Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2003, Blaðsíða 32
FÖSTUDAGUR 13.JÚNÍ2003
FRETTASKOTIÐ
SIMINN SEM ALDREI SEFUR
550 55 55
Við tökum við
fréttaskotum allan
sólarhringinn. Fyrir hvert
fréttaskot sem birtist,eða
er notað í DV, greiðast
3.000 krónur. Fyrir besta
fréttaskotið í hverri viku
greiðast 7.000 kr. Fullrar
nafnleyndar er gætt.
Kjallarar - Lesendabréf
Lesendur geta hringt allan sólarhringinn í síma 550 5035,
sent tölvupóst á netfangið gra@dv.is eða sent bréf til
Lesendasíða DV, Skaftahlíð 24,105 Reykjavík.
Lesendureru hvattirtil að senda mynd af sértil birtingar
með bréfunum á sama póstfang.
fBYGGNIR Á SVIP: Allt bendir nú til þess að Asgeir
Sigurvinsson (til hægri á myndinni) og Logi Ólafsson fái
umboð frá Eggert Magnússyni, formanni KSf, til að stýra
liðinu i þeim leikjum sem eftir eru í riðlinum.
DV-mynd ÞÖK
Uppreisn
æru hjá
Loga
Logi Ólafsson, sem stýrt hefur
landsliðinu að undanförnu með
Ásgeiri Sigurvinssyni, sagði í
samtali við DV sport í gærkvöld
að það mætti líta á þennan tíma
með íslenska landsliðinu á
nokkurn hátt sem uppreisn æru
fyrir hann.
„Ég get ekki neitað því að ég
hvarf frá landsliðinu á heldur
leiðinlegan hátt, eiginlega frá
hálfkláruðu verkefni árið 1997.
Okkur hafði gengið illa en ég
taldi vel hægt að bæta gengi liðs-
ins og var því mjög svekktur þeg-
ar stjórn KSÍ ákvað að láta mig
fara. Ég hef hins vegar aldrei látið
þessa ákvörðun trufla samskipti
mín við Eggert Magnússon eða
aðra forystumenn KSÍ. f dag er ég
betri þjálfari heldur en fyrir sex
árum, leikmenn íslenska lands-
liðsins eru betri en þá og á vissan
má segja að ég hafi fengið upp-
reisn æru með góðum árangri nú
eftir leiðinlega útgöngu sfðast. Ég
fékk tækifæri til að leiðrétta hluti
sem ekki gengu upp og mér sýn-
ist við geta verið bærilega sáttir
við niðurstöðuna."
íslenska landsliðið þarf sex
stig í síðustu þremur leikjum
sínum, gegn Færeyingum á
útivelli og Þjóðverjum heima
og úti, í fimmta riðli und-
ankeppni EM 2004 til að
tryggja annað sætið í riðlin-
um og þar með þátttökurétt í
umspili um sæti í úrslitunum í
Portúgal næsta sumar. Þar
mætast tvö lið heima og
heiman og allt getur gerst.
Þessi stigafjöldi íslenska liðsins
gerir reyndar ráð fyrir að Skotar
tapi einum af þeim þremur leikjum
^ sem liðið á eftir. Skotar eiga eftir að
spila gegn Litháum og Færeyingum
í Glasgow og Þjóðverjum í Þýska-
landi.
íslenska liðið á næsta leik í riðlin-
um, gegn Færeyingum í Þórshöfn,
og getur með sigri komist upp í
efsta sæti riðilsins, einu stigi á und-
an Þjóðverjum og fjórum á undan
Skotum.
Þann 6. september taka íslend -
ingar á móti Þjóðverjum og Færey-
ingar sækja Skota heim. Skotar
ættu að vinna Færeyinga nokkuð
auðveldlega í Glasgow en ef fslend-
ingar sigra Þjóðverja, nokkuð sem
ætti að vera góður möguleika í ljósi
upprisu íslenska liðsins og sögu-
lega lélegs þýsks landslið, þá geta
Þjóðverjar tryggt íslenska liðinu í
það minnsta annað sætið með sigri
á Skotum fímm dögum seinna í
Þýskalandi.
Þá væri íslenska liðið með fjög-
urra stiga forystu á Skotland og
tveggja stiga forystu á Þjóðverja fyr-
ir síðasta leikinn, úrslitaleik riðils-
ins í Þýskalandi þar sem fslending-
um myndi nægja jafntefli til að
vinna riðilinn og í leiðinni tryggja
sér farseðil á EM í Portúgal.
