Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2003, Side 14
14
Menning________________
Islenskt þotulið
Krassandi viöfangsefni og vel viö hæfi í sápu
Rúnar Freyr Gíslason í hlutverki fótboltakappans Frikka og Inga María Valdimarsdóttir í hlutverki
Röggu, eiginkonu hans.
Áhugi á ríka og fræga fólkinu virðist síst
minni hér en annars staöar í heiminum og er
dyggilega viðhaldið af slúður- og glanstíma-
ritum. Reyndar má ganga lengra og segja að
„fræga“ fólkið sé nánast búið til af slíkum
miðlum enda pínlega fáir með þann stimpil
hér í fásinninu. Andlit sem birtast oft á
skjánum eru vitanlega þekkt og sama má
segja um knattspyrnumenn sem þéna vel í at-
vinnumennsku úti í heimi. í Rauða spjald-
inu, leikriti Kjartans Ragnarssonar og Sigríð-
ar Margrétar Guðmundsdóttur, hverflst at-
burðarásin um slíkt fólk því í forgrunni eru
knattspyrnuhetjan Frikki (Rúnar Freyr
Gíslason) og bróðir hans Hallur (Hilmir
Snær Guðnason) sem er dagskrárstjóri sjón-
varpsstöðvar. Sá síðarnefndi er í sambúð
með Svaný (Elva Ósk Ólafsdóttir) sem er ein
helsta stjarna stöðvarinnar en Frikki er hins
vegar giftur Röggu (Inga María Valdimars-
dóttir) diplómatadóttur sem stundar nám í
sagnfræði auk þess að annast heimiliö og
soninn Bangsa.
Leiklist
Á yfirborðinu er allt í lukkunnar velstandi
en ekki er allt sem sýnist. Fljótlega kemur í
ljós að samband Halls og Röggu er mun nán-
ara en gengur og gerist hjá mægðu fólki og á
það eftir að hafa afdrifaríkar afleiðingar.
Bára (Nanna Kristín Magnúsdóttir), sautján
ára dóttir Svanýjar, leikur stóra rullu í þessu
fjölskyldudrama og er til að mynda notuð
sem tálbeita þegar Frikki ætlar að ná sér
niðri á bróður sínum. Nanna Kristín sýndi
dæmalaust sannfærandi takta í hlutverki
þessa villuráfandi unglings og átti í litlum
vandræðum með að túlka geðsveiflumar sem
eru óhjákvæmilegur fylgifiskur eiturlyfja-
neyslu. Það er engu að síður frammistaða
Rúnars Freys sem stendur upp úr í þessari
sýningu og óhætt að fullyrða að með túlkun
sinni hafi honum tekist að skipa sér á bekk
með fremstu skapgerðarleikurum yngri kyn-
slóðarinnar. Honum lætur jafn vel að koma
til skila lífsgleðinni sem er Frikka eðlislæg
og reiðiblandinni örvæntingunni sem grípur
hann þegar hann uppgötvar að þeir sem eru
honum nákomnastir hafa svikið hann. Inga
María stóð sig með prýði í hlutverki Röggu
sem leikur tveimur skjöldum og fær kikk út
úr því að leika sér að eldi í eiginlegri og óeig-
inlegri merkingu. Persónusköpun Hilmis
Snæs var trúverðug að vanda og sama má
segja um Elvu Ósk þótt Svaný sé ekki sérlega
vel úr garði gerð af hálfu höfundanna. Þá er
ógetið Lilju Guðrúnar Þorvaldsdóttur sem
leikur þrjú hlutverk og nýtur sín langbest í
kómískri rullu sminku.
Rauða spjaldið er afar hefðbundið að bygg-
ingu og uppsetning Kjartans Ragnarssonar í
sama anda. Ljós- og kvikmyndir sem er varp-
að á stóran skerm auka vissulega fiölbreytni
og kallast skemmtilega á við leikmyndina en
eru alls ekki nauðsynlegar fyrir framvind-
una. Leikmynd Axels Hallkels er að mörgu
leyti vel lukkuð og í upphafi fæst ágætis til-
finning fyrir rúmum húsakynnum hjá Röggu
og Frikka þótt húsgögnin hefðu að ósekju
mátt vera enn smartari. Lýsing Björns Berg-
steins Guðmundssonar var listilega hönnuð
og annað sem viðkemur umgjörð er vel leyst.
Sagan sem þau Kjartan og Sigríður Mar-
grét bera á borð í þessu verki minnir um
margt á sápuóperu. Villtar ástríður (blandað-
ar masókisma), framhjáhald, nauðgun, of-
beldi og eiturlyfiafíkn eru óneitanlega
krassandi viðfangsefni og vel við hæfi í sápu
en verða dálítið yfirþyrmandi í einu og sama
leikritinu. Leiknum lýkur í miðjum klíðum
eins og hverjum öðrum framhaldsþætti en
munurinn er sá að mér vitanlega verður ekk-
ert framhald á leikritinu og áhorfendur því
engu nær um afdrif persónanna. Mér er enn
ekki ljóst hverju höfundarnir vilja koma á
framfæri með þessari sögu nema ef vera
skyldi að líf fræga og ríka fólksins er síst
auðveldara en okkar hinna!
