Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2003, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2003, Blaðsíða 17
16 FIMMTUDAGUR 13. MARS 2003 FIMMTUDAGUR 13. MARS 2003 17 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvæmdastjóri: Örn Valdimarsson Aéalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aóstoóarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Skaftahlíó 24,105 Rvik, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5749 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreiflng@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugeró og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viömælendum fýrir viðtöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Landvamir og ábyrgð íslendingum er ekki tamt aö tala um landvarnir, eigin ábyrgö og út- gjöld í samhengi. Aö þessu leyti er staöa okkar önnur en flestra ann- arra þjóöa. Landvarnir eru að sönnu til staðar, þótt viö rekum ekki her. í þeim efnum er byggt á tvihliða samstarfi viö Bandaríkja- menn, samstarfi sem reynst hefur okkur farsælt í áratugi, auk aðildar aö Atlantshafsbandalag- inu. Vera varnarliösins og aðildin aö varnarbandalagi vest- rænna þjóöa er vart umdeild, ólíkt því sem var á dögum kalda stríðsins. Við eigum tvímælalaust heima í því banda- lagi, bandalagi sem aölagaöist og breyttist í takt við nýja heimsmynd eftir fall Sovétríkjanna og ekki síður í baráttu viö nýja ógn hryðjuverkamanna. Viö berum vissulega ábyrgö á landvörnum og sú ábyrgð og aðgerðir vegna hennar kalla á umræöu. Þaö er ekki síst nauðsyn í ljósi þess aö gildistími varnarsamnings milli ís- lands og Bandaríkjanna og starfsemi Bandaríkjahers á Kefla- víkurflugvelli rann út fyrir tveimur árum en bókun sem gerö var áriö 1996, til hliðar við varnarsamninginn, var til fimm ára. Gildistími bókunarinnar er því liðinn þótt báöir aöilar hafi virt innihald hennar. Þótt ágreiningur sé ekki milli þjóöanna um áframhaldandi varnir Bandaríkjamanna hér liggur fyrir aö meiningarmun- ur hefur verið milli ráöuneyta og stofnana vestra um fram- kvæmdina. Þegar litið er til útgjalda vegna dvalar banda- rískra hermanna erlendis líta þarlend stjórnvöld m.a. til Keflavikurflugvallar. Aðilar innan hers og varnarmálaráðu- neytis hafa haldið því fram aö jafnvel sé auöveldara aö halda uppi vörnum íslands meö flugsveit sem staösett sé í Banda- ríkjunum fremur en aö reka slíka hérlendis meö fáum orr- ustuþotum. íslensk yfirvöld líta svo á að á Keflavíkurflugvelli sé lág- marksviðbúnaður. Fram kom í DV á dögunum, hjá skrif- stofustjóra varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, aö óformlegir fundir hefðu veriö haldnir um framkvæmd varn- arsamningsins en engir fundir ráöherra. Það var samdóma álit frummælenda á fundi Varðbergs og Samtaka um vest- ræna samvinnu um varnir íslands á 21. öld, sem haldinn var í fyrradag, að áfram yröi aö byggja á varnarsamstarfinu við Bandarikjamenn en um leiö bæri íslendingum aö axla aukna ábyrgö á öryggi landsins. