Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2003, Side 12
72 FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚÚ2003
Útlönd
Heimurinn í hnotskurn
Umsjón: Erlingur Kristensson / Kristinn Jón Arnarson
Netfang: erlingur@dv.is / kja@dv.is
Sími: 550 5828
Átta látast í Saudi-Arabíu
ALQAEDA: Sex skæruliðar
múslímskra öfgasamtaka og
tveirlögreglumenn létust þeg-
ar yfirvöld réðust á öfgamenn-
ina á bændabýli í gær. Fjórirtil
viðbótar voru handteknir, sak-
aðir um að fela hina grunuðu,
og mikið magn vopna og
sprengiefna var gert upptækt.
Talsmenn yfirvalda tilkynntu
síðar að öfgamennirnir sem
ráðist var á hefðu flestir hlotið
þjálfun á vegum hryðjuverka-
samtakanna al-Quaeda. Árásin
var sú þriðja sem yfirvöld í
Saudi-Arabíu hafa skipulagt frá
því þau hófu herferð gegn
öfgasamtökum eftir sjálfs-
morðsárásir þeirra í Ryadh
þann 12. maí sl. Þá létust 35
manns, þar af níu sjálfs-
morðsárásarmenn.
Hittu Suu Kyi
BÚRMA: Fulltrúum Rauða
krossins var í morgun í fyrsta
sinn leyft að hitta Aung San
Suu Kyi, baráttumann fyrir lýð-
ræði í Búrma, frá því hún var
handtekin af yfirvöldum fýrir
um það bil tveimur mánuðum.
Sögðu þeir eftir heimsóknina
að Suu Kyi hefði verið hress og
við góða heilsu, en nokkuð
hafði verið óttast um hana.
Leitin að Saddam heldur áfram:
Lífvörðurinn
handtekinn
Talsmenn Bandaríkjahers í írak
segja að hersveitir þeirra hafi í
morgun handtekið manninn,
sem talinn er vera nánasti líf-
vörður Saddams Husseins, fyrr-
um íraksforseta.
Að sögn Jeff Fitzgibbons, tals-
manns Bandaríkjahers á Bagdad-
svæðinu, voru nokkrir grunaðir
fylgismenn Saddams Husseins
handteknir í leitaraðgerðum sem
hófust í bítið í morgun í Tikrit,
fæðingarborg Saddams, norður af
Bagdad og leikur grunur á að einn
þeirra sé helsti foringi lífvarða-
sveita Saddams, sá sami og talið er
að hafi sloppið naumlega þegar
leitað var á þremur sveitabýlum á
svæðinu á sunnudaginn.
„Það virðist sem okkur hafi tekist
að koma þeim að óvörum því það
kom ekki til skotbardaga þegar þeir
vom handteknir," sagði Fitzgibbons.
Örugglega sá rétti
Liðsforinginn Steve Russell, sem
stjórnaði aðgerðunum, sagði í
mórgun að hann væri viss um að
þeir hefðu náð rétta manninum.
„Hann er örugglega sá sem við höf-
um verið að leita að og hann er
náinn samstarfsmaður Saddams,"
sagði Russell en vildi þó ekkert
staðfesta.
Að sögn sjónarvotta vom að
minnsta kosti tveir aðrir nánir
stuðningsmenn Saddams í hópi
hinna handteknu.
Aðgerðirnar í morgun vom liður í
skipulagðri leit að Saddam Huss-
eins og fylgismönnum hans, en
leitin að honum hefur verið hert til
muna að undanförnu eftir að
synirnir, Uday og Qusay, vom felld-
ir í skotbardaga í bænum Mosul í
síðustu viku.
Að sögn talsmanna Bandaríkja-
hers er hringurinn nú farinn að
þrengjast vemlega um Saddam en
talið er að hann hafi sloppið naum-
lega á sunnudaginn þegar árás var
gerð á íbúðarhús í Mansur-hverfi í
Bagdad eftir að vísbendingar bár-
ust um að hann hefði verið þar í
felum.
„Það virðistsem okkur
hafi tekist að koma
þeim að óvörum því
það kom ekki til
skotbardaga þegar
þeir voru handteknir,"
sagðiJeff Fitzgibbons,
talsmaður
Bandaríkjahers,
í morgun.
Fimm íraskir borgara létu lífið í
aðgerðunum eftir að komið hafði
til mótmæla á vettvangi og
bandarísku hermennirnir hafið
skothríð á bíla sem áttu leið fram
hjá húsinu.
Fimmtíu fallnir
Fyrir aðgerðirnar í morgun var
tala failinna Bandaríkjamanna í
átökunum í írak, frá því að Bush
Bandaríkjaforseti lýsti því yfir þann
1. maí að meiriháttar átökum væri
lokið, komin í fimmtíu en í gær féll
sá fimmtugasti auk þess sem þrír
aðrir særðust alvarlega þegar hand-
sprengjuárás var gerð á bandaríska
eftirlitssveit sem var á ferð í bílalest
um miðborg Bagdad.
