Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2003, Síða 13
ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ2003 FRÉTTIR 7 3
Al-Qaeda hyggur á frekari árásir
HRYÐJUVERK: Bandarískir embættis-
menn sögðu í gaer að þeir hefðu
upplýsingar um að í bígerð væru
flugrán og sjálfsmorðsárásir seinni
hluta sumarsins. Þessar upplýsingar
fengust bæði með yfirheyrslum yfir
félögum í al-Quaeda hryðjuverka-
samtökunum sem eru í haldi Banda-
ríkjamanna og einnig með hlerunum
á skeytasendingum.
Það var dagblaðið Washington Post
sem skýrði frá þessu og hafði meðal
annars eftir embættismönnunum að
viðtölin við al-Qaeda-félagana bentu
til þess að í undirbúningi væru árásir
sviþaðar þeim sem áttu sér stað
þann 11. september 2001. Um helg-
ina var flugfélögum og öryggisstarfs-
mönnum gert viðvart um þetta en
ekki er talin ástæða enn sem komið
er til að hækka viðvörunarstigið í
landinu vegna þessa.
STÖÐUGAR SKÆRUÁRÁSIR: Ekkert lát er á skæruárásum andstæðinga bandaríska
setuliðsins í frak og hafa fimmtíu bandarískir hermenn fallið síðan Bush Bandaríkjaforseti
lýsti því yfir þann 1. maí að meiriháttar átökum væri lokið. Hér á myndinni sjáum við
bandarískan hermann hlúa að félaga sínum sem særðist i árásinni í miðborg Bagdad í
gær.
FBI finnur njósnaskjöl í Washington:
Grafin í görðum
Rannsóknarmenn frá banda-
rísku alríkislögreglunni, FBI,
hafa grafið upp þúsundir blað-
síðna úr leynilegum skjölum á
fleiri en 10 stöðum víðs vegar
um Washington, höfuðborg
Bandaríkjanna.
Það var njósnarinn Brian Regan
sem hafði grafið skjölin, en hann
var nýlega dæmdur fyrir njósnir í
Bandaríkjunum. Það er dagblaðið
Washington Post sem greinir frá
þessu í dag. „Þetta eru ansi mikil-
vægar upplýsingar sem gætu gert
mikinn skaða,“ hefur dagblaðið eft-
ir ónefndum heimildarmanni sín-
um um málið. FBI fann skjölin í al-
menningsgörðum og öðrum af-
skekktum stöðum í Virginia- og
Maryland-fylkjum, rétt fyrir utan
borgarmörk Washington. Þar á
meðal fannst geisladiskur með ítar-
legum upplýsingum um • njósna-
hnetti Bandaríkjanna og sporbauga
þeirra.
Samkvæmt blaðinu hafði Regan,
sem situr í lífstíðarfangelsi, fjölda
kóðaðra skjala í fangaklefa sínum
og þar á meðal var kort sem sýndi
staðsetningu sumra skjalanna.
Regan var dæmdur í mars sl. fyrir
tilraun til njósna fyrir írak og Kína
og ólöglega söfnun upplýsinga.
/ \
SPURNINGAR FRÁ LESENDUM
Þegar ég hætti að reykja
síðast var ég ekki húsum
hæfur vegna skapvonsku.
Það að hætta að reykja
þarfnast vandlegs undir-
búnings. Að hætta “á
hnefanum” eins og þú gerðir
síðast virðist ekki henta þér.
Aukaverkanir vegna fráhvarfseinkennanna eru
óþægilegar en standa mismunandi lengi, en ekki
nema í stuttan tíma hjá flestum. Vegna fyrri
reynslu þinnar tel ég nauðsynlegt fyrir þig að
nota nikótínlyf til að Vegna fyrri reynslu þinnar tel ég a^ hverfa. Lungun eiga betur með
byrja með. Farðu inn nauðsynlegt fyrir þig að nota nikótínlyf a& k|jast v'ð sýkingar.
á dv.is og taktu til að byrja með. Farðu inn á dv.is og Eftir 1 reyklaust ár hafa líkurnar
reykingaprófið og taktu reykingaprófið og lestu áaðþúfáirhjartasjúkdom minnkað
lestu upplýsingarnar upplýsingamar um nikótínlyfin. um helming.
um nikótínlyfin. Að---------------------------------------Eftir 5 reyklaus ár er hættan á að
lokum skulum við rifja upp jákvæðu breytingarnar fá hjarta-og æðasjúkdóma orðin álíka mikil og
sem verða á líkamlegu heilsufari þínu þegar þú hjá þeim sem aldrei hafa reykt.
hættir að reykja. Þegar þú ert hættur muntu sjá ' Eftir 10 reyklaus ár hefur hættan á að fá
að það var þess virði að hafa hætt! lungnakrabbamein minnkað um helming.
Eftir 15 reyklaus ár hefur hættan á að fá
lungnakrabbamein orðin álíka mikil og hjá þeim
sem aldrei hafa reykt.
Guðbjörg Pétursdóttir,
hjúkrunarfræðingur.
Hvað skeður í líkama þínum eftir að þú hættir
að reykja:
Eftir 20 reyklausar mínutur hefur blóðþrýstingur
og púls lækkað og þlóðrás batnað.
Eftir 8 reyklausar klst. hefur kolsýrlingur í blóði
minnkað um helming.
Eftir 24 reyklausar klst. hefur dregið úr hættu
á kransæðustíflu.
Eftir 48 reyklausar klst. er kolsýrlingur í blóði
horfinn. Lyktar-og bragðskyn er að komast í
eðlilegt horf.
Eftir 4 reyklausar vikur eru hósti og andþrengsli
Nicotinell
Nicotinell tyggigúmmí er lyf sem er notað sem hiálparefni til
tuggið er, frásogast í munninum og dregur úr fránvarfseinken
til að vinna gegn reykingaþörf. Skammtur er einstaklingsbur
ti til aö hætta eða draga úr reykingum. Það inniheldur nikótín sem losnar þegar
hvárfseinkennum þegar reykingum er hætt. Tyggja skal eitt stykki í einu, hægt og rólega
i gegn reykingaþörf. Skammtur er einstaklingsbundinn, en ekki má tyggja fleiri en 25 stk. á dag. Ekki er ráölagt að nota lyfið
lengur en 1 ár. Nikótín getur valdið aukaverkunum, s.s. svima, höfuðverk, ógleði, hiksta og ertingu í meltingarfærum. Sjúklingar með
slæma hjarta- og æðasjúkdóma eiga ekki að nota nikótínlyf nema í samráði við lækni. Nicotinell tyggigúmmí er ekki ætlað börnum yngri
en 15 ára nema í samráði við lækm. Kynnið ykkur vel leiðbeiningar sem fylgja pakkningunni. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.