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra sagði á fundinum aö ekki væri fyrirsjáanleg nein grundvallarbreyting á þeim grunni sem lagöur var aö vömum landsins á liðinni öld en nauösynlegt væri aö íslendingar tækju aukiö frumkvæöi og ábyrgö varðandi varnirnar. Hann metur þaö réttilega svo aö aðild að Atlantshafsbandalaginu veröi áfram hornsteinn ís- lenskrar öryggis- og vamarmálabaráttu en innan bandalags- ins veröi jafnvel fámenn og vopnlaus þjóö að axla einhverjar byröar. Utanríkisráðherra hefur bent á aukna þátttöku okkar í fjarskiptamálum, öryggisgæslu á varnarsvæðinu og hugsan- legu samstarfi þyrlubjörgunarsveitar Landhelgisgæslunnar viö vamarliöiö. Þá veröi nýtt varðskip hannaö meö tilliti til aukins samstarfs á þessu sviði. Bjöm Bjarnason alþingis- maöur, annar frummælandi á fyrrgreindum fundi, var sam- mála ráðherranum um endurnýjaö hlutverk Landhelgisgæsl- unnar, skipulag hennar og tækjakost. Fram kom hjá honum aö lögreglan yröi aö laga sig aö nýjum aðstæðum og meta yrði hættu sem okkur stæði af hryðjuverkastarfsemi, skipu- lagöri glæpastarfsemi og útbreiðslu gereyöingarvopna. Um leiö og treyst veröur áframhaldandi tvíhliöa vamar- samstarf viö Bandaríkin, innan vébanda Atlantshafsbanda- lagsins, geta íslendingar ekki vikið sér undan aukinni ábyrgð á eigin öryggi. Þaö er okkar, sem sjálfstæörar þjóöar, að hafa frumvæði aö slíku og tillögum um þaö framlag. Jónas Haraldsson Skoðun Tekisl [áum skatti i, lífskjör i og „ti m p þjoöi r” Stjórnarandstaðan Hún beindi hvössustu spjótum sinum að ríkisstjórninni en vék einnig að mismunandi áherslum innbyröis. Á myndinni eru Þórunn Sveinbjarnardóttir (S), Ögmundur Jónasson (U) og Guömundur Árni Stefánsson (S). Fyrirfram hefði mátt ætla að eld- húsdagsumræður á Alþingi í gær yrðu með fjörugra móti. Loftið hef- ur verið lævi blandið undanfama daga og skammt til kosninga. En umræðurnar voru yfirvegaðar og fátt var um flugelda. Það vakti athygli að Sjálfstæðis- flokkurinn skipti ræðutíma sínum í fyrstu umferð á milli tveggja þingmanna, þeirra Árna R. Árna- sonar og Ástu Möller. Kannski það hafi að hluta til verið vegna þess að Kristján Pálsson, sem nýverið gekk úr þingflokki Sjálfstæðisflokksins, fékk að tala sem þingmaður utan flokka. Þeir Árni og Kristján keppa jú um hylli kjósenda í Suðurkjör- dæmi. Aukin fátækt og misskipting voru þau mál sem stjórnarandstað- an virtist sammála um að væri veikasti bletturinn á ríkisstjórn- inni. Evrópusambandið, byggða- mál, einkavæðing, sjávarútvegsmál og fleiri mál, sem gjarnan hafa ver- ið talin til hinna stærri í samfélag- inu, voru meira eins og neðanmáls- greinar í ræðum flestra þing- manna. Merkjasendingar Grannt er nú hlustað eftir merkja- sendingum á miili stjórnmálaflokka og í gær sást glitta í að minnsta kosti tvær sáttarhendur. Siv Friðleifsdóttir (B) minnti í sinni ræðu á aö það hefði verið ríkisstjóm undir forystu Stein- gríms Hermannssonar sem hefði kveðið niður verðbólgudrauginn. Þannig sló hún - viljandi eða óviljandi - á þann málflutning sem sjálfstæðis- menn hafa haldið mjög á lofti, að allt fari jafiian upp í loft í efnahagsmálum þegar vinstristjóm er við völd. En Siv gagnrýndi líka Samfylkinguna fyrir þokukennda stefnu, bölsýni og kjark- leysi; hún minnti á að formaður flokksins hefði sagt að krafa íslend- inga um sérákvæði í Kyoto-bókuninni yrði „hlegin út af borðinu". Lúðvik Bergvinsson (S) tók upp hanskann fyrir Vinstri-græna og spurði hvort einhver trúði í raun