Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2003, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2003, Qupperneq 6
6 FÖSTUDAGUR 28. MARS 2003 Fréttir I>V Davíö Oddsson boöar stórfelldar skattalækkanir á landsfundi: Tekjuskattun lækki um 4% og matarskattur um helming Davíð Oddsson boðaði umfangs- miklar skattalækkanir, einkum á tekjuskatti og virðisaukaskatti á mat- væli, við setningu landsfundar Sjálf- stæðisflokksins í gær. Gert er ráð fyr- ir að þær kosti ríflega tuttugu millj- arða króna en að þar af fáist um fimm milljarðar til baka vegna auk- inna umsvifa. „Við viljum lækka tekjuskatt um 4% á kjörtímabilinu. Við viljum af- nema eignarskatt algerlega. Við vilj- um lækka um helming viröisauka- skatt á matvæli, bækur, húshitun, raímagnskostnaö og öðru sem til- heyrir lægra virðisaukaskattsþrep- inu. Við viljum hækka bamabætur um tvö þúsund milljónir króna. Við viljum helminga öll skattþrep erfða- fjárskatts þannig að almennt þrep verði aöeins 5% og að fyrstu tvær milljónimar verði erfðaskattslausar. Og við viljum auka skattfrelsi vegna viðbótarframlaga í lífeyrisspamað," sagöi Davíð í setningarræðu sinni. Óvenjuleg loforð Davíð sagöi að sjálfstæðismenn hefðu hingað til ekki lofað beinum skattalækkunum fyrir kosningar en hefðu lækkað skattana samt. „Það þýðir að hér er um bein loforð okkar að ræða, sem við efnum fáum við til þess styrk í þetta sinn,“ sagði Davíð. „Og það vita allir sem fylgst hafa með verkum okkar að því má treysta. Við erum nefnilega ekki aðeins umræðu- stjómmálamenn heldur fyrst og síð- ast athafnastjómmálamenn og á því er reginmunur." Davíð sagði að það kæmi ekki af sjálfu sér að geta nú með trúverðug- um og traustvekjandi hætti heitið því að gera hvort tveggja í senn, að hefja þriöja áfanga skattalækkanaferilsins og styrkja um leið stöðu aldraðra, ör- yrkja og þeirra sem treystu á góða „Lag til að lækka skatta svo um munar“ Dav/ð Oddsson sagöi aö svo heföi veríö búiö um hnútana í landinu aö tryggja mætti samfelldan hagvöxt um árabll værí rétt á málum haldiö. Þessum árangrí vildi Sjálfstæö- isflokkurínn skila beint til fólksins í landinu 'meö ríflegum skattalækkunum. heilbrigðisþjónustu og félagslega vel- ferð. Þannig hefði verið haldið á rík- isfjármálum á undanfómum árum, að ríkissjóður væri nú burðugri en hann hefði lengi verið og það þótt fimmtiu milljarðar króna hefðu verið settir til hliðar til að stoppa upp í líf- eyriskerfi sem ríkið bæri ábyrgð á en hefði verið látið reka á reiðanum í áratugi. Davíð sagði að það væri hins veg- ar óþekkt svo að hann vissi til að vinstri stjóm lækkaði skatta. Hitt hefði aldrei bmgðist, að vinstri stjóm hefði á augabragði breytt kjörseðlum í skattseðla. Svarar gagnrýni Davíð svaraði gagnrýni um að rík- isstjómin hefði hækkað skatta og velti fyrir sér hvort vinstriflokkamir gengju götuna á enda og segðu næst aö sífelldar skattahækkanir R-listans í Reykjavík hefðu verið dulbúnar skattalækkanir eftir allt saman. Þá minnti hann á að Össur Skarphéðins- son, „einn af aðaltalsmönnum Sam- fýlkingarinnar," hefði á sínum tíma gagnrýnt ríkisstjómina fyrir skatta- lækkanir en segði nú að það væri þjóðsaga að skattar hefðu verið lækk- aðir. Hugsanlegt væri að þótt Össur tryði ekki sér og fjármálaráðherra þá tryði hann sjálfum sér, „sem sýnir þá