Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2003, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2003, Síða 2
2 FÖSTUDAGUR 28. MARS 2003 Fréttir I>-V Gísii Guöjónsson fékk ungan Norömann sýknaöan af moröákæru 1998: Raunverulegur morðingi er fundnn 25 ára Norðmaður sem sakaður var um morð á ungri frænku sinni í maí 1995 er ótvírætt talinn saklaus í dag eftir að nýjustu tækni hefur verið beitt við DNA-rannsókn á blóðugu hári sem fannst í lófa Birgittu Tengs sem fannst myrt. Rannsóknin staðfest- ir að hárið er ekki af frænda myrtu stúlkunnar. Gísli Guðjónsson rétt- arsáifræðingur kvað á sínum tíma upp þann úrskurð að ungur maður, sem var sakfelldur og hafði gefíð þvingaða játningu á verknaðinum, væri saklaus. Lögreglan, dómarar og geðlæknar í Noregi voru á öðru máli, en kviðdómur trúði rannsóknum og áliti Gísla og sýknaði unga manninn þrátt fyrir þvingaða játningu hans. Hann hefúr síðan búið í út- löndum enda var honum gert gjörsam- lega óvært að búa í heimalandi sínu. „Ég sagði eftir rannsóknir mínar að maðurinn væri sak- laus,“ sagði Gísli Guðjónsson í morgun. „Dómaramir trúðu mér ekki þá, en gera það núna þegar húið er að fmna mann sem pass- ar nákvæmlega við austurrísku DNA- greininguna sem nú liggur fyrir,“ sagði Gísli. Hann segir að ótrúverðug son rettarsal- fræðlngur. játning hafi fengist eftir 180 klukku- stunda yfirhevrslur á sínum tíma. Eftir að ungi mað- urinn var sýknaður var farið í einkamál gegn honum og skaðabóta krafist. Var hann dæmdur til að greiða ættingj- um 100 þúsund norskar krónur, um eina milljón íslenskar krónur. Málið fór fyrir Mannréttindadómstólinn í Strasbourg sem sneri málinu við og dæmdi manninum 1,5 milljónir ís- lenskra króna í skaðabætur. Birgitte Tengs, hin myrta. Norska lögreglan veit hver maður- inn er sem nú er grunaður um verkn- aðinn og er handtöku að vænta. Lög- reglan hafði strax 1998 ábendingar um að sá maður væri hugsanlegur ódæð- ismaður. Ég er auðvitað hæstánægð- ur með að mitt mat hefur reynst rétt. Þessi lögreglurannsókn var aldrei trú- verðug og yfirheyrslur sömuleiðis. Fæstir Norðmenn trúðu því reyndar að lögregluyfirvöld gætu sakfellt sak- lausa menn og knúið fram játningu. En það gerðist í þessu tilviki, menn geta bitið svona nokkuö í sig,“ sagði Gísli í morgun. „Ég tel að í framhald- inu muni þetta mál hafa víðtæk áhrif á réttarkerfið í Noregi." -JBP Sviptup ökurétti í fjögur ár vegna ölvunaraksturs Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt rúmlega tvítug- an mann til að greiða tvö hundruð þúsund króna sekt til ríkissjóðs og svipt hann ökurétti í fjögur ár vegna umferðarlagabrots. Maður- inn hafði ekið bíl sínum undir áhrifum áfengis í gegnum Akur- eyri á ógnarhraða og þurfti lög- reglan að hætta eftirför vegna slysahættu. Maðurinn var hand- tekinn skömmu síðar við heimili sitt en hann mældist með 2,08 pró- mill af alkóhóli í þvaginu. Með vísan til alvarleika hátt- semi mannsins þótti rétt að svipta hann ökurétti í fjögur ár. -EKÁ Klassíkin í rokki og blús Ein sögufrægasta hijómsveit poppsög- unnar The Yardbirds héldu tónleika í gærkvöldi á Broadway. Voru þetta einu tónleikar hljómsveitarinnar í stuttri heim- sókn til landsins. Skapaðist góö stemn- ing á tónleikunum, enda hljómsveitin sjaldan veriö