þeim málflutningi stjómarflokkanna að Vinstri-grænir væm á móti öllu. Ekki hefur ávallt verið mjög hlýtt á milli þessara flokka á kjörtímabilinu. Ögmundur Jónasson (U) sendi Sam- fylkingunni ekki jafiihlýjar kveðjur. Hann minnti á að ráðherraefni flokks- ins hefði sagt í Borgamesi að einka- væðing ríkisbankanna væri annað af markverðustu málum sem ríkisstjóm- ir Davíðs Oddssonar hefðu náð fram. Ögmundur þakkaði Samfylkingunni sérstaklega fyrir að birta Borgar- nesræðuna í flölmiðlum því þar hefði ráðherraefnið sagst styðja stefnu Blairs í Bretlandi. „Fyrir þjóðina er nauðsynlegt aö vita þetta því að undir merkjum blairisma hefur verið einka- vætt í Bretlandi sem aldrei fyrr,“ sagði Ögmundur. Skattar Skattastefiia stjómvalda var tals- vert til umræðu í gær. Hafa skattar hækkað eða lækkað? Um þetta virðist endalaust vera hægt að deila. Bryndís Hlöðversdóttir (S) sagði að ríkisstjómin hefði hækkað skatta á láglaunafólki en lækkað þá á hátekju- fólki og gróðafyrirtækjum. Hún sagði fólk skynja þetta í heimilisbókhaldinu og ekki dygði fyrir stjómarflokkana að skjóta sífeflt sendiboða þessara tíð- inda; fjölmiðla og félagasamtök. Stjómarliðar mótmæltu þessu. Hafl- dór Ásgrímsson (B) sagði að varla ætti að þurfa að ræða slíkar fullyrðingar í ljósi þess að kaupmáttur hefði vaxið um þriðjung á undanfómum árum. Ásta Möller sagði að tekjuskattur og hátekjuskattur hefðu verið lækkaðir, eignaskattur lækkaður um helming og sérstakur eignaskattur afhuminn, en það skipti eldra fólk sérstaklega miklu þar sem það ætti gjaman skuldlausar eignir. Bamabætur hefðu verið hækk- aðar, persónuafsláttur gerður að fuflu yfirfæranlegur á milli hjóna, skattur á húsaleigubætur hefði verið afnuminn og tekjuskattur fyrirtækja lækkaður til muna. „Auðvitað borgar fólk skatta nú sem ekki gerði það áður vegna þess að launin hafa hækkað um tugi prósenta. Þetta er ekki skattahækkun heldur staðfestir aðeins að launin hafa hækk- að,“ sagði Ásta. Lífskjör - fátækt Nær allir stjórnarandstöðuþing- menn gerðu fátækt í samfélaginu að umtalsefni og vildu meina að í landinu byggju tvær þjóðir. Ríkisstjómin hefur aukið misskipt- inguna í þjóðfélaginu að sögn Bryndís- ar Hlöðversdóttur, sem jafnframt sagði að fólk stæði ekki í biðröðum eftir mat- argjöfum vegna þess að varan væri Stjórnarherrarnir Þeir lögöu áherslu á mikilvægan árangur í efnahagsmálum þjóöarinnar, svo sem aö kaupmáttur heföi aukist um þriöjung frá 1994. Á myndinni sitja Halidór Ásgrímsson (B) og Davíö Oddsson (D) undir tölu þingmanna. ókeypis. „Ríkisstjórnin kann engin ráð til að takast á við vandann önnur en að þyngja skattbyrði þeirra tekjulægstu," sagði Bryndís. Ögmundur Jónasson sagði að íhald- inu hefði heldur betur fórlast verk- stjómin við að skipta gæðum samfé- lagsins. Mifljarðamæringum hefði ver- ið búið skattaskjól í útlöndum og bón- usgreiðslur til forstjóra væm hærri en ævitekjur venjulegs verkamanns. Ög- mundur sagði að bylting hinnar hráróttæku frjálshyggju, sem hefði rif- ið niður allar girðingar og múra, væri farin að éta bömin sín. Sverrir Hermannsson (F) tók undir þetta í einni af síðustu ræðum sínum á Alþingi. Hann sagði tvær þjóðir búa í landinu: „AUur fjöldinn og svo hinir fáu moldríku sem stjómvöld