Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2003, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2003, Page 25
FIMMTUDAGUR 20. MARS 2003 25 DV Tilvera Stulkan með Ijósa hárið Kvikmyndasafn íslands stendur fyrir sýningu myndarinnar La Baie des anges á laugardaginn kl. 16 í sýningarsal safnsins í Bæjar- bíói, Hafnarfirði. Myndin, sem er frá árinu 1963, var nefnd Stúlkan með ljósa hárið á íslensku. Hún var vinsæl á sínum tíma, eins og reyndar fleiri myndir leikstjórans Jacques Demys og má þar helst nefna myndirnar Stúlkan með regnhlífarnar og Lolu. Aðaihlut- verk eru í höndum þeirra Claude Mann og Jeanne Moreau. Jean (Claude Mann) er banka- s.tarfsmaður sem lifir hefðbundnu reglusömu lífi þar til vinur hans kynnir hann fyrir freistingum spilavítanna. Jean er heppinn og í sigurvímu heldur hann til frönsku Rivierunnar til að spila. Þar kynn- ist hann Jackie (Jeanne Moreau), ljóshærðri þokkadís sem er altek- in af spilamennskunni, spilar djarft, vinnur mikið en tapar líka oft miklu. Ástarævintýri þeirra einkennist af lífi fjárhættuspilar- ans og í lokin verða þau að gera upp við sig hvaða ástríða í lífi þeirra skiptir þau mestu máli. The Hunted Tommy Lee Jones og Benecio del Toro eru andstæöingar sem berast á banaspjót. lífiö Fundur um dyslexíu Félagsfundur Vinafélags Blindra- bókasafns Islands um dyslexíu verð- ur haldinn kl. 20 að Hallveigarstöð- um, Túngötu 14 (kjallara). Allir vel- komnir. Alþjóðlegur barnaleikhúsdagur Alþjóðlegi bamaleikhúsdagurinn er í dag en með honum er vakin at- hygli á því mikilvæga hlutverki sem leikhúsið hefur að gegna í lífi ungra áhorfenda og leikhúsfólks. Listadagar barna- og unglinga Það eru listadagar barna og ung- linga í Garðabæ fram á sunnudag. Mikið um að vera í bænum alla dag- ana. Kíkið inn á www.gardabaer.is Moody Company á 11 Það er boðið upp á Moody Company á Laugavegi 11 í kvöld klukkan 22. Þeir Krummi og Franz verða sannanlega í takt. Lifandi tónlist á Barnum Á Bamum, Laugavegi (áður Blús- barinn), mætir Tender foot með frumsamda tónlist. Atli á Glaumbar Atli skemmtanalögga spilar á Glaumbar í kvöld. Sjonni og Jói á Hverfisbarnum Sjonni og Jói skemmta á Hverfis- barnum í kvöld. Sváfnir á Café Catalínu Sváfnir Sigurðarson spilar á Café Catalínu í kvöld. +Rokk á Grand Rokk Hljómsveitimar I Adapt, Dys, Changer, Albert og Kimono rokk á Grand Rokk í kvöld klukkan 21, 500 kall inn. Dauðinn ber á dyr - í fjórum kvikmyndum sem frumsýndar veröa á morgun Það er mikið úrval gæðakvikmynda í boði þessa dagana og ailir ættu að fínna eitthvað við sitt hæfi. Fjórar nýj- ar kvikmyndir bætast við á morgun, sem auka enn fjölbreytnina. Allt eru þetta spennumyndir. Þrjár eru banda- rískar og ein er ffönsk. Solaris Solaris er endurgerð Stevens Soder- berghs á hinni frægu kvikmynd And- reis Tarkovskis, sem gerð var fyrir rúmum þijátíu árum. Myndin er af- rakstur samstarfs Soderberghs og George Clooney og er þetta þriðja myndin sem þeir gera saman. Solaris er fyrst og fremst geimsaga, en einnig ástar- og spennusaga sem gerist