Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2003, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2003, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 20. MARS 2003 Fréttir DV Fjárhagsáætlanir flokkanna: Baráttan kosti 30 til 50 milliónir Kosningabarátta flokkanna mun kosta þá þrjátíu til fimmtíu milljónir króna samkvæmt þeim svörum sem þeir hafa gefið DV. Að vísu gerir Frjálslyndi flokkur- inn ekki ráð fyrir að eyða svo miklu og Sjáífstæðisflokkurinn gefur ekki upp áætlanir sínar. „Við gerum ráð fyrir að þetta geti orðið í kringum 30 milljónir," segir Kristin Halldórsdóttir, fram- kvæmdarstjóri Vinstri-grænna. „Þá á ég við það sem flokkurinn sjálfur ver í þetta á landsvísu en svo getur eitthvað bæst við í hverju kjördæmi," segir Kristín og telur að þetta sé heldur meira en fyrir kosningamar 1999. „Við gerum ráð fyrir að eyða 50 milljónum," segir Karl Th. Birgis- son, framkvæmdastjóri Samfylk- ingarinnar. „Það er töluvert minna en síðast. Þá voru það eitt- hvað í kringum 70 til 75 milljón- ir.“ Eins og Kristín tekur Karl fram að með þessu sé átt við áætl- un aöalskrifstofu flokksins en Fráleitt frítt Flokkarnir gera ráð fyrir að eyða mismiklu í baráttuna fram undan. Frjálslyndir gera sér vonir um 15 milljónir en áætlanir hinna hijóða upp á 30 tii 50 milljónir. Sjálfstæðisflokkurinn gefur það að vísu ekki upp. ekki endilega allan kostnað úti inn eigi þetta fé ekki til heldur um landið. Karl segir að flokkur- þurfl eins og aðrir aö reiða sig á stuðning fólks og fyrirtækja við lýðræðið í landinu. „Við vorum síðast með eitthvað í kringum 30 milljónir ef ég man rétt og það verður örugglega eitt- hvað svipað núna,“ segir Árni Magnússon, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins. Framsókn hafi hins vegar ekki gert ná- kvæma kostnaðaráætlun. „í sveitarstjórnarkosningunum í fyrra eyddum við 6 milljónum og ég get eiginlega bara sagt að það er ekki hægt að vera með fyrir minna en það. Helst myndi ég vilja geta notað fimmtán,“ segir Margrét Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins. „Eins litlu og mögulegt er, enda ekki efni til annars,“ segir Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. „Það er mín eina stefna í fjármálum í kosn- ingabaráttunni," segir Kjartan. Hann segist ekki muna hve miklu flokkurinn hafi eytt síðast og það yrði heldur ekki gefið upp. -ÓTG ASÍ vill velferö fyrir alla: Framtíðapsýn mótuð Alþýðusamband íslands kynnti í gær niðurstöðu vinnu á ráðstefhu í Kópavogi sem ASÍ, í samstarfi við fjölmarga aðila, hefur staðið fyrir á undanfómum misserum. Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, segir að vonir standi til að þessi vinna geti orðið innlegg í að skapa þjóðarsátt um velferðarkerfið, þjóðarsátt um velferðarkerfi framtíðarinnar sem veiti öllum öryggi til frambúðar, óháð búsetu, efnahag og félagslegum aðstæðum. „Velferðin er grundvallarþáttur í lífsgæðunum. Hún er grundvallar- þáttur í lífsgæðum okka allra. Hún er hluti grundvallarmannréttinda og forsenda þess að hægt sé að skapa og varðveita samstöðu og samkennd í þjóðfélaginu. Velferðarkerfi, byggt á almennri sátt í þjóðfélaginu um að dreifa skuli félagslegri ábyrgö, á að tryggja mannlega reisn, jafnræði og félagslegt réttlæti,“ sagði Grétar Þorsteinsson. í bréfi sem kynnt