Halldóra Friðjónsdóttir
Þjóöleikhúsiö sýnir á stóra sviöinu Rauöa spjaldiö
eftir Kjartan Ragnarsson og Sigríöi Margréti Guö-
mundsdóttur. Tónlist: Siguröur Bjóla. Myndbands-
gerö: Jón Karl Helgason. Lýsing: Björn Bergsteinn
Guðmundsson. Búningar: Axel Hallkell og Margrét Sig-
uröardóttir. Leikmynd: Axel Hallkell Leikstjóri: Kjartan
Ragnarsson.
Unaöslega þykkar
Sannfærandi Bartók
Túlkun Peters Maté á píanókonsert nr. 3 eftir Bartók var fyHiiega í anda tónskátds-
ins. Myndin er tekin á æfingu fyrir tónleikana.
Tónleikar Sinfóníuhljóm-
sveitar íslands, sem haldnir
voru í Háskólabíói í gær-
kvöld, hófust á Stiklum eftir
Jón Nordal. Þetta er gamalt
verk á mælikvarða nú-
tímatónlistar, það var samið
árið 1970. Sessunautur minn,
sem heyrði frumflutning
þess fyrir rúmum þrjátíu
árum, sagði að það hefði elst
vel, og víst var að tónlistin
hljómaði sérlega áhugaverð.
Verkið var í einum þætti
sem skiptist niður í marga
litla hluta, en þó var heildar-
svipurinn sterkur. Maður
hafði á tilfinningunni að tón-
skáldið hefði verið að segja
einhverja merkilega sögu,
því allt mögulegt átti sér stað
í tónlistinni. Vissulega er
þetta ekki eins magnþrungin
tónsmíð og ýmislegt sem Jón
hefur samið á síðari árum,
en grunnhugmyndirnar eru
góöar, tónlistin samsvarar
sér vel og hún er markvisst
byggð upp. Sérstaklega var gaman að
kadensunni sem Anna Guðný Guðmunds-
dóttir lék listavel á píanóið og annað var
einnig afar fallega spilað.
Næst á dagskrá var píanókonsert nr. 3 eft-
ir Béla Bartók sem hann samdi nánast á
banabeði sínum. Eftir því er konsertinn inn-
hverfari og friðsælli en sá á undan, sem
hljómar eins og heimsendir sé í nánd. Ein-
leikari var Peter Maté og var túlkun hans
fyllilega í anda tónskáldsins, þó hugsanlega
hefði leikur hans verið dálítiö varfærnisleg-
ur í fyrsta kafla. Annar þátturinn var af-
slappaðri, og stígandin alveg eins og hún átti
að vera í þróttmiklum lokakaflanum.
Tæknilega var spilamennska Peters fram-
úrskarandi, erfið hlaup og alls konar stökk
pottþétt, ennfremur var fingraspil jafnt og
glitrandi. Óneitanlega var þetta sannfærandi
Bartók, enda voru áheyrendur greinilega
yfir sig hrifiiir.
Síðasta atriði efnisskrárinnar var af öðr-
um toga, hin rómantíska þriðja sinfónía
Tsjaikovskís. Hún er að mörgu leyti ágæt,
sumt er voða sætt en í það
heila er hún dálítið langdreg-
in. Ótrúlegur gæðamunur er
á henni og þeirri fiórðu, sem
óhætt er að telja með mestu
snilldarverkum tónbók-
menntanna. Ástæðan er ein-
fold: Stefin þar eru svo falleg
að þegar maður hefur heyrt
þau einu sinni þá gleymast
þau aldrei. Ég hefði miklu
frekar vHjað hlýða á þá sin-
fóníu á tónleikunum í gær-
kvöld því hljómsveitarstjórn
Rumon Gamba var sérdeilis
llfleg, tilfinningaþrungin,
óhamin og kraftmikil; alveg
eins og Tsjækovskí á að vera.
Gamba var hér mun yfirveg-
aðri en þegar hann stjórnaði
Berlioz fyrir tveimur árum
síðan, enda eins gott og skH-
aði það sér í nákvæmum leik
hljómsveitarinnar þrátt fyrir
allar tilfinningarnar. Heild-
arhljómurinn var óvenju
þéttur, fiðlurnar voru unaðs-
lega þykkar og aðrir hljóð-
færahópar fóru á kostum. Bestur var loka-
spretturinn, en þar tók Eggert Pálsson æði á
pákurnar. Sem sagt geggjaður Tsjaikovskí
en mætti ég biðja um fióröu sinfóníuna með
Gamba næst?
