Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2003, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2003, Blaðsíða 14
74 SKOÐUN ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ2003 sr Betra er seint en Meint verðsamráð olíufélaganna þriggja, sem nú er til rannsóknar hjá samkeppnisyfirvöld- um, virðist hafa snert flest svið viðskiptalífsins enda eldsneytiskaup snar þáttur í rekstri heim- ila jaftit sem fyrirtækja. Forráðamenn útgerðar- innar, en í heild er hún stærsti kaupandi elds- neytis hér á landi, velta fyrir sér réttarstöðu fyr- irtækja sem hugsanlega hafa mátt sæta ólögleg- um aðgerðum olíufélaganna. Reykjavíkurborg áskilur sér allan rétt, sem stórkaupandi elds- neytis, sannist samráð félaganna í útboði til borgarinnar. Sama gildir um fulltrúa neytenda. Haft hefur verið eftir lögmanni Neytendasam- takanna að ekki sé útilokað fyrir neytendur að höfða skaðabótamál gegn olíufélögunum. Lengi hefur leikið grunur á að olíufélögin hafi haft með sér verðsamráð. Davíð Oddsson for- sætisráðherra vék að þessu í viðtali við helgar- blað DV á laugardaginn. Þar sagði hann meðal annars: „Hitt er annað mál að ég held að allur almenningur í landinu hafi lengi haft á tilfinn- ingunni að þarna væri meira samráð en vera bæri. Ég hef stundum fundið að því að olíufé- lögin væru mjög fljót til gagnvart almenningi að hækka verð en afar treg til að lækka; þá þurfi lengi að íhuga málin og sjá hvort framvindan sé eðlileg, hvort verð muni breytast og svo fram- vegis. Þetta hefur verið afskaplega ógeðfellt og þetta hefur allur almenningur fundið. Þetta er ekki bara ógeðfellt heldur líka heimskulegt hjá forráðamönnum olíufélaganna. Þó að menn séu auðvitað neyddir til þess að fá bensín á bílinn Við þær aðstæður sjá aðrir sér leik á borði. Nú hillirþví undir aukna sam- keppni á eldsneytismarkaði, sam- keppni frá nýjum aðilum, tilbúnum að keppa við olíufélögin þrjú sem hafa i áratugi skipt á milli sín elds- neytismarkaði landsmanna. sinn hvernig sem seljandinn hagar sér eiga menn ekki að notfæra sér það. Þess vegna hafa þessi ágætu fyrirtæki ekki þá velvild hjá þjóðinni sem öll fyrirtæki þurfa að hafa." Hið meinta samráð hefur skaðað olíufélögin og orðspor þeirra. Þau virðast hafa vafið sér samráðsleið í stað samkeppni. Markaðurinn krefst breyttra hátta, virkrar samkeppni sem kemur neytendum, stórum sem smáum, til aldrei I góða. Forsætisráðherra bendir réttilega á að vegna samráðsins, sem virðist hafa viðgengist lengi, njóti olíufélögin ekki þeirrar veMldar sem þau þarfnast. Við þær aðstæður sjá aðrir sér leik á borði. Nú hillir því undir aukna sam- keppni á eldsneytismarkaði, samkeppni frá nýj- um aðilum, tilbúnum að keppa við olíufélögin þrjú sem hafa í áratugi skipt á milli sín eldsneyt- ismarkaði landsmanna. Fyrirtækið Atlantsolía tók í fyrrinótt á móti fyrsta olíuskipinu með farm til stórnotenda. Fyrirtækið hefur auk þess auglýst eftir lóðum á höfuðborgarsvæðinu undir sjálfsafgreiðslu- stöðvar eldsneytis. Þá hafa forráðamenn þess haft samband við nokkur sveitarfélög varðandi lóðir undir bensínstöðvar. Atlantsolía mun því keppa við þau olíufélög sem fyrir eru og kveðst ætla að bjóða stórnotendum hagstætt verð. Ætla má að hið sama muni gilda þegar félagið hefur eldsneytissölu á neytendamarkaði. Þá stefnir Baugur að því að heíja sölu á elds- neyti á neytendamarkaði. Félagið hyggst ekki í fara inn á stórnotendamarkaðinn fyrst um sinn þótt það komi til greina síðar. Notendur eldsneytis hljóta