Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2003, Blaðsíða 12
12
FIMMTUDAGUR 13. MARS 2003
Innkaup
DV
Gettu betur í sjónvarpinu í kvöld - undanúrslit:
Sömu menn og í fyrra - sami stað-
ur. DV í heimsókn hjá MR-liðinu í
Gettu betur, þeim Snæbirni Guð-
mundssyni, Oddi Ástráðssyni og
Atla Frey Steinþórssyni. Helgi H.
Guðmundsson er liðsstjóri og vara-
maöur. Æfing aö hefjast heima hjá
Snæbirni. Aðeins fjögur lið eftir og
spennan eykst. „Viö höfum engu
gleymt og komum ferskir í undanúr-
slitin," fullyrða þeir félagar.
Þeir eru allir á þriðja ári í
Menntaskólanum í Reykjavík og
sjálfkjömir fulltrúar hans í keppn-
inni, enda stimpluðu þeir sig ræki-
lega inn í fyrra sem sigurvegarar.
Segja það reglu í sumum skólmn að
hafa próf á haustin og varpa efstu
mönnum úr því inn í keppnisliðið,
án tillits til reynslu. „Það er svipað
og að sitja í ríkisstjóm sem alltaf
væri borið fram vantraust á í upp-
hafi hvers þings,“ segja þeir og
finnst það greinilega ekki mjög gáfu-
legt. Oddur og Snæbjöm vom liðs-
stjórar í hittifyrra þótt þeir sæjust
ekki á skjánum svo þeir eru að
„vasast í þessu þriðja árið í röð“,
eins og þeir orða það. Búast þeir við
að standa í þessu að minnsta kosti
ár í viðbót og jafnvel halda utan um
arftakana. „Þetta snýst um að halda
hefðunum við og koma reynslunni
áfram til nýrra þátttakenda,“ segja
þeir.
Þið eruð þá eðlilegir
Nú hefur MR unnið Gettu betur
10 sinnum í röð og þótt enginn efist
um gáfur keppendanna velta ýmsir
því fyrir sér hvort þeir séu á laun-
um frá skólanum og æfi kannski á
sumrin líka. Þessar getgátur kann-
ast þeir félagar við. „Viö erum oft
spurðir að þessu. Meira að segja
hittum við rektorinn okkar á fórn-
um vegi og spurði hann hálfá-
hyggjufullur: „Hvemig er það, æfið
þið allt árið, strákar?" Honum létti
þegar svo var ekki. „Það er gott,“
sagði hann. „Þið eruð þá eðlilegir.“
Sannleikurinn er sá að við höfum
vikulegar æfingar framan af vetri
og þéttum þær þegar keppnistíma-
bilið hefst. En fimm mánuði á árinu
hugsum við ekki um keppnina og
vinnum á sumrin eins og hverjir
aðrir. Laun fyrir keppnina eru þau
verðlaun sem veitt eru en það eina
sem við fáum frá skólanum er frí á
keppnisdaginn og ókeypis pitsur á
æfingum frá skólafélaginu. í sumum
skólum hafa liðin frjálsa mætingu í
tíma en þannig hefur það aldrei ver-
ið í MR.“
Þeir neita því ekki að pitsur séu
að veröa hversdagslegar. „Þegar
maöur er svangur þá er þetta
ágætt,“ segja þeir og gera lítið úr
því að þeir þurfi að halda sér í lík-
amlegu formi. „Aðalatriðið er að
missa sig ekki í ein-
hverja vitleysu.
Ekki djamma of
mikið heldur reyna
að sofa og borða
vel.“ Spurðir um
sinn andlega leið-
toga, nefna þeir
þjálfarann, Sverri
Teitsson. „Sverrir
er okkar erkiklerk-
ur - þó hann sé
krati!“ Það kemur í
ljós að allir hafa
þeir ákveðnar skoö-
anir í pólitík, bæði
til hægri og vinstri,
og Snæbjörn er
meira að segja í
framboði í vor í Reykjavík suður,
fyrir Vinstri græna. Segja þeir þó
mismunandi skoðanir í stjórnmál-
um ekki hafa áhrif á vinskapinn.
Snobbhænur og hrokagikkir
Þeir félagar eru ánægðir með
gamla MR-inginn Svein Guðmars-
son sem dómara en fmnst spuming-
amar hafa verið ótrúlega léttar hjá
honum í síöustu keppnum. Búast
þeir við að það breytist í undanúr-
slitunum og segja skemmtilegast
þegar einhver vinna liggi bak við
svarið. En hafa þeir spáð í áherslur
Atli,
Hörkulið
Oddur, Helgi liösstjóri og Snæbjörn segjast
DV-MYND SIG. JOKULL
koma ferskir í undanúrslitin.
Sveins? „Við höfum ekkert fest okk-
ur í guðfræðinni þótt hann sé í
þeirri deild og höfum heldur ekki
kafað djúpt í Tinna sem hann virð-
ist hafa mikinn áhuga á,“ segja þeir
sallarólegir. Þeir hlakka til að fara
til Akureyrar að keppa og Oddur,
sem á systur í MA, er að hugsa um
aö dvelja þar fram á sunnudag.
Spurður hvort ekki verði erfitt fyrir
systur hans að velja með hverjum
hún eigi aö halda svarar hann viss:
„Nei, hún veit það vel.“
MR-liðið hefur verið sigursælt í
fleiri keppnum framhaldsskólanna.