bera á höndum sér og gagnkvæmt." Kristján Pálsson - sem sagði að að- fórin að sér við uppstillingu á fram- boðslista ætti sér ekki hliðstæðu í sögu íslenskra stjómmála - lagði að vísu mesta áherslu á málefni Suöurkjör- dæmis, svo sem samgöngumál og deil- ur um þjóðlendur, en sagði að fátækt væri blettur á samfélaginu og lagði til að persónuafslátturinn yrði hækkaður. Stjómarliðar höfðu vitanlega aðra sýn á málið. Ámi R. Ámason minnti á að kaupmáttur hefði aukist um þriðj- ung frá 1994 og kaupmáttur lægstu launa enn meira. Ásta Möller sagði að athuganir erlendra stofnana sýndu að fátækt á íslandi væri með því minnsta sem þekktist í heiminum, jöfnuður væri óvíða meiri og skattbyrði minni. Einar K. Guðfmnsson (S) benti á að á meðan lífskjör hér hefðu batnað meira en annars staðar vildi Samfylkingin ganga í „Evrulandið" þar sem stöðnun hefði ríkt. Sérstaða mörkuð Fufltrúar allra flokka reyndu að marka flokkum sínum sérstöðu í að- draganda kosninganna. Siv Friðleifs- dóttir sagði að Framsókn væri „félags- hyggjuafl, miðjuflokkur án öfga sem skilur samhengi hlutanna“. Halldór Ásgrímsson taldi að það væri nú að sýna sig að fólk samþykkti almennt réttmæti jafnvel hinna umdeildari ráðstafana flokksins á kjörtímabilinu. Fijálslyndir lögðu sem fyrr mikla áherslu á nauðsyn þess að „vinda ofan af ‘ kvótakerfmu. Ögmundur Jónasson sagði að línur hefðu verið býsna skýrar á milli flokka á þessu kjörtímabili; þingmenn Vinstri-grænna hefðu einir talað í úr- slitaumræðu um stóriðju á Austur- landi og þeir hefðu einir stutt tillögu um að bera framtíð öræfanna norðan Vatnajökuls undir þjóðina í atkvæða- greiðslu. Engin velferðarsfjóm myndi standa undir nafni án þátttöku Vinstri-grænna. Ásta Möller sagöi að sá umtalsverði árangur sem náðst hefði á undanfóm- um ámm yrði aðeins varðveittur með Sjálfstæðisflokkinn í broddi fylkingar. Bryndís Hlöðversdóttir sagði að í vor yrði kosið um eflingu lýðræðisins og innleiðingu sanngjamra leikreglna fyrir fólk og fyrirtæki. -ÓTG Sandkom Fannst þokkalega Jarðskjálftinn á Hengilssvæðinu á þriðjudag „fannst þokkalega" í Reykjavík, var sagt í fréttatíma Sjónvarpsins um kvöldið. Má af því ráða að sá sem skrifaði frétt- ina sé þeirrar skoðunar að Reyk- víkingar hafi ekki fundið nægilega mikið fyrir skjálftanum - að betur hefði farið á því að hans hefði orð- ið rækilega vart í höfuðborginni. Má telja sérstakt að fjölmiðill lýsi með þessum hætti eftir náttúru- hamfórum ... Þriðjí þáttun Líkingin um „Tumana tvo“ í ís- lenskum stjórnmálum - Sjálfstæð- isflokk og Samfylkingu eða eftir atvikum Davíð og Ingibjörgu Sól- rúnu - er mönnum endalaus upp- spretta hugleiðinga og útlegginga. Vinstri-grænir hafa bent á að turn- arnir í sögu Tolkiens hafi báðir verið tákn hins illa. Framsóknar- menn urðu fyrstir til að setja sjálfa sig í hlutverk hins smáa en knáa Fróða sem bjargar heiminum. Nú hafa sjálfstæöismenn blandað sér í leikinn með því að benda á að Tumamir tveir er aðeins annað af þremur bindum í sögu Tolkiens um Hringadróttinssögu. Heiti þriðja bindis er að þeirra mati sandkorn@dv.is lýsandi fyrir úrslit kosninganna í vor, en það heitir: „Konungurinn snýr aftur.