Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2003, Page 15
15
MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2003
Menning
Kammerkórinn Vox academica og Rússíban-
amir héldu tónleika í Salnum í Kópavogi síðast-
liðið sunnudagskvöld. ásamt Sigrúnu Hjálmtýs-
dóttur söngkonu og Sigrúnu Eðvaldsdóttur fiðlu-
leikara. Efnisskráin var tvískipt, annar hlutinn
samanstóð af lögum úr ýmsum áttum en hinn var
helgaður nýju íslensku verki eftir Hróðmar Inga
Sigurbjömsson við sjö ljóð eftir ísak Harðarson.
Verkið ber heitið Hjörturinn og einkennist
textinn af heimspekilegum vangaveltum og aug-
ljósri trúarsannfæringu. Húmorinn er þó ekki
langt undan og var hann skemmtilega rammaður
inn af tónlistinni, enda er Hróðmar afslappað tón-
skáld sem hefur greinilega ekki miklar áhyggjur
af því sem hann er að gera. Hann er ekki fastur í
neinum akademískum tuggum heldur skrifar
bara það sem virkar; sumt var nánast poppað, án
þess þó að vera hallærislegt. Útkoman var eðlileg
og sjálfri sér samkvæm, tónlistin flæddi áfram
óheft allt til loka og var óvenju aðgengileg miðað
við það sem gengur og gerist.
Tónlist
Fyrsti þáttiu- verksins kallast ísafold úr greip-
um dauðans og er látlaus sálmur við liggjandi
einfaldan hljóm, örlítið útflúraðan. Því næst kom
Gobbedí, gobbedí þar sem skáldið horfir á Jörð-
ina brokka til móts við örlög sín. Fléttaði Hróð-
mar þar saman karl- og kvenröddum sem sungu
á víxl en undir brokkaði hljómsveitin í afslöppuð-
um takti. Þetta var enginn forleikur að William
Tell, en næsti kafli, Golgata, var talsvert popp-
aðri. Sama má segja um síðasta þáttinn, Stjömur
yfir Stokkseyri, þar var tónlistin allt að því rokk-
uð og vakti mikla hrifningu áheyrenda.
Hér má ekki skilja sem svo að tónverk Hróð-
mars hafi verið einhver rokkópera. Tónlistin var
á köflum aðeins einfaldur sálmasöngur, innhverf-
ur og dreymandi, og því má segja að heildar-
myndin hafi verið litrík. Auðvitað má deila um
meðhöndlun tónskáldsins á ljóðunum og hversu
vel honum tekst að fanga anda þeirra í tónum; ég
saknaði t.d. dýptarinnar og trúarvímunnar sem
einkennir síðasta ljóðið. Tónlistin sem slík bjó
hins vegar yfir miklum áhrifamætti og því ekki
Gobbedí gobbedí gobbedí
Tatu Kantomaa og félagar í Vox academica
Tónlistin var á köflum aöeins einfaldur sálmasöngur, innhverfur og dreymandi...
DV-MYND KARL PETERSEN
hægt að amast yfir einhverju er flokkast undir
persónulega túlkun hvers og eins.
Eins og áður sagði samanstóð hinn hluti efnis-
skrárinnar af lögum úr ýmsum áttum og var
ánægjulegt að hlýða á glæsilegan söng Sigrúnar
Hjálmtýsdóttur (Non ti scordar di me eftir de
Curtis, La danza eftir Rossini og fleira) og kraft-
mikinn fiðluleik nöfnu hennar Eðvaldsdóttur í
frægum sígaunatrylli eftir Sarasate. Ekki var eins
ánægjulegt að hlýða á Býflugu Rimsky-Korsakoffs
í meðfórum Guðna Franzsonar; hún var ekki vel
spiluð þó lifnað hafi yfir tónlistinni þegar Tatu
Kantomaa harmónikuleikari tók við suði flug-
unnar í ógnarhröðum krómatískum tónstigum.
Guðni hefði líka mátt læra utan að textann að
Ó mín flaskan fríða en þar söng hann einsöng
með kórnum. Hann var í hlutverki fyllibyttunnar
en ómarkvisst handapat og aðrir leikrænir til-
burðir voru hjákátlegir. Á sama tíma var ekki
sannfærandi að hann væri alltaf að fletta nótum;
þá hefði verið betra að veifa brennivínsflösku.
Annað á tónleikunum var prýðilegt og söngur
kórsins var til fyrirmyndar undir öruggri stjórn
Hákonar Leifssonar. Toppurinn var auðvitað
verk Hróðmars og er tónskáldinu óskað til ham-
ingju með vel heppnaðan frumflutning.
JónasSen
Guðbrandsmessa
Kór
Langholts-
kirkju
ásamt
Kammer-
sveit
Langholts-
kirkju og
einsöngv-
urunum
Ólöfu Kol-
brúnu Harðardóttur,
Mörtu Hrafnsdóttur, Birni
I. Jónssyni og Eiríki
Hreini Helgasyni frum-
flytja á fóstudaginn langa
kl. 17 Guðbrandsmessu
eftir Hildigunni Rúnars-
dóttur. Stjórnandi er Jón
Stefánsson.
Tónleikamir eru liður í
50 ára afmælishátíð kórs-
ins á þessu ári. í tilefni
afmælisins var ákveðið að
panta viðamikið verk fyr-
ir kór og sinfóníuhljóm-
sveit til flutnings í
dymbilviku. Til verksins
fékk kórinn Hildigunni
Rúnarsdóttur tónskáld
sem er gagnmenntuð í
Tónlistarskóla Garðabæj-
ar, tónfræðadeild Tónlist-
arskólans í Reykjavík, hjá
prófessor Gúnter
Friedrichs í Hamborg og
Svend Hvidtfelt Nielsen í
Kaupmannahöfn.
