Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2003, Page 11
MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2003
27
DV
Sport
leifsdóttir umhverfisráöherra aö
ræsa keppendur í fyrsta móti sum-
arsins viö Úlfarsfell.
Fyrsta endurokeppni ársins fór fram um helgina við Úlfarsfell:
Valdimar Þórðarson var með
pabba sinn sem aðstoðarmann til að
gefa honum upplýsingar á spjaldi
um stöðu sína í keppninni. Þórður
kom í eitt skiptið heldur nálægt
brautinni og munaði minnstu að
Valdimar æki yfir pabba sinn, en
Þórður vék sér undan stráknum eins
og fimur nautabani, en Valdimar ók
yfir spjaldið eins og tuddi sem stang-
ar rauðan klút nautabanans.
Valdimar Þórðarson er nýkominn
frá Texas í USA eftir að hafa stund-
að æfingar þar um tíma. Eitt er það
sem hann hefði mátt læra betur og
það er að vita hvað mikið bensin er
á hjólinu svo hann þurfi ekki að ýta
í mark.
Þorvarður Björgúlfsson, mynda-
tökumaður á Stöð 2, sem er 41 árs,
hefur ekki snert hjól síðan í síðustu
motocross-keppni siöasta árs, fyrir
utan það að í vikunni sem leið til-
keyrði hann nýju Honduna sina,
varð í 10. sæti í fyrri keppninni og í
því 13. í þeirri seinni. Þeir sem
þekkja Varða, eins og hann hefur
verið kallaður í gegnum tíðina, sögð-
ust aldrei hafa séð hann svona
þreyttan eflir keppni.
Lióin sem tóku þátt í keppninni
voru flest með tjöld fyrir sig og sína
starfsmenn og var tjaldborg allnokk-
ur á keppnissvæðinu. Einnig voru
nokkrir sendiflutningabilar og ein
gömul rúta. Það keppnislið sem var
einna best útbúið var keppnislið
JHM Sport sem ekur á TM-hjólum,
en þeir voru með vinnuskúr nokkuð
stóran sem komið var með á gáma-
flutningabíl frá Hreinsun og flutn-
ingum og slakað niður á jörðina á
meðan á keppni stóð.
Vélhjólaiþróttaklúbburinn rekur
vefsíðu, www.motocross.is, og verð-
ur að hrósa þeim fyrir hana því um
leið og keppendur voru komnir heim
til sín voru úrslit dagsins komin á
heimasíðu klúbbsins með öllum upp-
lýsingum um keppnina. -HJ
Það var kuldalegt á
laugardagsmorguninn þegar kepp-
endur mættu í fyrstu endurokeppni
sumarsins - frosnir pollar og frosin
jörð og hiti við frostmark undir Úlf-
arsfelli. Þetta var það sem blasti við
keppendunum 45 sem voru mættir á
ráslínu, tilbúnir að takast á við Is-
landsmeistaratitilinn í meistara-
deild. Það var Siv Friðleifsdóttir,
heilladís Vélhjólaíþróttaklúbbsins,
sem ræsti keppenduma í fyrri um-
ferð dagsins. Það var eins og or-
rustuþota sem stingur sér niður
undir jörð til orrustu, slíkur var há-
vaðinn þegar aliir 45 keppendumir
ruku af stað út í vandlega merkta
9,3 km braut sem lá að mestu í
væntaniegu vegastæði undir Úlfars-
felli.
Eftir fyrsta hring var Viggó
Viggósson fyrstur á TM-hjóli, annar
var Ragnar Ingi Stefánsson á Honda
og þriðji var núverandi íslands-
meistari, Einar Sigurðsson, á KTM-
hjóli. Eftir 55,8 km akstur á tíman-
um 96,56 mín. var það svo Einar Sig-
urðsson sem sigraði, annar var
Ragnar Ingi Stefánsson aðeins 14
sek. á eftir Einari. Þriðji var svo
Haukur Þorsteinsson á Yamaha og
var hann 1,12 mín. á eftir Ragnari.
