Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2003, Qupperneq 28
28
FÖSTUDAGUR 28. MARS 2003
Áttunda rimma
KR og Keflavíkur
Úrslitakeppni 1. deildar
kvenna í körfuknattleik hefst á
morgun í íþróttahúsinu í Kefla-
vík þar sem heimasætur taka á
móti KR-ingum. Þetta er fyrsti
leikurinn í úrslitarimmunni og
það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki
stendur uppi sem íslandsmeist-
>
í þeim fjórum viðureignum
sem liðin hafa mæst í vetur hef-
ur Keflavík unnið þrjá leiki en
KR einn. KR-stúlkur eru núver-
andi íslandsmeistarar en þær
báru sigurorð af ÍS í fyrra.
Eins og áður sagði fer leikur-
inn fram í Keflavík á morgun og
hefst kl. 17.30. -PS
Grindavík-Hndastóll 92-77
0-2, 7-4, 13-10, 18-14, 21-19, (21-27),
29-36, 36-38, 3fr42, 41A4, (47^4),
47-46, 51-50, 55-54, 62-56, (66-60),
72-65, 74-72, 80-72, 91-74, 92-77
Stig Grindavík: Helgi Jónas
Guðfinnson 24, Darrel Lewis 23, Páll
A. Vilbergsson 18, Guðmundur
Bragason 15, Guðlaugur Eyjólfsson 8,
Predraq Pramenko 2, Guðmundur
Ásgeirsson 2.
Stig Tindastóll: Clifton Cook 22,
Michail Antropov 15, Kristinn
Friðriksson 13, Axel Kárason 10, Óli
B. Reynisson 9, Einar Ö.
Aðalsteinsson 5, Helgi R. Viggósson 2.
Dómarar (1-10):
Leifur Garðarsson
og Sigmundur
Herbertsson (9)
GϚi leiks
(1-10): (6).
Áhorfendur: 350.
A
|jj|
Maður leiksins:
Guðmundur Bragason, Grindvík
Fráköst: Grindavík 41 ( 10 í
sókn. 31 1 vörn, Guðmundur B.
18), Tindastóll 31 (9 i sókn, 22 í
vörn, Antropov 7).
Stoösendingar: Grindavík 23
(Lewis 11), Tindastóll 16 (Oli S. 6).
Stolnir boltar: Grindavík 10
(Helgi J. 4) Tindastóll 7 (Cook 4).
Tapaóir boltar: Grindavik 15,
Tindastóll 15.
Varin skot: Grindavík 6 (Lewis
4), Tindastóll 1 (Axel).
3ja stiga: Grmdavik 8/20 (40%),
Tindastóll 5/23 (22%).
Vfti: Grindavík 14/18 (78%),
Tindastóll 10/13 (77%).
Gníndavík—Tmdastóll 2-1
0-1, 4-3, &-5, 8-7, 10-8, (11-11), 12-11, 12-14,
13-18, 17-19, 19-20, 19-22, 21-23, 23-24
ÍR:
Mörk/viti (skot/viti): Einar Hólmgeirsson
9 (15), Sturla Ásgeirsson 6/4 (9/5), Kristinn
Björgúlfsson 2 (4), Ingimundur Ingimund-
arsson 2 (6), Fannar Þorbjarnarsson 1(1),
Ragnar Helgason 1 (2), Bjami Fritzson 1(2),
Ólafur Sigurbjömsson 1 (6), Júlíus Jónasson
(1), Guölaugur Hauksson (1), Tryggvi
Haraldsson (3).
Mörk úr hradaupphlaupum: 2 (Einar
Hólmgeirsson 2)
Vitanýting: Skoraö úr 4 af 5.
Fiskuö víti: Fannar 2, Ragnar 1, Sturla 1,
Bjami 1
Varin skot/viti (skot á sig): Hallgrímur
Jónasson 11 (35/3, hélt 3,31% 2 víti yfir).
Brottvisanir: 12 mínútur.
Dómarar (1-10):
Hlynur Leifsson
og Anton G.
Pálsson (5).
GϚi leiks
(1-10): 8.
Áhorfendur: 300.
Ma&ur leiksins:
Jónatan Magnússon, KA
KA:
Mörk/víti (skot/víti): Andrius Stelmokas 7
(9), Amór Atlason 5 (10/1), Jónatan
Magnússon 5 (11), Einar Logi Friöþjófsson 3
(5), Hilmar Stefánsson 2 (3), Ámi Bjöm
Þórarinsson 1 (2), Baldvin Þorsteinsson 1/1
(2/2).
Mörk úr hraöaupphlaupum: 1
(Stelmokas).
Vítanýting: Skoraö úr 1 af 3.