að hann er maður sem fylgir ekki straumnum". Davíð gagnrýndi harkalega hug- myndir um fymingarleið í sjávarút- vegi. Oftast hefði heyrst að ríkiö ætti þannig að taka tfl sín tíu prósent á ári af kvótanum. Ef reynt yrði að framkvæma þetta myndi veðhæfni sjávarútvegsins hrynja þegar í upp- hafi vegna þeirrar óvissu sem hefði skapast. „Slíkar hugmyndir geta ekki flokkast undir annað en að vera hreint tilræði við landsbyggðina,“ sagði Davíð. Davíð vék einnig að stríöinu í írak og sagði að þótt því væri ekki lokið væm úrslit þess ráðin: „Dagar Sadd- ams era taldir. Eftir þaö verður frið- vænlegra í heiminum og öryggi vex í þessum heimshluta. Þá geta menn vonandi snúiö sér af alvöra að illvíg- um og erfiðum deflum ísraels og Palestínumanna." Ekki í þakkarskyni Davíð taldi upp ýmsan árangur undanfarinna ára: hagvöxt, kaup- máttaraukningu, skattalækkanir, samninga við samtök aldraðra og ör- yrkja, frið á vinnumarkaði, lága verð- bólgu, aukin framlög tfl heflbrigðis- mála og fleira, en sagði að Sjálfstæð- isflokkurinn væri samt ekki í þeim erindum að biðja fólk að kjósa sig í þakkarskyni, enda liti flokkurinn fyrst og síðast á þennan árangur sem þjóðarárangur. Á hinn bóginn liti flokkurinn til framtíðar og segði að nú væri lag til að lækka skatta svo um munaði; treysta nýja sókn fólks og fyrirtækja; tryggja áfram góða afkomu ríkis- sjóðs; styrkja stöðu eldri borgara; treysta öflugt atvinnustig; efla menntunarstigið; efla orðspor íslands sem eins umhverfisvænsta þjóðfélags í veröldinni; koma í veg fyrir að ábyrgðarlaus öfl græfu undan megin- stofnum íslensks atvinnulifs; auka enn hlut einstaklinganna á kostnað hins opinbera; og fara úr sjöunda sæti á lista Sameinuðu þjóöanna yfir þau lönd þar sem eftirsóknarverðast er að búa í toppsætin. „Við erum að segja við þá sem hlusta og ætla að láta málefnin ráða afstöðu sinni í vor að kostimir séu klárir og því ætti valiö að vera auð- veldara en stundum áður,“ sagði Davíö. -ÓTG iampionsh^, Lítill Pizza með 2 álegas- tegundum frá Domino’s pizza fylgir með 500 fyrstu leikjunum iiiú/ijiiií J 11-J il íijjiji CHAMPIONSHIP MANAGGR DVJVIYND GVA Hrlkaleg aðkoma / forgrunni sjást fólksbílarnir tveir en í fjarska sér aftan á smárútu sem einnig lenti í árekstrinum, en annar fólksbíllinn lenti á framhorni hans meö hræöilegum afleiöingum eins og fréttin aö neöan ber meö sér. Umferðarslys á Reykjanesbraut snemma í morgun Tveir létust í árekstri þriggja bíla Tveir létust í hörðum árekstri sem varð á Strandarheiði á Reykjanesbraut um klukkan hálf sjö í morgun. Málsatvik eru í stuttu máli þau að að fólksbill á leið til Reykjavíkur lenti á vinstra framhomi lítils rútubíls og síðan á fólksbíl sem á eftir kom. ökumaður var einn í annarri fólksbifreiðinni en þrír í hinni. Fólkið í rútunni mun hafa sloppið með minni háttar meiðsl, en þar var á ferðinni áhöfn Flugleiðavélar sem var aö koma heim eftir utanfor. Þegar DV fór í prentun í morg- tm var ekki vitað um líðan far- þeganna úr annarri fólksbifreið- inni - og málsatvik voru enn ekki að fullu skýrð. Lögreglu- menn voru enn við störf á vett- vangi á tíunda tímanum. Vegna slyssins var Reykjanesbraut lok- uð milli Vogaafleggjara og Kúa- gerðis og var umferð beint um Vatnsleysustrandarveg. -sbs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.