Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2003, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2003, Side 2
2 FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ2003 Litlu mátti muna að illa færi ÚTGÁFUFÉLAG: Útgáfufélagið DV ehf. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Örn Valdimarsson AÐALRÍTSTJÓRI: Óli Björn Kárason AÐSTOÐARRÍTSTJÓRI: Jónas Haraldsson DV: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjóm: 550 5020 - AÐRAR DEILDIR: 550 5749 Rltstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyrl: Hafnarstræti 94, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerð og prentun: Árvakur hf. SLÖKKVIUÐ: Eldur kom upp á veitingastaðnum Hróa hetti við Hringbraut rétt fyrir klukkan níu í gærkvöld. Að sögn slökkviliðs- ins kviknaði í út frá grilli í eld- húsinu og var ástandið mjög tæpt um tíma. Litlu mátti muna að illa færi en starfsmenn veit- ingastaðarins brugðust þó rétt við og voru búnir að slökkvað mestan eldinn þegar slökkvilið- ið kom á staðinn. Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins en töluverðar skemmdir urðu á staðnum vegna mikils reyks. Þá var slökkviliðið kallað út í El- liðaárdalinn í gær þar sem eldur hafði komið upp í bílflaki sem stóð upp við hús. Slökkviliðinu tókst að slökkva eldinn áður en illa fór en glóð hafði komist í húsið. Ók kantanna á milli ÖLVUNARAKSTUR: Lögregl- unni á (safirði barst í gærtil- kynning frá vegfarendum sem kvörtuðu undan því að ölvaður ökumaður æki kant- anna á milli í Súðavíkurhlíð sem er á milli ísafjarðar og Súðavíkur. Lögreglan ók á móti honum og beygði hann þá inn á flugvöllinn á (safirði. Lögreglan náði þó að stöðva hann og var tekin af honum blóðprufa sem er nú í rann- sókn. Að sögn eins sjónar- votts var mikil mildi að ekki varð stórslys þar sem maður- inn hafði í tvígang næstum því ekið út af veginum og niður í fjöruna. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fýrir myndbirtingar af þeim. EFNI BLAÐSINS Gósentíð innbrotsþjófa - frétt bls. 4 Samkeppnisyfirvöld á fund ríkislögreglustjóra - frétt bls. 6 Á (slendingaslóðum í Vesturheimi - Ferðir bls. 8 Loch Ness skrímslið finnst ekki -frétt bls. 10 Lýsir eftir gönguvinum -Tilvera bls. 16-17 Daninn banabiti Vals - DV Sport bls. 30-31 DV Bingó Nú spilum við alit \ spjaldið og ætti ) ekkiaðlíðaá lönguáðuren einhverfær bingó. Verðlaun fyrir bingó á allt spjaldið eru afar glæsileg, vikuferð til Portúgals með Terra Nova Sól. Athugið að samhliða einstökum röðum hefur allt spjaldið verið spilað í sumar þannig að tölurnar sem dregnar hafa verið út í bingóleik DV til þessa gilda á allt spjaldið. Sextánda talan sem kemur upp er 69. Þeir sem fá bingó láti vita i síma 550 5000 innan þriggja daga. Ef fleiri en einn fá bingó er dregið úr nöfnum þeirra. Robertson lávarður fjallar um varnarmálin í kveðjuheimsókn á íslandi: Ræddi mál íslands við Bush Metsölubækur um víöa veröld JEAN AUEL Bækur Jean M. Auel um stúlkuna Aylu hafa farið sigurför um heiminn. Nú eru þrjár þeirra fáanlegar í kilju. Ekki láta þessar hrífandi metsölubækur framhjá þér fara! VAKA-HELGAFELL SEGÐU SlS: George Robertson var hress við komuna til landsins í gærmorgun. Þegar Ijós- myndari DV kom aðvifandi ákvað lávarðurinn að svara í sömu mynt, greip myndavél sína og tók mynd af Ijósmyndaranum við mikla kátínu Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráð- herra. DV-mynd G VA Á ÞINGVÖLLUM: Davíð Oddsson, George Robertson og Halldór Ásgrímsson ræddu við fréttamenn eftir fund sinn í ráðherrabústaðnum á Þingvöllum í gær. DV-myndÞÖK Framkvæmdastjóri Atlants- hafsbandalagsins, George Ro- bertson lávarður, sagði eftir fund með Davíð Oddssyni og Halldóri Ásgrímssyni á Þing- völlum í gær að hann hefði rætt við George Bush Bandaríkjafor- seta á skrifstofu forsetans um stöðu varnarsamnings íslands og Bandaríkjanna. Robertson vildi ekki gefa nánar upp hvað honum og Bandaríkjafor- seta hefði farið á milli en eins og fram kom í frétt Washington Post íyrir viku hafa bandarískir embætt- ismenn sagt að Robertson hafi fengið Bandaríkjamenn ofan af því að flytja herþotumar af landi brott í júní eins og til stóð. Hann vildi hins vegar meina að fullur vilji væri hjá Bandaríkjaforseta til að leiða málið til lykta á farsælan hátt. Á blaðamannafundi, sem hald- inn var eftir fund Robertsons og ráðherranna, steig lávarðurinn var- Robertson sagöi að innan NATO væri fylgst vel með málinu þar sem ísland væri mikilvægur aðili að bandalaginu. Þjóðirnar tværyrðu hins vegar að útkljá viðræður. lega til jarðar þegar hann var spurður út í viðræður fslands og Bandaríkjanna um framtíð varnar- samningsins. Hann sagðist ekki hafa persónulega skoðun á málinu því að hann kæmi fram fyrir hönd Atlantshafsbandalagsins en hann sagði að innan NATO væri fylgst vel með málinu þar sem ísland væri mikilvægur aðili að bandalaginu. Þjóðirnar tvær yrðu hins vegar að útkljá viðræður um tvíhliða samn- ing sinn áður en NATO kæmi að málinu. Ekki beðinn um hjálp Davíð Oddsson sagði jafnframt í gær að ráðherrarnir hefðu ekki beðið Robertson að beita sér sér- staklega íyrir málstað íslendinga í viðræðunum um varnarsamning- inn, en Robertson flaug til New York eftir heimsókn sína til íslands. Robertson sagðist ætla að ræða við bandaríska embættismenn um málið. Robertson minntist á starf ís- lendinga innan NATO og sagði það vera merki um að lítil þjóð gæti lagt sitt af mörkum f heiminum. Sér- staklega sagði hann að íslendingar ættu að vera stoltir af starfi sínu í Pristina, höfuðborg Kosovo, þar sem þeir sinna flugumferðarstjórn. Þetta er síðasta heimsókn Robert- sons sem framkvæmdastjóri NATO til íslands, en hann lætur af því starfi f vetur. kja@dvJs NATO REIÐUBÚIÐ TIL AÐSTOÐAR: Fram kom á fundi George Robertsons, framkvæmda- stjóra Atlantshafsbandalagsins, á fundi með Davíð Oddssyni og Halldóri Ásgrímssyni á Þingvöllum í gær að bandalagið væri reiðubúið til aðstoðar en Islendingar og Bandaríkja- menn yrðu að útkljá sín mál vegna varna Islands. Robertson sagði að fylgst yrði með hvort bandalagið gæti á einhverjum tímapunkti lagt sitt af mörkum. DV-mynd ÞÖK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.