Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2003, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2003, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 13.JÚNÍ2003 FRÉTTIR 7 Of hraður akstur Svefn og þreyta Röng viðbrögð þegar ökutæki byrjar að renna Bílbelti rangt notað Ölvunarakstur Biðskylda ekki virt Farið fram úr við línu sem bannar framúrakstur Bílbelti ekki notað Hlaupið án þess að taka tillit til umferðarinnar Vindstrengur 2002 9 4 2 1 1 1 1 1 1 1 1998-2002 22 7. 2 3 17 6 1 20 1 2 Rannsóknarnefndin Markmiðið með starfi Rann- sóknarnefndar umferðarslysa er að auka þekkingu og skilning á orsökum umferðarslysa. Nefnd- inni er ætlað að rannsaka um- ferðarslys og leggja fram tillögur til úrbóta sem byggjast á niður- stöðum rannsóknanna. Nefndin starfar á grundvelli umferðar- laga. Nefndin og sérfræðingar gera sína athugun og er gögnum safnað saman um hvert slys. Nefndin leggur síðan mat á or- sakir hvers slyss. í skýrslu um slys sem rannsökuð hafa verið skal koma fram samantekt á or- sökum slysanna, flokkun þeirra og tillögur að fyrirbyggjandi að- Nefndinni er ætlað að rannsaka umferðar- slys og leggja fram til- lögur til úrbóta. 'gerðum. í þessari vinnu er með- al annars byggt á lögregluskýrsl- um um slysin sem nefndin gagnrýnir harðlega í nýju skýrslunni og fjallað er um hér til hliðar. í Rannsóknarnefnd umferðar- slysa eiga sæti þeir Símon Sig- valdason, skrifstofustjóri Hæsta- réttar, Rögnvaldur Jónsson, framkvæmdastjóri tæknisviðs Vegagerðarinnar, og Jón Bald- ursson, yfírlæknir slysa- og bráðadeildar Landspítala - há- skólasjúkrahúss. Sérfræðingar á vegum nefnd- arinnar eru Eiríkur Hreinn Helgason yfirlögregluþjónn, Haraldur Sigþórsson umferðar- verkfræðingur og Lárus Sveins- son bíltæknir. brugðinn öðrum viðlíka. Segir í niðurlaginu: „Ef oftar væri leitað svara við þessum spurningum má færa rök fyrir því að við byggjum við færri banaslys í umferðinni en nú er. Á ákveðnum tilvikum hefur rannsóknamefndin séð þess merki að lögreglumenn reyni að leita svara við þessum spurningum í rannsóknum sínum og ber slíkt vott um metnað og fagleg vinnu- brögð." Fagmenn í flutningum á traustum farkostum Landflutningar-Samskip reka öflugt flutningakerfi sem veitir allri landsbyggöinni góóa þjónustu. Fátækleg viðbrögð En er ástæða til að viðbrögð verði við þessari skýrslu Rannsóknar- nefndar umferðarslysa? Reynslan virðist ekki gefa tilefni til bjartsýni: Efoftar væri leitað svara við þessum spurningum má færa rök fyrir því að við byggjum við færri banaslys. „Frá þeim tíma er nefndin hóf störf og hóf að koma ábendingum sínum á framfæri hefur þess ekki orðið vart að réttarvörslukerfið hafi bmgðist við þessum ábendingum nefndarinnar með fullnægjandi hætti og enn í dag er rannsóknar- nefndin að fjalla um banaslys í um- ferðinni þar sem rannsóknargögn uppfylla ekki þær kröfur sem gera þarf til slíkra gagna. Af þeim 112 málum um banaslys í umferðinni sem rannsóknarnefndin hefur farið yfir árin 1998-2002 gerði nefndin athugasemdir við rannsóknir lög- reglu í 55 tilvikum. Er í mörgum til- vikum um að ræða sömu atriði og áður hafa komið fram og nefndin hefúr gert athugasemdir við.“ hlh@dv.is Rík áhersla er lögó á aó tryggja öryggi í akstri. Vel er fylgst meó hvíldartíma bílstjóranna og ökuhraói flutningabílanna er takmarkaóur með tölvubúnaói vió 90 km hámarkshraóa. Aðgát skal höfó! Bílstjórar Landflutninga-Samskipa hafa ADR-réttindi - réttindi til að flytja hættulegan varning. Landflutningar eru fyrsta almenna flutningafyrirtækió sem hefur sett viðbragðsbúnað í alla þá flutningabíla fyrirtækisins sem gætu þurft aó flytja hættuleg efni. Flutningabílar með slíkan farm eru merktir með ferhyrndu, appelsínugulu skilti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.