Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2003, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2003, Qupperneq 24
Ji 24 Islendingaþættir Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson 80 ára Smári Karlsson, Hátröö 9, Kópavogi. 75 ára_________________ Gunnlaugur Jónsson, Furugrund 77, Kópavogi. Sæmundur Salómonsson, Ketilsstööum 2, Vík. 70 ára__________________________ Agatha Erlendsdóttir, Álftamýri 48, Reykjavík. Ásthildur Einarsdóttir, Jörundajholti 125, Akranesi. Frlðrik Áskell Clausen, +r Þverbrekku 6, Kópavogi. Höröur Þormar, Sólheimum 23, Reykjavík. Ólöf Þórarinsdóttir, Brúnavegi 5, Reykjavík. 60 ára__________________________ Ágúst Guðjónsson, Naustabryggju 27, Reykjavík. Hjálmtýr Guömundsson, Kríunesi 8, Garöabæ. Júlíus Sæberg Ólafsson, Sæviöarsundi 82, Reykjavík. Óskar Már Ólafsson, Heimagötu 30, Vestmannaeyjum. Páll Þorsteinsson, Þverási 51, Reykjavík. Siguröur Sigurösson, Barðavogi_9, Reykjavík. Þorbjörg Ásmundsdóttir, Þrastanesi 15, Garöabæ. 50 ára__________________________ Aðalbjörg Helgadóttir, Álfhólsvegi 123, Kópavogi. Eiríkur Ingvar Þorgeirsson, Fjaröarási 8, Reykjavík. Fanney Rut Guömundsdóttir, Digranesvegi 42, Kópavogi. Gísli Rúnar Jónsson, Selvogsgrunni 26, Reykjavík. Ingibjörg Sigfúsdóttir, Álftagerði, Skagaf. Jónas Helgi Sveinsson, Ásholti 5, Mosfellsbæ. ■v- Leifur Eiríksson, Víöihlíö 19, Sauöárkróki. Mekkinó Björnsson, Leiöhömrum 24, Reykjavík. Sigríöur Kristín Gunnarsdóttir, Álfheimum 9, Reykjavík. 40 ára__________________________ Carl Erik Lehmann Jakobsen, Suöurvegi 30, Skagaströnd. Guölaug Ósk Gunnarsdóttir, Hraunbæ 188, Reykjavík. Guörún Eygló Guðmundsdóttir, Álfheimum 28, Reykjavík. Hólmfríöur S. Friðjónsdóttir, Skriðugili 3, Akureyri. Lárus Þorsteinsson, Litlageröi 11, Hvolsvelli. Lllja Björk Finnbogadóttir, Þorvaldsstöðum, S.-Múlasýslu • > Sigríður Ásta Slguröardóttir, Neshömrum 2, Reykjavík. Siguröur Kristinn Helgason, Garöabraut 3, Akranesi. Þórir Sigurgeirsson, Aðalstræti 15, Akureyri. Andlát Tómas Kristjánsson, Hraunbraut 32, Kópavogi, lést á Landspítalanum, Hringbraut, sunnud. 16.3. Sigríöur Hansdóttir frá Súgandafirði, áöur til heimilis á Austurbrún 39, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Seljahliö mánud. 17.3. -2. nsflEnss Ólafur Jónas Sigurösson, Prestastíg 9, áöur Grýtubakka 6, Reykjavík, veröur jarðsunginn frá Frikirkjunni í Reykjavík fimmtud. 20.3. kl. 13.30. Þórir H. Konráðsson vélfræðingur, Aratúni 6, Garöabæ, veröur jarðsunginn frá Frikirkjunni í Reykjavík fimmtud. 20.3. kl. 15.00. Þorsteinn Davíðsson, Faxaskjóli 16, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni fimmtud. 20.3. kl. 13.30. Guöbjörg Ólafsdóttir, Ásgaröi 73, Reykjavík, veröur jarðsungin frá Bústaöakirkju föstud. 21.3. kl. 13.30. Slguröur Friörik Sigurösson sem varö J bráökvaddur á heimili sínu í Gautaborg, veröur jarðsunginn frá Hallgrímskirkju föstud. 21.3. kl. 14.00. Ragnheiöur Jónsdóttir frá Kollafjaröarnesi, áöur til heimilis I Skipasundi 68, verður jarösungin frá Langholtskirkju föstud. 21.3 kl. 15.00. Anna Petersen, Rókagötu 25, veröur jarösungin frá Háteigskirkju föstud. 