“ Óvelkomnip? Á aðalfundi Flugleiða í fyrradag voru sem kunnugt er þeir Jón Ás- geir Jóhannesson og Einar Þór Sverrisson kosnir í stjórn sem full- trúar Gaums. Stjórnarformaður- inn, Hörður Sigurgestsson, greindi frá úrslitum stjórnarkjörs sam- kvæmt gamalli venju. Gamal- reyndir hluthafar tóku hins vegar eftir því að formaöurinn bauð ekki nýja stjórnarmenn velkomna til starfa, sem hann mun þó undan- tekningarlaust hafa gert á fyrri að- alfundum. Kannski hann hafi bara gleymt þvi... Ummæli Blabjanalega höndin „Hvor höndin er betri, sú bláa eða blábjánalega? [...] Blábjánalega ör- væntingin við að koma Davíð frá völdum er orðin svo þorpslega reykvísk að Hall- grimur Helgason, rithöfundur, gæti harmað að hafa veriö „fyrstur“ í að vera svo snið- ugur að gera tveggja manna tal sitt við höndina að fjölmiðlamat, en má ekki iðrast svo að hann hætti að skrifa snilldarverk og telji sig vera álíka mikið menningargat og það sem opnaðist í stjómmálum þegar sú fyrirtækjavæna vildi verða efst á Baugi og hélt innreið sína í landsmálapólitíkina eins og Messí- as í meyjarham." Guöbergur Bergsson á vef JPV-útgáfu. Það sem liggur í loftinu „Nú langar Ingibjörgu að komast með puttana í ríkiskassann. Komi til þess, munum við ekki bara þurfa að snusa út í loftið eftir því sem þar liggur, heldur í orðsins fyllstu merkingu að lifa á loftinu." Ragnhildur Kolka í grein í Morgunblaöinu. Um andpúmsloftið „Það ríkir ekki heilbrigt and- rúmsloft í íslensku samfélagi. Aldrei hefur það blasaö eins við okkur og í síðustu viku þegar for- sætisráðherra landsins, æösti yfir- maður stjómsýslunnar og sá sem mest völd hefur í islenskum stjóm- málum, setti allt samfélagið á ann- an endann með vanhugsuðum orð- um sinum og athöfnum. Hann, sem mesta ábyrgð ber á þvi að viöhalda trú almennings á stjómsýslu og stjómmálum, hjó að rótum stjóm- kerfisins og fómaði trúverðugleika þess á altari pólitískra skammtíma- hagsmuna." ingibjörg Sólrún Gísladóttir á Pólitik.is. Málefnin víkja „Ef marka má þjóðmálaumræð- una síðustu vikuna virðist útséð með aö nokkuð verði rætt um mál- efni í þessari kosningabaráttu - til þess eru menn alltof uppteknir við ærumeiðingar." Eiríkur Bergmann Einarsson á Kreml.is. Kjallari t Birgir Ármannsson lögfræöingur og Í~r frambjóöandi * Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkur- kjördæmi suöur. Ossur Skarphéðinsson, formaöur Samfylkingarinn- ar, fór mikinn í miðopnu DV sl. mánudag og kom víða við í máiflutningi sín- um. Ástæða er tii að gera athugasemdir við margar fullyrðingar formannsins en að sinni verður staldr- að við eitt þeirra atriða sem hann fjallaði um. Össur segir réttilega að atviimulíf- ið sé undirstaða þéttriðins velferðar- nets og að lægri skattar styrki at- vinnulífið. Síðan fúllyrðir hann að Samfylkingin hafi af þessum sökum stutt skattalækkun á fyrirtæki og raunar viljað ganga lengra. Hann skýrir þetta ekki nánar, að öðru leyti en því að hann bendir á að þingmenn flokksins hafi lagt til afnám stimpil- gjalda. Allt annar Össur? Þessi lýsing á afstöðu Samfylking- armanna til skattamála atvinnulífs- ins er fjarri öllum sanni og er engu Studdi Ossur skattalækkun á atvinnulífið? líkara en sá Össur Skarphéðinsson, sem skrifar greinina, sé einhver allt annar en maður með sama nafni sem tók þátt í umfjöflun Alþingis um