einhvem tímann í ffamtíðinni. Clooney leikur dr. Chris Kelvin sem er beðinn að rannsaka hóp vísinda- manna í geimstöðinni Prometheus. Hafa þeir shtið öllu sambandi við jörð- ina. Kelvin tekur að sér verkefnið, að- allega vegna þess að leiðangursstjór- inn er vinur hans. Þegar hann kemur í geimstöðina hefúr vinur hans framið sjálfsmorð og vísindamennirnir eru ekki mönnum sinnandi. Þeir geta þó komið Kelvin í skilning um að ástand þeirra má rekja til plánetunnar Solar- is. Auk Clooneys leika í Solaris Natasha McElhone, Jeremy Davies og Viola Davis. 8 konur 8 konur eða 8 femmes, eins og hún heitir á frummálinu, var vinsælasta kvikmyndin í Frakklandi á síðasta ári. Hún var auk þess tilnefnd til 12 Cesar-verðlauna. Það urðu raunar ör- lög hennar að vera með flestar tilnefn- ingar en fá síðan engin verðlaun. Pí- anisti Romans Polanskis sá til þess að fáir aðrir komust að. Eins og nafnið bendir til fjallar myndin um átta konur. Morgun einn finnst iðnjöfúrinn Marcel stunginn til bana. Morðið er ffamið í húsi sem er einangrað vegna óveðurs. í húsinu Solarls George Clooney leikur geimfara sem veröur var viö aö eitthvaö óskýranlegt er aö gerast. Ledoyen, Ludivine Sagnier og Fir- mine Richard. The Hunted William Friedkin er meðal þekkt- ustu leikstjóra vestanhafs. Hann byrj- aði ferilinn með þremur athyglisverð- um kvikmyndum af ódýrari gerðinni, The Birthday Party, The Night they Raided Minsky’s og Boys in the Band. Síðan komu stóru smellimir, The French Connection og The Exorcist. Þessar fimm kvikmyndir gerði hann á fimm ára tímabili 1968-1973. Hefúr Friedkin aldrei getað fylgt eftir þess- ari glæsilegu byrjun. í The Hunted, sem er nýjasta kvik- mynd Friedkins, leikur Tommy Lee Jones alríkisfulltrúann L.T. Bon- ham. Nýjasta mál Bonhams er að eltast við raðmorðingja sem geng- ur undir nafninu Mannaveiðar- inn. Hefur hann það fyrir sið að veiða dádýraskyttur og ganga frá þeim. Bonham nær morðingjan- um sem sleppur síðan frá honum og heldur inn í stórborgina þar sem nóg er af fórnarlömbum. Mótleikari Tommys Lees Jones er Benecio del Final Destination 2 Ali Larter og A.J. Cook eru í hlutverk- um tveggja stúlkna sem gera sér grein fyrir því aö dauöinn steppir engum sem hann hefur ætlaö sér. eru konur sem allar gætu hafa myrt Marcel. Þetta eru eiginkona hans, Gaby, dætur hans, Suzon og Cather- ine, tengdamóðir hans, Mamy, mág- kona hans, Augustine, systir hans, Pierette, kokkm-inn Chanel og þjón- ustustúlkan Louise. Leikkonurnar eru flestar meðal vinsælustu leikkvenna Frakka. Þær eru Danielle Darrieux, Catherine Deneuve, Isabelle Huppert, Emanuelle Béart, Fanny Ardant, Virginia 8 konur Fanny Ardant leikur eina konuna og var hún tilnefnd til frönsku Cesar- verölaunanna fyrir leik sinn. Toro sem í fyrra fékk óskarsverðlaun- in fyrir leik sinn í Trafilc. Fínal Destination 2 Final Destination 2 er óbeint fram- hald vinsællar kvikmyndar um ungt fólk sem lenti í flugslysi og hefði sam- kvæmt öllum líkum átt aö deyja. Það kom síðan í ljós að dauðinn sleppir ekki hendi af þeim sem