Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2003, Blaðsíða 28
28
FIMMTUDAGUR 20. MARS 2003
Sport
DV
Annarri umferö meistaradeildarinnar
auk í gærkvöld:
úr keppni. Reuters
- skaut Arsenal út úr meistaradeildinni meö !
Arsenal er úr leik í meistaradeild
Evrópu eftir að liðið beið lægri Mut
fyrir Valencia, 2-1, á Mestalla-leik-
vanginum í Valencia í gærkvöld. Ajax
náði jafntefli, 1-1, gegn Róm og það
nægði liðinu til að komast áfram á
kostnað Arsenal.
Arsenal þurfti á jafntefli að halda
til að vera öruggt áfram og tjaldaði
öllum tiltækum mönnum þrátt fyrir
að lykilmenn eins og Sol Campbell og
Patrick Viera væru í besta falli tæpir
fyrir leikinn.
Valencia mætti til leiks með því
hugarfari að sækja og uppskáru laun
erfíðsins eftir rúmlega hálftíma leik
þegar Norðmaðurinn tröllvaxni, John
Carew, kom þeim yflr. Ástandið var
ekki gott fyrir Arsenal því Valencia-
liðið er þekkt fyrir að vera mjög
sterkt vamarlega. Thierry Henry gaf
því þó von í byrjun síðari hálfleiks
þegar hann jafnaði metin en Carew
skaut aftur upp kollinum átta mínút-
um síðar og skoraði aftur - mark sem
reyndist vera sigurmark leiksins og
gulltrygging farseöils Valencia í átta
liða úrslit keppninnar fjórða árið í
röð. Leikmenn Arsenal sitja eftir með
sárt ennið en geta þó sjálfum sér um
kennt því liðið gerði þrjú jafntefli á
heimavelli sínum og má segja að það
sé ástæðan fyrir því að það komst
ekki áfram.
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri
Arsenal, var ósáttur við spila-
mennsku Valencia eftir að liðið komst
yfir, 2-1, og sagði að það hefði eyðilagt
leikinn með óheiðarlegum leik.
„Þegar þeir komust yfir, 2-1, þá var
þetta ekki lengur knattspyrnuleikur
því að þeir eyðilögðu hann. Þeir lögð-
ust niður í völlinn við minnsta tilfelli
og lágu þar í dágóða stund í hvert
skipti. Það var ekkert flæði í leiknum
og þegar svo er verður erfitt að spila
góða knattspymu. Ég vildi gjarnan
vita hversu mikið boltinn var í leik í
seinni hálfleik - það hafa ekki verið
margar minútur."
„Við erum mjög vonsviknir. Við
áttum allan fyrri háfleikinn en náðu
ekki að nýta okkur það. Þeir áttu eitt
skot á markið í fyrri hálfleik og við
vorum 1-0 undir i hálfleik. Við gáfum
kannski of mikið eftir þegar við vor-
um búnir að jafna en áttum engu að
síður skilið að fá meira út úr þessum
leik. Þegar lið dettur út eru allir
ábyrgir, knattpspyrnustjóri, leikmenn
og þjálfarar - það er enginn undan-
skilinn. Ég er hins vegar stoltur af
mínum mönnum og veit að þeir munu
Norski framherjinn John
Carew fagnar hér öðru
markí sinu fyrir Valencia
gegn Arsenal í gærkvöld en
mörkin hans tryggöu Val-
encia sæfi í 8-liöa úrslitum
meistaradeildarinnar en
Arsenal sat eftir meö sárt
enniö. Þetta var ekki fyrsta
sinn sem Carew leikur
Arsenal grátt því hann
skoraði sigurmarkiö i leik
liöanna í 8 liöa úrslitum
keppninnar fyrir tveimur ár-
um - mark sem geröi þaö
aö verkum aö Arsenal datt
yfirstíga þessi vonbrigði og klára
keppnistímabilið með sóma.“
Jafntefliö nægði
Roma átti möguleika að komast
áfram svo framarlega sem liðið myndi
vinna gegn Ajax og Arsenal myndi ná
stigi eða stigmn gegn Valencia. Það
gerðist þó ekki því leikurinn endaði
með jafntefli, 1-1, og Rómverjar end-
uðu í síðasta sæti riðilsins.
Ajax fékk óskabyrjun i leiknum því
Andy van der Mayde kom þeim yflr
strax á 1. mínútu leiksins. Hinn ungi
Antonio Cassano jafnaði metin á 23.
minútu með sínu öðru marki í tveim-
ur leikjum. Fabio Capello, þjálfari
Roma, var ekki sáttur við úrslitin og
sagði Ajax ekki eiga skilið að komast
áfram.
„Ajax hefur verið heppið í þessum
riðli. Ekkert sem ég hef séð til liðsins
segir mér aö það hafl átt að fara upp
úr þessum riðli frekar heldur en við.
Þeir eru með tvo góða leikmenn, [Zlat-
an] Ibrahimovic og [Christian] Chivu
en fyrir utan það er liðið ekkert sér-
stakt,“ sagði Capello.
