Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2003, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2003, Side 25
LAUGARDAGUR 5. JÚU2003 DV HELGARBLAÐ 25 DV-myndir E: Ól. Þórður veltir humarhala upp úr muldum chilihnetum. Hann gætir þess að hylja alveg humarhalann með mylsnunni en hún gefur skarpt og skemmtilegt bragð sem passar vel við humarinn. Humarinn er steiktur í heitri olíu í um hálfa mínútur á hvorri hlið.Gæta verður þess að hafa pönnuna ekki of heita þvi þá er hætt við að hneturnar brenni. Humarhalarnir eru lagðir hvor á annan og festir með pinna, gjarnan með íslensku klettasalati á milli.Froðunni er sprautað heitri úr rjómasprautunni og mangósalsað sett (snyrtilegan hrauk. Þetta er algjört lostæti. Chardonnay og Zinfandel frá Ernest & Julio Gallo - er val Ágústs Guðmundssonar hjá víndeild Globuss Humaruppskriftin hér til hliðar fær munnvatnið sjálfsagt til að renna í stríðum straumum hjá flestum lesendum. En það gerir vínið frá bandaríska vínrisanum Ernest & Julio Gallo ekki síður. Ný lína vína frá Ernest & Julio Gailo heitir Sierra Valley, kennd við sam- nefndan fjallgarð sem umlykur vín- ekrurnar og verndar þær íyrir óveðri. í þessari nýju línu Ernest & Julio Gallo eru rauðvínin Zinfandel, Cabernet Sauvignon, Merlot og Ruby Cabernet. Hvítvínin eru hins vegar unnin úr Chardonnay, Colombard og Sauvignon Bianc. Þá er einnig að finna í þessari línu létt og skemmtiieg rósavín, unnin úr Grenache, og hins vegar White Zin- fandel. Við framleiðslu þessara vína er stuðst við gamlar og grónar hefðir í vín- gerð en um leið er notuð nýjasta og besta tækni sem völ er á, en víngarðar Gallo-fýrirtækisins eru einmitt með þeim tæknivæddustu sem til eru. Ágúst Guðmundsson hjá víndeild Globuss mælir með tveimur vínum með humarréttinum, annars vegar Sierra Valley Chardonnay og hins vegar Sierra Valley Zinfandel en þar er á ferð léttur og ferskur Zinfandel sem er tilval- inn íyrir þá sem vilja prófa rauðvín með humrinum. Því ekki að prófa eitthvað nýtt? Kjörið vín með grilluðu nauta- og lambakjöti en það er einnig tilvalið með bragðmeiri pastaréttum þarsem hvítlaukur, ólíf- ur, sólþurrkaðir tómatar og annað bragðmikið hráefni kemur við sögu. Sierra Valley Chardonnay 2001 hefúr tæran og fallegan strágulan lit og greina má ferska ávaxtatóna á borð við græn epli og perur í bland við mjúka sítrusá- vexti. Vínið hefur nýjan en mjög fínleg- an eikarkeim og er í mjög góðu jafn- vægi. Sierra Valley Chardonnay ætti að falla vel að flestu fersku sjávarfangi, eins og rauðsprettu, karfa, rjómalöguð- um pastaréttum og léttari kjúklinga- réttum. Geymslutími vínsins er 12-18 mánuðir. Sierra Valley Chardonnay fæst í verslunum ÁTVR og kostar um 990 krónur. Sierra Valley Zinfandel 2001 hefur nokkuð djúpan ryðrauðan lit. í nefi má greina dökk ber, skógarber og sólber en í munni má greina mildan kryddaðan ávöxt og nokkuð þétta vanilluríka eik. Sierra Valley Zinfandel er kjörið vín með grilluðu nauta- og lambakjöti en það er einnig tilvalið með bragðmeiri pastaréttum þar sem hvítlaukur, ólífur, sólþurrkaðir tómatar og annað bragð- mikið hráefni kemur við sögu. Sierra Valley Zinfandel er best til drykkju á næstu 12 mánuðum en flaskan kostar um 990 krónur í ÁTVR.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.