Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2003, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2003, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ2003 DVHELGARBLAÐ 27 Mette og Hákon eiga von á erfingja Mikil kátína ríkir nú innan norsku konungsfjölskyldunnar eftir að upplýst varð að krónprinsessan, Mette-Marit, eiginkona Hákonar ríkisarfa, er kona ekki einsömul. Hákon færði þjóð sinni þau gleðitíðindi á föstudagsmorgun að fjölgun yrði í fjölskyldunni eftir miðjan janúar á næsta ári. Eins og við mátti búast ljómaði prinsinn af þessu tilefni. Hann á ekkert barn en Mette-Marit átti einn dreng fyrir. Konunglegar heimildir herma að prinsessan sé við góða heilsu og að ekki sé búist við öðru en að með- gangan verði með eðlilegum hætti. Þá er ekki ólíklegt að einhverjar breytingar verði gerðar á dagskrá prinsessunnar, eins og vænta má um svo tigna konu í þessu ástandi. Tilvonandi barn þeirra hjóna, Hákonar og Mette-Marit, verður annað í röðinni að ríkiserfðum, næst á eftir föður sínum, burtséð frá því hvort það verður drengur eða stúlka. Marta-Lovísa frænka og Maud, dóttir hennar, færast því niður um eitt þrep í þessum eftir- sótta ríkiserfðastiga. .Þegar hefur verið ákveðið að krónprinsessan fæði barnið á ríkis- spítalanum í Ósló þar sem allir fær- ustu læknar Noregs verða áreiðan- lega til taks. En það voru fleiri en kóngaslekt- ið sem fögnuðu tíðindunum. Sjálf ríkisstjórnin réð sér heldur ekki fyr- ir kæti, að því er fram kom í máli Jans Petersens, starfandi forsætis- ráðherra. „Við óskum þeim innilega til hamingju. Þetta er merkisviðburð- ur fyrir konungsfjölskylduna og þjóðina," sagði Petersen við netút- gáfú norska blaðsins VG. Haraldur Noregskóngur var því miður ekki til taks í Ósló til að halda upp á þennan merka viðburð með syni sínum og tengdadóttur. Hann er suður á Spáni að sigla á bátum, rétt eins og fínn maður, en drottn- ingin er heima. LUKKULEG: Mette-Marit og Hákon krónprins í Noregi eiga von á fyrsta barni sínu í janúar. á næsta ári. FAGURSKREYTTUR í HOMMAGÖNGU: Hommar og lesbíur fóru árlega skrúðgöngu sina um götur Parísar á laugard^g. Göngumenn fóru í sitt fínasta púss, eins og þessi fjaðraskreytti, varalitaði og krúnurakaði náungi. Nokkur hundruð þúsund manns tóku þátt í göngunni. I FJÖLSKYLDU- OG HÚSDÝRAGARÐINUM I sumar mun Fjölskyldu - og húsdýragarðurinn bjóða upp á dýranámskeið fyrir krakka á aldrinum 10-12 ára. Á námskeiðinu taka krakkarnir þátt í umhirðu hesta og ýmissa gæludýra og því upplagt fyrir krakka sem hafa áhuga á þessum dýrum. Þá verður einnig farið í skemmtilega umhverfisfræðslu og Vísindaveröldin könnuð. er námskeiðisgögn, hádegismatur, síðdegishressing og dvöl í garðinum allan daginn. Innifalið Námskeiðið hefst klukkan 10:00 og lýkur klukkan 15:00 en þá tekur við frjáls tími innan garðsins til klukkan 18:00. Námskeiðið kostar 15.500 krónur og skráning er í miðasölu garðsins. . 'iMfctl Hk jdt LEtKUn ...^ OG 1. námskeið 2. námskeið 3. námskeið 14.-18. júlí 28.júlí - l.ágúst 11. - 15.ágúst l/ERDÓMUn Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma 5757-800 HiFJÖLSKYLDU-OÚ HUSDÝRAOARÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.