21.3. kl. 15.00. FIMMTUDAGUR 20. MARS 2003 DV Fólk í fréttum Tryggvi Þór Herbertsson forstööumaður Hagfræöistofnunar Háskóla íslands Tryggvi Þór Herbertsson, for- stöðumaður Hagfræðistoftumar Há- skóla íslands, hefur svarað gagn- rýni sem fram kom á hátt gengi krónunnar á nýloknu Iðnþingi. Þetta kom fram í DV-frétt sl. þriðju- dag. Starfsferill Tryggvi fæddist í Neskaupstað 17.1. 1963. Hann lauk próíl sem iðn- rekstarfræðingur frá Tækniskóla ís- lands 1992, M.Sc.-prófi í hagfræði frá HÍ 1995 og Ph.D.-prófi í hagfræði frá Árósaháskóla 1998. Tryggvi var hljóðmaður hjá Stúd- íó Mjöt 1981-86, klippari á Stöð 2 1986-89, starfaði fyrir fjármálaráðu- neytið og Iðntæknistofnun íslands sumarið 1991, var sérfræðingur hjá Hagfræðistofnun Háskóla íslands 1992-95 og er forstöðumaður stofn- unarinnar frá 1995 auk þess sem hann gegnir stöðu dósents í hag- fræði við HÍ. Tryggvi hefur gegnt fjölda trúnað- arstarfa fyrir innlendar og erlendar stofnanir auk þess að hafa samið bækur, bókakaíla í ýmis rit og fjölda vísindaritgerða sem birst hafa í innlendum og erlendum fag- tímaritum. Fjölskylda Tryggvi kvæntist 31.7. 1987 Krist- jönu Halldórsdóttur Blöndal, f. 28.12. 1964, MA í sálfræði og uppeld- isfræðingi. Þau skildu. Hún er dótt- ir Halldórs Lárussonar Blöndals, f. 24.8. 1938, alþingisforseta og fyrrv. ráðherra, og Renötu Brynju Krist- jánsdóttur, f. 31.10. 1938, d. 3.6. 1982, kennara. Sonur Tryggva og Kristjönu er Halldór Reynir, f. 13.10. 1990. Tryggvi kvæntist 4.7. 2001, seinni konu sinni, Sigurveigu Maríu Ingvadóttur f. 14.4. 1962. Hún er dóttir Ingva Rafns Albertssonar, f. 13.8. 1939, skipstjóra, og Maríu Hjálmarsdóttur, f. 27.8. 1942, hús- móður. Dóttir Tryggva og Sigurveigar Maríu er Anna Ragnheiður, f. 26.8. 1997. Fósturböm Tryggva eru Mist f. 22.3. 1988; Veigar f. 3.4. 1993. Systkini Tryggva: Stefán Þór Her- bertsson, f. 4.1. 1956, iðnrekstrar- fræðingur, búsettur i Reykjavík; Víðir Þór Herbertsson, f. 13.5. 1964, útvegsbóndi aö Gröf í Breiðuvíkur- hreppi; Reynir Þór Herbertsson, f. 17.3. 1967, d. 24.3. 1984. Hálfsystir Tryggva, sammæðra, er Margrét S. Vilhjálmsdóttir, f. 1.3. 1946, húsmóðir, búsett á Eskifirði. Hálfsystir Tryggva, samfeðra, er Sigríður Herbertsdóttir, f. 6.3. 1950, sjúkraliði, búsett í Kópavogi. Foreldrar Tryggva: Herbert Al- freð Jónsson, f. 2.3. 1922, d. 24.7. 2000, fyrrv. verkamaður í Neskaup- stað, og Ragnheiður Anna Stefáns- dóttir, f. 6.10. 1926, fyrrv. sjúkraliði. Ætt Herbert var sonur Jóns, b. á Hamri í Skagafirði, bróður Tómasar, afa Guðmundar Karls Snæbjörnssonar, formanns Félags islenskra heimilislækna. Jón var sonur Jóns, b. á Þverá í Blöndu- hlíð, Stefánssonar, b. á Þverá, Jón- assonar. Móðir Jóns Stefánssonar var Guðbjörg Tómasdóttir, b. á Hvalnesi á Skaga, Tómassonar. Móðir Jóns Jónssonar var Guðrún Pétursdóttir, b. á Bjamastöðum í Blönduhlíð, Péturssonar, b. á Mar- bæli. Móðir Guðrúnar var Kristín Guðmundsdóttir, b. á Hrafnshóli í Hjaltadal, Jónssonar. Móðir Herberts var Tryggvína Sigríður, systir Sigtryggs, föður Lýðs, hljóðfæraleikara í Ósló, og Hermanns, íþróttafulltrúa Akur- eyrar. Tryggvína Sigríður var dóttir Sigurðar, b. í