Verða þeir kannski fluttir út sem brotajám að lokum? Sann- leikurinn er þó sá að þarna er um marga góða bíla að ræða og alls ekki dýra því þá má fá með margs konar kjörum og enn þá ódýrari með útborgun á boröið. En einhverjir tapa - annaðhvort bílaumboðin með nýju bílana eða eigendur gömlu bílanna sem biða nýrra eig- enda. Þingmenn hjá SÞ Hörður Jónsson hringdi: Furðulegt að alþingismenn okkar skuli taka sér leyfi frá þingstörfum til að sitja í New York á þingi Sameinuðu þjóð- anna. Enda líta íslensku þing- mennimir þetta meira sem skemmtiferð og taka þá gjarnan maka sinn með, ef ekki bara fleiri úr fjölskyld- unni, til að lyfta sér og sínum upp þennan tíma. Fróðlegt væri að einhver fjölmiöillinn gerði út- tekt á því hve margir íslenskir þingmenn fara til New York ár hvert, hvernig skiptingin er milli flokka og hve langan tíma og hver kostnaður er af þessum ferð- um. Ég hef engan ágreining heyrt á Alþingi eða annars staðar milli stjórnmálamanna um þessar ferð- ir. - Ættu þessi ferðalög þó sann- arlega að vera tilefni til orða- skipta, svo mjög sem þingmönn- um er umhugað um að velta upp steinum af minni tilefnum en þessum. - Furðulegt! Stelur starfsliðið? Guóbjörg Guðmundsdóttir skrifar: Samtök verslunar og þjónustu láta nú boð út ganga um rýrnun í verslunum upp á 4 milljarða króna á ári (og er þá ekki átt við viðkvæmar vörutegundir eins og grænmeti o.fl.). Þessu megi líkja við að stór matvöruverslun á borð við Hagkaup í Kringlunni sé tæmd einu sinni í viku allt árið! Leggur fólk trúnað á þessa full- yrðingu? Og frétt þessari fylgir sú fullyrðing að stærsti hlutinn hverfi ofan í vasa viðskiptavina, starfsfólks og byrgja! Er það kannski svo komið, að starfsfólk- ið sé stærsti þjófaflokkurinn sem þrífst innan íslenskra verslana? Hér er verkefni fyrir verslunar- mannafélögin að vinna. Eina málsvara starfsfólksins. Treysti ég best VR í þeim efnum. Guömundur Hallvarösson. Óánægja í Sjó- mannafélaginu? Sjómaður skrifar: Fréttablaðið var uppfullt sl. þriðju- dag á forsíðu með sögur um að sjó- menn væru ósáttir við Guðmund Hallvarðsson alþm. sem standi að samþykkt frum- varps um útflöggun fiskiskipa sem geri útgerðarmönnum kleift að skrá skip sín undir fleiri en einum þjóðfána. Ég hef ekki heyrt sjómenn almennt sýna and- stööu gegn þessu frumvarpi. Hér virðist eitthvað málum blandið. Guðmundur Hallvarðsson hefur barist ötullega fýrir okkur sjó- menn, bæði á þingi sem á öðrum vettvangi þjóðmálanna, t.d. hefur hann reynst mörgum öldruöum sjómanninum vel í stjórn Sjó- mannadagsráðs. Og frekar treysti ég Guðmundi en núverandi for- manni Sjómannafélags Reykjavík- ur. Hann hefur ekki beint varpað ljóma á sjómannastéttina í mál- um sem óþarfi er að nefna nú. - Skyldi kannski Fréttablaðið ann- ars vera komið í kosningaslag gegn núverandi ríkisstjóm? Eng- inn blaðamaður var a.m.k. skrif- aður fyrir þessari frétt eins og oftast er tíðkað hjá því blaði. IPV Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangið: gra@dv.ls Eða sent bréf til: Lesendasíða DV, Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar með bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.