Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2003, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2003, Qupperneq 18
18 FÖSTUDAGUR 28. MARS 2003 Tilvera DV DV MYND E.ÓL Lið Menntaskóians við Sund Ásbjörn Jónasson, Hjördís Alda Hreiöarsdóttir og Úlfur Einarsson. DV MYND HARI Lið Menntaskólans í Reykjavík Oddur Ástráösson, Snæbjörn Guömundsson og Atli Freyr Steinþórsson. Spurt spjöruium úr Úrslitakeppnin í hinum vinsæla spumingaþœtti Gettu betur verður háð í kvöld, í beinni útsendingu Sjónvarpsins. Eins og á síðasta ári mœtast lið Menntaskólans í Reykjavík og Menntaskólans við Sund í lokaviðureigninni og fimm keppendanna af sex eru þeir sömu og í fyrra. Hér kynna ungmennin sig og svara nokkrum áleitnum spurningum, hvert með sínum hœtti. Sjaldan rímunni neitaö aFullt nafn: Atli Nöfn foreldra og húsmóðir. Áhugamálin: Fjölmörg. Áttu kærustu? Nei. Uppáhaldsljóðið: „Þegar danski fáninn var týndur við Öxará“. Trúir þú á drauga? Já. Stundarðu íþróttir og þá hverjar? Engar. Hvað finnst þér um rímur og rapp? Sjaldan hef ég rímunni neitað - en oftar rappinu. Hvert langar þig mest til að ferð- ast? Til Vestfjarða, sérstaklega Hornstranda. Á að leyfa sölu kannabisefna hér á landi? Ég hef ekki myndað mér skoðun á því. Finnst þér erótískar nuddstofur eiga rétt á sér? Málið snertir mig afar lítið. Ertu hlynntur árás Bandaríkj- anna á írak? Ekki get ég sagt það. Ástin er eins og ... L’amour est un oiseau rebelle. Hvað ætlarðu að verða? Háskóla- stúdent. Mósambík lokkar mest Nafn: Snæbjörn Guðmundsson. Aldur: 19 ára í dag. Nöfn foreldra og störf: Anna Frið- riksdóttir lyfjafræð- ingur og Guðmund- ur Guðmundsson matvælafræðingur. Áhugamálin: Pólitík, tónlist, bakst- ur og almennur fróðleikur. Áttu kærustu? Já. Uppáhaldsljóðið: „Mynd eftir barn“ eftir Dag Sigurðarson. Trúir þú á drauga? Nei, því miður. Stundarðu íþróttir og þá hveijar? Tjah, íþróttaiðkun er af skornum skammti. Verð þó í utandeildarliði í fótbolta í sumar og fer stöku sinn- um í sund. Hvað frnnst þér um rímur og rapp? Mikilvægur hluti íslenskrar menningar. Hvert langar þig mest til að ferð- ast? Draumastaðir á íslandi eru Fjörður og Homstrandir. Utan ís- lands stórborgir Evrópu, t.d. Barcelona og París, en þó lokkar Mósambík mest. Á að leyfa sölu kannabisefna hér á landi? Nei, auðvitað hlýtur það að vera markmiðið að minnka neyslu vímuefna eins og mögulegt er, hvaða nafni sem þau nefnast og oft er kannabisneysla undanfari harð- ari neyslu. Finnst þér erótískar nuddstofur eiga rétt á sér? Nei, þar sem menn telja að vændi viðgangist þar tel ég þær engan veginn eiga rétt á sér. Ertu hlynntur árás Bandaríkj- anna í Irak? Að sjálfsögðu ekki. Árás Bandaríkjanna mun leiða hörmungar yfir nú þegar hrjáð land. SÞ hafa áætlað að ailt að hálf milljón manna muni deyja í árásinni og ég trúi ekki að nokkur búi yfir rökum sem réttlæti slík dráp. írakar hafa mátt þola langvarandi viðskiptabann af hálfu SÞ sem hefur leitt til dauða um háifrar milljónar bama. Nær væri að aflétta viðskiptabanninu og reyna að byggja upp landið í stað þess að ganga endanlega frá þvi og íbúum þess. Ástin er eins og ... Altjent, ekki eins og sinueldur, það er alveg