að fagna aukinni samkeppni á þessum markaði; hún er löngu tímabær. Tilkoma nýrra aðila á markaðinn vek- ur þá sofandi risa sem þar eru fyrir enda hefur J forstjóri Olíufélagsins þegar tilkynnt að félagið muni tryggja hagsmuni viðskiptavina í þeirri samkeppni sem fram undan er á olíumarkaði. Betra er seint en aldrei. Ríkidæmið á nýrri öld OFURTOLLAR OG ÓFRELSI í FLUGMÁLUM: (þessum efnum voru ráðamenn engir eftirbátar sovétkerfisins gamla og gáfu ekkert eftir fyrr en í fulla hnefana. KJALLARI p SigurðurAntonsson P'-* framkvæmdastjóri Áður fyrr þótti það helftin af hamingjunni að eiga lamb eða sauð á fjöllum. Að eiga kú og þar með rjóma, skyr eða sýru var nánast himnaríkissæla. Allt fram á miðja síðustu öld voru þessi gæði nánast forréttindi hins staðfasta sveitamanns sem átti jörð. Þurrabúðarmenn og þeir sem fluttust á mölina þjáðust oftar en aðrir af berklum og tæringarsjúk- dómum sem á stundum lögðu þá í gröfina. Vöntun á fjölbreyttu fæði hefur án efa átt þátt í að hér herj- uðu vannæringarsjúkdómar fram yfir miðja öldina. Hagur manna batnaði þegar Kaninn kom með jarðýturnar og gröfurnar en líka dátaútvarpið og kántrísöngva. Síðan komu sjónvarpsútsend- ingar af vellinum, þar sem mörg- um gafst kostur á að horfa á í beinni útsendingu t.d. þegar John F. Kennedy komst til valda og svo síðar hin hörmuleg örlög hans. En þetta sjónvarp þótti of gott - eða slæmt - fyrir íslenskar sálir og þeg- ar ísienska sjónvarpið leit dagsins ljós var hinu erlenda lokað, aðal- lega að frumkvæði forræðishyggju- manna. Eftir það líða rúmir tveir áratugir áður en einokun ríkisins er rofin á þessum íjölmiðlum. Dagblöðin voru lituð flokkspólitísku valdi og þessi fjölmiðlaflóra hélst í hendur við takmarkað frelsi til athafna. Kaupmenn og iðnaðarmenn fengu að spreyta sig í takmörkuðu frelsi en olíufyrirtæki, SÍS, ríkisfyrirtæki og bankar lutu pólitísku valdi og forréttindum. Allt var þetta eftir kokkabókum frá austrinu. Segja má að eyþjóðin hafi verið fljótari að tileinka sér frjálsa óháða fjöl- miðla en t.d. Skandinavíulöndin. En þó er það svo að enn þann dag í dag eimir eftir af þessari ósjálf- stæðu fréttamennsku rfkisíjöl- miðla, samanber nýlegar frétta- myndir Kúbverja frá 50 ára byiting- arafmæli hins illræmda einræðis- herra á Kúbu. Fall múrsins Eftir Reykjavíkurfundinn með Gorbatsjov og Regan um fækkun kjamorkueldflauga fer ný frelsis- bylgja um Vestur-Evrópu og Aust- ur-Evrópuríkin fá loks frelsi eftir áþján kommúnismans. Hmn kommúnismans hefur verið rakið til aukins upplýsingastreymis með nýjum fjölmiðlum og símatækni. Sjálfstæðum útvarpsstöðvum fjölgar þá hér og nýjar sjónvarps- stöðvar sjá dagsins ljós. Samfara óháðum dagblöðum kemur aukið lýðræði og réttarbætur frá megin- landi Evrópu. Að undanfömu höf- um við séð nánast byltingu í mögu- leikum á tjáningu og auknum skoð- anaskiptum ólíkra fjölmiðla. Net- miðlar gegna þar miklu hlutverki en ekki sfður dagblöðin. Upplýsingastreymið og skoðana- myndun er svo mikil og ör að jafn- vel stjórnmálamenn ná ekki að bera saman bækur sínar eða hafa ekki ráðrúm til að átta sig á gangi mála fyrr en almenningur hefur tekið afstöðu. Stjórnmálamenn halda þó í lengstu lög í ríkisútvarp, líklega af gömlum vana. Þó má segja að hinir frjálslyndu hafi ekki verið nógu iðnir við kolann eða jafnvel hugmyndasnauðir um of þegar kemur að því að breyta hin- um lögbundna menningarþætti ríkisins. í fámennu menningarsamfélagi eyþjóðar þykir sjálfsagt að halda uppi