var í lok ráð- stefnunnar, og er til stjómmála- flokkanna, segir m.a. að velferðar- kerfið eigi að standa á íjórum styrk- um stoðum - mennta-, umönnunar-, heilbrigðis- og tryggingakerfi sem eigi að vera fyrir alla eftir þörfum en ekki eftir efnahag eða félagslegri aðstöðu. I kafla um fátækt segir m.a. að auka verði framboð á félags- legu leiguhúsnæði og auka niður- greiðslur á leigu. -GG Dv-MYND PETuR S. JOHANNSSON Bjargaö Sjómennirnir tveir af Röst SH komu í gærkvöldi til Rifs eftir að bátur þeirra fyiitist af sjó og sökk á skömmum tíma. Björgun þeirra gekk hratt og vel og ekkert amaöi að mönnum. Sjómennirnir heita Gestur Már Gunnarsson og Bergsveinn Gestsson. Tveim sjómönnum bjargað við Svörtuloft - trilla þeirra fylltist af sjó á örskotsstundu Röst SH-134, 30 tonna trilla frá Stykkishólmi, sökk síðdegis í gær skammt undan Svörtuloftum sem era nyrst og vestast á Snæfellsnesi. Báturinn fylltist fljótt og sökk. Áhöfnin, tveir sjómenn, komst í björgunarbát. Nokkru síðar vora mennimir teknir um borö í græn- lenskt-íslenskt loðnuskip, Siku. Flugstjóm í Reykjavík hafði sam- band við stjómstöð Landhelgisgæsl- unnar kl. 16.50 og tilkynnti að flug- vél á norðvesturleið hefði numið neyðarsendingar innst í Breiðafirði. Stuttar fréttir Áhöfhin á TF-LÍF var kölluð út og Flugmálastjóm beðin að senda flug- vél sína, TF-FMS, strax af stað til leitar. TF-LÍF fór í loftið kl. 17.39. „Leitarsvæöið var gríðarlega stórt í fyrstu en skömmu eftir að TF-FMS fór frá Reykjavík kl. 17.30 nam hún neyðarsendingar og gat miðað þær út. Á sama tima námu gervihnettir sendingamar og gáfu staðsetningar út af Snæfellsnesi. Laust fyrir kl. 18 tilkynnti TF-FMS um björgunarbát út af Svörtuloftum við Snæfellsnes. Skammt frá björgunarbátnum voru tvö loðnuskip; Sighvatur Bjamason og grænlenska skipið Siku, en TF- LIF var skammt undan," segir Dag- mar Sigurðardóttir, upplýsingafull- trúi Landhelgisgæslunnar. Menn- imir tveir vora heilir á húfi og þeg- ar ljóst var að ekkert amaði að mönnunum var þyrlu Landhelgis- gæslunnar og flugvél Flugmála- stjómar snúið til Reykjavíkur. Siku tók mennina og sigldi með þá í átt til Rifs en björgunarbáturinn Björg kom á móti þeim og tók við mönn- unum. -JBP Kaupir i Granda Afl, fjárfestingar- félag Þorsteins Vil- helmssonar, keypti tæplega 8% hlut í Granda hf. í fyrra- dag. Afl átti ekkert fyrir í Granda en Þorsteinn hefur setið þar í stjórn. Kaupverðið var tæplega 700 millj- ónir króna. Seljandi hlutarins var Hafhf. Hvatt til þjóðarsáttar Alþýðusamband íslands hvetur til þjóðarsáttar um velferðarkerfið. í viðamiklum tillögum sem kynntar voru í dag er lagt til að atvinnuleys- isbætur verði þegar í stað hækkað- ar í 93.000 og að lægstu bætur til ör- yrkja verði 110.000 krónur. JSR Nýr meirihluti í Keri Vörðuberg ehf., undir forystu Krist- jáns Loftssonar, framkvæmdastjóra yogunar hf. og Ólafs Ólafssonar, forstjóra Samskipa, keypti í gær tæp- lega 30% hlut í Keri hf. að nafnvirði um 295 miljón- ir króna. Seljendur bréfanna í Keri hf. voru Samvinnulífeýrissjóðurinn og Vátryggingafélag íslands. Við- skiptin fóru fram á genginu 12,0. Fyrir áttu eigendur Vörðubergs rúmlega 29% hlut og fara því eftir kaupin í dag með tæplega 60% hlut í Keri hf. íslensk kona í hernum Tuttugu og sjö ára íslensk kona, Steinunn Hildur