ljóst. Hvað ætlarðu að verða? Við sjáum til... Allsherjar mentor pöpulsins Fullt nafn: Oddur Ástráðsson. Aldur: 18 ára. Nöfn foreldra og störf: Svandís Svavarsdóttir tákn- málsfræðingur og Ástráður Haralds- son lögmaður. Áhugamálin: Pólítík og lestur góðra bóka. Áttu kærustu? Ekki í augnablik- inu, en það stendur til bóta. Uppáhadds ljóðið: Áfangar Jóns Helgasonar. Trúir þú á drauga? Glætan. Stundarðu íþróttir og þá hverjar? Eitthvað lítið um það. Hvað finnst þér um rímur og rapp? Gegt kúl bara, hef mjög gam- an af íslenskri rapptónlist. Hvert langar þig mest til að ferð- ast? Mest langar mig að feröast um það svæði sem fer undir Hálslón áður en því verður sökkt. Á að leyfa sölu kannabisefna hér á landi? Persónulega er ég á móti lögleiðingu kannabisefna því aö fé- lagslegur vandi sem því fylgdi myndi ekki að mínu viti helga með- aliö. Annars em bæði rök sem hníga með og móti lögleiðingu. En ég er á móti. Finnst þér erótískar nuddstofur eiga rétt á sér? Nei, erótískar nuddstofur era, eftir því sem ég kemst næst, staðir þar sem kvenlík- amar era seldir. Það er mansal og ég er aifarið á móti slíku. Ertu hlynntur árás Bandaríkj- anna á írak? Ég er afskaplega and- vígur árásarstríði Bandaríkjamanna og bandalagsríkja þeirra í írak. Þetta er stríð sem þjónar bandarísk- um hagsmunum fyrst og fremst og er engan veginn til þess gert að stuðla að friði eins og Kaninn vill láta líta út fyrir. Ástin er eins og ... Að mínu viti er ástin lífið sjálft, hún er frumskil- yrði. Hvað ætlarðu að verða? Kennari, rithöfundur og stjórnmálamaður. Ailsherjar mentor pöpulsins. og súkkulaði Fullt nafn: Hjördís Alda Hreiðarsdóttir. Aldur: 16 ára ... 17 eftir 10 daga! Nöfn foreldra og störf: Sigurrós Er- lingsdóttir heitir móðir mín og hún er kennslustjóri. Pabbi heitir Hreiðar Sigtryggsson, Vestfjarðavíkingur með meira, en starfar sem skólastjóri í Reykjavík. Áhugamálin: Margvísleg, Gettu bet- ur er auðvitað stærsta áhugamálið núna. Svo finnst mér gaman að dansa, lesa og leika mér. Áttu kærasta? Já. Hann heitir Atli Kristófer Pjetursson. Uppáhaldsljóðið: Gunnarshólmi eftir Jónas Haligrímsson. Var að lesa það rétt í þessu í Skólaljóðun- um - frábær bók. Trúir þú á drauga? Já, þegar ég er ein í myrkri allavega. Stimdarðu íþróttir og þá hverjar? Já, æfi jassballett og fer reglulega í World Class. Hvað finnst þér um rímur og rapp? Ekkert á móti því! Erpur er sætur og Eminem lika ... En rim- umar frá í gamla daga era bestar. Hvert langar þig mest til að ferð- ast? Um sveitir á meginlandi Evr- ópu, í Þýskalandi, Austurríki, Ung- verjalandi og Frakklandi. Á að leyfa sölu kannabisefna hér á landi? Nei, aiis ekki, þá er auð- veldara fyrir aiia að ná í þau. Ég skil ekki af hverju það er einu sinni umræöa um þetta mál! Finnst þér erótískar nuddstofur eiga rétt á sér? Já, ef fólk vill fara þá leið en þetta er samt ekki draumastarfið mitt. Ertu hlynnt árás Bandaríkjanna á írak? NEI NEI NEI!!! Ég er á móti þessu stríði sem öðrum, stríð er svo gamaldags og vanþróað, Saddam og Bush ættu bara að heyja sitt einvígi og þá væri málið leyst. Nei, þetta er víst miklu flóknara en það, en stríð- ið á engan rétt á sér! Ég er á því aö