Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2003, Síða 5
Laugardagur 17. maí 2003
5
|í »Vv] Bílar
Mondeo er á leið inn í framtíð-
ina með nýju mælaborði en fjöl-
skyldubill Ford hefur verið notað-
ur sem tilraunabíll fyrir nýtt
mælaborð sem verið hefur í þróun
í fjögur ár. Mælaborðið er í raun
stafrænn tölvuskjár sem sýnir all-
ar helstu upplýsingar en með ein-
földum skipunum frá stýri er
hægt að skoða betur hluti eins og
leiðsögukerfi. Reynt hefur verið
að hafa kerfið eins einfalt í notk-
un og hægt er. Sem aukabúnað
verður hægt að fá kerfið með
gjaldmæli fyrir bílastæði og er þá
Minnkandí sala
þýskra bíla í BNA
Sala þýskra bíla hefur dregist
verulega saman í Bandaríkjun-
um og hefur samdrátturinn ekki
verið meiri síðan í desember-
mánuði 2001. Bandaríska frétta-
stofan Reuter veltir vöngum yfir
því hvort ástæðunnar sé að leita
til veikrar stöðu dollarsins eða
andstöðu Þjóðverja við innrás
Bandaríkjamanna og Breta í
írak. í aprílmánuði dróst salan á
BMW og Mercedes mest saman,
10% á BMW en 6,8% á Mercedes
Benz, en markaðshlutdeild
Volkswagen minnkaði einnig
umtalsvert.
Allir þrír bílaframleiðendurn-
ir hafa viðurkennt að hafa fengið
póst og e-mail frá Bandaríkjun-
um, þar sem andstöðu Þjóðverja
við stríðið í írak er mótmælt, en
segja líklegra að veik staða
dollarans gagnvart evrunni
skipti meira máli í sölu á evr-
ópskum bílum í Bandaríkjunum,
sérstaklega þýskiun, sem hækk-
ar verð þeirra umtalsvert. Allt
fram til aprílmánaðar voru lúx-
us-útgáfur af BMW og Mercedes
Benz þær tegundir sem mest
seldust og höfðu aukið hraöast
markaðshlutdeild sína. í apríl
dróst salan svo saman þegar sala
lúxusútgáfu af öðrum innfluttum
bílategundum var að aukast þó
ekki væri um neina söluspreng-
ingu að ræða.
Fleiri kauphallarsérfræðingar
hallast þó að því að það sé frem-
ur sterkari staða evrunnar sem
dragi úr sölu þýskra bíla en and-
staða þýskra yfirvalda gegn
stríðinu í írak með Schröder
kanslara í broddi fylkingar.
Muni sú staða vara í umtalsverð-
an tíma kann það að þrýsta
þýsku bílaframleiðendunum til
þess að lækka verð bíla sinna á
bandaríska markaðnum til að
koma í veg fyrir alvarlegra
ástand. Veik staða dollars kann
nefnilega að vara mun lengin- en
dvöl bandarískra og breskra
herja í írak. Paul Taylor, efna-
hagsfræðingur bandaríska bíl-
greinasambandsins, segir það
sérstaklega athyglisvert og und-
irstrika þá skoðun að ástæðunn-
ar sé að leita til veikrar stöðu
dollars, að sala á Volkswagen-bíl-
um hafi verið stöðugt vaxandi
meðan dollarinn var að styrkjast
en hún hafi dottið umtalsvert
niður strax og hann fór að veikj-
ast, sérstaklega gagnvart evr-
unni. Sú breyting tengdist vissu-
lega ekki Íraksstríðinu. -GG
hægt að kaupa og panta bílastæði
fyrirfram í gegnum skjáinn. Til að
sýna að viðkomandi hafi keypt að-
gang að stæðinu sýnir lítill skjár
það í sólskyggninu. Leiðsögukerf-
ið verður af fullkomnustu gerð og
getur meðal annars sýnt umferð-
arhnúta og þess háttar. Einnig
verður hægt að láta flytja upplýs-
ingarnar yfir í lófatölvu eigandans
þegar hann er ekki í bílnum. -NG
SlMI
0ALSHRAUNI
EYRARVEGII
SMIÐJUVEGI
555
1019
SlMI
SlMI
520
8000
29
483
1800
SKEIFUNNI
SÍMI
SlMI
BlLDSHÖFÐA
1300
68
544
8800
16
577
Dráttarbeisli
og kerruhlutir
Vatnskassar ehf.
Vagnhöfða B * 110 Reykjavík
Sími 577 S090 - Fax 577 6095
Eigum tií vatnskassa/bensíntanka
og miðstöðvar, ásamt aukamiðstöðvum
ætluðum bifreiðum/bátum og vinnuvéium.
Einnig intercoolera í vörubíla og vinnuvélar.
Tölvuskjár
í mælaborð Mondeo