Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2003, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2003, Side 12
t • iSdBÍLAR 12 Laucardacur 17. MAÍ2003 Mercedes-Benz Super Sprinter Sannkallaður útsýnisbíll Allir sem hafa farið í sýnis- ferðir í rútubílum, til dæmis um erlendar stórborgir, kannast við hve ergilegt það er að sjá ekki nógu hátt út úr bílunum það sem verið er að sýna manni, “ varla þeim megin sem maður situr hvað þá hinum megin. í útsýnisbíl er meginmálið að hafa útsýni. Tekist er á við þetta vandamál í nýjasta bílnum hjá Hópbílum í Hafnarfirði. Það er 18 sæta Mercedes Benz Super Sprinter með endurbætta yfirbyggingu frá Ernst Auwárter í Þýska- landi. Þar skipta gluggarnir meginmáli á hæð og breidd, bæði á hlið og að framan - sann- öni Óskarsson, rekstrarstjóri Hóp- bíla, sýnir hvernig hœgt er að færa gangsætin til hliðar til að gefa far- þeguin betra hliðarrými. kallaður útsýnisbill. Gott bil er á milli sæta, hægt að stilla bak- halla hvers sætis fyrir sig og einnig er hliðarfærsla á gang- sætum, sem gefur hverjum far- þega betra rými, einnig á hlið. Og vitaskuld er belti í hverju sæti. Að öðru leyti er breyting Emsts Auwarter meðal annars sú að lengja bílinn um 60 sm sem gefur aukið rými sem því nemur, endurhanna farangurs- geymslu þannig að hún taki meiri farangur og færa farþega- Háir og stórir gluggar, bæði á hlið og að framan, eru ytri einkenni á Super Springer þegar bílasmiðir Ernst Auwarter hafa farið höndum um bílinn. Myndir DV-bílar SHH hurð á hægri hlið aftar þannig að hún sé hærri og veiti betra aðgengi. Það er Snæland Gríms- son ehf. sem hefur umboö fyrir Ernst Auwárter á íslandi. Þetta er sextándi nýi hóp- ferðabíllinn sem Hópbílar fá frá árinu 1999 og tveir í viðbót eru á leið til landsins. Eldri bílar eru frá árinu 1996 og 1997 og einn frá árinu 1991 sem um þess- ar mundir eru í algjörri endur- nýjun, m.a. skipt um öll sæti í honum. Þessi nýi Super Sprinter er með 156 ha vél og Sprinter Shift sjálfvirkri gírskiptingu. Hann er með hitastýrðri loftræstingu (air-condition), kæliboxi fyrir drykki og DVD-búnaöi fyrir far- þega, auk útvarps og geislaspil- ara. -SHH Með brevtingu Emsts Auwarter fæst meðal annars betra farangursrými. •! Hekla selur 3327 tonn af tækjum til Impregilo Impregilo, Hekla hf. og ítalska fyrirtækið CGT hafa gert með sér samning sem kveður á um að Impregilo muni kaupa 63 Ca- terpillar-vinnuvélar og námutrukka, að söluandvirði um 17 milljónir evra. Þetta var til- kynnt á nýafstöðnum aðalfundi Heklu hf., en Hekla hf. er um- boðsaðili Caterpillar á íslandi og CGT í Mílanó er umboðsaðili Ca- terpillar á Ítalíu. Flytja 1.226 tonn í einu Um er að ræða stærsta einstaka samning um sölu og þjónustu á vinnuvélum og námutrukkum til nota á íslandi. Þau tæki sem um ræðir eru 23 námutrukkar, 15 jarðýtur, 8 hjólaskóflur, 7 belta- gröfur, 4 vegheflar og 6 smærri tæki. Stærstu beltagröfurnar vega rúmlega 180 tonn hver og moka allt að 20 tonnum í einu. Stærstu námutrukkarnir vega allt að 100 tonn í heildarþyngd og rúma tæp 60 tonn á palli. Bæði gröfurnar og námutrukkarnir eru stærstu tæki sinnar tegundar sem komið hafa til landsins. Alls er því Hekla að flytja inn 3.327 tonn af tækjabúnaði sem hefur burðargetu upp á 1.226 tonn í einu. Til að flytja allan þennan þunga þarf mikla orku en alls eru tækin samtals 24.849 hestöfl. Fyrstu tækin koma til landsins á næstu vikum og verða þau notuð við gerð Kárahnjúkavirkjunar. Um er að ræða bróðurpart þeirra jarðvinnuvéla sem notaðar verða við verkefnið. Það er CAT Fin- ance sem fjármagnar kaupin en aö framkvæmdum loknum verða tækin að mestu flutt úr landi. Vélasvið Heklu hf. mun koma að þjónustu tækjanna á verkstað, sem og sjá um varahlutasölu. Við Kárahnjúka verður komið fyrir umfangsmiklum varahlutalager þar sem miðað er við að allir nauðsynlegir hlutir séu til staðar og að tafir vegna viðhalds verði litlar. -GG Eins og sjá má eru sum tækin engin smásnúði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.