Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2003, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2003, Page 2
18 MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2003 Handknattleikur: FH semur við Þorberg Handknattleiksdeild FH samdi um helgina viö Þorberg Aðal- steinsson um þjálf- un á meistaraflokki félagsins til næstu tveggja ára. Þor- bergur tók við lið- inu undir lok tíma- bilsins og ríkti ánægja með störf hans. Á aðalfundi handknattleiks- deildarinnar sl. laugardag kom fram að deildin skilaði hagnaði upp á 1,2 milijónir króna á sið- asta starfsári. Á fundinum kom einnig fram að skuldir hafa lækkað verulega og hefur deildin staðið við allar sinar skuldbind- ingar í vetur gagnvart leikmönn- um og þjálfurum. -JKS Júdó: Tvö gull í Stokkhólmi íslenskir júdómenn gerðu góða ferð á Norðurlandamótið í Stokkhólmi um helgina. Bjarni Skúlason varð Norðurlanda- meistari í 90 kg þyngdarflokki og Anna Soffia Víkingsdóttir vann gullverðlaun í 78 kg flokki. Hún lét ekki þar við sitja heldur vann hún einnig bronsverðlaun í opn- um flokki. Gígja Guðbrandsdóttir vann silfurverðlaun í opnum flokki og bronsverðlaun í 70 kg þyngdar- flokki. Þá vann Þormóður Jónsson til bronsverðlauna í þungavigt. -JKS - keppni i hvcriu orði Beinn sími: ............... 550 5880 Ljósmyndir: ............... 550 5845 Fax:....................... 550 5020 Netfang:.............dvsport@dv.is Fastir starfsmenn: Henry Birgir Gunnarsson (henry@dv.is) Jón Kristján Sigurösson (jks.sport@dv.is) Óskar 0. Jónsson (ooj.sport@dv.is) Óskar Hrafii Þorvaldsson (oskar@dv.is) Pjetur Sigurösson (pjetur@dv.is) Vignir Guðjónsson (vignir@dv.is) Sport Arsþing Körfuknattleikssambandsins haldiö í Hólminum um helgina: Keppnisfyrirkomulag í úrvalsdeild óbreytt „Það fór fram mikil umræða hvort leika ætti deildina með 10 eða 12 liðum og eins hvort leika ætti í riðlinum. Niðurstaðan varð hins vegar sú að halda núverandi kerfi óbreyttu. Við erum sáttir enda var þetta vilji félaganna. Einnig var samþykkt að koma á ákveðnu launaþaki og það verður f höndum stjórnar sambandsins að vinna að tillögum í því sam- bandi í anda þessa launaþaks sem samþykkt var. Með þessu sitja öll liðin við sama borð í þessu efrii,“ sagði Pétur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri KKÍ, í samtali við DV að loknu ársþingi Körfuknatt- leikssambandsins sem haldið var í Stykkishólmi um helgina. Eins og kom fram í máli fram- kvæmdastjórans var felld tillaga á þinginu að fækka liðum úr 12 í 10 í úrvalsdeild karla en tillagan tók mið af því að þessar breyting- ar tækju gildi á næsta timabili. Keppnisfyrirkomulagið verður því óbreytt í úrvalsdeild, 1. deild og 2. deild. Launaþak og ótakmarkaður fjöldi erlendra leikmanna Á þinginu var tekið stórt skref í þeim efnum að nú verður liðun- um heimilt að tefia fram eins mörgum erlendum leikmönnum og þau lystir. Þau þurfa þó að starfa eftir ákveðnu launaþaki. Stjórn KKÍ er ætlað að vinna að tillögu í þessu launaþaki. Pétur Sigurðsson sagði að þing- ið hefði verið verið gott og starfs- samt. Breyting varð á stjórn sam- bandsins en inn komu í hana Gísli Páll Pálsson, Hveragerði, og Jón Halldórsson úr Njarðvík. Úr stjóminni gengu þau Erla Sveins- dóttir og Jóhannes Karl Sveins- son. Eigin fjárhagsstaöa KKÍ er