Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2003, Qupperneq 32
\T
Láttu
okkur leita
jyrir þig
www.gulalinan.is
FIMMTUDAGUR 13. FEBRUAR 2003
/
/
/
/
/
/
f
á skíði norður
www.hlidarfjall.is
Þessi ungi markvörður gaf ekkert eftir.
Hann kastaði sér á eftir knettinum.
Fótboltinn var hressandi eftir
skólavistina. Skólataskan var geymd í
markinu meðan á æfingunni stóð.
Kemur seint
Guðmundur Arni
Stefánsson.
„Ja, þær eru
óljósar og koma
seint,“ segir Guð-
mundur Ámi Stef-
ánsson um skatta-
lækkanirnar sem
Davið Oddsson boð-
aði í gær. „Það er
sérstaklega athyglis-
vert að núna allt i einu verður for-
sætisráðherra útbær á ýmislegt sem
hann hefur verið spar á áður. Það
eru auðvitað níutíu dagar í kosning-
ar og Sjálfstæðisílokkurinn stendur
illa í könnunum. En efnislega er
þetta sumpart í þeim anda sem við
samfylkingarmenn höfum talað. Við
höfum verið jákvæðir fyrir því að
skoða nú skattamál einstaklinga, sér-
staklega lág- og miðlungstekjufólks-
ins, sem hefur setið eftir.“
Veikjum ekki velferð
„Sjálfstæðismenn
virðast hafa mikið
hom í siðu skatta-
kerfisins, sem í mín-
um huga er hins
vegar ábyrgðarsjóð-
______________ ur þjóðarinnar," seg-
Koibrún ir Kolbrún Halldórs-
Halldorsdottir. dóttir. „Mér finnst
skipta máli að skattakerfið sé réttlátt
og skynsamlegt og að þeir sem hafa
rúm fjárráð standi undir sínum hluta
af velferðarkerfinu. Ég geng út frá
því að fólk taki því að standa undir
sínum hluta ábyrgðarinnar á velferð-
arkerfinu. Ef við veikjum skattakerf-
ið er hætta á að við rýrum velferðar-
kerfið um leið.“
Viljum fjölþrepakenfi
„Um hugmyndir
forsætisráðherra er
lítið hægt að segja
fyrr en nánari út-
færslur sjást á
þeim,“ segir Gylfi
Ambjömsson, fram-
Gyifi kvæmdastjóri ASÍ.
Arnbjornsson. er Jj5st ag ^SÍ
er þeirrar skoðunar að skoða eigi út-
færslu á fjölþrepakerfi til að hafa
betri stjórn á tekjujöfnun í kerfinu.
Við teljum að síðasta lota skattkerfis-
breytinga hafi ekki komið til móts
við tekjulægri hópana - skattbyrði
þeirra hefur verið að þyngjast þrátt
fyrir almenna skattalækkun - og við
teljum forgangsverkefhi að endur-
skoða skattkerfið með það að mark-
miði að koma til móts við þessa
hópa.“ -ÓTG
112
EINN EINN TVEIR
NEYÐARLÍNAN
LÖGREGLA SLÖKKVILIÐ SJÚKRAUÐ
, ‘Bónstöðín
IS-TEFLON
Bryngljái - lakkvörn
Hyrjorhöf&i 7 • Sími 567 8730
Mikil aur-
skpiða í Kamba-
Nói albínói í bíó
í Bandaríkjunum
nesskriðum
Óvenju mikil aurskriða féll á
þjóðveginn um Kambanesskrið-
ur í nótt á milli Stöðvarfjarðar
og Breiðdalsvíkur. Mokst-
urstæki sem ætlaði að opna
leiðina í morgun varð frá að
hverfa, enda hlíðin á iði sam-
kvæmt upplýsingum frá Vega-
gerðinni.
Á þessum kafla er nýr vegur
með svokölluðum leiðm-um eða
grindverki á vegbrún. Þessir .
leiðarar virðast hafa stöðvað
hluta af skriðunni og er fullt af
aur og grjóti ofan þeirra. Þegar
moksturstæki reyndi að ryðja
veginn í morgun rann meira úr
hlíðinni fyrir ofan. Meta átti að-
stæður að nýju nú fyrir hádeg-
ið. -HKr.
Velgengni islensku kvikmynd-
arinnar Nóa albínóa heldur áfram.
Á kvikmyndahátíðinni í Berlín í
gær var gengið frá samningi um
dreifmgu myndarinnar i Banda-
ríkjunum. Það er dreifingarfyrir-
tækið Palm Pictures sem hefur
tryggt sér dreifingarréttinn um
alla Norður-Ameríku og er fyrir-
hugað að dreifa henni í kvik-
myndahús í haust. Nói albínói,
sem þegar hefur fengið sex verð-
laun á kvikmyndahátíðum, hefur
ekki vakið siöur athygli í Berlin
en á öðrum kvikmyndahátíðum.
Hún er þar ekki í keppni heldur
aðeins til kynningar og sölu. ís-
lenskar kvikmyndir hafa hingað
til ekki átt greiða leið í kvik-
myndahús á hinum harða markaði
vestan hafs og er einstakt að búið
sé tryggja slíkan sýningarrétt svo
fljótt eftir að myndin er fyrst sýnd.
í tilkynningu, sem Palm Pict-
ures sendi frá sér um kaupin á
myndinni, segir: „Við erum yfir
okkur ánægðir og spenntir yfir að
fá að kynna Nóa albíóna banda-
rískum áhorfendum. Myndin er
frumraun mikils hæfileikamanns,
Dags Kára, og það er sjaldgæft að
sjá kvikmynd sem nær því að vera
bæði listræn og höfða til fjöldans."
Aðeins eru liðnar þrjár vikur
frá því Nói albínói var fyrst sýnd í
Frakklandi og hafa viðtökurnar
verið einstakar og engin íslensk
kvikmynd fengið jafnmikia at-
hygli, jafn fljótt. Vonast er til að
sýningar á henni hér á landi hefj-
ist með vorinu en ákveðin dagsetn-
ing er ekki komin. -HK