Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2003, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2003, Qupperneq 13
13 FÖSTUDAGUR 28. MARS 2003 DV Henmenn brenna Útlönd rnyndir og bréf að heiman Breskum hermönnum 1 írak er mörgum gert að eyðileggja alla per- sónulega hluti sem þeir eru með í fórum sínum. Þannig tóku liðsmenn 7. fallhlíf- arsveitar breska hersins sig til í gær og brenndu fjölskyldumyndir og bréf að heiman. Auk þess er her- mönnum gert að losa sig við sjúkra- skírteini, peninga og hvaðeina er getur gefið upplýsingar um þá per- sónulega. Tilgangurinn er að tryggja öryggi verði þeir teknir til fanga af írösk- um hersveitum. Persónulegir mun- ir eru taldir gefa óvininum dýrmæt- ar upplýsingar - upplýsingar sem þeir geta nýtt sér við yfirheyrslur. „Ef hermaður lendir í óvina- höndum og sá sem annast yfir- heyrslu hefur upplýsingar um fjöl- skyldu og einkalíf á takteinum verða yfirburðir viðkomandi of miklir. Aukinheldur eykur það til muna álagið á hermanninn; hann Breskir hermenn í írak Þeim ergert aö farga öllum persónulegum munum. er hugsanlega minntur á þá sem bíða hans heima," sagði Rich Pi- ercy, lautinant í breska hernum, í samtali við BBC í gær. Ewan Andrews liðþjálfi var einn þeirra sem þurftu að sjá á eftir fjöl- skyldualbúminu. Honum var gert að brenna mynd af 10 mánaða göml- um syni sínum. „Þetta tekur mjög á mig. Herinn setur hins vegar reglur og þeim ber að fylgja," sagði Andrews. Hann ítrekaði hversu mikils virði væri að fá bréf að heiman og félagar hans væru sama sinnis. Eins og staðan er nú fá þeir að lesa bréfm en þeim er síðan fargað. „Það er fátt meira upplífgandi en að fá fréttir að heiman. Það er skelfi- legt að geta ekki haldið upp á bréf- in. Þetta hvetur okkrn- hins vegar til að standa okkur vel og Ijúka stríðinu hið fyrstu - þannig að við komust heilir á húfi heim,“ sagði Pete Bryce, ■ REUTERS Allar hendur á lofti Breskir fótgönguliðar dreifa matvælum í borginni Basra í írak í gær. íbúar tóku matargiöfunum fagnandi en matar- og vatnsskortur hefurgert mörgum erfitt fyrir i borginni frá því stríösátök hófust fyrir rúmri viku. Mótmæli gegn stríðinu í írak halda áfram í Bandaríkjunum: Lögðust í götuna og hindruðu bílaumferð Átök urðu á fjölmennum mót- mælafundi gegn stríðinu í írak á Manhattan í New York í gær. Lög- regla handtók ríflega 200 manns. Fundurinn fór fram á 5. tröð og hafði lögregla komið upp grindum til að halda fólki af götunni. Fram- an af virtu fundarmenn þetta en þegar leið á fundinn tóku um 150 manns upp á þvi að fara yfír grind- umar og leggjast flatir i götuna. Þar með stíflaðist umferð og lögregla skarst í leikinn. Mótmælendur þótt- ust vera „dauðir.“ Til nokkurra átaka kom og þurftu lögreglumenn að bera hvem og einn mann af götunni. Margir mótmæl- enda héldu uppi myndum af fómar- lömbum stríðsins og á gangstéttinni var haldin táknræn útfor fyrir þá hermenn, bandaríska sem íraska, sem látist af í stríðinu. Hinum meg- Á móti stríól Ríflega 200 voru handteknir á mótmælafundi í New York í gær. in götunnar stóöu svo fylgismenn stríðsins og hrópuðu til mótmæl- endanna að þeir vissu ekki hvað þeir væru að tala um. Mótmæli á Manhattan hafa verið tíð að undafömu og raunar