Viggó varð 4. og Gunnar Þór Gunn-
arsson fimmti. í 6. sæti lenti svo
Valdimar Þórðarson, en hann var
kominn á hæla Ragnars þegar hann
var fyrir því óláni að verða bensín-
laus þegar hann átti um 400 metra
eftir í mark. Með aðstoð sinna að-
stoðarmanna ýtti hann hjólinu í
mark og missti við það 3 keppendur
fram úr sér. Sennilegast er þetta sú
keppni sem haft hefur lægstan með-
alhraða sigurvegara í enduro frá
því byrjað var að keppa í enduro til
íslandsmeistara 1998.
Baldursdeild er keppni fyrir byrj-
endur og er kennd við elsta félag-
ann í Vélhjólaíþróttaklúbbnum, en í
hana voru mættir 22 keppendur.
Þeir yngstu voru 13 ára með uppá-
skrifað leyfi frá foreldrum sínum
um að þeir mættu taka þátt í akst-
ursíþróttakeppni. Þeir elstu voru
hins vegar tæplega fertugir og ein
stelpa, Aðalheiður Birgisdóttir, bet-
ur þekkt úr snjóbrettaiþróttum. í
Baldursdeild voru eknir 3 hringir í
sömu braut og í meistaradeild.
Eftir fyrsta hring var Guðni Frið-
geirsson fyrstur, annar var Hrafn-
kell Sigtryggsson og þriðji Gunn-
laugur Karlsson, en hann er sonur
Karls Gunnlaugssonar sem lengi
hefur verið viðloðandi mótorhjóla-
sportið og sér um sjónvarpsþættina
Mótor á Skjá 1 og mótorhjólasport
hjá Ríkissjónvarpinu.
Að loknum þrem hringjum var
staðan sú sama og eftir 1. hring, þó
svo að Gunnlaugur hefði á tímabili
komist upp 1 annað sæti, en hann
tapaði því aftur er hann drap á hjól-
inu í drullupytti skömmu áður en
hann kom í mark.
1. Guðni Friðgeirsson, Kawasaki,
57,03 mín.
2. Hrafnkell Sigtryggsson, Suzuki,
57,16.
3. Gunnlaugur Karlsson, KTM,
57,31.
Þá var komið að seinni umferð-
inni í meistaradeOdinni, en keppt er
tvisvar sama daginn í 90 mín. í
meistaradeUd. Brautin var orðin
ansi grafm og erfið yfir að fara og
sífellt bættust við nýir drullupyttir í
brautina með tilheyrandi vandræð-
um.
Það var Viggó Viggósson sem
kom fyrstur eftir fyrsta hring, ann-
ar var Einar Sigurðsson og þriðji
var Ragnar Ingi. í öðrum hring
missti Viggó forustuna tU Einars og
Ragnar tók einnig fram úr honum. I
fimmta hring komst Ragnar fram úr
Einari en Viggó var enn þriðji og
þegar 1 hringur var eftir var Ragn-
ar með 17 sek. i forskot á Einar og
sprungið afturdekk og héldu margir
að Einar næði fram úr Ragnari
vegna afturdekkjavandræða. Það
var eins og Ragnar hefði fundið
aukaorku við þetta afturdekkjaloft-
leysi og sigraði með 20 sek. mun.
Ragnar, sem með þessu vann sinn
fyrsta sigur á íslandsmóti í enduro,
var að vonum ánægður og var hann
spurður um það hvemig honum
fyndist brautin. Hann svaraði því tU
að á sinn standard væri brautin al-
gjört ógeð, hún er lúmsk, það eru
mismunandi holur í henni sem eru
erfiðar og svolítið af grjóti sem mað-
ur sér ekki, en þetta er erfitt og á að
vera það.
1. Ragnar Ingi Stefánsson Honda
96,20.
2. Einar Siguröarson KTM
96,40.
3. Viggó Viggósson TM
98,33.
Ef samanlagður árangur í keppn-
imum tveim væri tekinn saman væri
Ragnar með 5 sek. betri árangur en
Einar. Mætti því að sönnu kaUa
Ragnar Inga sigurvegara dagsins.
-HJ
Ragnar Ingi Stefánsson, Honda, f miöjunni fagnar sigrinum en honum til beggja handa eru Einar Sigurðsson, KTM,
og Viggó Viggósson, TM. DV-mynd Siguröur Jökull