Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2003, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2003, Qupperneq 11
FTMMTUDAGUR 20. MARS 2003 11 DV Útlönd Þeir kúguðu tneysta nú á ykkur og þið eruð traustsins verð - sagöi Bush Bandaríkjaforseti í þjóðarávarpi sínu í nótt Bush í miðju ávarpi Bush Bandaríkjaforseti tilkynnti þjóð sinni í nótt að hernaðaraðgerðir gegn írökum væru hafnar. George W. Bush Bandaríkja- forseti tilkynnti í sjónvarps- ávarpi frá skrifstofu sinni í Hvíta húsinu í nótt að hernaðar- aðgerðir Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra gegn Irökum væru hafnar með loftárásum á valin hernaöarlega mikilvæg skotmörk. „Á þessari stundu hafa herir Bandaríkjamanna og banda- manna okkar þegar hafið hern- aðaraðgerðir með það að markmiði að afvopna íraka, frelsa þjóð þeirra og vernda heiminn frá bráðri hættu. Að mínum fyrirmælum hófu herir okkar árásir á valin skotmörk í upphafi aðgerða til þess að draga úr hernaðarmætti herja Sadd- ams Husseins og er það aðeins byrjunin á víðtækum og samstilltum aðgerðum," sagði Bush. Hann bætti við að meira en 35 þjóðir hefðu lýst yfir þýðingarmikl- um stuðningi við aðgerðimar og leyft afnot af höfnum sínum og flugvöllum sem hefði verið ómetanleg hjálp við upplýsingaöflun og undirbúning að- gerðanna. „Þessar þjóðir hafa ákveðið að axla ábyrgð og deila heiðrinum af því aö vera þátttakendur í þessu sameigin- lega varnarátaki okkar,“ sagði Bush og hvatti sína menn og konur á stríðssvæðinu sem heima fyrir til þess að standa saman í því að tryggja öryggi í heiminum. „Þeir kúguðu treysta nú á ykkur og þið eruð trausts- ins verð. Óvinurinn sem við er að eiga mun uppgötva getu ykkar og hugrekki og fólkið sem þið frels- ið mun verða vitni að heiðarleg- um og siðlegum baráttuanda bandariska hersins,“ sagði Bush. Hann sagði að öllum ráðum yrði beitt tU þess að koma í veg fyrir fall óbreyttra borgara og að allar áætlanir miðuðu að því. „Við berum mikla virðingu fyrir írösku þjóðinni og menningu hennar og trú. Markmiðið er að steypa stjórn landsins og ljúka að- gerðum á sem skemmstum tíma. Við höfum engan áhuga á ítökum í írak að loknu striði og munum ekki dvelja þar deginum lengur en þörf krefur," sagði Bush. REUTER-SMYND Friðarsinnar við Hvíta húsið Nokkur hópur andstæðinga stríðs við írak safnaðist saman fyrir utan Hvíta húsið í Washington í gærkvöld eftir að George W. Bush Bandaríkjaforseti til- kynnti að fyrstu árásirnar á írak væru hafnar. Ráðist var á skotmörk í írösku höfuðborginni Bagdad í þeirri von að ná forystusauðum stjórnvalda. Gorbatsjov segir stríð við írak mikil mistök Míkhaíl Gorbatsjov, fyrrum leiðtogi Sovétríkjanna, sagði í Japan í morgun að stríð Banda- ríkjamanna í írak væri alvarleg mistök sem myndu skaða sam- skipti ríkja heims og stofna ör- yggi heimsins í hættu. Gorbatsjov, sem gaf samþykki sitt fyrir Persaflóastríðinu 1991, sagði að svo virtist sem banda- rísk stjómvöld væru að reyna að gera heiminn að héraði í þeirra eigin landi. „Ég tel þetta stríð ekki aðeins óréttlætanlegt heldur einnig meiri háttar pólitísk mis- tök,“ sagði Gorbatsjov. María mey grætur blóðtárum yfir stríði Kaþólikkar í Venesúela hafa flykkst í hundraðatali til lítillar kapellu í höfuðborginni Caracas þar sem sagt er að stytta af Mar- íu mey gráti blóðtárum vegna komandi stríðsátaka í írak. Starfsmenn við nunnuskólann þar sem styttan, sem kom til Venesúela frá Þýskalandi, er segja að blóð hafí fyrst runnið úr augum hennar á mánudagsmorg- un og síðan aftur og meira á mið- vikudag. Þeir segja að með þessu sé meyjarstyttan að hvetja menn til að varðveita friðinn. Fermíntycu’-'íZÚAn/ i Magnaðir grínþættir á Leigan í þínu hverfi i Samlokur Leigan í þínu hverfi W H K7Tþt?H [i1 j | 1 f»l [{*• 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.