víðar í Bandaríkjunum. Um liðna helgi gengu 250 þúsund manns í mót- mælagöngu sem endaði við höfuð- stöðvar Sameinuðu þjóðanna. Til átaka kom við lögreglu og var 91 handtekinn. í San Francisco í Kalifomíu hafa tvö þúsund verið handteknir á hin- um ýmsu mótmælafundum í borg- inni undanfama daga. Mótmælafundir hafa einnig verið haldnir víða um Evrópu en þeir hafa verið fámennari nú en áður en striðið hófst. Víða hefur skorist í odda milli mótmælenda og lögreglu og handtökur fylgt í kjölfarið. PQcd-rom Bíómiði á Final Destination fylgir með 500 fyrstu leikjunum CHAMPIONSHIP MANAGGR SKIPULAGS- OG BYGGINGARSVIÐ BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVlK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi í Reykjavík í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru hér með auglýst til kynningar tillaga að breytingu á deiliskipulagsáætlun í Reykjavík. Víðidalur Fákur. Tillagan gerir ráð fyrir að nýr reiðstígur komi sunnan við Brekkuás, reiðstígur norðan við hesthúsin færist ofar í brekkuna, ný reiðgata komi sunnan við byggð í D-tröð og ný reiðgöng komi undir Breiðholtsbraut, sunnan núver- andi ganga sem verða eingöngu fyrir göngu- og hjólreiða- fólk. Einnig gerir tillagan ráð fyrir að leyfðar verói ofaná- byggingar húsa með takmörkunum sem skilgreindar eru í skilmálum og skýringarmyndum og einnig hvað varðar taðþrær. Afmarkaðar eru tvær nýjar lóðir fyrir hverfið, vestan við A-tröð og norðan hesthúsa milli B og C- traðar. Handan Brekkuáss er lóð fyrir bílastæði fyrir reiðhöll og gert er ráð fyrir áframhaldandi rekstri á dýraspítala við Brekkuás. Tillagan liggur frammi á skipulags- og byggingarsviði Reykjavíkurborgar í Borgartúni 3, virka daga kl. 10.00 - 16.00 frá 28.03 2003 til 09.05. 2003. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillög- urnar. Kynningargögn er einnig að finna á heimasíðu skipulags- og byggingarsviðs, skipbygg.is. Ábendingum og athugasemdum við þær skal skila skriflega til Skipu- lags- og byggingarsviðs (merkt skipulagsfulltrúa) eigi síðar en 09.04. 2003. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Reykjavík, 28. mars 2003. Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur. UPPBOÐ Eftirtaldir munir verða boðnir upp á starfsstöð gerðarþola að Ný- býlavegi 24-26, Kópavogi, föstudaginn 4. apríl 2003, kl. 10.00: Ýmiss konar æfingatæki, s.s. (250 E hjól 1219, hlaupabrautir, 310 seated chest press 31113, 500 Adductor, 562 seated cure 31150, 577 seated leg press 31078, BF Master nr. 0298-00340, BF Slave, nr. 0198-00317, stigavél, þrekstigi 18856), bað- bekkur, Ergo-snyrtistólar, gufuhjálmur, Ionto Profi 199-60, Ionto Profi 298-10, Profi-lampar, Thalaform-nuddbaðkar 300, ljósabekkir, Ionto-hitalampar, Ionto- hitateppi, Ionto-Profi vinnustöð, vinnustólar, S.H.L Expo-med Lasar, Golden eye vél og vinnuvörur, Ionto-fótaborð-vatn, Silhouette tone bekkir, hitapottur, T.N.S- tæki, nuddbekkur, Vichy shower sturta, hljóðbylgjutæki, æfingalóð, þvottavél, þurrkarar, make-up-stólar, naglaborð o.fl. Ávísanir ekki teknar gildar sem greiðsla nema með samþykki uppboðshaldara eða gjaldkera. Greiðsla við hamarshögg. SÝSLUMAÐURINN í KÓPAVOGI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.