þjóðleikhúsi, sinfóníuhljóm- sveit og opinberum stuðningi við listir. Því ekki að sameina alla þessa starfsemi ásamt bókmenntalegu ríkisútvarpi undir sama hatti? Al- mennt eru menn sammála um að ríkið eigi ekki að vera að vasast í þeim hlutum sem aðrir gera betur, eins og endurvarpi á bíómyndum, útvarpi á dægurtónlist eða óháðum fréttaflutningi. Hin nýju gildi Ferðafrelsi er hluti hins nýja ríki- dæmis - að geta farið utan til dval- ar án þess að ganga á frumþarfir heimilisins í húsnæði, mat og drykk. í fjármálaráðherratíð Frið- riks Sophussonar fór fátækur barnamaður á lágum launum. til starfsþjálfunar í Þýskalandi en hafði aldrei áður komið til útlanda. Þar fékk hann í fýrsta skipti al- mennilega á diskinn, miídð af grænmeti, beikoni, skinku og eggj- um. Síðan þá hafa Þjóðverjar verið í miklum metum hjá þessum manni en Friðrik minni. Ferðasagan var þó ekki öll því fyrirtækið sem hafði sent hann varð að sanna það fyrir skatt- inum að ferðin hefði verið nauðsyn. Eftir mikla vinnu endurskoðanda og skrifstofu atvinnurekandans fékkst þessi ferð þó viðurkennd sem hluti hins nýja hagkerfis. Því ekki að sameina alla þessa starfsemi ásamt bókmenntalegu ríkisútvarpi undir sama hatti? Almennt eru menn sammála um að ríkið eigi ekki að vera að vasast í þeim hlut- um sem aðrir gera bet- ur, eins og endurvarpi á bíómyndum, útvarpi á dægurtónlist eða óháð- um fréttaflutningi. Ríkidæmið hið nýja felst þó ekki aðeins í því að hafa efni á að fara í sumarleyfi í útlöndum og sjá aðra lifhaðarhætti frjálsra manna heldur þykir nú sjálfsagt að geta keypt fjöl- breyttan mat á viðráðanlegu verði, jafnt grænmeti sem beikon og svínakótelettur. Löngum streittust ráðamenn við að halda almenningi frá frelsi í flugmálum en líka kaup- um á bestu matvörunum og eink- um fátækum fjölskyldum. Notaðir voru til þess ofurtollar og ýmsar takmarkanir en þeir urðu að lokum að láta í minni pokann fyrir atbeina frjálsra íjölmiðla, neytendasamtak- anna og verkalýðsfélaga sem sáu að í óefni var komið. - I þessum efn- um voru ráðamenn engir eftirbátar sovétkerfisins gamla og gáfu ekkert eftir fyrr en í fulla hnefana. Mesta ríkidæmið Atburðir síðustu vikurnar hafa enn á ný sýnt okkur svart á hvítu hve verðmætir íslensku þjóðfélagi sjálfstæðir fjölmiðlar eru í raun. Bæði í varnarmálum, svo og sam- ráðs- og einokunartilburðum stærstu fyrirtækja landsins, hafa þessir nýju endurnýjuðu miðlar haft forystuna við að upplýsa al- menning. Opinská umræða um hlutverk ríkisstofnana og hin nýju samkeppnislög sanna enn á ný að óháðir fjölmiðlar brjóta blað, efla lýðræðið og styðja við bakið á hin- um almenna neytenda móti valda- blokkum. Færa má viss rök að því að fram- leiðni og skilvirkni hér sé meiri en ella fyrir tilstuðlan þessara miðla og að hið nýríka Island megi þakka þeim hina samstilltu nýfrjálsu upp- lýsingabylgju sem hefur gengið yfir landið, engu síður en þeim fram- sýnu stjómmálamönnum sem hafa komið á nýjum samkeppnislögum. Það sést best þegar stjórnmála- mennimir fara í langt sumarfrí að nýjar gáttir opnast og flokksliðin, bæði ungir og gamlir, sitja uppi ut- angátta á framvindu mála. Þegar haustar koma sumir þeirra aftur til starfa frá údöndum og em hissa á dýrtíðinni sem þeir eiga mestan part í að viðhalda. Hagfræðingar eiga hins vegar óhægt um vik að mæla árangur fjölmiðla í framför- um líðandi stundar. - Mestu verð- mætin skila sér í bættu mannlífi og skilningi á þörfum hver annars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.