Truesdale, er sjóliði í bandaríska herliðinu í Kúveit sem nú hefur ráðast inn í írak. Hún hefur verið hermaöur í eitt og hálft ár og er gift bandarísk- um hermanni sem nú er í Japan. Vatnsleiðsla enn biluð Önnur vatnsleiðslan milli lands og Vestmannaeyja er enn biluð. Vatni er safnað yfir nótt og dregið hefur verið úr þrýstingi á kerfi bæj- arins. Fimm vikur eru síðan önnur leiðslan bilaði í óveðri og hefur ekki tekist að staðsetja lekann. -HKr. Vélsmiðja KÁ: Tapaöi 20 milljónum króna sem undirverktaki Vélsmiðja KÁ á Selfossi hefur fengið greiðslustöðvun til 21. mars nk. Vélsmiðjan var áður tengd rekstri Kaupfélags Árnes- inga en varð sjálfstæður rekstrar- aðili árið 1996. Guðmundur Krist- insson framkvæmdastjóri segir að vandi Vélsmiðju KÁ snúist um það að vélsmiðjan hafi verið að vinna fyrir nokkra verktaka sem hafa síðan lent í gjaldþroti. Vél- smiðja KÁ hefur tapað um 20 milljónum króna á þeim viðskipt- um. Á stjómarfundi Vélsmiðju KÁ í vikunni verður tekið fyrir hvort óskað verði eftir framhaldi greiðslustöðvunarinnar. „Það sem þarf að taka til hend- inni með í þessum verktaka- bransa er að samræma lög hér því sem gerist á Norðurlöndun- um. Þar er skylda að útvega bankatryggingu vegna samninga við undirverktaka. Ef lögunum hérlendis væri breytt í þá veru væru þessi mál í miklu betra horfi því það er fullkomnlega ósanngjarnt að einstaka fyrirtæki sé að taka svona mikið á sig eins og dæmið er með okkar fyrir- tæki, sem getur orðið til þess að menn ná ekki fyrir endann á dæminu. Ef þetta hefði verið í gildi í okkar dæmi hefðum við fengið okkar greiðslur gegnum bankatryggingar,“ segir Guð- mundur Kristinsson. Guðmundur segir fyrirtækið ekki hafa lent í vandræðum vegna Hótel Keflavíkur sem Keflavíkurverktakar yfirtóku eða Hótel Selfoss sem ekki hefur enn verið lokið við. Vélsmiðjan hafi fengið sitt greitt en það sé Kaup- félag Árnesinga sem sé aðili að þessum byggingum. -GG Grásleppuvertíð hefstídag Grásleppuvertíöin hefst í dag, fimmtudag. Grásleppukarlar á Norðurlandi eystra, Austfiörðum og Suðurlandi mega leggja grá- sleppunetin klukkan átta og er leyfiíegur netafiöldi á hvem mann í áhöfn bátanna 50. Frá Raufarhöfn verða gerðir út 12 bátar til grásleppuveiða og er það fiölgun um einn bát frá því á ver- tíðinni í fyrra. Lítið hefur fengist af rauðmaga í net að undanfómu en það þarf ekki að vera vísbend- ing um komandi grásleppuvertíð. Örn Pálsson, framkvæmda- stjóri Landssambands smábáta- eigenda, segir að meiri bjartsýni ríki nú fyrir grásleppuvertíöina en mörg undanfarin ár. Það vant- ar hrogn á heimsmarkaðinn vegna þess að veiðamar hafa dottið alveg niður á sl. ári við Nýfundnaland. Þar veiddust að- eins 1.000 tunnur en venjuleg veiði þar er liðlega 11.000 tunnur. Undanfarin þrjú ár hefur veiðin verið minni en markaðurinn hef- ur þurft. -GG f ókus tn*a Á MORGUN Tískan í toglyftunni í Fókus á morgun tökum við púls- inn á krökkum sem skelltu sér á bretti á dögunum, könnum hver tískan er í fiallinu. Við ræð- um við Jóhönnu Klöra Stefánsdóttur, ungan líkamsræktar- kennara sem á ekki langt að sækja áhug- ann á því sviði, fiöllum um frum- sýningu Stúdentaleikhússins. Þá er fiallað ítarlega um getnaðarlimi og goðsögnina um hvað eru stór og lítil typpi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.