hann hefur ætlað sér. Final Destination 2 gerist nákvæmlega einu ári síðar. Ung stúlka er um það bil að fara út af hrað- braut þegar hún upplifir hryllilega sýn um dauða og eyðileggingu. Hún missir um stund stjórn á bílnum og veldur slysi. Hún og fleiri lifa slysið af og þykir það sæta furðu. Smátt og smátt fara þau sem lifðu af slysið að týna tölunni. Kimberley hefúr uppi á Clear Rivers, þeirri einu sem lifði af hörmungarnar fyrir einu ári, og sam- an reyna þær að finna krók á móti bragði. Með aðalhlut- verkin fara Ali Larter, A.J. Cook, Michael Landers og Tony Todd. Leikstjóri er David Richard Ellis, fyrrum áhættuleikari. -HK í gufubaðinu Þegar Púntilla er viö skál elskar hann allt og alla. Villtur í eöli sínu - segir Theodór Júlíusson um Púntilla bónda Leikritið Púntilla bóndi og Matti vinnumaður er „alþýðugam- anleikur með alvarlegum undir- tóni“ eins og haft er eftir höfund- inum, Bertolt Brecht. Það verður frumsýnt á stóra sviði Borgarleik- hússins í kvöld, í leikstjórn Guð- jóns Pedersens, og þar tekst Theo- dór Júlíusson á við eitt af sínum stærstu hlutverkum um ævina, Púntilla bónda - reyndar í annað sinn. „Ég lék Púntilla með Leikfé- lagi Akureyrar fyrir tuttugu og fjórum árum og hef oft hugsað um að gaman væri að fá tækifæri til að leika hann aftur, sem eldri og þroskaðri maður,“ segir hann. Edrúköstin erfið Leikritið gerist í Finnlandi og er skrifað af Brecht árið 1940, reyndar með finnskri konu, Hellu Wuolijoki, en hjá henni dvaldi hann sem landflótta maður. Það fjallar um landeigandann Púntilla sem á við stórt vandamál að stríða. Þegar hann er drukkinn, sem er ansi oft, er hann mannvin- ur sem elskar lífið og allt og alla en þegar rennur af honum og hann fær sín „edrúköst" rekur hann alla frá sér og neyðir dóttur sína til að giftast hundleiðinlegum og húmorslausum biðli. í uppfærslu Borgarleikhússins koma margir viö sögu, bæði leik- arar og hljóðfæraleikarar. Bergur Þór Ingólfsson fer með hlutverk Matta bílstjóra og Nína Dögg Fil- ippusdóttir leikur dóttur Púntilla. Tónlistin er eftir finnska tónlistar- manninn Matti Kallio, sem leikur á harmóniku í sýningunni og Guð- mimdur Ólafsson er höfundur söngtexta. Umkomulaus undir skelinni Theodór er spurður hvernig honum hafi samið við Púntilla bónda á æfingaferlinu. „Við fyrsta lestur virðist karlinn fremur ein- föld manngerð. En við nánari skoðun sést að hann er margbrot- inn persónuleiki sem hægt er að fara margar leiðir að við að túlka," segir hann og heldur áfram. „Þegar hann er drukkinn er hann villtur í eðli sínu og óhaminn. Allsgáður er hann harð- stjóri en jafnframt umkomulaus undir skel stórbokkans." Hann segir þá Púntilla gerólíka að þessu leyti. „Ég þyki fremur leiðinlegur með víni en þokkalega góður edrú.“ Hann undirstrikar að þrátt fyrir farsakennt yfirborð verksins sé undiraldan þung. „Þótt ærsl og öfgar séu áberandi vona ég að sýn- ingin skilji eftir spurningar hjá fólki og það hafi um eitthvað að hugsa þegar það gengur út.“ -Gun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.