Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2003, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2003, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 13. MARS 2003 15 DV ___________________Menning Umsjón: Siija Aðalsteinsdóttir silja@dv.is Stórstjörnur á sviði Kolbrún Bergþórsdóttir naut þess aö horfa á stjörnuleik á leiksviöum Lundúnaborgar Það væri kannski við hæfi að hefja þennan pistil á því að segja að úr vöndu sé að ráða þegar velja eigi úr leiksýningum í leikhúsum í London. En satt best að segja var þetta enginn vandi. Þegar maður fréttir að Derek Jacobi sé að brillera í Shakespeare í Old Vic og Ian McKellen stígi Dauða- dansinn í Lyric-leikhúsinu, þá heldur maður vitaskuld þangað og gerir um leið þá kröfu að verða ekki fyrir von- brigðum. Magnþrungin túlkun Gagnrýnandi Sunday Times segir að túlkun Dereks Jacobis á Prospero í Ofviðrinu eftir Shakespeare sé ein sú besta sem sést hafi í Shakespeare-leik- riti. Síðasta sýning mun vera á laug- ardag þannig að ekki er lengur hægt að gera sér sérstakt erindi til London til að láta heillast af Jacobi. Ekki var laust við að það hvarflaði að manni að hefði Shakespeare orðið vitni að leik Jacobis hefði hann stoltur kinkað kolli í viður- kenningarskyni. Þetta var magnþrunginn leik- ur sem opinberaði fjölbreytt litróf mannlegra tilfmninga: ást, reiði, hatur, fyrirgefningu og göfgi. Undir lokaræðu hans svimaði mann næstum því af hrifningu og langaði helst til að stökkva upp á svið og faðma Prospero að sér. Ef einhver galli er á því að verða vitni að stórleik á sviði þá er hann helst sá að aðrir leikarar falla í skuggann fyrir stjömunni. Það er engan veginn hægt aö tala um hæfileikaleysi þess leikhóps sem þama var á sviði, menn reyndu sitt, en það hafði bara enginn neitt að gera í Jacobi. í sýningarlok stóð hluti salarins upp og hyllti Jacobi en meirihlutinn lét sér þó nægja að klappa í sætum sínum. Það hvarflaði að manni að Bretar væra fremur heft þjóð þeg- ar kæmi að því að hylla snillinga sína. Flugeldasýning McKellens Ekki minni leikari en Jacobi er nú á fjölum Alex Jennings og Joanna Riding eiga stórskemmtilegan samleik í My Fair Lady í frábærri leikstjórn Trevors Nunn. Lyric-leikhússins. Ian McKellen leikur í Dauða- dansi Strindbergs, en sama hlutverk lék hann árið 2001 á Broadway við frábærar viðtökur og mótleikkona hans þá var Helen Mirren. Mirren afþakkaði boð um að endurtaka hlutverkið í London og mótleikkona McKellens er Frances de la Tour, fræg og margverðlaunuð sviðsleik- kona, og henni tekst merkilega vel að halda í við hann. Þetta er samt flugeldasýning McKellens. Hann sýnir meistaralega takta í greindarlegri kaldhæðni þannig að um leið og maður hló fór um mann léttur hrollur. Ekki var búið að frumsýna leikritið þegar ég sá það þannig að ég sá forsýningu. Margir vildu sjálfsagt gefa mikið til að sjá McKellen á sviði og því kom á óvart að salurinn var langt frá því að vera fullsetinn. Sýningunni var vel tekið en maður hefði þó búist við meiri fognuði. Ung kona á svölum kastaði þó rósum til McKellens í leikslok. Maður hefði glaður viljað fylgja því fordæmi. Dómur um sýninguna er í nýjasta hefti Sunday Times og gagnrýnandi blaðsins er dræmur í hrósi sínu, kvartar undan slakri leik- stjórn og segir sýninguna vera of hæga. Reynd- ar er hægt að taka undir það að sýningin verð- ur fremur þunglamaleg þegar á líöur. Það kem- ur hins vegar á óvart hversu spar gagnrýnand- inn er á hrós tO aöalleikendanna tveggja sem halda þessu öllu uppi. Owen Teale leikur Kurt og frammistaða hans er ekkert til að hrópa húrra fyrir en sennilega er þetta bara illviöráð- anlegt hlutverk. Leikaranum virtist líða illa á sviðinu