Sælu í Svarf- aðardal, Bjömssonar, b. á Atla- stöðum, Sigurðssonar. Móðir Sig- urðar var Sigríður Jónasdóttir. Móðir Tryggvínu Sigríðar var Kristín Anna, dóttir Sigurðar Jónssonar og Sigríöar Halldórs- dóttur. Ragnheiður er dóttir Stefáns, b. á Krossi í Mjóafjarðarhreppi, síðar verkamanns, Eiríkssonar, Árna- sonar, Eiríkssonar. Móðir Eiríks Árnasonar var Kristbjörg Jónsdótt- ir. Móðir Stefáns var Ingibjörg, dóttir Sigurðar, b. á Streitisstekk, Torfasonar, og Sigríðar Stefáns- dóttur. Móðir Ragnheiðar var Margrét Ketilsdóttir, Sigurðssonar, Sigurðs- sonar. Móðir Ketils var Valgerður Einarsdóttir. Móðir Margrétar var Jónína, dóttir Jóns Einarssonar og Þorlaugar, systur Katrínar, ömmu Karls Einarssonar sýslumanns. Þorlaug var dóttir Ófeigs, b. í Hafn- arnesi, Þórðarsonar. Fimmtugur Gísli Rúnar Jonsson leikari, leikstjóri, rithöfundur og leikritahöfundur Gisli Rúnar Jónsson, leikari, leikstjóri, rithöfundur og leikrita- þýðandi, er fimmtugur í dag. Starfsferill Gísli Rúnar fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann stundaði leik- listarnám við Leiklistarskóla Æv- ars Kvarans 1969-70, nám og leik- listarstörf hjá LA 1970-71 undir handleiðslu Amars Jónssonar og Þórhildar Þorleifsdóttur, leiklistar- nám við Leiklistarskóla leikhús- anna 1974-75 og framhaldsnám við The Drama Studio í Lundúnum 1980-81. Gísli Rúnar kom fyrst fram opin- berlega hjá LA 1970 og hóf feril sem leikari og skemmtikraftur í sjón- varpi 1972. Hann hefur síöan komið fram í og leikstýrt fjölda útvarps- og sjónvarpsþátta, þ.m.t. tæpir tveir tugir Áramótaskaupa og skrifað, framleitt og leikstýrt fjölda auglýs- inga fyrir útvarp og sjónvarp. Gísli Rúnar hefur verið leikari og leikstjóri frá 1973 við leikritaupp- færslur, skemmtidagskrár, revíur og kabaretta, m.a. fyrir Þjóðleikhús- ið, LR í Iðnó, Austurbæjarbíói og Borgarleikhúsi, LA, Alþýðuleikhús- ið, Revíuleikhúsið, Hitt leikhúsið, Kaffileikhúsið, Hvundagsleikhúsið, Útvarpsleikhúsið, Þjóðleikhúskjall- arann, Hótel Sögu, Hótel ísland, Broadway, Listahátíð o.fl. auk leik- ferða um landsbyggðina með ýms- um leikílokkum. Gísli Rúnar hefur verið höfundur og flytjandi allra handa skemmti- og barnaefnis í lausu máli og bundnu, á hljómplötum, frá 1973. Hann færði upp leiksýningar og kenndi leiklist í menntaskólum 1975-77. Gísli Rúnar stofnaði, ásamt fleiri, sunnandeild Alþýðuleikhússins 1978. Hann kom fýrst fram í kvik- myndum 1980, stofnaði og rak Gríniðjuna hf. (í félagi við Eddu Björgvins, Júlíus Brjánsson og Þór- hall Sigurðsson) er færði upp vin- sælt sjónvarps- og útvarpsefni 1987-90, m.a. fyrir Bylgjuna, Stöð 2, og leiksýningar í íslensku óperunni, á Hótel Islandi og víðar. Gísli Rúnar rak fyrirtækið Leik- listarstúdíóið frá 1993 sem stóð fyrir leiklistamámskeiðum og framleiddi efni og færði upp fyrir leiksvið og ljósvakamiðla. Hefur frá 1972 unnið við ritstörf, einkum sem höfundur skemmtiefnis af margvíslegu tagi, í lausu máli og bundnu, gamanleik- ritum, kabarettdagskrám og reví- um, ýmist einn eða í félagi við aðra, m.a. fyrir Þjóðleikhúsið, Leikfélag Reykjavíkur, Leikfélag íslands, Bíó- leikhúsið, útvarpsstöðvar