Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2003, Síða 15
FIMMTUDAGUR 20. MARS 2003
Innkaup
15
DV
Neytendasamtökin vigta brauö og kökur:
Helmingur sýna
stóðst ekki vigt
Neytendasamtökin gera athuga-
semdir við helming sýna sem tekin
voru í könnun í nokkrum verslun-
um á höfuðborgarsvæðinu til að
meta hvort uppgefm þyngd á
brauðum og kökum stæðist vigt.
Neytendasamtökin segja niðurstöð-
umar mikil vonbrigði fyrir neyt-
endur. Af 173 vörutegundum voru
25 með undirvigt og 56 ekki merkt-
ar með þyngd. Þyngdarmunur á
þyngsta og léttasta vínarbrauðinu
frá Breiðholtsbakaríi var td. um
38%.
Segir í frétt frá Neytendasamtökun-
um að matvara verði að standast vigt
og vera merkt samkvæmt reglum svo
sjá megi hvaö fæst fyrir peninginn.
Vigtað var með leyfi verslunar-
stjóra í þessum verslunum. Notuð var
vog með 1 g nákvæmi og var ákveðið
að meta ekki undirvigt ef vantaði
minna en 1% upp á þyngd. Þyngd um-
búða var metin eftir bestu getu og
dregin frá til að fá sem réttasta niður-
stöðu. Alls voru skoðuð á sjötta
hundrað brauð og kökur ásamt
nokkrum bökunarvörum frá Kötlu.
Nokkur mismunur var milli bakar-
ía og verslana, til dæmis var aðeins
ein athugsemd gerð við vörur í Bónus
en ailar Hagkaupsvörurnar voru ólög-
lega merktar þar sem vantaði upp-
gefna þyngd.
Brauð frá Myllunni stóðust upp-
gefna þyngd. Hjá nokkrum bakaríum
var ailt sem skoðað var í lagi, eins og
frá Mömmubakstri, Kexversmiðjunni,
Akureyri og Brauðhúsinu, Grímsbæ.
í frétt frá Neytendasamtökunum
segir að ekki sé hæg tað sætta sig við
ástand það sem könnunin sýnir. „Viö
hefðum ffekar átt von á að fleiri fram-
leiðendur bættu sig frá síðustu
skyndikönnunum Neytendasamtak-
anna en því er ekki að fagna.“ -hlh
TILBOÐ VIKUNNAR
Fjarðarkaup
Tilboðin gilda til 22. mars. j
Svínabógur 249 kr. kg
Svinakótelettur 485 kr. kg
Lambalæri 699 kr. kg
Frosinn kjúklingur, ísfugl 255 kr. kg
Svínahnakki m/beini 398 kr. kg
Sms skyr 158 kr.
Skyr.is, 170 g 65 kr.
1
Sparverslun Bæjarlind
Tilboðin gilda til 24. mars. j
Lambalæri, frosin 698 kr. kg
Lambahryggur, frosinn 698 kr. kg
Klementinur 85 kr.
Epli, græn 85 kr.
Epli, gul 85 kr.
Epli, Jonagold 85 kr.
Drykkjarjógúrt, 250 ml, 3 teg. 75 kr.
1 1
Hagkaup
Tilboðin gilda til 22. mars. |
Hamborgarhryggur 699 kr. kg
Svínahnakki með beini 399 kr. kg
Svínakótelettur 499 kr. kg
Dracula brjóstsykur, 115 g 99 kr.
BKI kaffi, extra, 400 g 199 kr.
Jacobs pitu brauð, 400 g 99 kr.
■
Uppgrip - verslanir Olis
Tilboðin gilda í mars. |
Bouché-súkkulaði, allar tegundir 49 kr.
Örbylgjupopp, Orwille 179 kr.
Mónu krembrauð 69 kr.
Egiis Orka, 0,5 I 135 kr.
Seven Up, 0,5 I 99 kr.
Latex hanskar, einnota 149 kr.
Vinyl hanskar, einnota, 10 stk. 149 kr.
1 '
Þin verslun
Tilboðin gilda til 26. mars. |
Rauðvínslegið lambalæri 15% afsl.
1944 ítalskir pastatöfrar 15% afsl.
Toro Lasagne ofnréttur 239 kr.
Toro Tandori Chicken ofnréttur 209 kr.
MCain súkkulaðikaka, 538 g 399 kr.
Fairy uppþvottalögur, 500 ml 189 kr.
11-11
Tilboðin gilda til 26. mars. j
Bautabúrs nautahakk 559 kr. kg
Toro mexikönsk grýta 187 kr.
Toro Lasagna ofnréttur 224 kr.
Skafís, 1 I, van. súkk., cappuchino 349 kr.
Goða pylsur 599 kr.
Sara Lee frosnar kökur 295 kr.
Vanillustangir heimilispakki 379 kr.
1 1
Urval/Samkaup
Tilboðin gilda til 25. mars. [
Kjarnagr. jarðarberja, 1 I 199 kr.
Kjarnagr. epla, 1 I 229 kr.
Kjarnagr. sveskju, 1 I 189 kr.
Kjarnagr. bl. ávextir, 11 179 kr.
Lambalæri, gourmet, bláberja 1090 kr.
Fyllt grisasteik 599 kr.
Carlsberg Light, 1/2 I 79 kr.
1 1
Selectverslanir
Tilboðin gilda til 26. mars. |
Fanta, 0,5 1 105 kr.