Atli Freyr sigraði í þýskukeppni í
fyrra og ferðaðist um Þýskaland í
mánuð í fyrrasumar en fær ekki að
fara núna þótt hann hafi unnið aft-
ur. MR á líka sigurvegarana í ár í
eðlisfræði og efnafræði og ljóða-
keppni í frönsku. „MR-ingar reyna
að vinna allt sem að kjafti kemur
enda erum við taldir miklar snobb-
hænur og hrokagikkir og gerum í að
láta fólk halda að svo sé,“ segja þeir
og halda áfram: „En þetta er bara
keppnisskap og skemmtun og það er
ekki til neins að taka þátt í keppni
ef maður hefur ekki gaman af því.
A.uövitað vilja svo allir vera sér og
sínum skóla til sóma.“ -Gun.
Höhniengu
gteymt
- segja MR-ingarnir
Mæta þrautþjálfaöir til leiks:
Gonef
við sáum vjttausir
-ingar halda að
- segja MA-ingarnir léttlyndir
Bjartsýnir
Halldór, Bjarni og Benedikt segja tímabært aó
landa sigri fyrir noröan.
Það var létt yfir liði MA þegar
blaðamaður DV kíkti inn á æfingu
á þriðjudaginn í stofu H1 í nýbygg-
ingu Menntaskólans á Akureyri.
Þeir Halldór Brynjar Halldórson,
Benedikt Reynisson og Bjami Jósep
Steindórsson sátu einbeittir á svip
yfir bókunum meðan þjálfarinn,
Einar Sigtryggson, gekk um gólf
eins og þaulvanur fótboltaþjálfari,
tilbúinn að kalla nýjar skipanir inn
á leikvöllinn af hliðarlínunni. Alls
voru átta manns mættir á hina dag-
legu æfingu sem hefst klukkan fjög-
ur. Auk liðsins og þjálfarans voru
það liðsstjórinn, Elmar Geir, sem
gengur undir nafninu E1 Margeir,
og þrír aðstoðarmenn liðsins, þau
Sinnep, Flosi og Tryggvi. Eitthvað
fannst blaðamanni nafngiftir að-
stoðarmannanna undarlegar og þeg-
ar hann innti liðið eftir því hvemig
stúlkurnar tvær hefðu fengið nöfn-
in Sinnep og Flosi hófst einhver sú
langsóttasta útskýring sem gefin
hefur verið norðan Alpafjalla
þannig að hún er varla til þess hæf
að vera höfð hér eftir, enda með
öllu óskiljanleg. Rétt nöfn á stúlk-
unum fengust því ekki.
i tveimur bolum
Aðspurðir hvort liðið stundaði
einhverjar þolæfingar yfir
keppnistímabilið svöruðu þeir
kapparnir neitandi en Einar
þjálfari viðurkenndi að hafa
einu sinni skipað þeim að taka
göngutúr í kringum skólann,
enda hefðu þeir verið orðnir
„steiktir" í hausnum eftir langa
æfingu og famir að bulla full-
mikið, að hans sögn. Það fer ekki
mikið fyrir hjátrúnni hjá liðinu
en alltaf leynist smásérviska inn
á milli. „Ég fór óvart í tvo boli í
fyrstu keppnina, síðan hef ég
alltaf haldið því. Ég lagði mig
nefnilega fyrir keppnina og þeg-
ar ég vaknaði klæddi ég mig. Það
var ekki fyrr en ég kom heim að
ég áttaði mig á því að ég hafði
farið í bol yfir bol,“ segir Bjami
en aðrir meðlimir vildu ekki
gefa upp hvaða hjátrú þeir hefðu,
enda skoöun þjálfarans að ef
menn gæfu hana upp myndi hún
örugglega hætta aö virka.
Þetta eru grúpppíur
Menntaskólinn á Akureyri hef-
ur unnið spurningakeppnina
tvisvar sinnum. „Við erum rétt á
hælum MR-inga,“ segir Halldór
brosandi, vitandi það að langt er í
land fyrir MA að nálgast 11 sigra
MR-inga. Sigramir tveir unnust á
árunum 1991 og 1992 og því kom-
inn tími til að landa titlinum aftur
norður, að mati keppenda MA í ár
og örugglega margra fleiri.
En hvers konar týpur gerast að-
stoðarmenn í spurningaliði?
„Þetta eru grúppíur," segir liðs-
stjórinn E1 Margeir sposkur á
svip, en þegar blaðamaður spyr
hann hvað sé þá með karlmann-
inn í aðstoðarmannahópnum bæt-
ir hann við: „Hann er grúppía hjá
grúppíunum." Þá vitum við það.
Skipulagt lið
Greinilegt er að það er létt yfir
æfingunum og erfitt að fá hópinn
til að svara einhverjum spurning-
um af viti. „Það er ágætt ef MR-
ingarnir halda að viö séum vit-
lausir,“ segir Einar og sú hugsun
bærir á sér hjá blaðamanni að
þetta geti verið taktík sem hann
hafi sett upp áður en viðtalið
hófst.
En hvernig sem fer í kvöld er
ljóst að hér er um geysisterkt og
skipulagt lið að ræða sem ætlar
sér stóra hluti og ef þeir félagar
gerast ekki sigurvegarar þetta
árið þá mæta þeir bara tvíefldir að
ári, enda enginn þeirra að útskrif-
ast frá skólanum í vor. -ÆD