Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2003, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2003, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 13. MARS 2003 Fréttir DV ímyndarstríð lífeyrissjóðanna - öll fjármálafyrirtæki segjast vera með bestu ávöxtunina Fjármálai'yrirtæki, sem hafa með vörslu sjóða að gera sem ætl- að er að ávaxta viðbótarlífeyri landsmanna, auglýsa nú hvert um annað þvert „réttar" tölur um ávöxtun sjóða sinna. í snyrtilega uppsettum töflum auglýstu m.a. Kaupþing og íslandsbanki í gær „réttar“ tölur um bestu ávöxtun- ina. Munaði í sumum tilfellum verulegu á ávöxtuninni en í báð- um tilfellum auglýsandanum í hag. Sérfræðingar sem DV ræddi við halda því samt fram að bæði fyrirtækin séu strangt til tekið að fara með „rétt“ mál. Þau gefa sér hins vegar forsendurnar að baki uppsettum ávöxtunartöflum í aug- lýsingunum sem eru æði misjafn- ar. í raun hafl þessar auglýsingar því ekkert giidi nema sem áróður í ímyndarstríði fjármálafyrirtækj- anna. Meðan þessu fer fram stendur ringlaður almúginn og veit hvorki hvaö snýr upp né niður í „sann- leika“ málsins, mitt í háværri um- ræðu um neikvæða ávöxtun líf- eyris landsmanna. Frá -50,5% í +32,2% Samkvæmt upplýsingum DV rokkar nafnávöxtun á viðbótar- sparnaði landsmanna allt frá því Ávöxtun skuldabréfasjóða Rétt skal vera rétt! Hart barist í ímyndarstríöi Fjármálafyrirtækin munda vopnin og viröast öll vera aö segja sannleikann sem hefur greiniiega margar hliöar en er byggöur á mismunandi forsendum. að vera -50,5%, þar sem að baki stendur sjóður sem ávaxtar ein- göngu í hlutabréfum, og upp í 32,2% í sjóði sem ávaxtar einung- is í tryggum verðbréfum. Þar getur verið um sömu fyrirtæki að ræða sem eru með ávöxtunar- tölm- bæði á botni og toppi skal- ans. Ólafur Darri Andrason, deildar- stjóri hagdeildar ASÍ, segir fram- setningu í auglýsingum fyrirtækj- anna þessa dagana gefa litla vit- ræna leiðbeiningu um hvað fram- tíðin geti gefið af sér í ávöxtun fyrir sjóðsfélaga. „Það sem fjármálafyrirtækin reyna þó að gera er aö búa til sjóði sem fela í sér misjafna áhættu. Al- mennt séð má því segja að því meiri áhættu sem menn taka því hærri ávöxtun eru menn að von- ast til að fá. í þessum fræðum reyna menn að vega saman hag- stæðustu samsetningu í áhættu og líkur á ávöxtun. Þeir sjóðir sem hafa verið að taka hvaö mesta dýfu þurfa ekki endilega að hafa forspárgildi varðandi framtíðina. Þar hafa menn líklegast verið að fjárfesta í hlutabréfum sem hafa verið að lækka mjög mikið. Það má líka búast við því að þegar staðan erlendis fer að rétta úr kútnum kunni þessi bréf að hækka mjög mikið. Því verður líka að horfa til þess að hluta- bréfaeign svona sjóða er langtíma- fjárfesting." Ólafur segir að almennt séð sé ávöxtunarkrafan aldurstengd. Því yngra sem fólk er því meiri áhættu sé eðlilegt að taka. Þrítug- ur einstaklingur sem fær tap á sinn lífeyrissparnað geti reiknað með að ná því upp á næstu 30 árum. Aftur á móti þolir 67 ára einstaklingur, sem er að fara að nýta sér slíkan sparnað, ekki að bíða. Því er ráðlagt að