Villiköttur, 50 g 75 kr.
Lacerol 55 kr.
Bentasil 110 kr.
Leo Go 60 kr.
Frón kanil- sultu- og súkkulaðisnúðar265 kr.
Crembollur 85 kr.
1
Hagkaup
Tilboðin gilda til 22. mars. |
Hamborgarhryggur 699 kr. kg
Svinahnakki með beini 399 kr. kg
Svínakótelettur 499 kr. kg
Kims, 300 g 249 kr.
Sun Lolly, 10 stk. 179 kr.
Ota havrefras, 375 g 199 kr.
Krónan
Tilboðin gilda til 26. mars. |
Krónu svínakótelettur 399 kr. kg
Goða pizzahleifur 432 kr. kg
Eðalgrís Gordon Blue 314 kr. kg
Þykkvabæjar plokkfiskur 479 kr.
CH. T Pizza Tony's bologne, 3 stk. 549 kr.
Ferskur kjúklingur, vængir 375 kr. kg
Burger hrökkbrauð 99 kr.
1 1
Nettó
Tilboðin giida meðan birgðir endast.
Kjarnafæði svínahnakksn. m/beini499 kr. kg
Kjarnafæði, svinakóeilettur 599 kr. kg
Heinz tómatsósa, 680 g 119 kr.
Heinz chilli sauce hot, 340 g 109 kr.
Cocoa Puffs, 533 g 319 kr.
Celestial earl grey te, 44 g 199 kr.
Sportlunch 69 kr.
1 1
J-JOL
JkK
ÞJALFUNAR OG ÆFIIMGARPUVMKTAR
Engar afsakanir! Þó að ekki sé
auðvelt að komast í gott form er
það heldur ekki ómögulegt. Þú
þarft heldur ekki að gera
óyfirstíganlegar breytingar á
lífsstíl þínum. Þú þart ekki að
verja öllum stundum í
líkamsræktinni og borða
eingöngu ávexti og grænmeti
og drekka vatn. Aftur á móti er
þörf á að hrinda ýmsum
"léttvægum" breytingum í
framkvæmd, svo sem reyna á sig
reglubundið með þol- og
styrktarþjálfun og auka vægi
orkusnauðrar fæðu, eins og
kornmetis, bauna, ávaxta og
grænmetis, á kostnað fituríkrar
fæðu og sælgætis.
Hættu strax að finna upp
afsakanir og komdu þér í gott
form!
MATSEÐILL DAGSIIMS
Dagur 34
Morgunverður: Fitness, kornflögur 2 dl
Súrmjólk 2 dl
Púðursykur 1/2 msk.
Trópí 1 glas
Hádegisverður: Rúgbrauð 1 sneið
Maltbrauð 1 sneið
Smjör 1/2 msk.
Síld, konfekt- 5 bitar
Egg, soðið 1 stk
Fjörmjólk 1 glas
Miðdegisverður: Banani 1 stk.
Gulrætur 2 stk.
Tómatur 1 stk.
Kvöldverður: Gellur, soðnar 200 g
Kartöflur 4 „eggstórar"
Salat, blandað 100 g +
Létt viðbit 2 msk.
Kvöldhressing Poppkorn 1/2 örbylgjupoki
Manneldismarkmið fyrir fullorðna og börn frá tveggja ára aldri.
1. Æskilegt er að heildarneysla sé í samræmi við orkuþörf til að tryggja eðlilega
líkamsþyngd, vöxt barna og þroska.
2. Hæfilegt er að samsetning fæðunnar sé þannig að prótín veiti að minnsta kosti 10%
heiidarorku.
3. Hæfilegt er að fuilorðnir fái 25--35% orkunnar úr fitu en börn og unglingar 30--35%
og þar af komi ekki meira en 15% heildarorkunnar úr harðri fitu. (Með harðri fitu er
átt bæði við mettaðar fitusýrur og trans-ómettaðar fitusýrur*)
4. Hæfilegt er að úr kolvetnum fáist um 50--60% af orkunni -- þar af komi ekki meira
en 10% heildarorkunnar úr sykri. (Þetta merkir einfaldlega að af hverjum 1.000
hitaeiningum sem einstaklingurinn neytir ættu 500-600 að koma úr kolvetnum en
ekki fleiri en 100 af þessum 500-600 ættu að vera í formi þeirrar kolvetnategundar
sem við þekkjum undir heitinu sykur.)
5. Æskilegt er að neysla fæðutrefja sé að minnsta kosti 25 grömm á dag miðað við
2.500 hitaeininga fæði.
6. Æskilegt er að neysla á matarsalti sé undir 8 grömmum á dag fyrir fullorðna.
7. Stefnt skal að sem fjölbreyttustu fæði úr öllum fæðuflokkum í þeim hlutföllum
orkuefna sem að framan greinir.
* Trans-fitusýrur myndast við herðingu ómettaðrar fitu og eru þvítil staðar í öllu smjörlíki sem gert er úr hertri
jurtafeiti eða hertu lýsi. Þrátt fyrir að þær flokkist með fjölómettaðri fitu er hér á ferðinni hörð fita sem hækkar
kólesteról í blóði. Ástæðan fyrir því að trans-fitusýrur flokkast til fjölómettaðrar fitu er sú að efnatengin eru
ekki mettuð með vetni heldur hafa efnatengin snúist við herðinguna þannig að fitan verður hörð.
Kveðja, Ólafur G. Sæmundsson næringarfræðingur
HReynnc