og sem áhorfanda fannst manni rauna- legt að sjá hann gera örvæntingarfulla tilraun til að blása lífi í óspennandi og þreytandi per- sónu. ingu og fjör. Þessir eiginleikar njóta sín hins vegar til fullnustu í uppfærslu Nunns. Þeirri sýningu verður helst lýst sem þremur fullkomnum klukku- stundum af ánægju og gleði. Áhorfend- ur ganga út hamingjusamari en þeir gengu inn. Sýningar hófust í mars 2001 og Jon- athan Pryce og Martine McCutcheon léku þá aðalhlutverkin og fengu mikið lof fyrir. Alex Jennings og Joanna Ri- ding tóku við aðalhlutverkunum af Pryce og McCutcheon en brátt munu þau hverfa af sviði og annað leikara- par taka viö hlutverkunum. Söngleik- urinn hlaut Laurence Olivier-verð- launin 2002 sem besti söngleikur árs- ins og í ár fengu Jennings og Riding sömu verðlaun sem bestu leikarar í söngleik. Ég var að sjá þessa sýningu í annað sinn og ég fer ekki ofan af því að þetta sé besta leikhús sem ég hef nokkru sinni séö. í fyrri sýningunni var Riding ekki á sviöi en í stað henn- ar var varaleikkonan sem stóð sig ágætlega en hafði ekki næga persónutöfra til að heilla mann upp úr skónum. í seinna skiptið mætti Riding til leiks og Elísa hennar er sneisafull af barnslegum sjarma og einlægni. Ég geri ráð fyrir að allir karlmenn í salnum hafi orðið skotnir í henni. Konumar trúi ég að hafi fallið umvörpum fyrir Jennings sem var ómótstæði- legur sem hinn fullkomlega sjálfhverfi Higgins. Viðtökur leikhúsgesta við sýningunni voru hreint frábærar eins og vera bar. Ian McKellen mun víst eitt sinn hafa sagt að breskir áhorfendur séu fremur vanþakklátt lið. Maður á því aö venjast að setjast nokkuð andaktugur í sæti sitt við upphaf leiksýningar og segja ekki orö en breskir áhorfendur tala há- stöfum allt þar til tjaldið er dregið frá og leik- arar taka til máls. Og skrjáfið í sælgætisbréfun- um á viðkvæmum stundum flokkast hreinlega undir ruddaskap. -KB lan MacKellen vann leiksigur í Dauðadansinum á Broadway árið 2001 og leikur nú hlutverklð í Lyric-ieikhúslnu í London ásamt Frances De La Tour og Owen Teale. Hinn fullkomni söngleikur Um Ofviðrið og Dauðadansinn má segja að maður geti vel ímyndað sér betri uppfærslur á þessum leikritum. Báðar eru hefðbundnar og þokkalega gerðar en án áberandi hugvits og ferskleika. Trevor Nunn hefur hins vegar tek- ist að gera My Fair Lady að hinum fullkomna söngleik. Margt gott má segja um kvikmyndina með Rex Harrison og Audrey Hepbum, en hún virkaði of stíliseruð og öguð og skorti tilfinn- Gagnrýnendur hafa hlaðlð lofi á Derek Jacobi fyrir stórkostlega túlkun hans á Prospero í Of- viðri Shakespeares. Klezmertónlist Inge Mandos-Friedland frá Hamborg og hljómsveitin Kol isha flytja dagskrá með söngvum og hljóðfæramúsík gyðinga í Kaffi Kúltúr, Alþjóðahúsinu við Hverfis- götu, á laugardaginn kl. 21.30. Sveitin kemur einnig fram á tónleikum Megasar í Stúdentakjallaranum annað kvöld. Eitt af því sem einkennir alþýðutónlist gyðinga er hið undarlega sambland gáska og trega, sem lætur framandi í eyrum þeirra sem vanir eru tiltölulega öruggri tilveru og því að hver tilfínning hafi sinn stað og tíma. Þetta er tónlist fólks sem mátti búast við að lýðskrumarar og valdastreitumenn legðu tilveru þess í rúst, hvenær sem það hentaði hagsmun- um þeirra. Þess vegna eru þessi lög og þessar vísur sígild, því sagan er stöðugt að endurtaka sig, þótt skipt sé um leikara í hlutverkum og sá ofsótti í gær verði of- sækjandinn í dag. Þess má geta að Kol isha er hebreska og þýðir kvenrödd. Orðasambandið er notað um það lagaboð strangtrúaðra, að konum sé óleyfilegt að syngja í návist karla. Hringavitleysusaga Hringavitleysusaga, villutrúarrit eftir Elísa- betu Jökulsdóttur er