betri og fylltust gamlir aö- dáendur sem og nýir eldmóöi. Á mynd- inni er bassaleikari sveitarinnar og aöal- söngvari, John Idan, aö þenja raddbönd- in. Honum á vinstri hönd er gítarleikar- inn Gypie Mayo. DV-MYND HARI Til hamingju, Ingibjörg Nýtt hótel í hjarta Reykjavíkur, 101 hotel, var formlega opnaö í gær. Hóteliö er í gamla Alþýöuleikhúsinu viö Hverfisgötu. Þaö er Ingibjörg Pálmadóttir sem er eigandi hótelsins og bauð hún boösgesti velkomna í opnunarveislu í glæsilegum salar- kynnum hóteisins. Var margt um manninn og skemmtu gestir sér vel. Á myndinni er Þórólfur Árnason borgarstjóri aö segja eitthvaö skemmtiiegt og eigandinn Ingibjörg Pálmadóttir, sem er honum á vinstri hönd, hlær innilega. Fyrirtæki í Reykjavík auglýsir kynlífsþjónustu: Dýflissa til leigu, með eða án „Dýflissa tO leigu, með eða án Mistress. Mistress Cat tekur einka- tíma.“ Svo segir í auglýsingu á Netinu um fyrirtæki í Reykjavík sem sérhæfir sig í tdtekinni tegund kynlífsþjónustu. Að því er best er vitað er þetta fyrsta fyr- irtækið sem sett er á stofn hér á landi td að veita þjónustu af þessu tagi. DV hefúr áður fjallað um tvær nuddstofur í Reykjavík sem veita svo- kaUað nakið nudd, sé þess óskað, gegn greiöslu. Þetta þriðja fyrirtæki birtir verðskrá á heimasíðu sinni, eins og Stuttar fréttir nuddstofúmar. Þar kemur fram að verð fyrir leigu dýflissu getur rokkað frá 15 þúsund krónum upp í 40 þúsund fyrir klukkutímann eftir því hvað mikið er í lagt. Dvelji viðskiptavinur- inn einn í dýflissunni borgar hann 15 þúsund. Sé hann með tvær dómínur, eða drottningar, þarf hann að borga 40 þúsund á klukkutímann. Fram kemur að dýflissan er tO leigu frá klukkan 19-23 virka daga, en um helgar eftir samkomulagi. Það sem þama fer fram, aö því er segir á heimasíðunni, era „niðurlæg- ingar, bindingar, flengingar og annað sem flokkast undir að „gera góðan þræl, ambátt eða þjón“ úr viðskipta- vininum. Jafnframt kemur fram að þjónustan sem veitt er byggist á hlut- verkjaleikjum. Á heimasíðunni era veittar frekari upplýsingar um hvað um sé að ræða og hvaða þjónusta sé seld á staðnum. í helgarblaði DV á morgun verður fiadað ítarlega um þá kynlífstengdu þjónustu sem verið hefúr að ryðja sér tO rúms hér á landi á undanfórnum árum og mánuðum. -JSS Strið frestar flugi Deyfð á bandarískum ferðamark- aði, sem rakin er tO Íraksstríðsins, veldur að Flugleiðir frestuðu aö hefia New York-flug um þrjár vikur, eða fram tO 7. aprO. Bandaríkjamenn era hræddari við flug en Evrópubúar, segir í Mbl. Bíóverð í skoðun Norðurljós, sem reka Smárabíó og Regnbogann, skoða möguleikana á því að lækka verð bíómiðans. Sambíóin og Háskólabíó hafa þegar lækkað verðið um 14% eða í 750 kr. - og er það rakið tO hagstæðrar gengisþróunar. Vísitalan hækkar Stofnvísitala ýsu hækkaði um 70% skv. stofnmælingu Hafró í nýafstöðnu togararalli. Þá hækkar vísitala karfa og þorsks en ekki nándar nærri jafn mikið og ýsunn- ar. Sjórinn við land- ið er aldrei hlýrri, segir Mbl. Skattar hafa aukist AOs 76% landsmanna era á þeirri skoðun að skattar og þjónustugjöld þeirra hafi aukist, skv. nýrri könnun Fréttablaðsins. Sjálfstæðismenn eru síst á þessari skoðun, helmingur þeirra segist ekki borga hærri skatta en áður var. Krókakvóti hækkar Verð á kvóta í krókaaflakerfinu er