Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2003, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2003, Page 27
LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ2003 DVHELGARBLAÐ 27 Mette og Hákon eiga von á erfingja Mikil kátína ríkir nú innan norsku konungsfjölskyldunnar eftir að upplýst varð að krónprinsessan, Mette-Marit, eiginkona Hákonar ríkisarfa, er kona ekki einsömul. Hákon færði þjóð sinni þau gleðitíðindi á föstudagsmorgun að fjölgun yrði í fjölskyldunni eftir miðjan janúar á næsta ári. Eins og við mátti búast ljómaði prinsinn af þessu tilefni. Hann á ekkert barn en Mette-Marit átti einn dreng fyrir. Konunglegar heimildir herma að prinsessan sé við góða heilsu og að ekki sé búist við öðru en að með- gangan verði með eðlilegum hætti. Þá er ekki ólíklegt að einhverjar breytingar verði gerðar á dagskrá prinsessunnar, eins og vænta má um svo tigna konu í þessu ástandi. Tilvonandi barn þeirra hjóna, Hákonar og Mette-Marit, verður annað í röðinni að ríkiserfðum, næst á eftir föður sínum, burtséð frá því hvort það verður drengur eða stúlka. Marta-Lovísa frænka og Maud, dóttir hennar, færast því niður um eitt þrep í þessum eftir- sótta ríkiserfðastiga. .Þegar hefur verið ákveðið að krónprinsessan fæði barnið á ríkis- spítalanum í Ósló þar sem allir fær- ustu læknar Noregs verða áreiðan- lega til taks. En það voru fleiri en kóngaslekt- ið sem fögnuðu tíðindunum. Sjálf ríkisstjórnin réð sér heldur ekki fyr- ir kæti, að því er fram kom í máli Jans Petersens, starfandi forsætis- ráðherra. „Við óskum þeim innilega til hamingju. Þetta er merkisviðburð- ur fyrir konungsfjölskylduna og þjóðina," sagði Petersen við netút- gáfú norska blaðsins VG. Haraldur Noregskóngur var því miður ekki til taks í Ósló til að halda upp á þennan merka viðburð með syni sínum og tengdadóttur. Hann er suður á Spáni að sigla á bátum, rétt eins og fínn maður, en drottn- ingin er heima. LUKKULEG: Mette-Marit og Hákon krónprins í Noregi eiga von á fyrsta barni sínu í janúar. á næsta ári. FAGURSKREYTTUR í HOMMAGÖNGU: Hommar og lesbíur fóru árlega skrúðgöngu sina um götur Parísar á laugard^g. Göngumenn fóru í sitt fínasta púss, eins og þessi fjaðraskreytti, varalitaði og krúnurakaði náungi. Nokkur hundruð þúsund manns tóku þátt í göngunni. I FJÖLSKYLDU- OG HÚSDÝRAGARÐINUM I sumar mun Fjölskyldu - og húsdýragarðurinn bjóða upp á dýranámskeið fyrir krakka á aldrinum 10-12 ára. Á námskeiðinu taka krakkarnir þátt í umhirðu hesta og ýmissa gæludýra og því upplagt fyrir krakka sem hafa áhuga á þessum dýrum. Þá verður einnig farið í skemmtilega umhverfisfræðslu og Vísindaveröldin könnuð. er námskeiðisgögn, hádegismatur, síðdegishressing og dvöl í garðinum allan daginn. Innifalið Námskeiðið hefst klukkan 10:00 og lýkur klukkan 15:00 en þá tekur við frjáls tími innan garðsins til klukkan 18:00. Námskeiðið kostar 15.500 krónur og skráning er í miðasölu garðsins. . 'iMfctl Hk jdt LEtKUn ...^ OG 1. námskeið 2. námskeið 3. námskeið 14.-18. júlí 28.júlí - l.ágúst 11. - 15.ágúst l/ERDÓMUn Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma 5757-800 HiFJÖLSKYLDU-OÚ HUSDÝRAOARÐURINN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.