skattalagafrumvarp ríkisstjómarinn- ar haustið 2001. Rétt er að minna á, að Samfylkingarmenn treystu sér ekki til að styðja frumvarpið og í um- ræðum vömðu þeir við tillögunum með þeim rökum að þær sköpuðu hættu á þenslu í efhahagslifmu. Við meðferð málsins á þinginu lögöu Össur Skarphéðinsson og Jó- hanna Sigurðardóttir tfl breytingar- tillögur í fjölmörgum liðum, sem gengu út á mun minni lækkun skatta á atvinnulífið heldur en Sjálfstæðis- flokkur og Framsóknarflokkur lögðu til. Töldu Össur og Jóhanna að alveg væri nóg að lækka tekjuskatt fyrir- tækja úr 30% í 25% en ekki 18% eins og fólst í frumvarpinu sem varð að lögum og að lækka ætti eignarskatt þeirra í 0,9% en ekki 0,6% eins og raunin varð. Samfylkingarfólk lagð- ist gegn hækkun tryggingagjalds úr 5,23% í 6% eins og gert var ráð fyrir í frumvarpinu en þegar til kom varð niðurstaðan sú að gjaldið er nú 5,73%. Samhliða þessu vildi Samfylkingin hækka fjármagnstekjuskatt úr 10% í 16% en með sérstöku frítekjumarki fyrir einstaklinga og ætlaði með þeirri hækkun að ná inn í ríkissjóð 1,7 mifljörðum króna til viðbótar við þaö sem sá skattur myndi skila að öðrum kosti. Þess má geta til fróð- leiks, að í verkefiiaskrá sinni fyrir síðustu alþingiskosningar kynnti Samfylkingin hugmyndir um enn meiri hækkun fjármagnstekjuskatts. atvinnulífið jafn mikið og raun varð á. Þaöan af síður vildi Samfylkingin ganga lengra í þeim efhum. Það eina sem er rétt í lýsingu Öss- urar er að Margrét Frímannsdóttir, þingmaður flokksins, lagði ásamt fleirum fram lagafrumvarp um að lækka stimpilgjöld í áfóngum en slík- ar breytingar eiga sér raunar sam- Ifljóm í ráðagerðum ríkisstjómarinn- ar um lækkun þessara gjalda, sem fram komu í greinargerð með skatta- lagafrumvarpinu haustið 2001, en ekki hefur enn verið hrint í fram- kvæmd. Ekki traustvekjandi Ekki er hægt að útiloka, að Össur Skarphéðinsson hafi skipt um skoð- un varðandi skattlagningu atvinnu- lifsins. Það er jafnvel fjarlægur mögu- leiki að Samfylkingin sem stjóm- málaflokkur sé nú aflt annarrar skoð- unar í þessum efiium en bæði fyrir síðustu kosningar og í desember 2001 þegar skattalagafmmvarp rikis- stjómarinnar var afgreitt. Full ástæða væri til aö fagna því ef hann og Samfylkingin hafa snúið við blað- inu og gerbreytt stefiiu sinni. Össur á hins vegar ekki aö fullyrða að hann hafi stutt skattalækkanir sem hann studdi ekki þegar fjallað var um þær á Alþingi. Hann á heldur ekki að þegja um hugmyndir sínar og flokks síns um beinar skattahækkan- ir. Slíkt er hvorki heiðarlegur mál- flutningur af hálfu stjómmálamanns né til þess faflið að vekja traust á hon- um og flokki hans. „ Össur á ekki aö fullyröa aö hann hafi stutt skattalækkanir sem hann studdi ekki þegar fjallaö var um þær á Alþingi. “ Þar var einnig að fmna áform um að leggja á nýja umhverfis- og mengun- arskatta, sem án efa hefðu lagst með þunga á atvinnulífið. Þar var hvergi minnst á almenna lækkun á tekju- og eignarskatti fyrirtækja. Rangt greint frá aðalatriðum Lýsing Össurar á afstöðu Samfylk- ingarinnar til skattalagabreyting- anna er því í öllum aðalatriðum röng. Samfylkingin studdi ekki tillögur rík- isstjómarinnar um að lækka skatta á + tr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.