o.fl., auk efnis fyrir á annan tug Ára- mótaskaupa í sjónvarpi. Gísli Rúnar hefur unnið við leik- ritaþýðingar af og til frá 1988. Þýðingar hans eru m.a. söng- leikimir Kysstu mig Kata; Hedwig- & Reiða restin; Litla hryllingsbúðin, og Honk, gamanleikirnir NÖRD; Sjeikspír eins og hann leggur sig, (Adam Long/Daniel Singer & Jess Martin) og Allir á svið, hefur auk- heldur gert íslenskar leikgerðir og staðfærslur fjölda erlendra verka, þ. á m. Sex í sveit og Gleðigjafana. Hann hefur setið í ritnefnd tímarits- ins Leikhúsmál frá stofnun 1995 og af og til einn helsti skrifftnni sama rits. Hefur einnig annast ritstörf og þýðingar fyrir útvarp og sjónvarp. Gísli Rúnar skrifaði síria fyrstu bók 2001, Bó & Co, með íslenskum texta, æviágrip Björgvins Halldórs- sonar, og haustið 2002 kom út þýð- ing hans á metsölubókinni Hvemig á því stendur að KARLAR HLUSTA EKKI og KONUR GETA EKKI BAKKAÐ STÆÐI. Gísli Rúnar stofnaöi, ásamt Qeiri leikflokkinn Leik- frumuna 1971, sem færði upp leiksýningar í Lindarbæ, og SÁL, Samtök áhugafólks um leiklistarnám, 1971 í þvi skyni að knýja á yfirvöld um stofnun ríkis- leiklistarskóla. Helstu áhuga- mál Gísla Rúnars era leiklistarsaga, annálar og atviks- sögur úr leikhúsi og skemmtiiðnaði en afþreying hans er Hálfrar aldar gamlar svart-hvít- ar bíómyndir, limruyrkingar, skopmyndateikn- ing og ukuleleá- sláttur. Gísli Rúnar fagnaði fyrir nokkra 30 ára leikafmæli sínu, ásamt Júl- íusi Brjánssyni meö því að vekja til lífsins forna örlagavalda í lífi sínu, sjálfa Kafftbrúsakarlana, eftir ára- tuga aðskilnað en þeir félagar miða upphaf ferils síns við fæðingu þess- ara kaffiþyrstu skrýtlumakara. Gísli hélt nýlega upp á ftmmtugsaf- mælið með því að þýða, staðfæra og færa á svið í Þjóðleikhúsinu ein- hvem vinsælasta gamanleik siðari ára, Allir á svið, sem er þar er nú sýndur við aðsókn og góðar viðtök- ur. Fjölskylda Synir Gísla Rúnars og Eddu Björgvinsdóttur eru Björgvin Franz, f. 9.12. 1977, leikari í Reykjavík, en kona hans er Berg- lind Ólafsdóttir félagsliði og er dóttir þeirra Edda Lovísa Björg- vinsdóttir, f. 12.4. 2001; Róbert Oli- ver, f. 9.4. 1993, nemi. Uppeldisdætur Gísla, dætur Eddu, eru Eva Dögg Sigurgeirs- dóttir, f. 27.8. 1970, kaupmaður og tískuráðunautur í Reykjavík, en maður hennar er Guðmundur Hrafn Pálsson, auglýsinga- og markaðsráðgjafi, og eru börn þeirra Fannar Daníel, f. 8.10. 1993, og Sara ísabella, f. 28.2. 1999; Mar- grét Ýrr Sigurgeirsdóttir, f. 26.2. 1973, hjúkrunarfræðingur í Reykjavík, en maður hennar er Sigurður Rúnar Sigurðsson fram- kvæmdastjóri og eru dætur þeirra Karen Eva, f. 23.3. 1995, og Rakel Ýr, f. 19.11. 2001. Albræður Gísla eru Baldur Jónsson, f. 13.7. 1947, fram- kvæmdastjóri; Bjöm, f. 29.1. 1959, framkvæmdastj óri. Hálfsystir Gisla, samfeðra: Kol- brún Sæunn Jónsdóttir, f. 11.1.1943, d. 22.8. 1975, húsmóðir. Foreldrar Gísla era Jón Konráð Björnsson, f. á Strjúgsstöðum í Langadal í Austur-Húnavatnssýslu 3.12. 1918, fyrrv. kaupmaður, og Guðrún Valgerður Gísladóttir, f. 2.12. 1923 á Bjarnastöðum í Blöndu- hlíð í Skagafirði, skáld og húsmóðir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.