draga úr áhættu eftir því sem líður á starfsævina. -HKr. Afleysingamanni í lögreglu sagt upp Fimmtugur Sunnlendingur var dæmdur í gær í Héraðsdómi Suö- urlands til greiðslu á 80.000 krón- um fyrir brot á umferðarlögum og lögum um fjáröflun til vegagerðar. Ákærða var gefið að sök að hafa í blekkingarskyni um eins mánaðar skeið sumarið 2002, en hann starfaði þá sem sumarafleys- ingamaður í lögreglunni á Sel- fossi, ekið bifreið til og frá vinnu á Selfossi, breyttri frá fyrri skrán- ingu, þannig að í bílinn var kom- in dísilvél í stað bensínvélar, eins og skráning bifreiðarinnar sagði til um. Ákærða var sama dag vikið úr starfi lögreglumanns með ákvörð- un Lögreglustjórans á Selfossi. Við yfirheyrslu kvaðst ákærði ekki muna hvenær hann keypti bifreiðina, en hún hafi þá verið með bensínvél. í apríl 2002 hafi bensínvélin brætt úr sér. Hann sagðist þá hafi sett dísilvél í bif- reiðina, líklega í lok maí, og lokið verkinu um mánuði síðar. Ákærði kvaðst hafa ætlað með bifreiðina í skoðun, m.a. til að breyta skráningu hennar. Hann hefði á þessum tíma ekki haft auraráð til að greiða fyrir skrán- ingu og þimgaskatt, þar sem hann hefði ekki fengið greidd laun á réttum tíma. Ákærði viðurkenndi við yfir- heyrslu að hafa notað dísilbif- reiðina í örfá skipti, líklega um þriggja vikna tímabil. -NH DV-MYND GVA Vetrarstllla Gufubólstrarnir stíga til himsins undir góutungli. Rafmöstrin teikna sig yfir heiöina sem var vettvangur 16 bíla áreksturs fyrir fáum dögum. Heiöin viröist sakleysisleg en getur hvesst sig eins og dæmin sanna. Hundaínnflutningup hefur stóraukist ir inn 92 hundar og 29 kettir. Árið 2001 voru fluttir inn 144 hundar og 49 kettir. Árið 2002 voru svo fluttir inn 155 hundar og 44 kettir. Öll þessi dýr fóru í gegnum einangrun- arstöðina í Hrísey. Heilbrigðisvottorð þarf að fylgja dýrum sem flutt eru til landsins og eru vottorðin send til aðalskrifstofu yfirdýralæknis fáeinum dögrnn fyr- ir komu dýranna. Tryggja þarf að öll skilyrði um bólusetningu dýr- anna og blóðpróf séu uppfyllt. Eftir stækkun stöðvarinnar i Hrísey hef- ur biö eftir plássi fyrir innflutt gæludýr styst verulega. Er biðtím- inn nú um 2-4 mánuðir. -HKr. Innflutningur á hundum hefur tekið stórt stökk upp á við á und- anfómum árum. Hefur hann ríf- lega tvöfaldast síðan 1999. Sam- kvæmt ársskýrslu embættis yfir- dýralæknis fyrir árið 2002 hefur stöðug aukning verið á innflutn- ingi hunda frá árinu 1997 en það ár voru fluttir inn 36 hundar. Mik- il aukning varð á innflutningi hunda og katta frá árinu 2000 og er það talið skýrast af því að þá var einangrunarstöð gæludýra í Hrísey stækkuð. Innflutningur katta náði hámarki árið 2001 en hundainnflutningur virðist enn á hraðri uppleið. Innflutningur hunda og katta Árið 1997 vom fluttir inn 36 hundar og 17 kettir. Árið 1998 vom fluttir inn 68 hundar og 24 kettir. Árið 1999 vora fluttir inn 66 himd- ar og 25 kettir. Árið 2000 vora flutt- Stuttar fréttir Skattbyrðin ekki meiri Geir H. Haarde fj ármálaráðherra visar á bug þeirri staöhæfingu Fé- lags eldri borgara að skattbyrði ein- stalinga