Kammersveit Lang-
holtskirkju, sem Júlíana
Elín Kjartansdóttir leiðir,
er í þetta sinn fullskipuð
sinfóníuhljómsveit og eru
hljóöfæraleikarar um
fjörutíu.
Tónleikarnir verða end-
urteknir sunnudaginn 27.
apríl kl. 20.
mmM
leikfélag
Reykjavíkur
BORGARLEIKHUSIÐ
Leikftílag Rcykjavíkur
STÓRA SVIÐ
ÖFUCU MEGIN UPPI f. Dcrcl Bmfuli
Forsýning fi. 24/4 kl. 20 - Kr. 1.000
FRUMSYNING su. 27/4 - UPPSELT
Mi. 30/4 kl. 20 - UPPSELT
Fi. 1/5 kl. 20 -1. maí, tilboð kr. 1.800
Fö. 2/5 kl. 20
Lau. 10/5 kl. 20
PUNTILA OG MATTI <r. Bntolt Bmht
Lau. 26/4 kl. 20
Su. 4/5 kl. 20
Su. 11/5 kl. 20
SÖNGLEIKURINN SÓL & MÁNI
eftir Sdlina og KarlÁgúst Úlfsson
Fö. 25/4 kl. 20
Lau. 3/5 kl. 20
Fö. 9/5 kl. 20
ATH. Sýningum lýkur í vor
DÚNDURFRÉTTIR - TÓNLEIKAR
Dark side of the Moon
Mi. 23/4 kl. 20
Mk23/lkL22JÖ
NÝJA SVIÐ
ptnn
26/4 kl. 20
SUMARÆVINTYRI
i e. Shokespeare ogjeikhópii
: Mi. 23/4 kl. 20. Lau. 26.
Su. 27/4 kl. 20
MAÐURINN SEM HÉLT AÐ
KONAN HANS VÆRIHATTUR
eftir Peter Brook og Maru-Hél'ene Estienne
Fö. 25/4 kl. 20. K. 1/5 kl. 20
KVETCH eftir Steven Berkoff,
f SAMSTARFI VIÐ Á SENUNNI
Fi. 24/4 kl. 20
Lau. 3/5 kl. 20
ATH. SÍÐUSTU SÝNINGAR
15:15 TÓNLEIKAR-
BERGMÁL FINNLANDS I
Ferdalög - Poulenc-hópurinn
Lau. 26/4 kl. 15.15
CESTURINN e. Eric-EmmanuelSchmitt
Su. 11/5 kl. 20. Su. 18/11 kl. 20
örfáar sýningar vegna fjðlda áskorana
| ÞRIÐJA HÆÐIN
PÍKUSÖGUR eftir Eve Ensler
Lau. 3/5 kl. 20. Su. 11/5 kl. 20
Talcmarkaður sýningafjöldi_______
| LITLA SVIÐ
STÍGVÉLAÐIKÖTTURINN
I SAMSTARFI VIO SJÓNLEIKHÚSIÐ
Leikrit með söngvum -ogísd eftir!
1 Lau. 26/4 kl. 14
RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakcspcare
I SAMSTARFI VIÐ VESTURPORT
Fö. 25/4 kl. 20. Lau. 27/4 kl. 20
Fö. 2/5 kl. 11 - UPPSELT
Fö. 2/5 kl. 20
ALLIR í LEIKHÚSlÐ - ENGINN HEIMA!
Ðorgarleikhúsið er fjölskylduvænt ieikhús:
Börn, 12 ára og yngri, fá frítt i leikhúsíð í
t'ylgd með forrádamonnum.
(Gildir ekki á söngleiki og barnasýningar.)
Mióvikudagur 16. aprít kt. 20
TÍBRÁ: Sönglög dr. Páls
fsólfssonar
Hanna Dóra Sturludóttir, Finnur
Bjarnason og Nína Margrét Grímsdóttir
flytja öll sönglög Páls.
Verö kr. 1.500/1.200
Mióvikudagur 23. apríl kl. 20
Gítartónleikar. Krisdnn H. Árnason leikur
verk eftir Milan, J.S.Bach, Henze, Giulini,
Llobet, Granados og Barrios.Tónleikar
kennaraTónlistarskóla Kópavogs.
Verö kr. 1.500/1.200/500.
Fimmtudagur 24. apríl kl. 17,
sumardaginn fyrsta
Kór Menntaskólans í Reykjavík undir
stjórn Marteins H. Friðrikssonar syngur
stúdentasöngva, þjóðlög og lög eftir
Andrew Lloyd Webber.
Verð kr. 1.500.
Nfna Margrét
Grímsdóttir
Hanna Dóra
Sturludóttir
ÍlM !rS|
Finnur Bjarnason
Hin smyrjandi jómfrú
Nærondi lciksýning fyrir líkama og sól.
Sýnt í Iðnó:
Mið. 16. apríl. kl. 20.00, örfá sæti.
Lau. 19. aprfl. kl. 20.00.
Lau. 25. apríl. kl. 20.00.
Sun. 26. apríl. kl. 20.00.
Síðustu sýningar.
"Charlotte var hreint út sagt frábœr í hlutverki hinnar smyrjandi jómfrúar og hún átti ekki ( neinum vandrœðum með að heilla
áhorfendur upp úr skónum með... einlœgni sinni, ósviknum húmor og ekki s(st kómískri sýn á hina (slensku þjóðarsál."
S.A.B. Mbl.
b'Vtlt i löltú
Hin smyrjandi
ómfrú
al l. ’i ‘ i m. li.. ;
■eftir Eve Ensler
í Borgarleikhúsinu
Takmarkaður
sýningafjöldi
Miðasala 568 80
BORGARLEIKHUSIÐ