Árásarmennirnir létu til skarar
skríða þegar einn herbíllinn nam
staðar undir brú í al-Rashid-hverfi
til þess að taka vatnsbirgðir og iétu
þeir sprengjuna falla niður í bílinn
af brúnni.
Stöðugar skæruárásir
Fall Saddams-bræða virðist lítil
áhrif ætla að hafa á baráttu and-
stæðinga bandaríska setuliðsins í
írak sem halda uppi stöðugum
skæruárásum og ef eitthvað er
hefur hún frekar færst í aukana.
Bandarískar hersveitir verða að
meðaltali fyrir tíu til tólf árásum
daglega og tæplega þriðjungur
þeirra fimmtíu, sem fallnir eru frá
stríðlokum, hafa fallið í skæru-
árásum síðustu tíu daga.
Fram til þessa hafa Bandaríkja-
menn kennt stuðningsmönnum
Saddams um árásirnar en í gær
sagði Ricardo Sanchez, yfirmaður
bandaríska heraflans í írak, að
landið væri orðið seguU fyrir er-
lenda hryðjuverkamenn, sem
streymdu til landsins til þess að
berjast heilögu stríði gegn Banda-
ríkamönnum.
Þar er Sanchez eflaust að vitna í
áður óþekkt samtök íslamskra
stríðsmanna, sem nýlega sendu frá
sér yfirlýsingu á myndbandi, sem
send var út á arabískri sjónvarps-
stöð, en þar lýsa samtökin sem
kalla sig Salafist Jihad, yfir heilögu
stríði gegn Bush Bandaríkjaforseta.
Upptakan sýnir grímuklædda
stríðsmenn samtakanna veifa
byssum sínum og segir einn þeirra:
„Bandaríkjamenn, þið hafið sagt
stríðsmönnum guðs stríð á hendur.
Þið heiðingjarnir munuð hvorki
öðlast öryggi né sálarfrið á meðan
þið berjist gegn íslam.
Birgðir af Viagra
Samkvæmt fréttum bandaríska
tímaritsins Newsweek fundust
dollarar og íraskir dinaraseðlar að
andvirði hundrað milljónir dollara í
húsinu þar sem synir Saddams
voru felldir í síðustu viku. Einnig
hefðu fundist birgðir af Viagra-
pillum, tugir flaskna af ilmvatni,
heilu kassarnir af karmannsnær-
buxum auk fjölda rándýrra silki-
skyrta og binda. Þá segir einnig í
frétt blaðsins að fundist hafi einn
einstakur smokkur og tvö kven-
mannsveski í fórum bræðranna.
Ariel Sharon hittir Bush í dag:
Sádi-Arabar ekki ánægðir með leynimakk Bandaríkjamanna um 11. september:
Beittur þrýstingi
Fréttaskýrendur telja að Ariel
Sharon hafi aldrei verið undir
jafnmiklum þrýstingi frá
Bandaríkjamönnum og nú.
Forsætisráðherrann hittir Bush
Bandaríkjaforseta í dag og er talið
líklegt að Bush muni beita hann
talsverðum þrýstingi vegna bygg-
ingar öryggisgirðingar á Vestur-
bakkanum.
fsraelskt dagblað sagði í gær að
jafnvel væri verið að íhuga að hætta
við byggingu girðingarinnar á mjög
umdeildum stað langt inni á land-
svæði Palestínumanna þó að tals-
menn ríkisstjórnarinnar hafi ekki
staðfest það.
UMDEILD: Öryggisgirðingin sem (sraelar
byggja nú á Vesturbakkanum er orðin
mikið bitbein í deilu Palestínu og ísraels.
Vilja sjá alla skýrsluna
Utanríkisráðherra Sádi-Arabíu
hittir Bush Bandaríkjaforseta í
dag og biður væntanlega um
að leynilegir hlutar skýrslu um
aðdraganda hryðjuverkanna
11. september verði gerðir op-
inberir.
Ráðherrann, Saud al-Faisal,
bað um fundinn, en ráðamenn í
Sádi-Arabíu hafa ekki verið
ánægðir með að hlutar skýrslunn-
ar sem fjalla um mögulegan
stuðning Sádi-Araba við hryðju-
verkamennina hafi ekki verið
gerðir opinberir. Með því að
FUNDAR í DAG: Bush Bandaríkjaforseti
hittir utanrikisráðherra Sádi-Arabíu.
halda þeim leynilegum geta yfir-
völd í Sádi-Arabíu ekki svarað
ásökunum sem birst hafa á hend-
ur þeim í fjölmiðlum í kjölfarið.
Bob Graham, þingmaður
demókrata og einn þeirra sem
hyggjast bjóða sig fram til forseta
gegn Bush, sendi forsetanum
jafnframt bréf um málið og bað
um að blaðsíðumar 28 yrðu gerð-
ar opinberar. „Þannig geta Sádi-
Arabar svarað fyrir sig og almenn-
ingur áttað sig á því hverjir séu
raunverulegir vinir og óvinir
Bandaríkjanna," sagði Graham.