sé meiri nú en áður. Ráð- herra segir for- ráðamenn félagsins hafa litið fram hjá því aö launaþróun og bótagreiðslur hafi hækkað um- fram verðlag á undanförnum árum. mbl.is greindi frá. íslensk tónlist á flugi Heildarsamtök tónlistarmanna, Samtónn, hafa undirritað samn- ing við fyrirtæki sem setur saman tónlistarrásir fyrir 70 stærstu flugfélög heims. íslensk tónlist mun þannig hljóma í eyrum flug- farþega um víða veröld. Rætt um sátt Fulltrúar olíufélaganna þriggja munu um skeið hafa átt í viðræð; um við fulltrúa Samkeppnisstofn- unar um leitað verði sátta í mál- efnum olíufélaganna, sem stofn- unin hefur haft til rannsóknar síðan húsleit var gerð hjá þeim í desember 2001. Sjónvarpsgláp eykst Hver íslendingur eyddi að með- altali tveimur stundum og 41 mín- útu fyrir framan kassann í fyrra. Þetta kemur fram í könnun Gallup en til samanbm-ðar má geta þess að þetta er hátt í 40 mín- útum meira en árið 1998. mbl.is greindi frá. -aþ Ranghermt var í myndatexta blaðsins í gær að Björgunarsveit- armenn í Blöndu væru á mynd á blaðsíðu 2. Hið rétta er aö þarna voru félagar í Flugbjörgunarsveit- inni í Vestur-Húnavatnssýslu. DV-MYND JÚLÍA IMSLAND Skemmdir Búiö var aö gera viö handriöiö aö ofan í morgun en eftir aö gera viö skemmdir viö festingar í brúargólfmu. Klunnalegur flutningabíll: Skemmdi brýr yflr flórar ár og póstbíl Nokkrar skemmdir urðu á brúm á Hornafjarðarfljóti, Smyrla- bjargaá, Staðará, Steinavötnum og þrem brúm i Öræfum af völdum flutningabíls sem var að flytja stóra beltagröfu með vökvaklipp- um austur á Stokksnes. Grafan er það breið að hún rakst utan í brú- arhandriðin og í Nesjum straukst flutningabíllinn utan í póstbílinn sem var á suðurleið. Gröfúna með klippunum á að nota við að taka sundur og rífa skermana á Stokks- nesi. Reynir Gunnarsson hjá Vegagerðinni sagði að viðgerð á brúnum mundi kosta nokkur hundruð þúsunda króna en ekki var búiö að meta tjónið. Mest var tjónið á handriði brúarinnar á Homafjarðarfljóti þar sem járnrið ofan á brúnni fór af á nokkrum stöðum. -JI Aftur barnshafandi í baráttunni Þorgerður Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins í Suðvesturkjör- dæmi, er bams- hafandi nú þeg- ar hún er að hefja kosninga- Þorgeröur Katrin baráttu sína. Gunnarsdóttir. Hún er komin fimm mánuði á leiö og er skráð á fæðingardeild um miðjan júlí næstkomandi. Þorgerður og eiginmaður henn- ar, Kristján Arason, viðskipta- fræðingur og fyrrum handbolta- maður, eiga fyrir tvo syni. Gunn- ar Ari er sjö ára og Gísli Þorgeir tæpra fjögurra. Þann yngri bar Þorgerður undir belti í kosninga- baráttunni fyrir flórum árum. Sagan endurtekur sig nú. -sbs f ókus I Á MORGUN í Fókus á morg- un er velt upp spumingunni hvort lögleiðing kanna- bisefha sé réttlæt- anleg. Þá er rætt við Elísu Arnars- dóttur, sem leikur í uppfærslu FG á Rocky Horror, og kíkt á tískusýn- ingu hjá versluninni Oasis. Við tin- um til mestu skúrka kvikmynda- sögunnar, birtum ferðasögu snjó- brettastráika og hljómsveitin Ókind segir frá fýrstu plötunni sinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.