Fiskuö viti: Stelmokas 2, Hilmar 1
Varin skot/viti (skot á sig): Egedijus
Petkiavicius 22/1 (43/3 , hélt 6, 49 %), Hans
Hreinsson 0 (2/2, hélt 0,).
Brottvisanir: 22 mínútur. Þorvaldur
Þorvaldsson og Stelmokas báöir útilokaðir
vegna þriggja brottvísana.
Tindastólsmenn sóttu Grindvíkinga heim í undanúrslitum Intersportdeildarinnar:
Ánægður með varn-
arleik minna manna
- sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindvíkinga, eftir leikinn
Sport
Hér ræðast við þeir Guðmundur Bragason og Darrel Lewis. Guðmundur átti
frábæran dag í gær og þá átti Darrel Lewis mjög góðan síðari hálfleik.
DV-mynd E.ÓI.
Grindavík komst 2-1 yfir í viöur-
eign sinni við Tindastól í undanúr-
slitum Intersport-deiidarinnar í
gærkvöld með góðum sigri, 92-77,
og var það góður vamarleikur sem
gerði gæfumuninn. Þá spmngu Stól-
amir á limminu í lokin og leikur
þeirra hrundi á lokakaflanum þegar
ballið var rétt að byrja en leikurinn
hafði verið jafn og spennandi fram
að því. Grindavík kláraði leikinn
með 18-5 kafla síðustu fjórar mínút-
umar og því gefa lokatölur leiksins
ekki rétta mynd af leiknum sjálfum.
Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari
Grindavíkur, var ánægður með
vamarleikixm hjá sinum mönnum
en Friðrik lofaði því eftir síðasta
leik að vömin yrði betri í þessum
leik og óhætt að segja að Friðrik
hafi staðið við þá yfirlýsmgu. Hann
var þó ekki að sama skapi jafh
ánægöur með sóknarleik liðsins.
„Þetta var rosalegur bamingur
og mikil stöðubarátta megnið af
leiknum. Við spiluðum miklu betri
vöm núna en við höfum verið að
gera en að sama skapi datt sóknar-
leikurinn niður. Við þurfum að
finna þetta jafnvægi en svona getur
þetta verið. Það var ákveðin barátta
og elja sem skilaði þessum sigri en
við náðum aldrei að losa okkur við
þá fyrr en í lokin. Tindastóll er með
sterkt lið þar sem jafnvægið í sókn-
inni hjá er mjög gott og hlutverka-
skipting er mjög skýr. Eftir leikinn
fyrir norðan lögðum við mikla
áherslu á að bæta vömina og skor-
uðum hver á annan fyrir þennan
leik að spila fantavöm og ég held aö
það hafi tekist ágætlega. En eins og
ég sagði var sóknin ekki upp á sitt
besta hjá okkur í þessum leik og
þurfum við að bæta hana fyrir þann
næsta.
Stólamir hafa mikla ógnun fyrir
utan í Kristni Friðrikssyni og
Clifton Cook en þeir tveir hafa farið
mikinn í úrslitakeppninni. Þá átti
Andropov stórleik á móti okkur fyr-
ir norðan. Við höfum náö að halda
Cook þokkalega niðri og síðan höf-
um við reynt að halda Andropov við
efnið í vöminni því hann er mikil
ógn vamarlega þegar hann er fyrir
framan körfuna og við skoram ekki
svo auðveldlega nálægt körfunni
þegar svo er.“
Mikið jafnræði var með liðunum
til að byija en Stólamir náðu sex
stiga forskoti í lok fyrsta leikhluta
með þremur 3ja stiga körfum á
skömmum tíma. Stólarnir héldu
áfram að leiða í öðrum leikhluta en
þá var Helgi Jónas Guðfinnsson orð-
inn leiður á þófinu og tók til sinna
ráöa. Þegar flautað var til leikhlés
var Grindavík komiö þremur stig-
um yfir, 47-44. Grindavík leiddi síð-
an allan seinni hálfleikinn en
heimamenn áttu erfitt með að losa
sig frá baráttuglöðum gestunum.
Spennan var mikil í fjórða leikhluta
og munurinn aðeins tvö stig, 74-72,
þegar rúmar fjórar mínútur voru
eftir. Þá vora Stólamir búnir á því
og heimamenn gengu á lagið og
skoruðu hveija körfuna af annari á
meðan ekkert gekk hjá gestunum.
Kristinn Friðriksson og Axel Kára-
son hvíldu mikið i fjórða leikhluta
en liðið hefði getað notað krafta
þeirra á þessum kafla þar sem lítið
gekk sóknarlega.