nei- kvæð upp á 3,5 milljónir en hagn- aður af rekstri sambandsins 2002 var 1,8 milljónir. „Það er bjart fram undan og menn almennt mjög jákvæðir. Við ætlum að standa saman og auka veg og viröingu íþróttar- innar um ókomna framtíð," sagði Pétur Sigurðsson. - keiqmt i hverju oröt Mánudagurinn 5. maí 2003 i DV- Sports í dag © Utan vallar, fréttir Fréttir Formúla 1 Aldur íþróttamanna Fréttir ^ Handbolti Ísland-Færeyjar Motokross Islandsmeistarar ^ IBV í handbolta r Evrópuknatt- CT spyrnan 0 0 0 © © Enski boltinn Enski boltinn Enski boltinn Deildabikarinn Unglingar Hestar Veiöi Fimleikar Fréttir Utan vallar Það hefur aldrei verið tekið út með sældinni að vera landsliðs- þjálfari íslands í knattspymu og því hefur Atli Eðvaldsson fengið að kynnast 1 sínu starfi sem þjálf- ari liðsins. íslenska landsliðið hef- ur átt undir högg aö sækja síðustu misseri og mátt sæta gagnrýni vegna frammistöðu sinnar. Þaö er ekki að ástæöulausu að gagnrýnis- raddir heyrast þegar árangur liðs- ins er skoðaður. Knattspyma er langvinsælasta íþróttagreinin og ekki síst fyrir þær sakir eru gerð- ar töluverðar kröfur til landsliðs okkar í knattspyrnu. Það er ekki nema sjálfsagt aö gera kröfur en þær verða að vera sanngjarnar hið minnsta og eru það þegar málið er nánar skoðaö. Við eigum jú í dag líklega aldrei fleiri atvinnumenn svo ætla mætti að landsliðið yrði sterkara fyrir vikið. Er það svo þegar á hólminn er komið, ég er ekki svo viss um það. Margir leikmenn leika í veikari deildum í Evrópu og það er alls ekki nógu fullnægjandi þegar liðiðð er að etja kappi við sterkar knatt- „Lágmarkskrafan er aö landsliðsmenn leggi sig fram í þau verkefni sem þeir eru valdir til. Getur veriö aö metnaöurinn aö leika meö íslenska landsliöinu sé ekki eins mikill og var hér á árum áður. Snúa veröur blaöinu við og stýra liöinu inn á réttar brautir“ spyrnuþjóðir. Við þurfum einfald- lega að eiga fleiri leikmenn hjá sterkari liðum, þá fyrst myndi landsliðið finna fyrir auknum styrk. Þetta held ég að sé ein aðal- skýringin að ekki hafi gengið bet- ur hjá landsliöinu en raunin er. Liðið olli vonbrigðum gegn Finnum í vináttuleik á dögunum og hefur enn fremur gert það í undankeppni Evrópumótsins. Markmiöin, sem liðið setti sér fyr- ir keppnina, nást varla úr því sem É' Jon Kristján Sigurðsson íþróttafréttamaöur á DV-Sporti segir sína skoðun komið er nema með miklu átaki. Það kemur í ljós eftir leikina við Færeyinga og Litháa í byrjun næsta mánaðar. Það er deginum ljósara að leikmenn íslenska landsliðsins verða að bretta upp ermar og ekkert annað en að sigur í þessum leikjum kemur til greina. Valið á landsliðinu hefur einnig verið gagnrýnt en ég er þess full- viss að liðið yrði ekkert öðruvfsi skipaö þótt annar en Atli Eðvalds- son væri við stjóm. Hann velur sterkustu leikmennina sem hon- um stendur til boða á hverjum tíma, hópurinn er að vísu ekki stór. Sú lágmarkskrafa sem hægt er að gera til landsliösmanna er að þeir leggi sig fram í þau verkefni sem þeir eru valdir til. Getur verið að metnaðurinn að leika í landsliði sé ekki eins mikill og áður. Eitt er víst að snúa verð- ur blaöinu við og reyna af öllum mætti að stýra liðinu inn á réttar brautir. ____________________________/

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.