Jónas Sen
Tónleikar meö Sinfóníuhljómsveit íslands í Háskóla-
bíói í gærkvöld. Á efnisskránni voru verk eftir Jón
Nordal, Béla Bartók og Pjotr Tsjaikovskl. Einleikari var
Peter Maté; stjórnandi Rumon Gamba.
FÖSTUDAGUR 28. MARS 2003
DV
Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttír silja@dv.is
Tríó Reykjavíkur og gestir
Taliö frá vinstri: Elín Ósk Óskarsdóttir,
Áskell Másson, Richard Simm, Gunnar
Kvaran og Guðný Guðmundsdóttir.
Söngur með og án orða
Fjórðu og síðustu tónleikar í tónleikaröð
Tríós Reykjavíkur og Hafnarborgar verða
haldnir í Hafiiarborg sunnudaginn 30. mars
og hefjast kl. 20. Flutt verða pianótríó eftir
Áskel Másson og hið frasga d-moU tríó eftir
Mendelssohn. Elin Ósk Óskarsdóttir óperu-
söngkona verður gestur tríósins og mun
flytja nokkrar glæsiaríur, m.a. eftir
Mascagni, PonchieHi, Lehár, Boito (Mefi-
stofeles) og Verdi. Elín Ósk hefur verið sí-
vaxandi söngkona og sló nú síðast rækilega
í gegn í óperunni Macbeth.
Annar sérstakur gestur á tónleflumum
verður Richard Simm píanóleikari sem
mun leika með tríóinu að þessu sinni. Ric-
hard Simm hefur starfað á íslandi um ára-
bH og komiö fram með mörgum helstu tón-
listarmönnum landsins.
Landvinningar Braga
Samið hefúr verið um
útgáfu á skáldsögunni
Gæludýrunum eftir Braga
Ólafsson á Spáni. Það er
réttindastofa bókaforlags-
ins Bjarts, í samvinnu við
umboðsskrifstofuna
Roger, Coleridge & White
í Bretlandi, sem séð hefúr
um það. Bókin kemur út hjá hinu virta for-
lagi Emece, sem er hluti af spænska út-
gáfurisanum Planeta. Gæludýrin komu út í
Danmörku í byrjun árs og hefur bókin
fengið skínandi góða dóma. Kristian Ditlev
Jensen, ritdómari Berlingske Tidende, seg-
ir að sagan sé rífandi skemmtHeg, vel skrif-
uð og þaulhugsuð og bætir við að langt sé
síðan hann hafi lesið jafn skemmtflega og
athyglisverða bók frá Norðurlöndunum.
Ritdómari danska vikuritsins Woman fer
einnig lofsamlegum orðum um Gæludýrin
og hrósar meðal annars frábæru skopskyni
höfundarins.
Tónleikar
helgaðir Kristjáni Eldjárn
Minningartónleikar, helgaðir Kristjáni
Eldjám, verða haldnir í Óperunni á annan
í páskum (21. aprH). Tónleikamir verða
stórir í sniðum með fiölda tónlistarmanna
og mikilli breidd - aHt frá klassískum gít-
arleik (Kristinn Ámason) tfl einsöngs
(Finnur Bjamason), jazz (Jóel Pálsson),
popps (Stuðmenn), rokks (Bubbi Morthens)
og raftónlistar (Hilmar Öm Hilmarsson),
auk þess sem þar verður einnig sýnd stutt-
mynd. Tónleikunum tengjast auk þess tveir
viðburðir sem teljast fréttnæmir: Annars
vegar útgáfa hljómdisks sem var tekinn
upp skömmu áður en Kristján veiktist, þar
sem hann leikur frumsamda tónlist undir
lestri Þórarins Eldjáms á eigin ljóðum.
Hins vegar verður við þetta tækifæri form-
lega stofnaður Minningarsjóður Kristjáns
Eldjáms til styrktar efnilegum tónlistar-
mönnum og afreksmönnum á sviði tónlist-
ar, en allur ágóði af tónleikunum rennur
einmittt í þennan sjóð.
Húnvetnskt bros
Húnvetnskt bros í augum
er bók sem geymir lausavís-
ur og nokkur ljóð eftir Rögn-
vald Rögnvaldsson. Bókinni
er skipt í kafla eftir efni.
Rögnvaldur fæddist 1912 og var einn af þeim
sem settu svip á samfélagið, meðal annars á
Akureyri. Rögnvaldur lést árið 1987 en fiöl-
skylda hans ákvað að gefa út umrædda bók
með úrvali af því mikla safhi kveðskapar
sem hann lét eftir sig og er ekkja hans, Hlín
Stefánsdóttir, skráður útgefandi. Formála
ritar Ragnar Ingi Aðalsteinsson, skáld frá
Vaðbrekku. Vísu sem hann velur þar til
birtingar orti Rögnvaldur eftir að honum
hafði verið bjargað frá bráðum bana vegna
blóðtappa. Hún er svona:
Letin slappar líkamann
leikni er kappans prýði.
En æöatogatapparann
ég teldi happasmíói.