Eins og áður segir var það vöm
Grindavíkur sem skilaði sigrinum
en Stólamir lentu í miklum vand-
ræðum þegar heimamenn vora að
skipta um vamarmann í hindrun-
um. Helgi Jónas átti nokkra góða
spretti og Guðmundur Bragason
barðist vel allan tímann og skilaöi
toppleik. DarreO Lewis var seinn í
gang og átti prýðis seinni háifleik
eftir að hafa hitt illa í þeim fyrri.
Páll Axel Vilbergsson skoraði 18
stig en var nokkuð mistækur á köfl-
um. Pramenko fann sig engan veg-
inn í leiknum og þarf að hysja upp
sig buxurnar fyrir næsta leik ef
hann á að nýtast liðinu.
Hjá Stólunum var Cook bestur en
Kristinn þjálfari hitti ekki vel úr
skotunum sínum í þessum leik.
Mörg þeirra voru frekar slæm og
spuming hvort hann mætti ekki
temja sér betra skotval. Hann á þó
til að hitta úr ómögulegum færum á
góðum degi en því var ekki að
skipta í gær. Andropov var þokka-
legur og Axel byrjaði leikinn mjög
vel sóknarlega en lét lítið fara fyrir
sér eftir það. Hann barðist vel í
vöminni að vanda og hefði mátt fá
stærra hlutverk í fjórða og siðasta
leikhluta. -Ben
ÍR-ingar tóku á móti KA í Essodeild karla í Austurbergi í gærkvöld:
Vonbrigöi að tapa
- sagöi Júlíus Jónasson, þjálfari ÍR, eftir ósigur gegn KA, 23-24
KA sigraði ÍR, 23-24, í næstsíð-
ustu umferð Essodeildar karla í
handknattleik sem leikin var í gær-
kvöld. Leikurinn sem spilaður var í
Austurbergi var harður og spenn-
andi, taugamar voru þandar og
greinilegt að úrslitakeppnin er ekki
langt undan. ÍR-ingar sem fyrir leik-
inn vora í þriðja sæti, jafnir Hauk-
um og Val, gátu með sigri haldið
möguleikanum á sigri í deildinni
opnum, en það gekk ekki eftir. ÍR-
ingar komu mjög ákveðnir til leiks
og vora yflr mestallan hálfleikinn
en gestimir náðu að jafna á
lokamínútu hálfleiksins, 11-11.
Á upphafsmínútum síðari hálf-
leiks gekk hins vegar ekkert upp
hjá ÍR-ingum og KA-menn náðu
fimm marka forastu, 13-18. Þá var
eins og heimamenn vöknuðu af
vondum draumi og með góðri bar-
áttu náðu þeir að vinna sig aftur
inn í leikinn. ÍR-ingar höfðu tæki-
færi til að jafna í stöðunni 19-20
þegar um tíu mínútur voru eftir en
Egedijus Petkiavicius várði þá
vítakast frá Sturlu Ásgeirssyni. KA-
menn náðu að auka forskot sitt í
þrjú mörk en þrátt fyrir að ÍR-ingar
reyndu hvað þeir gátu var tíminn of
naumur og KA hafði sigur, 23-24.
í liði ÍR-inga átti Hallgrímur Jón-
asson ágætiskafla i markinu, varði
11 skot í leiknum. Einar Hólmgeirs-
son spilaði á ný meö liðinu, en hann
hefur verið frá í langan tíma vegna
ökklameiðsla, hann átti góðan leik
sem og Sturla Ásgeirsson sem var
öruggur á vítalínunni en misnotaði
hins vegar vítakast á öriagaríku
augnabliki. Hjá KA átti Egedijus
Petkiavicius stórleik í markinu,
varði 22 skot, og hélt sínu liði inni í
leiknum í fyrri hálfleik. Vamarleik-
ur liðsins var sterkur og þar var
fyrirliðinn Jónatan Þór Magnússon
í forastu, hann barði sina menn
áfram og sýndi góð tilþrif jafnt í
sókn sem vörn. Amór Atlason átti
líka góðan leik sem og Andrius
Stelmokas en þeir voru atkvæða-
mestir i liði KA ásamt Jónatan.
„Það eru alltaf vonbrigði að tapa
en svona er þetta, maður verður að
taka því. Við spiluðum illa í fyrri
hálfleik og í upphafi síðari hálfleiks
en komum sterkir inn í þetta síð-
ustu tuttugu mínútumar, en það
dugir ekki á móti liði sem er af
þessum styrkleika. Síðasti leikur-
inn á móti Haukum og við þurfum
að setjast niður og búa okkur imdir
þann leik, það heföi verið gaman að
fara í síðasta leik sem hreinan úr-
slitaleik en svona er þetta,“ sagði
Júlíus Jónasson, þjálfari ÍR, að leik
loknum. -ÞAÞ