Draumaferöin á enda
Draumaferð Newcastle í meistara-
deildinni tók enda í gærkvöld þegar
liðið beið lægri Mut fyrir Barcelona,
2-0, á St. James Park. Newcastle spil-
aði vel í leiknum og hefði að ósekju
átt að fá meira út úr leiknum. Það var
mun sterkara nánast allan leikinn en
var refsað grimmilega fyrir varnar-
mistök.
Bobby Robson, knattspyrnustjóri
Newcastle, horfði upp á meistara-
deildardrauminn gufa upp í gærkvöld
en lofaði að koma til baka með liðið á
næsta ári og gera betur.
„Við töpuðum 2-0 og fólk sem sá
ekki leikinn mun örugglega halda að
þetta hafl verið auðveldur leikur fyrir
Barcelona. Svo var þó ekki því að við
vorum betra liðið - við vorum meira
með boltann, sköpuðum okkur fleiri
færi en unnum samt ekki!“ sagði Rob-
son.
„Ég sagði við strákana eftir leikinn
að þetta væri búið og gert, þeir yrðu
að gleyma þessu því að það væri búið.
Þetta er búinn að vera yndislegur tími
- stórkostlegt ferðalag. Við borguðum
farmiðann, hoppuðm upp í lestina og
erum nú komnir heim. Nú eru átta
leikir eftir í deildinni og þetta var það
skemmtilegur tími að við munum
berjast af lífs- og sálarkröftum til að
komast þangað aftur,“ sagði Robson.
Lokastaðan
A-riðiU
Úrslit
B. Leverkusen-Inter Milan ... 0-2
0-1 Obafemi Martins (36.), 0-2 Berezoglu
Emre (90.).
Newcastle-Barcelona.......0-2
0-1 Patrick Kluivert (60.), 0-2 Thiago
Motta (74.).
Staðan
Barcelona 6 5 10 12-4 16
Inter Milan 6 3 2 1 11-8 11
Newcastle 6 2 13 10-13 7
Leverkusen 6 0 0 6 5-15 0
B-riðiH
Úrslit
Valencia-Arsenal..........2-1
1-0 John Carew (34.), 1-1 Thierry
Henry (49.), 2-1 John Carew (57).
Roma-Ajax................1-1
0-1 Andy van der Meyde (1.), 1-1
Antonio Cassano (23.).
Staðan
Valencia 6 2 3 1 5-6 9
Ajax 6 1 5 0 6-5 8
Arsenal 6 14 16-5 7
Roma 6 1 2 3 7-8 5
Valencia, Ajax, Inter Milan, Real
Madrid, Man. Utd, Juventus, AC
Milan og Barcelona eru komin áfram
18-lióa úrslit. -ósk
m
veimur mörkum
f * T .A *
„Mörkin sem við fengum á okkur
voru af ódýrari gerðinni. Varnar-
mennimir mínir eru ungir og þessi
leikur fer í reynslubankann þeirra.
Það er ekki hægt að gera mistök þeg-
ar leikmenn eins og Patrick Kluivert
eru í hinu liðinu," sagði Robson að
lokum. Raddy Antic, þjálfari
Barcelona, horfði upp á lið sitt ganga
af velli taplaust í íjórtánda sinn í
meistaradeildinni í vetur og var
ánægður með sína menn.
„Þetta var góður leikur. Newcastle
varð að vinna og reyndi það allan tim-
ann. Við börðumst hins vegar vel og
uppskárum sigur þó hann væri
kannski ekki sanngjarn."
Þegar blaðamenn spurðu Antic af
hverju Barcelona gæti ekki spilað
jafnvel í spænsku deildinni og liðið
gerði i meistaradeildinni fauk í hann.
„Það er alltaf sama sagan með ykk-
ur. Þið spyrjið alltaf sömu spuming-
arinnar og leyfið manni' aldrei að
njóta sigursins."
Inter áfram
Inter MOan er komið i 8 liða úrslit-
in eftir sigur á Bayer Leverkusen, 2-0.
Það var átján ára gamall Nígeríumað-
ur, Obafemi Martins, sem stal sen-
unni í liði Inter MOan en hann fékk
tækifæri í byrjunarliðinu í fjarveru
Christians Vieri og Alvaros Recoba.
Hann nýtti það til fullnustu, skoraði
fyrra mark liðsins og átti frábæran
leik.
Hector Cuper, þjálfari Inter MOan,
var sáttur við sina menn og sagði þá
hafa unnið sitt verk vel.
„Við spOuðum vel sem lið i kvöld.
LeOonenn minir voru agaðh: og þeir
gerðu það sem þurfti. Leikurinn var
alls ekki auðveldur og leikmenn
Bayer Leverkusen gerðu okkur oft á
tíðum erfitt fyrir,“ sagði Cuper.
-ósk
Andy van der Mayde. leikmaöur
Ajax, fagnar hér marki sínu
gegn Roma en jafnteftiö sem
Ajax náöi a Olympíuleíkvangin-
um í Rom tryggði liöinu sæti i 8
Itöa úrslitum keppninnar. ,
Reuters
-
r
Carewkd