Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2003, Qupperneq 6
6 FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLl2003
Olvun og reiðhjólaþjófnaðir
LÖGREGLAN: Mikið var að gera
hjá lögreglunni í Hafnarfirði um
helgina. Mikii ölvun var í bæn-
um og hafði lögreglan í nógu
að snúast við að stilla til friðar í
samkvæmum. Að sögn lögregl-
unnar var aðallega um að ræða
samkvæmi í heimahúsum og
áttu bæði ungmenni og full-
orðnir hlut að málum. Þá voru
tveir erlendir sjómenn hand-
teknir í Hafnarfirði aðfaranótt
laugardags en þeir voru grun-
aðir um þjófnað á reiðhjólum.
Við yfirheyrslur viðurkenndu
þeir að hafa stolið tveimur hjól-
um.Talsvert hefur borið á reið-
hjólaþjófnuðum í Hafnarfirði að
undanförnu og vill lögreglan
benda reiðhjólaeigendum á að
gæta hjóla sinna og helst að
taka þau inn yfir nóttina.
Stal brúðkaupsmyndunum
ÞJÓFNAÐUR: Fram kemur í
dagbók lögreglunnar að
brúðhjón sem héldu brúð-
kaupsveislu á hóteli hér í
borg á laugardag urðu fyrir
þeirri óskemmtilegu reynslu
að óboðinn gestur laumaði
sér í veisluna. Þrátt fyrir að
vera ítrekað vísað frá náði
gesturinn að stela farsíma
brúðgumans og síðar kom í
Ijós að hann hafði einnig tek-
ið myndavél og myndbands-
upptökutæki úrveislunni.
Þessi tæki höfðu að geyma
allt myndefni úr brúðkaupinu
og var því nýbökuðu hjónun-
um mikið í mun að endur-
heimta tækin. Eftir mikla leit á
hótelinu fannst þýfið og
minningunum var bjargað.
Saksóknari fer með
samskipti við stofnunina
FUNDUR: Georg Ólafsson, Haraldur Johannessen, Ásgeir Einarsson og Jón H.B. Snorrason við upphaf fundar ríkislögreglustjóra og Sam-
keppnisstofnunar í gær. DV-mynd ÞÖK
Haraldur Johannessen ríkislög-
reglustjóri og Jón H.B. Snorra-
son, yfirmaður efnahagsbrota-
deildar embættisins, funduðu í
gær með Georg Ólafssyni, for-
stjóra Samkeppnisstofnunnar,
og Ásgeiri Einarssyni, lögfræð-
ingi stofnunarinnar, um með-
ferð Samkeppnisstofnunar á
málefnum sem varða meint
samráð olíufélaganna.
Á fundinum var rædd sú staða
sem upp er komin í málinu þar sem
Samkeppnisstofnun telur að ýmis-
legt, sem fram sé komið við athug-
un stofnunarinnar, bendi til atvika
sem ætía megi að geti varðað refs-
ingu og beri að fara með sam-
kvæmt lögum um meðferð opin-
berra mála. Staða Samkeppnis-
stofnunar hefur verið talin óljós
hvað varðar kærur og tilkynningar
til lögreglu og var á fundinum farið
yfir þau lög og reglur sem um slíkt
gilda. Samkeppninsstofnun hefúr
bent á að í gildandi lögum um
stofnunina og starfsemi hennar sé
ekki kveðið á um það með hvaða
hætti stofnunin eigi að gera lög-
reglu grein fyrir því sem hún verði
áskynja um í athugunum sfnum og
kunni að varða einstaklinga og/eða
lögaðila refsiábyrgð. Þá hafi heldur
ekki myndast hefð eða verklag um
framsendingu mála frá stofnun-
inni.
Horft til annarra stofnana
Jón H.B. Snorrason benti á að
rétt væri að taka mið af starfsað-
ferðum og löggjöf annarra stofnana
sem gegndu eftirlitshlutverki líkt og
skattayfirvöld og Fjármálaeftirlitið.
í grundvallaratriðum vísuðu þessar
stofnanir málum til efnahagsbrota-
deildar ríkislögreglustjóra með
formlegum hætti samkvæmt máls-
meðferð sem mælt væri fyrir um í
lögum og reglugerðum. I báðum
tilvikum væri gerð grein fyrir kæru
eða tilkynningu í skriflegum erind-
um og með greinargerð sem fjallaði
um hina ætluðu refsiverðu hátt-
semi.
Staða Samkeppnis-
stofnunar hefur verið
talin óljós hvað varðar
kærur og tilkynningar
til lögreglu.
Þá benti hann einnig á mikilvægi
þess að fram kæmi hvaða þýðingu
það hefði fyrir meðferð málsins hjá
Samkeppnisstofnun að tilkynnt
hefði verið til efnahagsbrotadeild-
arinnar. Fram þyrfti að koma hvort
þau atvik sem tilkynnt væri um
yrðu áfram til frekari meðferðar hjá
Samkeppnisstofnun.