í sögulegum hæðum og fer kflóiö á aOt að 940 kr. Verðhækkunin er um 65% á einu ári. Fram kemur í Mbl. að bank- ar hafi verið duglegir að lána peninga tO kvótakaupa sem spenni upp verðið. Leikskólar í lamasessi Starfsmenn fiögurra einkarekinna leikskóla í Reykjavík hafa leitað að- stoðar Eflingar - stéttarfélags þar sem Ofeyrisgreiðslur og önnur launatengd gjöld hafa ekki borist mánuðum sam- an. RÚV greindi frá. Kerfið lekur Trúnaðarapplýsingar mígleka úr tölvukerfum sýslumannsembætta landsins, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar. Hvatt er tfl þess að öryggi í aðgangi að kerfún- um verði eflt og tryggt. -sbs DV-MYND E.ÓL. Anægja yfir nýju blaöi Njáll Gunnlaugsson og Geir A. Guö- steinsson, umsjónarmenn DV-bíla, skoöa frumútgáfu hins nýja blaös ásamt Ragnheiði Gústafsdóttur á auglýsingadeild DV. Nýtt bílablað DV: Fjöibreytt um- fjöllun um allt sem hreyfist Nýtt bílablað DV kemur út í dag. Blaðið mun fylgja helgarblaði DV á morgun, auk þess sem því verður drefl't sérstaklega á fiölda staða, tfl dæmis bOasölur og bensínstöðvar. NjáO Gunnlaugsson og Geir A. Guðsteinsson eru umsjónarmenn hins nýja blaðs. NjáO segir fiöl- breytnina verða helstu sérstöðu blaösins „Ætlunin er að fiaOa meira um mótorsport sem DV hefur reyndar sinnt mjög vel í DV-Sport. Þá er reynsluakstur nýrra bfla stór hluti af umfiöOuninni en hvergi annars staðar hefur verið meiri umfiöOun af því tagi en í DV. Við munum leggja áherslu á innlendar og er- lendar fréttir og einnig verður um- fiöOun um notaða bOa og fleira áhugavert. Við vfljum nálgast meira áhugasvið hins almenna les- anda sem hefur vfljað gleymast í umfjöOun um bOa hér á landi,“ seg- ir NjáO. BOablaðið verður reglulega 24 síður og stærra þegar svo ber und- ir. Sérstök aukablöð DV um bOa og mótorsport verða gefin út áfram, eða eins og tflefni þykir tfl. -hlh SkilorðsbundiO fangelsi fyrir líkamsárás Rúmlega tvítugur pfltur á Akur- eyri hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skflorðsbundið fangelsi fyr- ir líkamsárás en hann haföi slegið annan mann í andlitiö á SjaOanum með þeim afleiðingum að hann kjálkabrotnaði og fiórar framtenn- ur í efri gómi losnuðu. Ákærði ját- aði að hafa slegið manninn í andlit- ið á veitingastaðnum en andmælti því aö maðurinn hefði hlotið um- rædda áverka af hans völdum. Ekki var faOist á frásögn hins ákærða um að höggið hefði verið viðbrögð við magahöggi sem hann hefði oröiö fyrir af háOú mannsins og var hann, auk fangelsisrefsing- arinnar, dæmdur tfl að greiða manninum hundrað og þrjátíu þús- und krónur í skaðabætur. -EKÁ IDV helgarblað I Kynlífsiönaður 1 á íslandi I helgarblaði DV I verður fiaOað ítarlega I um kynófsiðnað, bæði svokaOaðar nuddstof- ____________I ur, sem verið hafa að ryðja sér hér tfl rúms, svo og fyrir- tæki sem býður upp á dýflissu, með eða án drottningar eða dómínu, bind- ingar, flengingar og hlutverkaleiki. Þá er ítarlegt viðtal við Geir Guðmunds- son, formann BDSM-félagsins hér á landi. BDSM útleggst sem bindi-, drottnunar-, sadómasókistaleikir og munalosti. í helgarblaðinu er rakin saga vændis á íslandi. Þá er ítarlegt viðtal við Jón A. Baldvinsson, nýkjör- inn vígslubiskup og fiaOað um Mich- ael Moore uppreisnarmann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.