fleiri konur hefðu átt að stjórna í heiminum frá byrjun því þá væri kannski ekki svona mikið um átök. Ástin er eins og ... súkkulaði... ummmmm... Hvað ætlarðu að verða? Kokkur og forsætisráðherra. Kellingar og bílar Fullt nafn: Úlfur Einarsson, oftast kallaður ÚIli Wu. .Aldur: 20. Nöfn foreldra og störf: Einar versl- unarmaður og Her- dís bankastarfsmað- ur. Áhugamálin: Aðal- lega kellingar og bílar. Ég veit ekkert skemmtilegra en að vera með fjór- um skonsum í gulu Hondunni minni og blazta græjurnar í botn með JLo. Áttu kærustu: Ég hef verið í nánu sambandi við Cameron Diaz, en hún er meiri bólfélagi en kærasta. Upphaldsljóðið: Árni Larsson er í miklu uppáhaldi en ég hafði gaman af því að setja saman stöku þegar ég var yngri og hef hér með ákveðið að koma mér á framfæri: Sumarið er eins og sólin / og sólin er hlý. / Þeir sem komið hafa á Norðurpól- inn / vita að þar er mý. Trúir þú á drauga: Mér finnst afar mikilvægt að fólk skoði drauga út frá heildarmyndinni. Einstakir þætt- ir geta ráðið miklu varðandi sam- svöranina. Stundar þú íþróttir og þá hveij- ar? Ég hef alltaf veriö talinn gríðar- legt efni í knattspyrnu og fyrir þetta tímabil var ég keyptur til FC Hjör- leifs sem ætlar að gera það gott á komandi sumri. Hvað finnst þér um rímur og rapp? Ég veit ekki alveg hver þessi Rímur er en mér finnst Ripp og Rupp miklu skemtilegri en Rapp. Hvert langar þig mest til að ferð- ast? í fyllirísferð til Fílabeinsstrand- armnar. Á að leyfa sölu kannabisefna hér á landi? Nei, það er miklu skemmti- legra að skreppa til Amsterdam og fá sér feita jónu þar löglega. Finnst þér erótískar nuddstofur eiga rétt á sér? Já, og hef margoft fariö á svoleiðis, en á þeim tíma var þetta ekki kallaö nuddstofur. Það er mjög gott fyrir keppni. Ertu hlynntur árás Bandaríkj- anna á írak? Já, það var löngu kominn tími til að sprengja þessa araba upp og stela af þeim olíunni. Til hvers líka að hafa stærsta her í heimi ef hann má ekki buffa nokkra heiðingja, það væri eins og að banna Tyson að kýla þá í klessu sem fara í taugarnar á honum. Ástin er eins og ... heitur sinueld- ur sem breiðist hratt út. Hvað ætlarðu að verða? Halda áfram í ljóðagerðinni, auk þess verður FC Hjörleifur farinn að spila í meistaradeildinni eftir ijögur ár, það er fullt af peningum í því. Trúi ekki á drauga Fullt nafn: Ásbjörn Jónasson. Aldur: Verð 20 í ágúst. Nöfn foreldra og störf: Jónas Sig- urðsson, deildar- stjóri hjá Landssím- anum, og Ragnhild- ur Ásbjörnsdóttir, stuðningsfúUtrúi á Áhugamálin: Vinna í Gettu betur, bækur, tölvuleikir, fótbolti. Áttu kærustu? Nei. Uppáhalds ljóðið: Les ekki ljóð ótil- neyddur. Trúir þú á drauga? Nei. Stundarðu íþróttir og þá hverjar? Nei. Hvað finnst þér um rímur og rapp? Hvoratveggja fín tónlistar- form. Hvert langar þig mest að ferðast? yeit það ekki. Á að leyfa sölu kannabisefna hér á landi? Nei, þau eru fíkniefni. Finnst þér erótískar nuddstofur eiga rétt á sér? Því ekki? Ertu hlynntur árás Bandaríkj- anna á írak? Nei. Þó fínt að losna við Saddam. Ástin er eins og... Ha? Hvað ætlarðu að verða? Sigurveg- ari í Gettu betur. -Gun Astin er eins

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.