Greiða úr óvissu
Ríkislögreglustjóri hefur falið
Jóni H.B. Snorrasyni að fara með
samskipti við Samkeppnisstofnun
varðandi aðgerðir sem grípa þurfi
til svo að hefja megi opinbera rann-
sókn svo fljótt sem verða megi eftir
því sem tilefni kunni að gefast til.
Jón sagði í samtali við DV í gær að
þær aðgerðir fælust fyrst og fremst í
því að greiða úr þeirri óvissu sem
væri á stöðu Samkeppnisstofnunar
til þess að menn gætu að áttað sig á
því f hvaða farveg málið ætti að
fara. Hann sagði hins vegar of
snemmt að segja til um það hvort
embætti ríkislögreglustjóra tæki
yfir einhverja þætti málsins og hæf!
opinbera rannsókn á þeim. -EKÁ
Burðarás, Sjóvá-Almennar tryggingar og Kaupþing Búnaðarbanki í viðræðum:
Tekist á um yfirtöku Skeljungs
YFIRTAKA: Viðræður eiga sér nú stað um yfirtökutilboð á Skeljungi en að þeim standa
Burðarás, Sjóvá-Almennar og Kaupþing-Búnaðarbanki.
Burðarás, Sjóvá-Almennar
tryggingar og Kaupþing Bún-
aðarbanki eiga nú í viðræðum
um hugsanlegt yfirtökutilboð á
hlutabréfum í Skeljungi. Yfir-
tökutilboðið yrði á genginu
15,9. Stefnt er að því að viðræð-
um um yfirtöku verði lokið inn-
an viku.
Útlit er fyrir að langvinn barátta
um hið rótgróna fyrirtæki Skeljung
sé að komast á lokastig. Öðrum
megin borðsins sitja fúlltrúar
Burðaráss og Sjóvár-Almennra en
fulltrúar Kaupþings-Búnaðarbanka
hinum megin. f gær var gefin út til-
kynning um að hlutabréf Skeljungs
hefðu verið færð á athugunarlista
Kauphallarinnar þar sem hluthafar
sem eiga 87,57% eignarhlut f fyrir-
tækinu ættu í viðræðum um hugs-
anlegt yfirtökutilboð.
Þeir sem gerst þekkja telja að
smærri hluthafar geti vel við unað
að selja hluti sína á genginu 15,9.
Mikil viðskipti áttu sér stað í Skelj-
ungi um mánaðamótin á genginu
15 en síðasta viðskiptaverð var
14,7.
Nokkrar sviptingar urðu í Skelj-
ungi hf. um síðustu mánaðamót
þegar Shell Petroleum Company
Ltd., sem átti 20,69% eignarhlut f
félaginu, seldi Sjóvá- Almennum og
Burðarási sinn hlut. Salan fór fram
á genginu 12 en önnur viðskipti
þann dag fóru fram á genginu 15.
Vakti nokkra umræðu og grun-
semdir um innherjaviðskipti að um
þrjár klukkustundir tók að koma
tilkynningu um sölu Shell
International inn í fréttakerfi Kaup-
hallarinnar, að sögn vegna tafa við
gjaldeyrisyfirfærslu. Á meðan áttu
sér stað töluverð viðskipti með
Skeljungsbréf á genginu 15 en
kaupandi var Kaupþing-Búnaðar-
banki. Fjármálaeftirlitið hafði
þessa töf á tilkynningu til rann-
sóknar.
Samkvæmt lista yfir stærstu hlut-
hafa í Skeljungi á Kaupþing-Bún-
aðarbanki 39,2% í félaginu, Sjóvá-
Almennar rúm 25,02% og Burðarás
23,35%. Saman eiga þessi þrjú félög
87,57% í Skeljungi.
Innherjar
Samkvæmt fréttum Kauphallar-
innar teljast eftirtaldir aðilar inn-
herjar vegna viðskipta með hluta-
bréf Skeljungs:
Benedikt Jóhannesson, þar sem
hann er stjórnarformaður Burðar-
áss og Skeljungs; Friðrik Jóhanns-
son, þar sem hann er fram-
kvæmdastjóri Burðaráss og vara-
maður í stjóm Skeljungs; Kristinn
Björnsson, forstjóri Skeljungs, en
hann er stjórnarmaður í Sjóvá-Al-
mennum; Hörður Sigurgestsson,
þar sem hann situr í stjórn Burðar-
áss og Skeljungs, og loks Guðný
Björnsdóttir, lögfræðingur hjá Sjó-
vá-Almennum, þar sem hún situr í
stjórn Skeljungs.
Samkvæmt mögulegu yfirtöku-
gengi er verðmæti fyrirtækisins um
12 milljarðar króna. Skeljungur los-
aði sig við ítök í alls óskyldum
rekstri þegar öll hlutabréf í Hans
Petersen voru seld til Sjafnar á Ak-
ureyri fyrir um mánuði.
hlh@dv.is