komið út hjá bókaútgáf- unni Viti menn. Bókin geymir sögu úr samtím- anum um það sem nefnt hefur verið stærsta fram- kvæmd íslandssögunnar, nefnilega Kárahnjúkavirkjun. í bókinni freistar Elísabet þess að skýra þessa sögu með aðferðum þjóðsögunnar og táknsög- unnar og bregða þannig nýju Ijósi á hana. Aðalpersónan er íslensk Sveitastelpa sem lendir í klónum á skessunni Há- spennumöst sem einhvern veginn hefur sloppið við að verða að steini. Undir ill- um áhrifum skessunnar tekur Sveitastelp- an ýmsum umbreytingum og ekki öllum þægilegum. Ævintýri um samtímaviðburði hafa fyrr verið samin á íslandi og má til dæm- is minna á Söguna af Snæbjörtu Eldsdótt- ur og Ketilríði Kotungsdóttur eftir Jak- obínu Sigurðardóttur (1959). Júlía Sigurbjörn Þorkelsson hefur gefið út sögu Júlíu, átján ára Reykjavíkur- stúlku. í bókinni fer hún yfir uppvöxt sinn og æsku- ár í leit að skýringum á því hvernig komið er fyrir henni og til að ná áttum. Einkum langar hana til að fyrirgefa sjálfri sér og öðrum ein óaftur- kallanleg mistök. Júlía vonast til þess að saga hennar veki athygli og umtal því eflaust mun sitt sýnast hverjum um það sem þar er sagt frá. Höfundur gefur sjálfur út. Járn og ís Alistair Macintyre opnar sína þriðju einkasýningu á íslandi hjá íslenskri grafík í Hafnarhúsinu í Reykjavík á laugardaginn. Verk hans eru afar sérstæð enda tiiurð þeirra vægast sagt einkennileg. Alistair fékk vinnustofu hjá Listasafni Reykjavíkur árið 1995. Þetta var mikill snjóavetur og hann fór að gera tilraunir með að bræða snjó með jámdufti ofan í pappír og fékk út úr því myndir sem eiginlega vora eins konar lág- myndir því pappírinn brást marg- víslega við vökvanum. Síðan hefur hann fikrað sig áfram með aðferð- ina, meðal annars brætt ísklumpa ofan í pappír á löngum tíma með litarefnum af ólíku tagi til aö fá fram fjölbreytileg mynstur og landslag. Mikill vandi er þegar pappírinn er orðinn þurr að fá lit- areöiin til að tolla á honum og tek- ur þá við mikil nákvæmnisvinna við að límbera flötinn án þess að „myndin“ flettist hreinlega af. Nýja sýningin heitir „From the Edge of öie Visible World“ eða Af brún hin sýnilega heims og þar rannsakar Alistair Macintyre sjóndeildarhringinn, hinn dular- fulla stað þar sem tími og rúm blána og stöðvast. Myndefninu safnaði Alistair í fjallgöngum hér og í heimalandinu Bretlandi, tók vax-eftirmyndir af raunverulegum fjallstindum, frysti þær í formi uppleysanlegra jámþrykki- munstra inn í ísklump og lét þær bráðna ofan í pappír. Á þeirri leið Allstair Maclntyre: Either side of here and now Hér er þaö graffítí á klettavegg sem mót var tekiö af, fryst og brætt á pappír. ryðgaði jámsallinn í óteljandi lit- brigði og formaði sína fjallstinda í pappírinn. En sjón er sögu ríkari. Sýningin í íslenskri grafík er opin alla daga nema mán. kl. 14-18 og stendur til 6. apríl. Grettir Sig. og bara hlær Árleg ráðstefna um barna- og unglingabók- menntir verður í Menn- ingarmiðstöðinni Gerðu- bergi á laugardaginn kl. 11-14. í ár verður áhersl- an lögð á ljóð og vísur fyrir börn. Þar talar Guðrún Hannesdóttir um vísnabækur sínar og gamlar vísur, Ragnheiður Gestsdóttir um gamla söngvaleiki, Ásmundur K. Örnólfs- son um ljóð, börn og leikskóla, Þórarinn Eldjárn um bragsmíði og Anna Pálína Ámadóttir og Aðalsteinn Ásberg Sigurðs- son kynna nýja söngvaleiki auk þess sem Olga Guðrún Ámadóttir les ljóð. Stjórn- andi er Jón Karl Helgason. í tengslum við ráðstefnuna verður sýn- ing á frummyndum úr ljóðabókum eftir Guðrúnu Hannesdóttur, Ragnheiði Gests- dóttur, Sigrúnu Eldjárn og Áslaugu Jóns- dóttur. Einnig verður sýning á ljóðabók- um fyrir börn. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.