Þetta er kannski villtustu draum-
ar en gefum okkur að íslendingar
vinni Færeyinga og geri síðan jafn-
tefli gegn Þjóðverjum á Laugardals-
Leikirnir við Þjóðverja
verða úrslitaleikir um
tvö efstu sætin, mikil-
vægustu leikir sem ís-
lenskt landslið hefur
spilað frá upphafi.
velli. Á sama tíma vinna Skotar
Færeyinga og tapa fyrir Þjóðverj-
um. Þá hafa íslendingar tveggja
stiga forystu á Skota fyrir síðasta
leikinn gegn Þjóðverjum ytra 11.
október en Skotar mæta Litháum á
heimavelli á sama tíma.
Ef Skotar vinna Litháa í þeim leik
þá þarf íslenska liðið að vinna Þjóð-
verja í Þýskalandi og tryggja sér
efsta sætið því að ef liðið gerir jafn-
tefli þá eru Skotland og ísland jöfn
með 14 stig í öðru sæti riðilsins. Þá
kemur til betri árangur í innbyrðis-
viðureignum liðanna og þar hafa
Skotar klárlega vinninginn. Is-
lenska liðið sæti því eftir með sárt
ennið.
Niðurstaðan er því einföld. fs-
lenska liðið'þarf fýrst að vinna Fær-
eyinga, nokkuð sem ætti að vera
mögulegt. Ef það gerist verða leik-
irnir við Þjóðverja hreinir úrslita-
leikir um tvö efstu sætin í riðlinum,
mikilvægustu leikir sem íslenskt
landslið hefur spilað frá upphafi -
ótrúlegt staðreynd miðað við stöðu
liðsins eftir Skotaleikinn.
oskar@dv.is
Neitaði Fram
Logi sagði janframt að Framar-
ar hefðu rætt við hann í gær um
að taka við þjálfun liðsins en
hann hefði gefið afsvar.
„Ég er í störfum á vegum sam-
bandsins eins og staðan er í dag
og taldi rétt að einbeita mér að
þeim. Ég sagði forráðamönnum
Fram það í gær og þeir skildu vel
mína stöðu,“ sagði Logi.
Þessi ákvörðun Loga gefur
sögusögnunum, um að hann og
Ásgeir stjórni landsliðinu fram
yfir leikina gegn Þýskalandi, byr
undir báða vængi enda hlýtur
slíkt að vera formsatriði að ganga
frá þar sem báðir aðilar hafa lýst
yfir áhuga sínum á starfa hvor
með öðrum.
Logi sagði spurður i gær að
ekkert væri farið að ræða fram-
haldið með stjórnun landsliðsins
og tíminn einn myndi leiða í ljós
hvað yrði.
oskar@dv.is
Steinar tekur við Fram
® 9
2^^
Veðriðídag
12if6
Steinar Guðgeirsson hefur verið
ráðinn þjálfari Fram í Landbanka-
deild karla. Steinar tekur við af
Kristni R. Jónssyni sem var sagt
upp störfum í síðustu viku.
Finnur Thorlacuis, formaður
hiutafélags Fram, sagði í samtali
við DV sport í morgun að Steinar,
sem er uppalinn Framari og fýrr-
um stjómar- og leikmaður í félag-
inu, væri ráðinn fram á haustið og
myndi ekki halda áfram eftir það
hvemig sem árangurinn yrði í
sumar. oskar@dv.is
Ztstarhvetjandi
og kynörvandi
nuddolía.
Veðrið kí. 6 i
Sólarlag
í kvöld
Rvík 23.57
Ak. 24.36
Sólarupprás
á morgun
Rvík 02.58
Ak.01.48
Síödegisflóð
Rvík 17.34
Ak. 22.07
Ardegisflóð
Rvík 05.54
Ak. 08.27
Akureyri
Reykjavík
Bolungarvík
Egilsstaðir
Stórhöfði
Kaupmannah.
Ósló
Stokkhólmur
Þórshöfn
London
Barcelona
NewYork
París
Winnipeg
morgun
Aaskýjað
súld
úrkoma
súld
skýjað
hálfskýjað 15
14
100% náttúruleg
S. 552 1220
Laugavegur12b
Negro
Sumarhúfur
þoka 10
léttskýjað 12
léttskýjað 23
þokumóða 18
skýjað 17
heiðskírt 12
EINN EINN TVEIR
NEYÐARLfNAN
LÖGREGLA SLÖKKVILIÐ SJÚKRALIÐ
r
i