Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2003, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2003, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 13. MARS 2003 Fréttir DV DVA1YNDIR GVA Glufur myndast Hér eru þeir Ingólfur Hartvigsson, framkvæmdastjóri Hallgrímskirkju, Jóhannes Pálmason, formaður sóknarnefndar, og sóknarprestur Hallgrímskirkju, séra Sigurður Pálsson. Á veggnum mátti sjá hvarglufur eru að myndast, viðgerð má ekki dragast. Hallgrímskirkja er enn í byggingu og gífuriega fjármuni þarf til viðgerða: 178 milliónir í turninn HaUgrímskirkja á Skólavörðu- holti er enn í byggingu meira en hálfri öld eftir að bygging henn- ar hófst. Og kirkjan þarf ekki að- eins venjubundið viðhald á hverju ári sem kostar nokkrar milljónir heldur standa fyrir dyr- um meiri háttar viðgerðir á steinsteypu á miðhluta kirkju- tumsins. Þar er steypa víða orð- in morkin og holur og rifur að myndast í múrinn en á syllum má greina mosa og skófir. Það verður að grípa til ráðstafana strax, þannig að skemmdirnar breiðist ekki út og verði illvið- ráðanlegar á þessu þekkta kenni- leiti Reykjavíkur. Kostnaður við þessa steypuviðgerð er áætlaður 178 milljónir króna og því veru- lega hærri en DV greindi frá í frétt í blaðinu í gær. Gestkvæmt í kirkjunni DV hitti í gær að máli þá Jó- hannes Pálmason, formann sóknarnefndar síðasta áratug- inn, Ingólf Hartvigsson guðfræð- ing, sem er framkvæmdastjóri kirkjunnar, og séra Sigurð Páls- Jesús Kristur Verk Einars Jónssonar prýðir Hallgríms- kirkju. iikneskið gaf hann kirkjunni 1948. Verkið er skemmt eftir að maður réöst á styttuna fyrir mörgum árum og velti henni, verkið var sent í viðgerð en nú eru ■ skemmdir aftur að koma í Ijós. son sóknarprest. Það er hryss- ingslegur marsmorgunn, hlýir vindar leika um kirkjuna, þetta gríðarlega bákn. Innandyra er mikið um að vera, þar hljómar fögur kirkjutónlist frá hinu mikla orgeli kirkjunnar, efnileg- ur nemandi að leika fyrir Hörð Áskelsson, söngstjóra kirkjunn- ar. Útlendingar sitja tímum sam- an og hlusta meðan aðrir skoða kirkjuna. Hallgrímskirkja er eitt af fáum stórum mannvirkjum á íslandi sem laðar að gesti okkar. Ekkert á landi hér mun vera ljósmyndað annað eins og einmitt kirkjan sem starfað hefur í rúma tvo áratugi í hinu mikla kirkjuskipi en áratug- um saman var kórinn einn og sér látinn duga fyrir kirkjuathafnir. Könnun leiðir í ljós að í kirkjuna koma um 700 gestir á dag í júlí- mánuði og gestakomum fjölgar. En stórhýsi af þessari gráðu þarf mikið viðhald og svo virðist sem steinsteypa 7. og 8. áratugar- ins hafi verið gölluð. Steypu- skemmdir eru áberandi á húsinu. Efsti hluti kirkjuturnsins var við- Ertu meö Psoriasis? Á Húölæknastöðinni, Smáratorgi 1 er verið að framkvæma klíníska rannsókn á nýju rannsóknarlyfi viö meðferð á sóra. Rannsóknin hefur verið samþykkt af Vísindasiðanefnd, Lyfjastofnun og Persónuvernd. Húðsjúkdómalæknar á Húðlæknastöðinni leita að einstaklingum, konum og körlum á aldrinum 18-70 ára með langvarandi skellusóra (Psoriasis) sem ekki hafa áður svarað útvortis lyfjameðferð og vilja taka þátt í rannsókninni. Tilgangur rannsóknarinnar er að meta öryggi, þol, lyfjafræðilega eiginleika (hvernig lyf kemst í og fer úr blóörás og vefjum yfir ákveðinn tíma) og Iíffræöilega virkni (áhrif lyfsins á sjúkdóm- inn) rannsóknarlyfsins í tveimur mismunandi styrkjum hjá sjúklingum með langvarandi skellusóra. Uppfyllir þú þátttökuskilyrði verðir þú beðinn um að taka þátt í rannsókninni i u.þ.b. 26 vikur. Húðsjúkdómalæknirinn mun veita nánari útskýringar á tilhögun rannsóknarinnar og upp- lýsingar um rannsóknarlyfið. Hefur þú áhuga? Haföu þú samband við Húölœknastööina í síma 894 9916 eðo 664 9910 og fóðu núnari upplýsingar hjó hjúkrunarfrœöingum rannsóknarinnar. Húðlæknastöðin, Smáratorgi 1 Hurðin rammgeröa Gamla hurðin á kirkjunni er traust að sjá en heldur Ijót. Bronshurð og tilheyr- andi búnaður kemur í hennar stað á næstu árum, stærri og hærri en sú gamla. Á þessari hlið kirkjunnar eru skemmdir augljósar og eiga eftir að fær- ast í aukana á næstu árum verði ekki griþið í taumana. gerður á 9. áratugn- um og báðir hliðar- vængirnir og skoði menn turninn má sjá glögg litaskil milli viðgerða hlut- ans og þess sem nú þarf að gera við. Þá hefur kirkjulóðin verið lagfærð svo sómi er að en lengi vel var hún ekki annað en urð og grjót. Hálfur milljarð- ur í breytingar og bætur Jóhannes Pálma- son segir að fram- kvæmdaáætlun sem gildir til ársins 2005 geri ráð fyrir við- gerð á miðjunni á turninum upp úr og niður úr. Hann seg- ir að veruleg áhætta sé tekin ef viðgerð verður dregin á langinn. Hún þarf að fara fram á einu sumri. Þegar gengið er inn í Hallgríms- kirkju vekur athygli þunglamaleg kirkjuhurðin, sem er ekki beinlín- is merkileg smíð þótt traust sé. Á framkvæmdaáætlun næstu ára er að ný og samboðin hurð komi á kirkuna. Hún verður hærri og breiðari en núverandi bráða- birgðahurð. Leifur Breiðfjörð hef- ur séð um listræna hönnun hurð- arinnar og gerð hennar. Verður hún steypt í brons. Uppsetningin kostar mikið fé ásamt nauðsynleg- um opnunarbúnaði sem verður komið fyrir í kjallara turnsins undir hurðinni. Kostnaöur við þetta verk er áætlaður 22 milljón- ir króna. í kirkjunni er talsvert óinnrétt- Skemmdir stallar Hér eru alþekktir stallar sem eru láréttir að ofan og safna miklum raka og eru því útsettir fyrir steypu- skemmdir. að rými og stefnt að því að nýta það. í kirkjuskipinu er meiningin að unnið verði við að setja upp neyðarlýsingu að kröfu Eldvama- eftirlitsins, neyðarútgang þarf að setja á miðju kirkjuskipi, suður- hlið og norðurhlið. Ekkert loft- ræstikerfi er i kirkjuskipinu og það kemur fyrir að kalt er í kirkj- unni. Gert er ráð fyrir 30 milljón- um króna í nýtt kerfi. í ár er stefnt að því að verja 126,8 milljónum til framkvæmda við Hallgrímskirkju, á næsta ári 139,1 milljón og árið 2005 184 millj- ónum króna, eða hátt í hálfum milljarði á þrem árum. -JBP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.